Leita í fréttum mbl.is

Á hann að hafa skoðun á nokkrum sköpuðum hlut?

Það er svosem ekkert launungarmál að fullveldið er Baldri forsetaframbjóðanda ekki sérlega hjartfólgið, hann telur því best fyrir komið hjá embættismönnum í Brussel og mun varla lyfta fingri til að stöðva hvers kyns valdatilfærslu í þá átt. 

Halla Tómasdóttir var í hópi þeirra sem vildu taka skref í átt til þess að færa Evrópusambandinu Ísland á sínum tíma.  Hún hefur nú, að eigin sögn, söðlað um og segir í viðtali við Þórarin Hjartarson að forseti landsins eigi ekki að hafa á því skoðun hver eigi að fara með löggjarfarvald á Íslandi. 

 

Nei þetta, er ekki misheyrn.  Forsetaframbjóðandi hefur ekki skoðun á því hvernig eigi að haga löggjöf á Íslandi, né heldur hvernig eigi að finna dómara.

Á hverju ætti forseti frekar að hafa skoðun?

https://www.youtube.com/watch?v=oU5C-cB47ZM


Ætli hinir séu eins staðfastir?

Það er mál margra að Alþingi og ríkisstjórn veiti ekki af ríkara aðhaldi en því sem felst í kosningum á 4 ára fresti.   Það krefst þekkingar, orku, staðfestu og vilja að veita slíkt aðhald.  Af viðtali Þórarins Hjartarsonar við Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðanda er erfitt að heyra og sjá annað en að Arnar Þór sé mjög vel hæfur til þeirra verka.  Það var svosem ekki vafi fyrir.  

Það er bjargföst trú Arnars Þórs Jónssonar að fullveldi Íslendinga sé afar verðmætt og engar líkur á að hann kasti þeirri trú þótt sveiflur verði á gengi gjaldmiðla.  Ætli aðrir frambjóðendur séu eins staðfastir?

 

https://www.youtube.com/watch?v=jd6wtCWbs9A


Meira lýðskrum

Hjörtur tekur til skoðunar algeran viðsnúning eins af forystumönnum Viðreisnar.  Hann segir eftirfarandi eftir að hafa rakið útskýringar Þorsteins á því að ekki gengi upp að sækja um aðild án þess að þing og ríkissjórn stæði þar að baki:

Talsvert nýr tónn hefur hins vegar verið sleginn af hálfu Þorsteins í seinni tíð. Þannig kallaði hann um páskana eftir þjóðaratkvæði fyrir lok ársins um það hvort stefna ætti á nýjan leik að inngöngu í Evrópusambandið í grein á Dv.is líkt og Viðreisn hefur gert. Með öðrum orðum er nú í góðu lagi að hans mati að ríkisstjórn sem er alfarið andvíg inngöngu standi að því að taka skref í þá átt. Hvað ætli sambandinu þætti um það?

Örvænting svokallaðra Evrópusinna er líklega meiri en mann hafði órað fyrir.

https://www.visir.is/g/20242551029d/vaeri-ekki-haegt-ad-ljuka-ferlinu

 

 

 


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 79
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 2014
  • Frá upphafi: 1184421

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 1735
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband