Leita í fréttum mbl.is

Grái fiðringurinn og ESB

Í nýjustu skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu kemur fram að að þeir yngstu og elstu eru hvað andvígastir aðild en þeir sem eru á aldri gráa fiðringsins, í kringum fimmtugt, eru líklegri en aðrir aldurshópar að vera hlynntir aðild.

Í aldurshópnum 16-24 ára segjast 60 prósent á móti aðild Íslands að ESB. Þeir sem eru 65 ára og eldri segjast í 57 prósent tilvika vera mótfallnir aðild. Samsvarandi hlutfallstala fyrir aldurshópinn 45 - 54 ára er 46 prósent.

Hópurinn sem er hvað hlynntastur aðild Íslands er á aldursbilinu 45 - 64 ára, en 38 prósent svarenda á þessum aldri eru hlynntir. Þetta er sami aldurshópurinn og ber mestu ábyrgðina á hruninu. Úr þessum aldurshópi koma hrunverjar og meðhlauparar þeirra.

Á aldri gráa fiðringsins hlaupa menn úr einum öfgum í aðra.

Hér er könnunin í heild.

(Tekið héðan.)


Ólíkt fullveldi Íra og Íslendinga

Írland er í Evrópusambandinu og með evru sem lögeyri. Fullveldi Írlands er stórlega skert enda er ríkisstjórnin í Dyflinni bundin í báða skó, bæði vegna beinna tilskipana og laga Evrópusambandsins en ekki síður vegna óbeinna valda sem Brussel hefur yfir aðildarríkjum sínum.

Ríkisstjórn Írlands þorði ekki að láta bankana sína falla þótt þeir væru gjaldþrota. Óttinn við viðbrögð frá Brussel þvingaði Íra til að lýsa yfir allsherjarábyrgð ríkisins á skuldum írsku bankanna.

Íslendingar voru ekki undir forræði Brusselvaldsins og gátu því látið málefni bankanna fá sína rökréttu niðurstöðu, sem var gjaldþrot.

Aðildin að Evrópusambandinu forðaði Írum ekki frá fjármálakreppu. Og þegar kreppan skall á reyndist aðildin að Evrópusambandinu takmarka fullveldi Íra til að greiða úr kreppunni í samræmi við hagsmuni írsku þjóðarinnar. Írsk stjórnvöld voru knúin til þess að hugsa meira um hag franskra og þýskra banka en almennings á Írlandi.

Fullveldi er fjársjóður og voðinn er vís ef það glatast.

(Tekið héðan.)


Írland úti í kuldanum hjá ESB

Grikkir fengu lækkun á vaxtaprósentunni á lánum frá Evrópusambandinu á leiðtogafundi evru-ríkja í gær en sambærilegum óskum Íra var hafnað. Ástæðan er sú að Írar neituðu að hækka skatta á fyrirtæki en Þjóðverjar og Frakkar krefjast þess að fyrirtækjaskattar verið hækkaðir á Írlandi til samræmis við  það sem tíðkast á meginlandinu. Í frétt EUobserver segir

Greece has won a reduction of 100 basis points - one percent - in the interest rate it pays on its €110 billion loan and an extension of the payment period from the current three and a half years to seven and a half. Ireland was offered a similar reduction, but the country's new prime minister said he could not accept the terms demanded.

Í lok mánaðarins koma leiðtogar allra 27-ríkjanna í Evrópusambandinu saman til fundar og málefni Írlands verða aftur á dagskrá.

Írar telja lága fyrirtækjaskatta hornstein í efnahagsuppbyggingu sinni eftir að bankakerfið þeirra var þjóðnýtt vegna yfirvofandi gjaldþrots.

Burtséð frá skilmálabreytingum á lánum til Grikkja og Íra telja margir hagfræðingar að hvorugt ríkið muni geta staðið í skilum með lánin sem þau hafa tekið síðustu misseri - afskriftir þurfi að koma til.

 


Bakhjarl aðildarsinna segir pass

Samtök iðnaðarins voru bestu bandamenn Samfylkingarinnar í áróðri fyrir aðild að Evrópusambandinu að frátöldum héraðsskólanum í Norðurárdal. Samtök iðnaðarins greiddu áróðursgemsum Samfylkingar laun, fjármögnuðu samtök aðildarsinna, kostuðu skoðanakannanir og stóðu að fundum og útgáfum sem allt hafði að markmiði að útmála sæluríkið með höfuðbólið Brussel.

Nú er Snorrabúð stekkur. Iðnþing er haldið án lúðrablásturs fyrir aðild og í setningarræðu hvetur nýendurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins Íslendinga til að einangrast ekki frá Bandaríkjunum.

Helstu hagsmunasamtök atvinnulífsins eru ýmist hörð á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu eða láta sér umræðuna í léttu rúmi liggja. Á sama tíma eyðir samfylkingarvængur ríkisstjórnarinnar milljörðum króna í umsókn sem verður aldrei meira en sendibréf Össurar Skarphéðinssonar utanríkiráðherra til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Er ekki kominn tími til að stjórnarráðið tengi við veruleikann?

(Tekið héðan.)


80% kjósenda Framsóknarflokksins á móti ESB

Átta af hverjum tíu kjósendum Framsóknarflokksins myndu segja nei við aðild Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlutfall andstæðinga aðildar er litlu lægra í Sjálfstæðisflokknum eða 76 prósent. Kjósendur Vinstri grænna eru afgerandi á móti aðild, um 68 prósent myndu segja nei.

Samfylkingin sker sig úr og er einangruð í Evrópumálum. Aðeins tíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar myndu segja nei við  aðild að Evrópusambandinu.

Hér er könnunin í heild.

(Tekið héðan.)


mbl.is Meirihluti gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðuöryggi á Íslandi og Evrópu er sitthvað

Evrópusambandið bjó til landbúnaðarstefnu sína snemma. Markmiðið var að tryggja fæðuöryggi á meginlandi Evrópu. Landbúnaðarstefnan, Common Agricultural Policy, eða CAP, er  bein afleiðing af seinni stríði og kröfunni um að almenningur á meginlandi Evrópu skuli ekki eiga yfir höfði sér hungursneyð, samanber eftirfarandi

The 1957 Treaty of Rome, which formed the basis of the CAP was only 12 years after the end of the Second World War and politicians were keen to achieve self-sufficiency in food products and ensure famine and food shortages were consigned to history. Along with the need to become self sufficient several other reasons were offered to support the case for a CAP

Fæðuöryggi í Milanó, Gdansk eða Búkarest getur aldrei verið það sama og fæðuöryggi í Reykjavík. Samgöngur á meginlandi Evrópu eru aðrar, fjölbreyttari og tryggari en samgöngur til og frá Íslandi.

Íslenskir bændur framleiða fyrst og síðast fyrir innlendan markað. Þjóðin stendur í þakkarskuld við bændur sem ekki eru ofsælir af sínum kjörum.

Bændur ásamt hinum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútvegi, standa einarðir gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til skamms tíma voru Samtök iðnaðarins hlynnt aðild en þau hafa hljóðlega dregið tilbaka stuðning sinn.

Væntanlegir embættismenn í Brussel úr röðum háskólamanna verða brátt eini hópurinn sem vill aðild. 

Aumingja Samfylkingin.

(Tekið héðan og bróderað.)


Icesave: Bretar og Hollendingar myndu tapa fyrir dómi

Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.

Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hrl.Björgvin Þorsteinsson hrl.Haukur Örn Birgisson hrl.Jón Jónsson hrl.Reimar Pétursson hrl.Tómas Jónsson hrl.Þorsteinn Einarsson hrl

(Tekið héðan.)


0,8 prósent áhrif Íslands í ESB

Ísland fengi 6 af 751 þingmanni á Evrópuþinginu ef landið yrði aðili, en það gera heil 0,8 prósent áhrif. Sætum á Evrópuþinginu er úthlutað eftir fólksfjölda og hafa fjölmennustu þjóðirnar flesta fulltrúa.

Ísland er með 300 þúsund íbúa en Evrópusambandið 500 milljónir.

Aðildarsinnar reyna að telja okkur trú um að Ísland muni fá veruleg völd í Brussel, gangi þjóðin inn í ESB. Blekkingin er snar þáttur í draumaheimi aðildarsinna og þeir verða iðulega hvekktir þegar veruleikinn bankar upp á, eins og lesa má hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 190
  • Sl. sólarhring: 202
  • Sl. viku: 1825
  • Frá upphafi: 1234757

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 1537
  • Gestir í dag: 145
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband