Leita í fréttum mbl.is

Sundlaug smjörs og sykurs

Er ekki örugglega frábær hugmynd að láta Evrópusambandið ráða orkumálum á Íslandi?  Það kostar svolítið, en hvað munar bakara um brauð?

Lægra verð, meira öryggi, betra bragð og eilíft líf í sundlaug smjörs og sykurs.

Spánverjar og nærsveitamenn hljóta að eiga kertisbúta frá því um jólin, svo varla kippa þeir sér upp við smábilun.  Verst að enginn skuli skilja hana. Norðmenn eiga líka svo mikla peninga að þá munar varla um nokkur hundruð prósenta hækkun á rafmagninu.

Erna tekur púlsinn:

https://ernabjarnad.blog.is/blog/ernabjarnad/


Dularfull uppgufun peninga

Margir blaðamenn fullyrða að peningar gufi upp hjá Evrópusambandinu.  Himinháar upphæðir hverfi.

Kerfið virðist virka þannig að framkvæmdastjórnin kemst upp með að neita, eða draga út í hið óendanlega, að afhenda upplýsingar. Borið er við að bara sé um að ræða símaskilaboð eða eitthvað þvíumlíkt. 

Bent hefur verið á að hér sé um að ræða margrómaða leyndarhyggju gömlu nýlenduveldanna, Frakklands og Þýskalands. Valdamenn í þeim ríkjum hafa aldrei haldið upp á blaðasnápa og finnst að þeir eigi að geta sinnt sínu í friði fyrir einhverjum dónum af götunni. 

Hvernig þætti okkur ef íslenska ríkið væri rekið með þessum hætti?

Og svo vilja sumir ganga í Evrópusambandið í von um að spilling minnki.   

https://www.theguardian.com/commentisfree/2025/feb/10/i-asked-to-see-ursula-von-der-leyens-texts-to-pfizers-boss-and-she-went-to-court-to-stop-me-why-the-secrecy  


Fimm ný tromp, sem hvert um sig dugir

Aðstæður eru breyttar frá því sem var 2009, þegar Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu.  

Hér eru fimm stórar breytingar:

 

  1. Það er ekki kreppa á Íslandi. Viðvarandi kreppa er í Evrópusambandinu

 

  1. Eitt helsta viðskiptaland Ísland, Bretland, er gengið úr sambandinu. Bretland gekk líka úr EES, en það reyndist vandræðalaust að semja um áframhaldandi viðskiptakjör

 

  1. Evrópusambandið er í tollastríði við Bandaríkin. Með aðild að Evrópusambandinu væri Ísland aðili að tollastríðinu með gríðarlegum og óþörfum herkostnaði

 

  1. Evrópusambandið á í blóðugu stríði í A-Evrópu og sambandið ætlar að vígvæðast sem aldrei fyrr. Þegnarnir borga

 

  1. Í ljós kom í Brexit að ekki er ætlast til að ríki yfirgefi sambandið. Bretar komust út í krafti stærðar sinnar og mikilvægis bresks markaðar fyrir það sem eftir er af Evrópusambandinu.  Smáríki eru ekki mjög mikilvægur markaður, þau munu ekki komast vandræðalaust út

 

Ekki gekk að koma Íslandi inn í Evrópusambandið á árunum eftir umsóknina árið 2009.  Fyrst það gekk ekki þá hljóta líkurnar að vera hverfandi á að það takist núna.  Hvers vegna á þá að leggjast í gríðarlegan kostnað við að reyna það?

 

 


Jæja, Halla

Reykjavík, 25. apríl 2025

 

Forseti Íslands

Halla Tómasdóttir

Staðarstað, Sóleyjargötu

101 Reykjavík

 

Heiðraði forseti

Enn á ný hefur ríkisstjórn Íslands lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um forgang löggjafar sem á sér rætur í EES-samningnum.  Sama á við um skuldbindingar sem innleiddar eru með stjórnvaldsfyrirmælum.  Frumvarpið er jafnan nefnt „bókun 35“.

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir að Ísland sé fullvalda ríki og að löggjafarvaldið sé aðeins í höndum Alþingis og forseta Íslands.  Sífellt vandséðara er að það fyrirkomulag að taka við löggjöf frá útlöndum, undir hótunum um refsingar verði hún ekki samþykkt, standist stjórnarskrána.  Bókun 35 hnykkir rækilega á þessu fyrirkomulagi og færir stjórnkerfið því enn fjær þeim ramma sem stjórnarskráin setur.

Er þetta ekki aðeins álit Heimssýnar, heldur fjölda sérfræðinga sem tekið hafa málið til skoðunar.  Hafa þeir allir efasemdir um að lögin standist stjórnarskrá.  Þeirra rök verða ekki endurtekin hér, en vísað er til umsagna Arnars Þórs Jónssonar, fyrrverandi dómara, um frumvarpið, álits Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara og prófessors í lögum, sem gerð er grein fyrir í umsögn Hjartar J. Guðmundssonar um umrætt frumvarp.  Einnig er vísað til greinar Markúsar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi forseta hæstaréttar, í afmælisriti EFTA árið 2014, til greinar Stefáns Más Stefánssonar fyrrverandi prófessors í lögum í Morgunblaðinu, 17. febrúar 2025 og til umsagnar Skúla Sveinssonar hæstaréttarlögmanns um frumvarpið.  Þá er einnig vísað til umsagna Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrrnefndrar umsagnar Hjartar J. Guðmundssonar og umsagna Heimssýnar um ýmsa þætti þessa máls.

Einnig verður ekki annað séð en að drjúgur meirihluti þjóðarinnar, skv. skoðanakönnun sem gerð var að beiðni Heimssýnar, sé andvígur málinu.  Samþykki Alþingi lögin um bókun 35 er því komin gjá milli þings og þjóðar.

Félagið Heimssýn, sem hefur að markmiði að standa vörð um fullveldi Íslands, hefur af þessu máli mjög miklar áhyggjur. Í því sambandi verður ekki hjá því komist að minna á að frumvarp það sem hér um ræðir var ekki hluti EES-lagabálksins þegar sá samningur var samþykktur. Það var meðal annars vegna þess að ef svo hefði verið, hefði samningurinn gengið gegn stjórnarskránni.

Förum við þess góðfúslega á leit við forseta Íslands að hann veiti máli þessu viðeigandi athygli og beini því til ríkisstjórnar og Alþingis að virða stjórnarskrána.  Fari svo að Alþingi samþykki umrætt frumvarp förum við fram á að forseti staðfesti ekki þau lög, enda gangi þau gegn stjórnarská lýðveldisins.

 

Fyrir hönd Heimssýnar

Haraldur Ólafsson, formaður

 


Bjartar miðaldir framtíðarlandsins

Serbi ætlar að fara í skrúðgöngu í Moskvu.  Evrópubsambandið vill það ekki og embættismenn sambandsins hóta refsingu ef þeim er ekki hlýtt. 

Í vissum skilningi má segja að aðild að Evrópusambandinu sé ferðalag nokkur hundruð ár aftur í tímann, þegar yfirvaldið var alvöru yfirvald sem bar að hlýða.  Skipti þá ekki alltaf miklu hvort skipanirnar væru réttmætar eða ekki. Yfirvald er yfirvald.

Og þetta vilja sumir Íslendingar fyrir sig og okkar afkomendur.  Er það ekki undarlegt?

 

https://kyivindependent.com/eu-warns-serbia-not-to-attend-russias-victory-parade/


Einn snýst í hringi, aðrir sigla áfram

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur enn dregið úr hagvaxtarspá fyrir Evrópu. Vöxtur á evrusvæðinu er nú áætlaður 0,8 prósent árið 2025. Þýskalandi er spáð engum hagvexti og aðrir stórir virðast fylgja sama mynstri.

Á sama tíma sýna flestir aðrir heimshlutar viðsnúning. Í Asíu, Afríku og Miðausturlöndum er útlit fyrir aukna virkni og vöxt á næstu misserum. Evrópa stendur hins vegar í stað.

Hvers vegna gengur Evrópu svona illa?
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bendir á að tollar, viðskiptahindranir og óljós skilyrði hafi dregið úr vexti og Evrópa sé sérstaklega viðkvæm. Þar sé of mikið um reglur, of lítið svigrúm og of mikil tregða í að breyta um stefnu.

Aðalhagfræðingur sjóðsins segir að hagvaxtarhorfur gætu batnað samstundis ef ríki einfalduðu reglurnar og settu skýrar og fyrirsjáanlegar leikreglur í viðskiptum.

Hvar viljum við vera?
Í umræðunni um Evrópusambandið virðist enginn velta því fyrir sér hvaða viðskiptastefnu Ísland vill fylgja. Því er haldið fram að innganga í ESB tryggi stöðugleika en staðreyndin er sú að sambandið sjálft dregst niður vegna eigin stefnu.

Er ekki tímabært að spyrja: Hvers vegna að festa Ísland við samvinnu sem stendur í stað – þegar heimurinn er á hreyfingu?


Gott er að tjóðra sig við sökkvandi fley

eða ekki. 

 

Stöðnun og sumpart afturför einkennir hagkerfi Evrópusambandslandanna.  Dráttarklárinn Þýskaland liggur í núllvexti og aðrir stórir eru ekki langt frá því.   

Það er þó engin heimskreppa.  Flest önnur lönd eru á sæmilegri siglingu, önnur á blússandi ferð, sé litið til hagvaxtar. 

Er ekki einkennilegt að nokkrum skuli detta í hug að munstra Íslendinga á þetta skip?

 

https://www.oecd.org/en/about/news/press-releases/2024/12/economic-outlook-global-growth-to-remain-resilient-in-2025-and-2026-despite-significant-risks.html#:~:text=The%20global%20economy%20is%20projected%20to%20remain%20resilient,from%203.2%25%20in%202024%2C%20and%203.3%25%20in%202026.


Þorsteinn rifjaður upp

Hjörtur J. Guðmundsson rifjar upp orð Þorsteins Pálssonar varðandi það sem mætti kalla pólitískan ómöguleika - að sækja um að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið án þess að fyrir því sé traustur meirihluti á Alþingi og í ríkisstjórn.  Við þann lista má bæta þjóðinni við. 

Því fer fjarri að þessum skilyrðum sé fullnægt.  Flokkur fólksins er andvígur aðild og Samfylking lofaði að salta málið og hlaut fylgi að launum.   Stjórnarandstaðan er öll a móti. 

Í raun stendur bara einn stjórnmálaflokkur þarna að baki.  Hann hefur 10% fylgi á góðum degi! 

Aðildarferli að Evrópusambandinu kostar líklega 100-200 milljarða.  Kannski meira. Það mætti gera sitthvað af viti fyrir mun minni pening. 

Glóruleysið er fullkomið. 

 

https://www.stjornmalin.is/?p=11779


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 1004
  • Frá upphafi: 1221216

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 881
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband