Leita í fréttum mbl.is

Fundaherferð Heimssýnar: Áfram Ísland - ekkert ESB

Alþingi samþykkti með naumum meirihluta þann 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn inngöngu í ESB. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, efnir til funda um allt land um stöðuna í aðildarferlinu. Frummælendur, sem verða tveir til þrír á hverjum fundi, ræða afleiðingar þess að ríkisstjórnin haldi áfram leiðangrinum til Brussel í óþökk þjóðarinnar.

Lesa meira


Forsenda inngöngu í ESB er full greiðsla vegna Icesave

Utanríkisráðherra bráðabirgðastjórnar Hollands, Maxime Verhagen, tjáði hollenska þinginu í gær að Icesave-deilan ætti ekki að koma í veg fyrir að viðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið (sem eru hluti aðlögunarferlisins að sambandinu) hæfust. Hins vegar væri það ein af forsendum þess að Ísland gæti gengið í Evrópusambandið að Hollendingar fengju endurgreitt að fullu vegna málsins.

Lesa meira


Þjóðverjar opnir fyrir því að Grikkir leiti til AGS

Fréttavefurinn Euobserver.com greindi frá því í dag að þýsk stjórnvöld hefðu skipt um skoðun og væru nú opin fyrir því að Grikkland leitaði á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir efnahagsaðstoð, en Þjóðverjar hafa verið mjög tregir til þess að koma Grikkjum til bjargar. Til þessa hefur Evrópusambandið lagst alfarið gegn því að grísk stjórnvöld leituðu til AGS eða annarra aðila utan sambandsins vegna þess álitshnekkis sem óttast hefur verið að það hefði í för með sér einkum fyrir evrusvæðið.

Lesa meira


Segir evruna ekki endast nema í 15-20 ár

Einhver þekktasti frjárfestir heims Jim Rogers sagði í viðtali við CNBC fréttastofuna í dag að hann teldi allar líkur á að evran væri ekki gjaldmiðill til framtíðar og dagar hennar yrðu taldir eftir 15-20 ár. Rogers minnti á að áður hefðu verið gerðar tilraunir með myntbandalög eins og evrusvæðið en þær hefðu allar runnið út í sandinn. Það sama yrði niðurstaðan með evruna.

Lesa meira


Segir tilgang EMF að hjálpa ríkjum að yfirgefa evrusvæðið

Wolfgang Münchau, aðstoðarritstjóri breska viðskiptablaðsins Financial Times, fjallaði um þá hugmynd nýverið í pistli í blaðinu að setja á laggirnar sérstakan gjaldeyrissjóð á vegum Evrópusambandsins (European Monetary Fund) sem starfaði á hliðstæðum nótum og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Heldur hann því fram að tilgangurinn með slíkum gjaldeyrissjóð yrði fyrst og fremst sá að hjálpa illa stöddum evruríkjum að yfirgefa evrusvæðið.

Lesa meira


Evra byggð á lygi

Forsíða nýjasta tölublaðs þýska vikuritsins Der Spiegel skartar mynd af bráðnandi einnar evrumynt undir fyrirsögninni "Die Euro-Lüge" eða Evrulygin. Inni í vikuritinu er að finna langa og ítarlega umfjöllun um stöðu evrusvæðisins og þá alvarlegu grundvallargalla sem eru á því. Bent er á að sú ákvörðun að setja evruna á laggirnar á sínum tíma hafi verið vanhugsuð og hafi fyrst og fremst verið pólitísk en ekki byggð á efnahagslegum forsendum.

Lesa meira


Grikkjum bjargað eða ekki bjargað?

Enn liggur ekki fyrir hvernig Evrópusambandið hyggst bregðast við gríðarlegum efnahagsvandræðum Grikklands en Grikkir eru sem kunnugt er á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að vera ekki aðeins innan sambandsins heldur einnig með evru sem gjaldmiðil. Ýmsar fréttir hafa frá áramótum borist af því að önnur ríki Evrópusambandsins hefði í hyggju að koma Grikkjum til bjargar en þær hafa jafn harðan verið bornar til baka.

Lesa meira


Íslendingar greiddu meira til ESB en þeir fengju til baka

Talsmaður sendinefndar þýskra þingmanna sem stödd er hér á landi til þess að kynna sér aðstæður í tengslum við umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið, Michael Stübgen, lét þess getið í samtali við Fréttablaðið í gær að Ísland væri kærkomið inn í sambandið af ýmsum ástæðum. Sagði hann það sérstaklega gleðilegt þegar ríki gengu í Evrópusambandið sem greiddu meira til þess en þau fengju til baka eins og raunin yrði í tilfelli Íslands.

Lesa meira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 170
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 1692
  • Frá upphafi: 1235402

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1452
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband