Laugardagur, 9. febrúar 2013
Tékkar ekki til í evru
Þetta er áhugaverð ábending hjá Evrópuvaktinni. Tékkar eru mjög fegnir yfir því að vera ekki með evru og þurfa ekki að taka þátt í þeim darraðadans sem evruaðild fylgir.
Með orðum Styrmis Gunnarssonar á Evrópuvaktinni:
Á sama tíma og Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar boðar evrutrú, sem aldrei fyrr og telur að betra sé fyrir íslenzkt launafólk að fá launalækkun í evrum en búa við sveiflur íslenzku krónunnar eru Tékkar allt annarrar skoðunar og búa þó í kjarna Evrópu með söguleg tengsl við helztu evruríkin, svo sem Þýzkaland og Austurríki.
Á heimasíðu forseta Íslands má finna eftirfarandi upplýsingar um samtal Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, við nýjan sendiherra Tékklands, sem kom til að afhenda trúnaðarbréf sitt sl. þriðjudag:
Þá var fjallað um aðild Tékklands að Evrópusambandinu og þá breiðu samstöðu sem ríkir í landinu milli allra stjórnmálaflokka, stjórnvalda og atvinnulífs um að það þjóni ekki hagsmunum Tékklands að taka upp evru sem gjaldmiðil. Landið mun hafa sína eigin mynt á næstu árum og í nýafstöðnum forsetakosningum kom fram sá almenni vilji að evru-aðild yrði ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi eftir árið 2017.
Þetta er þeim mun athyglisverðara vegna þess að samkvæmt fréttum blaða í Evrópu voru báðir frambjóðendur í seinni umferð forsetakosninganna í Tékklandi fyrir skömmu miklir stuðningsmenn aukins samstarfs Evrópusambandsríkjanna. sem fráfarandi forseti hefur að hluta til verið gagnrýninn á. En ljóst er af þeim upplýsingum, sem fram koma á heimasíðu forseta, að evruaðild hefur verið mjög til umræðu í kosningabaráttunni vegna forsetakosninganna og þar hafa orðið til þær meginlínur, sem nýr sendiherra Tékklands hefur bersýnilega upplýst forseta Íslands um.
Kannski er tilefni til að Árni Páll takist á hendur ferð til Prag til þess að kynna sér viðhorf Tékka til evrunnar og grafast fyrir um hvers vegna þeir hafa svo mikla fyrirvara á að taka upp evru?
Og þá væri ekki úr vegi að formaður Samfylkingarinnar leggi lykkju á leið sína og komi við í Madrid og ræði þar við verkalýðsleiðtoga á Spáni um stöðu spænskra launþega. Hugsanlega ætti hann líka að fara til Aþenu og kynna sér afleiðingar þess fyrir launafólk í Grikklandi að fá stöðugt færri evrur í launaumslagið?
Laugardagur, 9. febrúar 2013
Skýrsla: ESB-leiðirnar hefðu leitt til ófarnaðar
Íslendingar stæðu mun verr ef þeir hefðu tekið á sig Icesave-baggann eins og Samfylkingin, Björt framtíð og fleiri vildu. Frumskýrsla þessara tveggja fræðimanna sem mbl.is vitnar hér til bendir til þess.
Við hefðum einnig staðið verr að vígi ef við hefðum reynt að fara svokallaða írska leið - sem reyndar er spurning hvort ekki megi kalla evruleið.
Við virðumst hafa hitt á skástu leiðina í hruninu, ekki síst þar sem þjóðin tók í taumana á síðari stigum.
Það var rétt að setja neyðarlögin, það var rétt að setja tímabundin gjaldeyrishöft á, það var rétt að auka ekki opinber útgjöld og það var rétt að taka ekki á sig skuldir einkaaðila.
ESB reyndi að þvinga okkur til að taka á okkur skuldir einkaaðila. ESB-forystunni var heldur ekkert gefið um neyðarlögin þótt ákveðnar stofnanir hefðu með semingi að lokum sagt þær vera í lagi.
Nú er bara eftir að taka eina rétta ákvörðun að sinni. Ákveða að Ísland skuli ekki ganga í ESB.
![]() |
Fórum bestu leiðina eftir hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8. febrúar 2013
Spurningar og svör um evruna
Evruverkefnið er dýrasta tilraun í efnahagsmálum og stjórnmálum á okkar tíð þegar litið er til afleiðinga í efnahagsmálum, stjórnmálum og félagsmálum.
Sænski hagfræðingurinn Stefan de Vylder gaf nú í haust út bók um evrukrísuna (Eurokrisen). De Vylder er þekktur í Svíþjóð fyrir framlag sitt til umræðunnar um evruna og Gjaldmiðilsbandalag Evrópu, ekki hvað síst í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2003 þegar Svíar höfnuðu evrunni.
Bók de Vylders fjallar um ýmsar hliðar gjaldmiðlamálanna, bæði fyrr og síðar. Í lok bókarinnar er forvitnileg samantekt með spurningum og svörum um myntbandlagið - og getur hér að líta nokkur dæmi, í lauslegri þýðingu:
Uppfyllir Gjaldmiðilsbandalag Evrópu þær kröfur sem gerðar eru til hagkvæms myntsvæðis?
Svar: Nei.
Fylgir því mikill kostnaður fyrir samfélagið, eins og t.d. Svíþjóð, að vera fyrir utan Gjaldmiðilsbandalag Evrópu?
Svar: Nei.
Er hætta á því að mismunandi hagþróun í hinum ýmsu löndum á myntsvæðinu íþyngi samstarfinu í Gjaldmiðilsbandalaginu?
Svar: Já. Sameiginlegur gjaldmiðill í löndum sem hafa mismunandi efnahagsgerð og mismunandi efnahagsþróun leiðir bara til vandræða.
Leiðir sameiginleg peningastefna og sömu stýrivextir í gjaldmiðilsbandalagi til þess að hætta á fasteignabólum og fjármálakreppum minnkar?
Svar: Nei. Það voru ekki hvað síst hinir lágu vextir á evrusvæðinu sem leiddu til óhóflegrar þenslu og síðan verðhruns á Írlandi og Spáni. Þessi lönd hefðu þurft aðra vaxtastefnu og hærri vexti .
Hefur aðild að ESB og Gjaldmiðilsbandalaginu verið trygging gegn því að ríki sýni ábyrgðarleysi í efnahagsmálum?
Svar: Greinilega ekki!
Er ástæðan fyrir fjármálakreppunni aðallega ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum?
Svar: Léttúð í ríkisfjármálum átti að einhverju leyti hlut að máli í hluta evrulandanna, en hinn ógurlegi halli á rekstri ríkissjóða sem hefur átt sér stað eftir 2008 er afleiðing kreppunnar en ekki orsök.
Getur svokölluð innri gengislækkun (launa- og kostnaðarlækkanir) bætt alþjóðlega samkeppnishæfni veiku landanna í Gjaldmiðilsbandalaginu?
Svar: Já. En kostnaðurinn er vaxandi skuldabaggi og versnandi greiðsluhæfi með hættu á gjaldþroti.
Hefur evran aukið á félagslega og pólitíska sundrungu innan og milli landa í Evrópu og ýtt undir vöxt fasískra tilhneiginga og andúðar á innflytjendum?
Svar: Já.
Er evruverkefnið dýrasta tilraun í efnahagsmálum og stjórnmálum á okkar tíð þegar litið er til afleiðinga í efnahagsmálum, stjórnmálum og félagsmálum?
Svar: Því miður virðist svo vera.
Hversu stór verður reikningurinn sem sendur verður skattgreiðendum í evrulöndunum?
Svar: Hef ekki hugmynd. En hann verður stór.
Hefur aukið vald Seðlabanka Evrópu komið til skoðunar í þjóðþingum aðildarlanda og hafa íbúar evrusvæðisins verið upplýstir um hinar gífurlega miklu skuldbindingar sem Seðlabanki Evrópu og framkvæmdastjórn ESB hafa komið á herðar skattborgaranna?
Svar: Varla.
Samræmist aðild að Gjaldmiðilsbandalaginu því að þjóðirnar hafi sjálfsákvörðunarrétt um eigin mál?
Svar: Nei, svo virðist ekki vera. Ráðin eru tekin af ríkjum sem lenda í erfiðleikum. Fjármagnsmarkaðir fá aukið vald og ríkisfjármálum landanna eru settar skorður. Fyrir vikið hefur hlutverk þjóðþinganna dregist saman, ekki bara í þeim löndum sem eiga við vanda að glíma, heldur í öllum evrulöndunum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Takmörkuð skýrsla um stöðu fatlaða
Rannveig Traustadóttir forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í fötlunarfræðum virðist sniðganga eðlilegar vinnureglur fræðimanna þegar hún dregur þær ályktanir af takmarkaðri skýrslu sinni að hagsmunum fatlaðra sé betur borgið innan ESB.
Skýrslan er unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands.
Hvergi í þessari stuttu skýrslu er hægt að sjá að gerð sé tilraun til þess að bera saman raunverulega stöðu fatlaðra innan og utan ESB, og verður heldur ekki séð að gerð sé tilraun til að lýsa þeirri breytingu sem raunverulega hefur orðið á högum fatlaðra í þeim löndum sem gerst hafa aðilar að Evrópusambandinu.
Það vantar alla reynsluathugun í skýrsluna.
Hún er hins vegar uppfull af lýsingum um stefnumótun, stjórnsýslu, stofnanir og samstarf af ýmsu tagi.
Skýrslan er nánast ein dásemdarupphafning um reglur og stefnu, en þó er að finna nokkur gagnrýnisatriði um stöðu fatlaðra í Evrópusambandinu. Þar segir meðal annars:
Félagslegir styrkir hafa meðal annars verið notaðir til að byggja upp þjónustu við fatlað fólk víða um Evrópu. En ýmsir aðilar hafa jafnframt gagnrýnt að uppbyggingarstyrkir ESB hafi í sumum tilvikum verið notaðir til að byggja upp eða endurnýja gömul og úrelt aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk svo sem stórar sólarhringsstofnanir. Bent hefur verið á að þessi notkun fjármuna ESB sé hvorki í samræmi við stefnu ESB í málefnum fatlaðs fólks né í samræmi við kröfur mannréttindasáttmála SÞ.
Þetta virðist þó ekki skipta nokkru máli í huga Rannveigar Traustadóttur. Niðurstöður hennar eru á þá lund að aðild Íslands að ESB myndi að öllum líkindum bæta aðstöðu fatlaðra.
Það væri fróðlegt að vita hvort einhverjir fjármunir hafi komið frá ESB við gerð þessarar skýrslu, annað hvort beint eða óbeint. Til dæmis væri fróðlegt að vita hvort Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum hafi fengið beina eða óbeina styrki frá ESB og þá hve mikla.
Það er svo út af fyrir sig athyglisvert að heimildarlisti skýrslunnar er ófullkominn. Það verður t.d. ekki séð nákvæmlega hverjir eru viðmælendur höfundar.
Evrópumál | Breytt 8.2.2013 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Vinnumarkaður evrusvæðis fær falleinkunn í gjaldmiðlaskýrslu Seðlabankans
Það er tvennt sem er athyglisvert við niðurstöður nýlegrar gjaldmiðlaskýrslu Seðlabanka Íslands um vinnumarkaðsmál.
Annars vegar segir í skýrslunni að vinnumarkaður evrusvæðisins sé mjög ósveigjanlegur og að þau fyrirheit um úrbætur sem boðuð voru með evrunni hafi að engu orðið. Hins vegar segir að vinnumarkaður á Ísland búi við ýmis jákvæð skilyrði og að hætta yrði á að þau myndu versna þannig að við gætum lent í svipaðri aðstöðu og Grikkir og Spánverjar ef við tækjum upp evru.
Eða eins og segir í skýrslunni í lok 14. kafla um sveigjanleika og stofnanaumhverfi vinnumarkaðar á blaðsíðu 361:
Að öllu samanteknu virðist sveigjanleikinn á íslenskum vinnumarkaði allnokkur í samanburði við önnur lönd stærra myntbandalags. Fyrirtæki hafa t.d. svigrúm til að bregðast fljótt við áföllum með breyttum vinnutíma, breyttu starfshlutfalli eða uppsögnum. Breytingar í atvinnuþátttöku og fólksflutningar hjálpa einnig til við aðlögun þjóðarbúsins eftir efnahagsskelli. Nafnlaun virðast hins vegar nokkuð tregbreytanleg niður á við, sem bendir til þess að erfitt gæti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll með því að lækka almennt kostnaðarstig í landinu. Að sama skapi hefur launakostnaður kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuaflsins en á móti hefur gengi krónunnar lækkað til að viðhalda samkeppnisstöðu atvinnuveganna. Innan myntbandalags er sá kostur ekki lengur fyrir hendi. Því myndi myntbandalagsaðild kalla á breytingar á ákvörðunum um nafnlaun hér á landi eigi samkeppnisstaða þjóðarbúsins ekki smám saman að veikjast sem gæti endað með alvarlegum vanda svipuðum þeim sem sum ríki á evrusvæðinu glíma nú við.
Reynslan af evrusvæðinu sýnir að ekki er tryggt að myntbandalagsaðild knýi sjálfkrafa á um umbætur á vinnumarkaði. Vinnumarkaðir evrusvæðisins voru töluvert ósveigjanlegir fyrir stofnun myntbandalagsins og litlar breytingar hafa verið gerðar eftir að myntbandalagið tók til starfa, þótt sveigjanleiki hafi að einhverju leyti verið aukinn í sumum ríkjum með tvískiptingu vinnumarkaðar þar sem hluti hans nýtur lakari kjara og minni uppsagnarverndar. Nafnlaun á evrusvæðinu eru enn mjög ósveigjanleg og mismunur í þróun launakostnaðar milli evruríkja hefur jafnvel aukist eftir aðild. Fólksflutningar innan evrusvæðisins eru tiltölulega litlir og töluvert minni en t.d. innan Bandaríkjanna. Þessir fólksflutningar virðast ekki hafa aukist þrátt fyrir samninginn um frjálst flæði vinnuafls (samninginn um Evrópska efnahagssvæðið) og Schengen-samninginn, sem áttu að auðvelda hreyfanleika vinnuafls. Aðlögun á vinnumarkaði hefur því í auknum mæli þurft að eiga sér stað í gegnum sveiflur í atvinnu og atvinnuleysi með tilheyrandi efnahags- og félagslegum vandamálum.
Þarf frekari vitna við um að það sé mesta óráð fyrir Íslendinga að styðja aðild að ESB?
![]() |
Vaxandi atvinnuleysi innan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Lýðræðishalli ríkisstjórnar VG og Samfylkingar
Umræða um lýðræðishalla í ESB fer víða vaxandi í aðildarlöndunum. Gagnrýni og efasemdir Breta og fleiri bera vott um þetta.
Hins vegar fer minna fyrir umræðunni um þann lýðræðishalla sem er í boði ríkisstjórnarinnar vegna aðildarumsóknarinnar.
Eins og komið hefur fram felur umsóknarferlið það í sér að Íslendingar eiga að uppfylla öll helstu skilyrði Evrópusambandsins um aðild. Stjórnkerfið er virkjað í því að koma Íslandi að því leyti inn fyrir múra ESB.
Þjóðin hefur aldrei verið spurð að þessu. Tómas Ingi Olrich hefur verið óþreytandi í að benda á atriði af þessu tagi, sbr. greinina sem hann birtir í Morgunblaðinu í dag og mbl.is vitnar hér í.
Vinstri græn snúa svo lýðræðinu á hvolf með því að vinna að því hörðum höndum að koma Íslandi inn í ESB með aðlögunarferlinu þótt þau séu á móti aðild. Karli Marx hefði líklega þótt þetta undarleg díalektík.
Mbl.is segir svo frá:
Er það í anda lýðræðisins að sækja um aðild að Evrópusambandinu, án þess að ganga úr skugga um að þjóðin styðji þá umsókn? spyr Tómas Ingi Olrich, fv. alþm., í grein í Morgunblaðinu í dag.
Er það ásættanlegt frá sjónarmiði lýðræðisins, ef annar þeirra stjórnmálaflokka, sem standa að umsókn Íslands, er yfirlýstur andstæðingur aðildar? Í grein sinni segir Tómas Ingi m.a.: Ef svarið við þessum tveimur spurningum er já er ríkisstjórn Íslands á réttri braut í viðræðum sínum við ESB. Ef svarið er nei er þjóðin komin út af braut lýðræðisins undir forystu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem umsóknarferlið styðja. Ákvörðunin um aðildarumsókn er eitt stærsta skref, sem tekið hefur verið í íslenskum stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins 1944. Óraunhæft er að reikna með því að þessi blekkingarleikur hafi engin eftirmál. Hann mun hafa það gagnvart Evrópusambandinu, en ekki síst gagnvart íslensku þjóðinni.
Lokaorð þingmannsins fyrrverandi: Mjög sterk tengsl eru milli þess sem er að gerast í þjóðríkjunum, sem standa að ESB, og þróunar lýðræðishalla sambandsins sjálfs. Það er sama aflið, sem veikir lýðræðið hjá aðildarþjóðum ESB annars vegar og eflir hins vegar valdamiðstöð án lýðræðislegs umboðs í stjórnstöðvum Evrópusambandsins.
![]() |
Lýðræðishalli ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Sérfræðingar eru efins um evruna
Eftir að skýrsla Seðlabanka Íslands um gjaldmiðlamálin kom út í haust er eitt víst. Sérfræðingar hafa lengi verið og eru enn efins um að rétt sé fyrir Ísland að taka upp evru sem gjaldmiðil. Skýrslan er í raun rothögg fyrir evrusinnana í Samfylkingunni og víðar.
Þessarar skýrslu hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Vitanlega væntu ESB-aðildarsinnar í Samfylkingunni og víðar þess að skýrslan myndi leiða til skýrrar niðurstöðu sem væri þeim þóknanleg. En því var ekki til að dreifa. Í raun hefur sú afstaða sem lesa má út úr niðurstöðum af athugunum seðlabankafólksins og forystu þess verið nokkurn veginn hin sama frá því þessi umræða hófst. Það hafa alltaf verið efasemdir um upptöku gjaldmiðils á borð við evruna.
Árið 1997 var ekki áhugi fyrir evru
Árið 1997 gaf Seðlabankinn út skýrsluna Efnahags- og myntbandalag Evrópu EMU Aðdragandi og áhrif stofnunar EMU. Þótt þetta væri tveimur árum áður en efnahags- og myntbandalagið tók formlega til starfa hafði heilmikil rannsóknarvinna og umræða verið í gangi. Margir hagfræðingar vöruðu við ófullburða fæðingu gjaldmiðilsbandalagsins. Stjórnmálaelítan í Evrópu lét varnaðarorðin sér í léttu rúmi liggja, en það sýnir m.a. að ESB og EMU (myntbandalagið) eru fremur pólitísk bandalög en að þau séu byggð á efnahagslega skynsömum grunni. Í formála bankastjórnar árið 1997 kemur fram að meginniðurstaða skýrslunnar sé að efnahagsleg áhrif bandalagsins á íslenskt efnahagslíf séu óljós.
Vissulega var ýmislegt óljóst með myntbandalagið í upphafi og því ekki að undra þótt Seðlabankinn treysti sér ekki þá til að fjalla beinlínis um rök með og móti ESB. Þær ályktanir eru þó dregnar að best sé fyrir Ísland að halda að minnsta kosti um sinn óbreyttri gengisstefnu.
Árið 2000 var ekki heldur áhugi fyrir evru
Um þremur árum síðar, árið 2000, gaf Hagfræðistofnun Háskóla Íslands út ritið Macroeconomic Policy Iceland in an Era of Global Integration (þjóðhagsstefna Ísland á tímum alþjóðlegrar samþættingar). Í kafla um val á hagkvæmustu gengisstefnu fyrir Ísland komast höfundar að þeirri niðurstöðu að formgerðareinkenni hagkerfisins styðji öll þá ályktun að heppilegast sé fyrir Ísland að vera með sveigjanlegt gengi. Jafnframt virðist þeim sem Ísland uppfylli engin, eða nánast engin af þeim skilyrðum sem kenningin um hagkvæm myntsvæði gerir til þess að Ísland tengist evrunni.
Eftir þetta fór evrusvæðið í gang og fyrstu árin virtust lofa góðu. Þegar á leið fóru hins vegar erfiðleikar að koma í ljós. Nú er svo komið að Efnahags- og myntbandalagið hefur í nokkur ár átt í gífurlegum erfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á. Þeim stjórnmálamönnum utan evrusvæðisins fjölgar stöðugt sem vilja halda sig sem lengst frá myntbandalaginu nema innan Samfylkingarinnar á Íslandi. Það er óþarfi að telja hér upp ýmsa hagfræðinga austan hafs og vestan sem varað hafa við þessari evrukreppu.
Árið 2012: Evran er ekki kostur um fyrirsjáanlega framtíð
Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans er komist að þeirri skýru niðurstöðu að það sé fyrsti kostur að halda krónunni og bæta umgjörð hennar. Evran komi ekki til álita sem stendur, bæði vegna erfiðleika evrusvæðisins en einnig vegna annarra þátta, þótt bankinn komist skiljanlega að þeirri niðurstöðu að rétt sé að loka engum leiðum fyrst aðildarumsóknin er í gangi. Hins vegar er á það bent að Íslendingar ættu í raun fremur að huga að almennt bættri hagstjórn fremur en að líta á einn eða annan gjaldmiðil sem einhverja töfralausn á ýmsum vanda.
Þetta hljóta að vera gífurleg vonbrigði fyrir þann hóp innan Samfylkingarinnar sem gert hefur það að leiðarljósi lífs síns að Ísland gangi í ESB og að besta leiðin til að ná því marki væri að telja fólki trú um að með evru fengjust betri lífskjör hér á landi. Þeir sérfræðingar sem gerst þekkja hafa aldrei trúað almennilega á þessa spádóma eða óskir ESB-sinnanna. Hið gífurlega atvinnuleysi sem stór hluti Evrópubúa hefur búið við sýnir svo ekki verður um villst, að enda þótt evran komi sumum vel hefur hún leitt til ófarnaðar fyrir stóran hluta álfunnar.
(Þessi texti birtist fyrst á Vinstrivaktinni)
![]() |
Vilja ekki gengisstefnu fyrir evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2013
Fulltrúi ESB hindraði Bjarna Ben í að ljúka máli sínu
Sá fáheyrði atburður átti sér stað á opnum fundi Heimssýnar í Norræna húsinu í gær að launaður starfsmaður ESB þreif með frammíköllum lokaorðin af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Þetta átti sér stað í lok fundarins, en við frammíköllin komst ókyrrð á fundarsalinn og sleit fundarstjóri þá fundi. Fyrir vikið gat Bjarni Benediktsson ekki flutt sín lokaorð og svarað þeim spurningum sem til hans hafði verið beint.
Það er út af fyrir sig ekkert athugavert við það að fulltrúar erlendra ríkja mæti hér á opna fundi og fylgist með því sem hér er að gerast. Hins vegar verður að krefjast þess af þeim að þeir sýni frummælendum og fundarmönnum tilhlýðilega virðingu og hleypi ekki upp fundum, jafnvel þótt langt sé liðið á fundartímann.
Í þessu sambandi skiptir ekki máli að umræddur launaður starfsmaður ESB er Íslendingur. Um er að ræða almannatengil Evrópustofu hér á landi, Árna Þórð Jónsson, en sem vitað er ákvað Evrópusambandið að veita ríflega 200 milljónum króna til þeirrar starfsemi. Sem almannatengill og starfsmaður erlendra aðila hér á landi er lágmark að menn virði ákveðnar siðareglur og komi ekki í veg fyrir að aðrir fái að tjá sig.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Nýjustu færslur
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 14
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 1133
- Frá upphafi: 1233485
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 959
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar