Leita í fréttum mbl.is

ESB vill Ísland vegna norðurskautshagsmuna

Evrópusambandið á engin landssvæði sem liggja að norðurheimsskautinu en hefur hins vegar mikinn áhuga á að gera sig gildandi á svæðinu vegna hinna miklu náttúruauðlinda sem talið er að þar sé að finna og þá ekki síst olía og gas sem sambandið þarf nauðsynlega að tryggja sér aðgang að. Hlýnandi veðurfar og bráðnun á norðurskautinu hefur aukið mjög líkurnar á að hægt verði að nýta þessar auðlindir. En til þess að tryggja stöðu sína í þeim efnum þarf Evrópusambandið að eiga landfræðilega aðkomu að svæðinu og þar kemur til sögunnar stóraukinn áhugi sambandsins á að ná yfirráðum yfir Noregi og Íslandi.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Greiðsla Icesave forsenda inngöngu í ESB

Utanríkisráðherra Finnlands, Alexander Stubb, sagði í samtali við Morgunblaðið 9. júní sl. að hann tengdi saman greiðslu á Icesave skuldbindingum Landsbankans og inngöngu Íslands í Evrópusambandið. M.ö.o. að það væri forsenda fyrir því að Ísland gæti gengið í sambandið að Íslendingar greiddu fyrir Icesave. Fleira athyglisvert koma fram í viðtalinu við finnska utanríkisráðherrann og m.a. varaði hann Íslendinga við of mikilli bjartsýni á að viðræður um inngöngu í Evrópusambandið yrðu auðveldar, þær yrðu þvert á móti mjög erfitt ferli sem tæki langan tíma.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Segir að vinstri-grænir vilji ekki sækja um inngöngu í ESB

Haft er eftir Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á fréttavefnum Fishupdate.com að hvorki hann né Vinstrihreyfingin - grænt framboð vilji sækja um inngöngu í Evrópusambandið. „Ég er ekki trúaður á það að knýja dyra þar sem ekki er ætlunin að ganga inn,″ hefur vefurinn eftir honum.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Evrópusambandið hefur lokaorðið

Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir norska fræðimanninn Per Christiansen þar sem hann varpar fram þeirri skoðun sinni að hugsanlegar breytingar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins kunni að vera hagstæðar Íslendingum þar sem uppi séu m.a. hugmyndir um að dregið verði að einhverju marki úr miðstýringu innan hennar. Reyndar er staðreyndin sú að engar ákvarðanir hafa verið teknar á vettvangi sambandsins um slíkar breytingar og því ekkert sem segir að af þeim verði.

Hitt er svo annað mál að jafnvel þó einhverjar breytingar í þessa veru yrðu að veruleika breyttu þær í raun engu í ljósi þess að Evrópusambandinu eru tryggð full yfirráð yfir sjávarútvegsmálum innan þess í fyrirhugaðri Stjórnarskrá sambandsins (Lissabon-sáttmálanum).

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


76,3 % vilja þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB

Þrír af hverjum fjórum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup. Aðeins tæp 18 prósent leggja litla áherslu á þjóðaratkvæði um aðildarumsókn.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Hvernig myndu Svíar hjálpa?

Talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa einkum sagt að hraða þyrfti umsókn um inngöngu til þess að af henni yrði á meðan Svíþjóð færi með forsætið innan sambandsins en það gera þeir síðari helming þessa árs. Látið hefur verið að því liggja að á einhvern hátt myndu Svíar geta hraðað mjög afgreiðslu slíkrar umsóknar og jafnvel beitt sér fyrir því að Íslendingar næðu betri samningum við ráðamenn í Brussel en ella.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Þátttaka í kosningum til ESB-þingsins aldrei minni

Þátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins sem lauk í gær hefur aldrei verið minni. Aðeins um 43% þeirra sem voru á kjörskrá sáu ástæðu til þess að nýta kosningarétt sinn. Þátttaka í kosningunum hefur dregist stöðugt saman síðan fyrst var kosið árið 1979 en kosið er á fimm ára fresti. Þá greiddu 63% atkvæði, en síðan árið 1999 hefur þátttakan verið innan við 50%. Í kosningunum fyrir fimm árum síðan tóku 45,5% þátt og sem áður segir 43% í ár.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Varar við inngöngu í Evrópusambandið

Famkvæmdastjóri sænsks hugbúnaðarfyrirtækis varar við inngöngu Íslands í Evrópusambandið í samtali við fréttavefinn Vísir.is í dag. Guðrún Magnúsdóttir á meirihluta í og rekur ESTeam AB sem er sænskt hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir tungumál. Fyrirtækið vinnur meðal annars fyrir Evrópusambandið. Guðrún sem hefur verið búsett erlendis í til fjölda ára segir að að við lifum á tímum þar sem þjóðir geri hvað sem er til að komast yfir auðlindir annarra þjóða. Stríð um yfirráð séu oft háð án vopna.

Guðrún telur það þjóni ekki hagsmunum Íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu að svo stöddu. Hún kveðst hafa hafa verið ákafur stuðningsmaður aðildar Svíþjóðar að sambandinu á sínum tíma en forsendur þá hafi verið aðrar en þær sem snúi að Íslendingum í dag.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júní 2009
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 70
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 1731
  • Frá upphafi: 1236963

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1553
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband