Leita í fréttum mbl.is

Össur vill fórna kvótamálinu fyrir ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gerir hosur sínar grænar fyrir aðildarsinnum í Sjálfstæðisflokknum enda er ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna komin að fótum fram. Össur notar stundum Gísla Baldvinsson bloggara til að viðra hugmyndir sínar.

Í bloggfærslu í dag segir Gísli að Davíð Oddsson hætti brátt sem ritstjóri Morgunblaðsins og Þorsteinn Pálsson leysi hann af hólmi. Útgerðamenn eru sterkir í eigendahópi Morgunblaðsins og Össur ímyndar sér að Þorsteinn njóti velvilja þeirra þar sem hann einu sinni var sjávarútvegsráðherra og þar áður formaður Sjálfstæðisflokksins á undan Davíð. Mest um vert fyrir Össur er þó að Þorsteinn er aðildarsinni og starfar sem slíkur fyrir Össur í samninganefnd utanríkisráðuneytisins.

Tilboð Össurar til sjálfstæðismanna er að Samfylkingin hætti við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu gegn því að fá stuðning við að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.

Össur telur sig vera í samningsstöðu enda ekki með allt niðrum sig. Eller hur?


Atli er trúr stefnu Vg

Stefnuskrá Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs frá árinu 1999 með áherðingum 2003 og 2005 hljómar svona

Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.

Flokksstofnanir Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hafa ítrekað ályktað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eftir að flokkurinn hóf þátttöku í ríkisstjórn og hvatt trúnaðarmenn sína að standa vaktina fyrir fullveldinu.

Atli Gíslason þingmaður Vg á Suðurlandi er trúr stefnu flokksins þegar hann segist ekki lengur geta stutt aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu sem utanríkisráðherra Samfylkingarinnar hefur þvingað fram.


mbl.is Ákveðin þversögn í kröfu um afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingafélagi: hættum við ESB-umsókn

Jón Steinsson hagfræðingur og samfylkingarfélagi leggur til að Samfylkingin hætti við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Jón segir vandséð að Samfylkingin muni ná fram þessu sérmáli enda einangraður og vinafár í aðildarumræðunni.

Jón vill að Samfylkingin fórni ESB-umsókninni fyrir stuðning Vinstri grænna við breytingu á fiskveiðistjórnarkerfinu.

Samfylkingin gæti unnið markaðsverðlaun ársins ef flokknum tekst að selja hálfdauða-umsókn um aðild að Evrópusambandinu og fá eitthvað í staðinn.


Þjóðaratkvæði um afdrif ESB-umsóknar

Ályktun alþingis frá 16. júlí 2009 sem heimilaði samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu var ekki opið umboð fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra til að innlima Ísland í Evrópusambandið. Stofnsáttmálar Evrópusambandsins munu á næstu mánuðum taka breytingum vegna aðgerða til að stemma stigu við efnahagskreppunni. Af hálfu Evrópusambandsins er þess krafist að Ísland samþykki allar þær breytingar fyrirfram sem sambandið gerir á stofnsamþykktum sínum.

Stjórnarskráin takmarkar í 21. grein samningsumboð stjórnvalda við önnur ríki með þessum orðum:

Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

 

Í vor lýkur rýnifundum Íslands og Evrópusambandsins sem hafa staðið rúmt ár. Eiginlegar samningaviðræður hefjast að síðsumars eða í haust. 

Í ljósi þess sem er á undan gengið, þ.e. takmarkað umboð stjórnvalda, breytt Evrópusamband og ekki síst ítrekuð andstaða þjóðarinnar og afgerandi ályktanir gegn ESB-aðild á flokksþingum og landsfundum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, er aðeins um tvo kosti að velja fyrir ríkisstjórnina.

Í fyrsta lagi að draga umsóknina tilbaka, eins og þingsályktunartillaga þingmanna þriggja flokka mælir fyrir um. Í öðru lagi að efna til þjóðaratkvæðis um framhaldið en Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem kveðjur á um að spurningin

Á að halda áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins?

verði lögð fyrir þjóðina eigi síðar en 1. september í haust.

(Tekið héðan.)


Pólitísk breiðfylking gegn ESB-skatti

Þverpólitískt breiðfylking hefur verið mynduð gegn tilraunum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að lögleiða sam-evrópskan skattstofn. Framkvæmdastjórnin í Brussel vill treysta völd sín á kostnað þjóðríkjanna með því að tryggja sér sjálfstæðan tekjustofn.

Núgildandi fyrirkomulag er að þjóðríkin greiða framlag til Evrópusambandsins sem hlutfall af landsframleiðslu. Framlögin eru þannig reiknuð að efnaðri ríki sambandsins greiða meira en þau fá tilbaka í formi styrkja en þau fátækari koma út í plús. Ísland myndi greiða meira en landið fengi tilbaka með styrkjum frá framkvæmdastjórninni.

Í sumar mun Evrópusambandið kynna tillögur sínar um sjálfstæðan evrópskan skattstofn sér til handa. Pólitísk breiðfylking undir heitinu No-EU-tax.

 


Umboðslaus ESB-umsókn

Á Evrópuvaktinni vekur Björn Bjarnason athygli á því að Evrópusambandið tekur stórstígum breytingum þessar vikurnar undir forræði Þjóðverja og Frakka.

Markmiðið er að styrkja miðstjórnarvaldið í Brussel og veita heimildir til að samræma fjárlög aðildarríkja. Ein leið til að gera slíkar breytingar er að smeygja þeim inn í aðildarsamninga við ný ríki sambandsins. Næsta ríkið til að fara inn er Króatía og til umræðu er að gera breytingar á stofnsáttmálum í tengslum við aðildarsamninginn.

Gangi það eftir að breytingar verði gerðar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins verður Ísland að samþykkja þær breytingar fyrirfram, samkvæmt skilmálum aðlögunarviðræðnanna við ESB. Í 20. grein skilmálanna, sem stundum er kallaður viðræðurammi, segir

Iceland must accept the results of any other accession negotiations as they stand at the moment of its accession.

 Evrópusambandið gerir kröfu um að Ísland sætti sig hverjar þær breytingar á stofnsáttmálum sambandsins sem sambandið telur nauðsynlegt að gera. Þegar alþingi samþykkti umsóknina, 16. júlí 2009, voru engin slík skilyrði nefnd. Alþingi hefur ekki veitt ríkisstjórninni heimild til að semja við Evrópusambandið á þessum forsendum.

(Tekið héðan.)


Bretar vilja þjóðaratkvæði um ESB-aðild

Um 60 prósent Breta vilja efna til þjóðaratkvæðis um það hvort Bretland eigi að halda áfram aðild að Evrópusambandinu. Breska dagblaðið Daily Mail birti skoðanakönnun um vilja breskra kjósenda um leið og blaðið kynnti herferð fyrir þjóðaratkvæði um aðild að ESB.

Bretar samþykktu í þjóðaratkvæði árið 1975 að verða aðilar að Evrópusambandinu. Stofnsáttmálum sambandsins hefur verið breytt fimm sinnum síðan og inntak og eðli samstarfsins tekið djúptækum breytingum. Enginn Breti sem er 54 ára og yngri í dag hefur fengið tækifæri til að segja álit sitt á því hvort landið eigi heima í Evrópusambandinu. Herferðinni er ætlað að breyta því.

Herferðin fyrir þjóðaratkvæði felur það m.a. í sér að kjósendur skrifa undir yfirlýsingu um að styðja aðeins þá frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem samþykkja að aðild Bretlands að Evrópusambandinu verði borin undir þjóðaratkvæði.


Þýsk-franska stórríkið og hjálendurnar í ESB

Í skjóli evrunnar fóru ríkisútgjöld fram úr öllu hófi í ríkjum eins og Grikkland og Portúgal. Lágir vextir evrunnar skiluðu Írum og Spánverjum fasteignabólu sem sprakk í lánsfjárkreppunni sem byrjaði í Bandaríkjunum en smitaðist þaðan.

Tvíveldið í Evrópusambandinu, Frakkland og Þýskaland, gæta hagsmuna sinna íbúa og fyrirtækja líkt og önnur ríki gera. Munurinn er sá að í Evrópusambandinu geta stórveldin beitt smærri ríkin þvingunum sökum þess að fullveldi ríkja er takmarkað.

Írar, Grikkir, Spánverjar og Portúgalar munu ekki til langframa sætta sig við að vera hjálendur Þýsk-franska stórríkisins.


mbl.is 2,5 þúsund milljarðar dala undir vegna verst stöddu evruríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 153
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 1788
  • Frá upphafi: 1234720

Annað

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 1501
  • Gestir í dag: 117
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband