Leita í fréttum mbl.is

Leiguverð á peningum á svipuðu róli í Danmörku og á Íslandi

Það eru allnokkrar breytistærðir sem hirða þarf um þegar verð á íbúðalánum er borin saman milli landa.  Sumir gera það með frjálslegum aðferðum, svo ekki verður hjá því komist að líta á málið hér á þessum vettvangi.

Raunvextir eru mælikvarði á leiguverð fjármagns.  Raunvextir eru vextir umfram verðbólgu.

Á Íslandi má segja að raunvextir séu vextir á verðtryggðum lánum.  Þeir eru samkvæmt vefsíðunni herborg.is frá 2,37% upp í 4,49% á Íslandi.  Sex lánveitendur bjóða lán með 3-4% breytilegum vöxtum.  

Íbúðalán í Danmörku virðast flest vera óverðtryggð.   Íbúðalán í Danmörku er þéttur frumskógur verðs og skilyrða.  Flestir lánveitendur hvetja viðskiptavini til að bóka tíma og koma í heimsókn.  Í svoleiðis heimsóknum er ekki venjan að bjóða viðskiptavinum allt sem þeir vilja fyrir allra lægsta verð í töflu, en lítum samt á þær.  Vaxtatafla Nordea (https://www.nordea.dk/Images/144-506880/Prisskilt%2027.06.2024%20Nordea.dk%20-%20BoligPuls.pdf) segir að íbúðalán kosti á bilinu 4,1-9,1%, en upplýsingasíðan https://www.raadtilpenge.dk/Gode-raad/boliglaan/tjekboliglaan/Criteriapage  segir að margir bjóði lán á 5-5,2%.  Er þá miðað við allt að 80% veðhlutfall og breytilega vexti. Verðbólga í Danmörku var síðast þegar fréttist 2,2% (1,6% ef miðað er við svokallaða kjarnavísitölu).  Raunvextir á íbúðalánum í Danmörku eru með öðrum orðum 1,9-6,9% í Nordea og 2,8-3% samkvæmt raadtilpenge.dk. Sé miðað við kjarnavísitöluna eru raunvextirnir 2,5-7,5% og 3,4-3,6% á þessum tveimur stöðum í Danmörku. 

Þessi stutta skoðun bendir til þess að verð á lánsfé til íbúðakaupa sé á svipuðu róli í Danmörku og á Íslandi þegar þetta er skrifað, í júní 2024.

Það vekur reyndar athygli að verðmunur milli lánveitenda í sama landi er töluverður, bæði í Danmörku og á Íslandi.  

Það skyldi þó ekki vera að aðrir þættir en aðild að Evrópusambandinu ráði verði lánsfjár?


Eldheitir afsalsmenn

Stjórnmálaflokkur sópar ósk um innlimun Íslands í Evrópusambandið undir teppi og siglir í kjölfarið með himinskautum í skoðanakönnunum.   Annar, og lítill, stjórnmálaflokkur hefur það helst á stefnuskránni að framselja Ísland Evrópusambandinu.  Sá flokkur bætir engu fylgi við sig.  Eru þó ríkisstjórnarflokkar óvinsælir og lítil samkeppni um atkvæði svokallaðra Evropusinna.  Þeirra sem eftir eru.  

Skýringin á þessu er líklega sú að þegar öllu er á botninn hvolft skiptast Íslendingar í megndráttum í tvo hópa, þá sem eru alfarið á móti því að framselja stjórnvaldið til Evrópusambandsins og hinn hópinn sem hefur ekki sterka skoðun á málinu.  Það eru nefnilega fáir eldheitir afsalsmenn fullveldis.  

Hjörtur J. Guðmundsson ræðir áhrif smáþjóða, fylgi Viðreisnar og fleira í ágætri grein í Vísi.

https://www.visir.is/g/20242589093d/dugdi-irum-og-donum-skammt


Ólíkar leiðir að sömu niðurstöðu

Það er vægt til orða tekið að á Íslandi séu mjög skiptar skoðanir um hermál.  Þannig er það í Heimssýn, og líklega í flestum öðrum félögum á Íslandi, kannski að Varðbergi og Samtökum hernaðarandstæðinga frátöldum.

Nú eru horfur á að æðsti prestur Evrópusambandsins fái endurráðningu.  Þá er rétt að rifja upp að sú kona telur mikið framfaramál að auka hernaðarmátt Evrópusambandsins. 

Þeir sem telja að best sé fyrir Íslendinga að halla sér að NATÓ og Bandaríkjunum hrista þá höfuðið og spyrja:  „Til hvers ættu Íslendingar að tengjast slíku fjórðu deildar liði?“ 

Þeir sem andsnúnir eru hernaðarbandalögum hrista líka höfuðið og segja:  „Fráleitt að koma nálægt starfsemi af því tagi.“

Það er sama hvernig nálgunin er, niðurstaðan er alltaf sú sama:  Best er að halda sig fjarri.


Brexitafmæli og það sem ekki má gleymast

Um þessar mundir er haldið upp á 8 ára afmæli Brexitkosninganna.  Í tengslum við Brexit er tvennt sem verður ekki of oft rifjað upp.

Í fyrsta lagi er ekki ætlast til að ríki yfirgefi Evrópusambandið.  Sambandið tekur á sig krók og kostnað við að gera þeim sem vilja fara lífið leitt.

Í öðru lagi skall á flóðbylgja af heimsendaspám, sem svo ekki rættust.  Efnahagur Breta stendur ýmist í álika miklum eða meiri blóma en efnahagur stærstu ríkja sem enn eru eftir í Evrópusambandinu.

 


Uppgefinn Evrópusinni

Á meginlandi Evrópu hafa margar sálir í mörg ár ræktað með sér draum um einhvers konar sameinaða Evrópu þar sem smjör drýpur af hverju strái og menn stilla sig að mestu um að drepa náunga sinn.

Líklega má telja Grikkjann Yanis Varufakis í þessum hópi, en hann var ráðherra í ríkisstjórn Grikkja á ólgutímum og skrifar nú bækur og heldur fyrirlestra.  Varufakis telur að draumurinn um sameinaða Evrópu sé brostinn og tálsýn ein standi eftir, meðal annars vegna þess að valdamenn í Evrópusambandinu hafi dregið lappirnar í sameiningarmálum, ekki síst í fjármálum hins opinbera.

Hér má sjá stutt, en hressilegt viðtal við hinn uppgefna Evrópusinna, Yanis Varufakis:

https://www.youtube.com/watch?v=VCf6UjQ_XYM

   


Auðvitað engu!

Það er ekki bara yfirgengilega barnalegt að halda því fram að Íslendingar mundu ráða einhverju sem máli skipti í Evrópusambandinu ef þeir væru þar, það er líka í hrópandi andstöðu við evrópskar og íslenskar hugmyndir um lýðræði. 

Hjörtur J. Guðmundsson fer yfir málin í kjölfar lítlsháttar umræðu um að Íslendingar mundu samt ráða einhverju og að þau völd lægju í töfrasprotum sem fást í Harrýpotterbúðinni. 

Auðvitað mundu Íslendingar engu ráða í Evrópusambandi.  Það væri hryllilega ólýðræðislegt og gæti aldrei staðist nema rétt á meðan verið væri að koma þeim inn. 

 

https://www.fullveldi.is/?p=47724

 


Gull og blý

Blýhúðun (sem sumir nefna gullhúðun) kostar eflaust mikið, en óstöðvandi og vaxandi straumur reglna sem ekki eru skrifaðar með þarfir Íslendinga í huga kostar ennþá meira.  

Hann er rándýr. 

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/06/18/Starfshopur-utanrikisradherra-leggur-til-adgerdir-gegn-gullhudun-EES-gerda/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR14-1OwlAAkwHmj0nwOSWjEMK-ot1d-CxpujnWcXjsppP1u6FiwXW0sleA_aem_tRwWwdfwk6MBbg8oWAX9PQ


Hugvekja til Íslendinga 2024

Þá er lýðveldið Ísland áttrætt.   Segja má að vegferðin til lýðveldis hafi byrjað með frægri Hugvekju Jóns Sigurðssonar til Íslendinga í Nýjum félagsritum árið 1848.   Hugvekja Jóns er ekki aðeins hvatning til að Íslendingar taki stjórn Íslands í sínar hendur, heldur fjallar hún um sitthvað sem kalla má stjórnmálaheimspeki.  Jón segir m.a.:

 

Þjóðin er ekki til handa embættismönnum sínum, heldur eru þeir handa henni; hún á því með að krefja þá reikningsskapar fyrir stjórn þeirra.

 

Á Íslandi eru stjórnmálamenn sífellt krafðir reikningsskapar fyrir stjórn sína og stóri dómur í kjörklefanum fellur ekki sjaldnar en á 4 ára fresti.    En hver er krafinn reikningsskapar fyrir tilskipanir sem koma í pósti frá Brussel árið 2024?  Stjórnmálamenn á Íslandi benda út í buskann, í átt að einhverjum sem ber ekki einu sinni nafn, enginn kaus og enginn veit hver er.   Þegar hringt er til Brussel svarar auðvitað enginn.  Ofan af þessu stjórnarfyrirkomulagi þarf að vinda og það fer vel á því að það verði gert með rökum Jóns Sigurðssonar sem eru 176 ára gömul, en síung.      

 

Heimssýn óskar Íslendingum öllum til hamingju með von um farsælt og fullvalda samfélag um ókomna tíð.

 

https://timarit.is/page/2016419#page/n5/mode/2up


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1502
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1360
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband