Föstudagur, 16. mars 2012
ESB-umsókn byggð á ónýtri evru
Evran veldur tuga prósenta atvinnuleysi í jaðarríkjum Evrópusambandsins og dæmir hagkerfi Íra, Spánverja, Portúgala og Grikkja til langtímakreppu. Tilraunin með evruna, sem er ekki nema tíu ára gömul, sýnir að einn gjaldmiðill fyrir mörg hagkerfi leiðir til hörmunga.
Síðasta vörn ESB-sinna fyrir heimskulegustu umsókn allra tíma, ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins, er að lofsyngja evruna - gjaldmiðill sem er í dauðateygjunum. Sértrúarhneigð Samfylkingar kemur hvergi betur fram en í taumlausri dýrkun á ónýtum gjaldmiðli.
Evrópusambandið mun ekki búa við evruna öllu lengur. Annað tveggja gefur undan, þolinmæði Þjóðverja eða samfélagsfriðurinn í Suður-Evrópu.
Hér á Íslandi eigum við að bíða og sjá hverju fram vindur í Evrópusambandinu og afturkalla strax samfyklingarumsóknina um aðild.
![]() |
Evran raunhæf eftir 2016 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. mars 2012
ESB-brýning Samfylkingarsértrúar
Sértrú Samfylkingar á Evrópusambandinu var staðfest á tveim þingum í dag. Á alþingi bað Jóhanna Sig. um þjóðarsátt um sértrú Samfylkingar á evru og ESB-aðild. Á Iðnþingi brýndi flokkssystir Jóhönnu, Oddný G. Harðardóttir, sem tímabundið er iðnaðarráðherra, aðildarfélög Samtaka iðnaðarins um stuðning við sértrúarhreyfinguna.
Örvænting sértrúarsafnaðarins yfir glötuðum málstað, ESB-umsókninni, er slík að dómgreindin fýkur yfir hæðir.
Þannig segir Oddný að á næsta kjörtímabili, þ.e. á næstu fimm árum, getum við uppfyllt Maastricht-skilyrðin en það eru fjögur skilyrði fyrir inngöngu í myntsamstarf ESB: lág verðbólga, þjóðarskuldir innan við 60% af þjóðarframleiðslu, árlegur ríkissjóðshalli innan við 3% prósent af þjóðarframleiðslu og vextir í hóflegu samhengi við evru-vexti.
Punkturinn sem Oddný fattar ekki er þess: ef við getum náð Maastricht-skilyrðunum með krónunhagkerfi er engin ástæða til að fara í evruhagkerfið - þar sem allt er á hverfandi hveli.
Aftur til þín, Oddný.
![]() |
Getum uppfyllt Maastricht skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. mars 2012
Spánverjar krefjast fiskveiðiréttinda við Ísland
Í umræðu um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins á Evrópuþinginu tók spænskur þingmaður til máls og krafðist þess að Íslendingar opnuðu landhelgina fyrir fiskveiðiflota Evrópusambandsins. Þá sagði spænski þingmaðurinn ótækt að íslensk lög bönnuðu fjárfestingar útlendinga í útgerð og vinnslu.
Hér er hlekkur á umræðurnar. Spánverjinn tekur til máls á 29 mínútu.
![]() |
Evrópuþingið styður aðild Íslands að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. mars 2012
ESB-aðlögun án umboðs alþingis
En eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar, samanber bls. 9 í útgáfu Evrópusambandsins
Accession negotiations concern the candidate's ability to take on the obligations of membership. The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.
Aðildarviðræður snúast um getu umsóknarríkis til að axla skyldur sem aðildarríki. Hugtakið aðildarviðræður getur valdið misskilningi. Aðildarviðræður eru með áherslu á skilyrði og tímasetningar á innleiðingu umsóknarríkis á ESB gerðum u.þ.b. 100 000 blaðsíður. Þessar gerðir, betur þekktar sem acquis, (franska, og þýðir það sem hefur verið samþykkt) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki snýst þetta fyrst og fremst um að semja um hvernig og hvenær ESB gerðir og starfshættir séu innleiddir.
Af þessu má ljóst vera að viðræður eru ekki samningar í neinum venjulegum skilningi heldur útfærsla á aðlögun umsóknarríkis að Evrópusambandinu.
Ríkisstjórn Íslands er ekki með umboð frá alþingi til að aðlaga stjórnkerfið kröfum Evrópusambandsins. Umsóknina um aðild á að afturkalla.
![]() |
Aðeins aðlögun að ESB framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. mars 2012
Delors: smáríkin tapa fullveldi í ESB
Eftir því sem stóru ríkin, einkum Þýskaland og Frakkland, vinna nánar saman að lausnum skuldakreppunnar minnkar hlutur smáríkjanna í Evrópusambandinu. Sá sem mælir þessi aðvörunarorð er Frakkinn Jacques Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Delors var í forsæti fyrir þeim breytingum sem leiddu til Evrópusambandsins eins og það var við upptöku evrunnar. Tíu ár með evru og skuldakreppu að auki breyta sambandinu í stórríkjabandalag þar sem Frakkar og Þjóðverjar leggja línurnar í öllum meginmálum en smáríki eins og Danmörk fylgja í humátt á eftir.
Hvaða erindi á örríki eins og Ísland inn í stórríkjabandalagið ESB? Einhver?
![]() |
Delors: Óánægjan með ESB orðin almenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. mars 2012
ESB myndi reikna niður lífskjör Íslendinga
Lífskjör á Íslandi eru betri en að meðaltali í Evrópusambandinu. Yrðu Íslendingar aðilar að ESB myndi aðildin hægt en örugglega draga lífskjör okkar niður í meðtalið. Evrópusambandið jafnar niður á við, eins og Styrmir Gunnarsson útskýrir á Evrópuvaktinni þegar hann ræðir stöðu frænda okkar Íra.
Nú er afborgun framundan í lok marz og Írar velta því fyrir sér hvort þeir eigi að borga. Félagsmálaráðherra Írlands Joan Burton hefur viljað tengja saman afgreiðslu þessa máls og þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisfjármálasamninginn. Hún vill að Írar samþykki hann ekki nema komið verði til móts við þá vegna bankaskuldanna.
Svör Seðlabanka Evrópu eru athyglisverð. Sá banki segir við Íra: Þið hafið svigrúm til að borga. Hvernig spyrja Írar. Þá segir Seðlabanki Evrópu:
Þið getið lækkað laun opinberra starfsmanna og dregið úr greiðslum velferðarkerfisins. Hvoru tveggja er hærra en á Spáni, í Slóveníu og í Slóvakíu en þessi þrjú ríki eru í hópi þeirra, sem hafa lagt fram peninga til að draga ykkur að landi.
Svona gerast kaupin á eyrinni innan Evrópusambandsins. Þessi veruleiki fæst ekki ræddur á Íslandi, hvorki á Alþingi né annars staðar. Það er eins og þessi veruleiki sé ekki til í hugum þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Innganga í Evrópusambandið fæli í sér niðurfærslu á lífskjörum Íslendinga. Er ekki kominn tími til að horfast í augu við staðreyndirnar og afturkalla umsóknina?
Sunnudagur, 11. mars 2012
Jóhanna staðfestir einangrun Samfylkingar
Jóhanna Sigurðardóttir staðfestir einangrun Samfylkingar í íslenskum stjórnmálum. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingar segir forsætisráðherra og formaður flokksins að Samfylkingin ein tali fyrir Evrópusambandsaðild Íslands.
Hingað til hefur Samfylkingin átt nokkra stuðningsmenn ESB-aðildar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim fer þó fækkandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður vill greiða atkvæði um framhald aðildarumsóknarinnar og Þorsteinn Pálsson tekur undir það sjónarmið.
Samfylkingin fékk 29 prósent atkvæða við síðustu þingkosningar og mælist með 19 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Engar líkur eru á að einangruð Samfylking komi Íslandi inn í Evrópusambandið.
![]() |
Samfylkingin ein með skýra ESB-stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. mars 2012
Björn Bjarna: rangfærslur Þorgerðar Katrínar
ESB-sinninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður rangfærir landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins þegar hún segir tillögu sína um að kjósa um framhald aðildarviðræðna við ESB í næstu þingkosningum.
Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra ræðir tillögu Þorgerðar Katrínar á Evrópuvaktinni
Landsfundur í nóvember 2011 samþykkti að gert yrði hlé á ESB-viðræðunum og þær yrðu ekki hafnar að nýju fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorgerður Katrín þarf að rangfæra landsfundarályktun sjálfstæðismanna til að réttlæta tillögu sína. Hún er alls ekki í ágætu samræmi við vilja landsfundarins. Að óbreyttu verður þessi tillaga aldrei flutt í nafni Sjálfstæðisflokksins. Hún á ekki heldur neitt erindi í tengslum við þingkosningar þegar mestu skiptir að kjósa fólk á alþingi sem segir afdráttarlaust hvort það vilji aðild að ESB eða ekki.
ESB-sinninn Þorgerður Katrín reynir að kaupa sér pólitískt framhaldslíf með því að vísa ábyrgð á ESB-umsókn í þjóðaratkvæði. Þorgerði Katrínu væri nær að fylgja eftir samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og leggja áherslu á að hlé verði gert á viðræðum við Evrópusambandið.
![]() |
Vill kjósa um ESB í þingkosningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 19
- Sl. sólarhring: 324
- Sl. viku: 1363
- Frá upphafi: 1234059
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 1129
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar