Leita í fréttum mbl.is

Takmörkuð skýrsla um stöðu fatlaða

rannveig_traustadottirRannveig Traustadóttir forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í fötlunarfræðum  virðist sniðganga eðlilegar vinnureglur fræðimanna þegar hún dregur þær ályktanir af takmarkaðri skýrslu sinni að hagsmunum fatlaðra sé betur borgið innan ESB.

Skýrslan er unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands.

Hvergi í þessari stuttu skýrslu er hægt að sjá að gerð sé tilraun til þess að bera saman raunverulega stöðu fatlaðra innan og utan ESB, og verður heldur ekki séð að gerð sé tilraun til að lýsa þeirri breytingu sem raunverulega hefur orðið á högum fatlaðra í þeim löndum sem gerst hafa aðilar að Evrópusambandinu.

Það vantar alla reynsluathugun í skýrsluna.

Hún er hins vegar uppfull af lýsingum um stefnumótun, stjórnsýslu, stofnanir og samstarf af ýmsu tagi.

Skýrslan er nánast ein dásemdarupphafning um reglur og stefnu, en þó er að finna nokkur gagnrýnisatriði um stöðu fatlaðra í Evrópusambandinu.  Þar segir meðal annars:

Félagslegir styrkir hafa meðal annars verið notaðir til að byggja upp þjónustu við fatlað fólk víða um Evrópu. En ýmsir aðilar hafa jafnframt gagnrýnt að uppbyggingarstyrkir ESB hafi í sumum tilvikum verið notaðir til að byggja upp eða endurnýja gömul og úrelt aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk svo sem stórar sólarhringsstofnanir. Bent hefur verið á að þessi notkun fjármuna ESB sé hvorki í samræmi við stefnu ESB í málefnum fatlaðs fólks né í samræmi við kröfur mannréttindasáttmála SÞ.

Þetta virðist þó ekki skipta nokkru máli í huga Rannveigar Traustadóttur. Niðurstöður hennar eru á þá lund að aðild Íslands að ESB myndi að öllum líkindum bæta aðstöðu fatlaðra.

Það væri fróðlegt að vita hvort einhverjir fjármunir hafi komið frá ESB við gerð þessarar skýrslu, annað hvort beint eða óbeint. Til dæmis væri fróðlegt að vita hvort Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum hafi fengið beina eða óbeina styrki frá ESB og þá hve mikla.

Það er svo út af fyrir sig athyglisvert að heimildarlisti skýrslunnar er ófullkominn. Það verður t.d. ekki séð nákvæmlega hverjir eru viðmælendur höfundar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er langt seilst í áróðrinum fyir aðild. Kannski Rannveig taki næst fyrir hversu ofboðslega gott er að vera gamalmenni í ESB. Þeim er bara keyrt til Rúmeníu eða flogið með það til Taivan og látið dúsa þar. Þá er það ekki fyrir í dásemdarríkinu.

Gunnar Heiðarsson, 8.2.2013 kl. 07:30

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er margt í ESB sem má betur fara. En svo er margt sem ESB er að gera nokkuð vel. Alveg frábærlega. Miklu betur en á Íslandi.

Þar er gamla fólkið rænt um hábjartan dag einsog gerðist á Eir elliheimilinu.

Svo er ellilífeyrisþegar ekki að ríða feitum hesti hér á Íslandi. Gagnrýni ykkar ætti fyrst að beinast að íslenskum raunveruleika áður en þið gagnrýnið mikið betra kerfi erlendis.

En allt er gert fyrir áróðurinn. Staðreyndirnar skipta ekki öllu þar.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.2.2013 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1121177

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband