Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin í verkið

Sífellt kemur skýrar í ljós að það þarf að endurskoða samskipti Íslands við sambandið sem stjórnað er af gömlu nýlenduveldunum á meginlandi Evrópu.

Íslendingar þurfa í meginatriðum frjálsa verslun, en það er síður brýnt fyrir þá að greiða bandalaginu óbeina og síhækkandi skatta af ýmsu tagi, láta það ákveða hverjir mega fara til Íslands, setja lög um orkumál úti á Íslandi ákveða ótalmargt annað sem best er að heimamenn geri sjálfir.

Það þarf einhvern í að endurskoða EES-samstarfið með ofanritað og sitthvað fleira í huga.  Til er maður sem þekkir EES afar vel – og reyndar EFTA-samningana líka, af eigin raun.  Sá maður hefur ferðast víða um lönd, nú síðast í liðinni viku.  Í útlöndum er honum boðið að tala á virðulegustu samkomum og allir hlusta.  Hann heitir Jón Baldvin Hannibalsson.  Ætli hann eigi ekki lausa stund í svona samningastand?


Jón Baldvin og Friðrik 6.

Orð Jóns Baldvins Hannibalssonar „Allt fyrir ekkert“ urðu fleyg.  Þar var rætt um EES-samninginn þegar hann var nýfæddur.  Þá voru Jón Baldvin og EES alltaf í fréttum.

Fréttir berast nú óreglulega af báðum, Jóni Baldvini og EES.  Jón Baldvin átti afmæli um daginn og óskar Heimssýn honum til hamingju. Það gerði líka þjóðþing í útlöndum með heimboði, rauðum dregli og gylltu ræðupúlti fyrir Jón.

Ekki er vitað til þess að íslenskum stjórnmálamanni hafi verið gerður annar eins heiður í útlöndum, enda bárust um þetta fréttir til Íslands strax innan við viku eftir atburðinn.  Það gerðist í vefmiðli sem heitir Mannlíf sem endurbirti hugleiðingar sonar Jóns Baldvins.  Það er reyndar mikil framför frá þeim tíma þegar Íslendingar þurftu að bíða í nokkra mánuði eftir fréttum af andláti Friðriks konungs 6 sem var burt kvaddur í desember 1839.

EES-samningurinn á það sameiginlegt með Jóni Baldvini að vera ekki oft í fréttum þessa dagana, þótt tilefnin séu ærin.  Samningurinn er farvegur fyrir stöðugan straum tilskipana sem kalla á heilmikil útgjöld og aðra armæðu.  

Er það ekki einkennilegt?

https://news.err.ee/1609258937/first-minister-to-recognize-estonia-s-restored-independence-visits-riigikogu


Barn síns tíma

Sífellt fjölgar þeim sem taka til máls með gagnrýnum hætti um EES-samstarfið, sem óneitanlega hefur þróast með undarlegum hætti, þótt ekki sé fastar að orði kveðið.  Eggert Sigurbergsson ritar á Fasbókarsíðu Heimssýnar eftirfarandi:

Mér er minnistæð grein ekki fyrir alls löngu þar sem fyrrverandi EES baráttumaður og ráðherra Alþýðuflokksins fór hringveginn. Hann sá ástæðu til að kvarta yfir því að það talaði enginn íslensku í öllum þeim veitingastöðum og sjoppum við þjóðveginn sem hann heimsótti og var að furða sig á hvers vegna. Stutta svarið er að það sem gerðist var EES, félagsleg undirboð (getulaus verkalýðsfélög) og vanvirðing ráðamanna við okkar menningu og tungumál. Í dag eru um helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá með erlent ríkisfang og þúsundir eða jafnvel tugþúsundir eru "týndir" á Ísland, þvílík er óreiðan hjá þjóðskrá. EES er barn síns tíma, þegar tollar voru 10-20% á vörur frá Íslandi, og er fyrir löngu búið að snúast upp í andhverfu sína. Tollar á alþjóðavísu er um 3%, þökk sé WTO, og jafnframt er Ísland með tollfrelsi á frystum fiskafurðum með tvíhliða samningi Íslands og ESB frá 1973 sem er jafnframt rétthærri en EES. Nú eru blikur á lofti að útflutningur á ferskum fiski tilheyri fortíðinni enda á að skattleggja flutning á vöru og þjónustu í flugi til og frá Íslandi í nafni hamfarahlýnunar þar sem ESB hirðir ágóðann. Það er sannarlega kominn tími til að segja upp EES og helst sem fyrst því Norðmenn gætu verið á undan okkur.


Við minnum á Fasbókarsíðu Heimssýnar, sem vantar fleiri áskrifendur

https://www.facebook.com/groups/heimssyn


Heimsendir í nánd!

Eitt helsta einkenni Evróputrúboðsins eru heimsendaspárnar.  Aldrei ganga þær eftir, en samt koma þær aftur og aftur.  Jafnvel útgefendur kolvitlausra heimsendaspáa fara á kreik aftur, strax að lokinni rangri spá, og byrja að spá á ný.

Þannig var þetta í Icesave-málunum.  Íslandi var spáð öllu illu í tvígang.  Ekkert gekk eftir, en spámennirnir ganga um bísperrtir og halda áfram að mala eins og ekkert hafi í skorist.  Í Bretlandi var spáð efnhagshörmungum ef BREXIT gengi eftir.  Ekki urðu þær og nú eru horfur Breta bjartari en stórríkjanna sem enn eru í Evrópusambandinu.  Í Noregi er búið að hóta myrkum miðöldum í tvígang, árið 1972 og 1994.  Í bæði skiptin afþökkuðu Norðmenn aðild að bandalaginu og heimsendaspárnar fór rakleitt í vaskinn.

Nú eru nokkrar hjáróma raddir, m.a. Evrópuspekúlantsins Róberts Spanó, að reyna að gefa til kynna að illa fari ef Íslendingar samþykki ekki bókun 35, eftir 30 ára umhugsun.  Því trúir auðvitað ekki nokkur maður, og líklega ekki einu sinni heimsendaspámennirnir sjálfir.


Fæstir nenna að hlusta

Sagt er að Róbert Spanó sem skrifaði um bókun 35 í Morgunblaðið 22. febrúar sl. hafi um hríð gist sali embættismanna á meginlandi Evrópu og fengist við að segja Evrópuríkjum til.  Alkunna er að í þeim menningarheimi er talið mikið framfaramál að færa sem mest vald í Evrópusalina og skilja sem minnst af því eftir hjá óupplýstum skríl í afkimum Evrópu.   Við reynum að taka því fólki af umburðarlyndi, þótt fæstir nenni að hlusta á það lengi í einu.

Það hefði þó verið vert að hlusta ef Róbert hefði útskýrt hvers vegna bókun 35 varð eftir þegar EES var samþykktur fyrir 30 árum síðan. Hann gerði það ekki, svo það er best að við gerum það hér.

  1. EES hefði að öllum líkindum ekki komist í gegnum Alþingi með bókun 35.
  2. Meiri samstaða hefði verið með þeirri túlkun að EES gengi gegn stjórnarskrá lýðveldisins.

Hvort um sig hefði dugað til að slátra EES-samningnum á sínum tíma.  

Við svona aðstæður bregða Evrópusinnar á gamalkunnugt ráð.  Ef bitinn er of stór, þá er bara að skera í smærri bita og koma þeim þannig niður.   Fyrst má koma EES strípuðum í gegn, svo getur bókun 35 fylgt þegar meltingarfærin eru tilbúin.


Trúmaður vitnar gegn lýðræði

Bókunarmálið tekur á sig sérkennilegar myndir.  Róbert nokkur Spanó er mikill trúmaður á gæsku Evrópusambandsins og leynir því ekki.  Hann reynir að koma því inn hjá lesendum Morgunblaðsins 22. febrúar að bókun 35 sé mikilvæg fyrir neytendur. 

Undirtónninn í greininni er að Alþingi gæti aldrei staðið Evrópusambandinu á sporði við að setja sanngjarnar reglur um neytendarétt.  Róbert er með öðrum orðum búinn að gefast upp á lýðræðinu, a.m.k. á þessu sviði – og reyndar á flestum öðrum sviðum ef litið er til fyrri skrifa Róberts. 

Sú skoðun á sér ýmis nöfn sem þykja misviðeigandi en eiga sameiginlegt að vera andheiti við lýðræði.

    


Stimpilangist

 

Fleira forvitnilegt en hugmyndina um að EES útvegi erlent vinnuafl má heyra í ræðu háttvirts þingmanns Gísla Rafns Ólafssonar þann 13. febrúar sl. þar sem rætt var um bókun 35 og EES.   Hann var nefnilega við störf í Evrópusambandinu bæði FYRIR og EFTIR gildistöku EES-samningsins. 

Það hlýtur að koma þeim á óvart sem halda að Evrópa hafi verið lokuð Íslendingum fyrir EES.  

Það var þó ekki þannig að EES hefði engin áhrif á Gísla Rafn.  Stimplun yfirvalda í vegabréf Gísla Rafns breyttist nefnilega.  Nú skal ekki gert lítið úr áhuga ungs fólks á stimplum, en er kannski fulllangt gengið að fórna fullveldi landsins fyrir stimpil sem engu breytir öðru en hugarástandi stimpilhafa? 

 

https://www.althingi.is/altext/154/02/l13163820.sgml


Hvað segir furstinn í Katar um það?

Það voru fleiri en Bjarni Jónsson sem stóðu vaktina fyrir fullveldi Íslands á Alþingi 13. febrúar sl.  Ingu Sæland, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Berþóri Ólafssyni mæltist vel, eins og menn geta heyrt eða lesið ef smellt er á tengilinn hér að neðan.

Afstaða nokkurra svokallaðra bókunarþingmanna er þeim örugglega erfið vegna þess að þorri kjósenda þeirra hefur ekki áhuga á að afhenda Evrópusambandinu meiri völd á Íslandi en það hefur nú þegar fengið.  Þeir ættu að íhuga það og jafnframt skoða betur hvort nokkuð vit sé í því að halda þessu máli til streitu.

Margt skrýtið kemur fram í málflutningi bókunarþingmanna.  Eitt af því er hugmynd Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, sem virðist telja að EES sé nauðsynleg forsenda þess að fá útlendinga í vinnu á Íslandi. 

Hvernig skyldi ganga að útskýra slíkt fyrir furstanum í Katar þar sem erlendir verkamenn eru fleiri en aðrir íbúar landsins og Katar samt ekki í EES?

    

https://www.althingi.is/altext/154/02/l13163820.sgml


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2024
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 126
  • Sl. sólarhring: 262
  • Sl. viku: 2061
  • Frá upphafi: 1184468

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband