Leita í fréttum mbl.is

Össur bođar fullveldi og sjálfstćđa mynt í New York

Ađaltalsmađur ESB-umsóknar Íslands, Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra, eyddi ekki einu orđi á Evrópusambandiđ og umsóknina í rćđu sinni á allsherjarţingi Sameinuđuţjóđanna. Ţvert á móti auglýsti hann eymd atvinnuleysis í Evrópu og lagđi áherslu á ađ íslenska leiđin út úr kreppunni virkađi.

Hér er sá bútur rćđunnar sem fjallar um viđspyrnu úr kreppu og hvernig Ísland stendur betur ađ vígi en löndin í Evrópu.

Times have been tough in Iceland. In the recession in Europe we were the first country down, but we were also the first country up. If there is any lesson to be drawn from the Icelandic recovery it is that austerity doesn't work on it's own. Iceland certainly went through her share of austerity, but we also raised taxes, especially on the wealthy, and used the revenue to stimulate growth and ensure the welfare system was intact. Today, we have some of the lowest unemployment in Europe, and robust economic growth. The Icelandic model works.

Ef reynslurökin sýna ótvírćtt ađ fullveldi og sjálfstćđ mynt sé forsenda ţess ađ komast skikkanlega úr kreppu hvers vegna er Ísland ţá međ standandi umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu?


mbl.is „Netanyahu - rífđu niđur vegginn“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Merkel vill sameiginleg fjárlög evru-landanna

Ţjóđverjar ćtla ađ leggja fram tillögu á nćsta leiđtogafundi evru-ríkjanna 17 ađ ţau taki upp sameiginleg fjárlög. Ţessi tillaga er róttćkasta hugmyndin sem komiđ hefur fram um lausn á kreppunni sem kennd er viđ sameiginlegan gjaldmiđil Evrópusambandsins.

Die Welt segir ađ hugmyndin sé til ţess ćtluđ ađ kveđa í kútinn umrćđu um sameiginlega skuldabréfaútgáfu evru-ríkjanna. Rök ţýsku ríkisstjórnarinnar er ađ međ sameiginlegum fjárlögum fylgist ađ fjármagn og ábyrgđ.

Sameiginleg fjárlög fćlu í sér stóraukinn samruna evru-landanna 17og ţau yrđu viđskila viđ hin tíu sem eru í Evrópusambandinu en búa viđ eigin gjaldmiđil.


mbl.is Ţurfa 59,3 milljarđa evra fjárhagsađstođ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ASÍ lokar á lýđrćđiđ, styđur Samfylkingu

Alţýđusamband Ísland á ađ heita samtök í almannaţágu. Samtök í ţágu Samfylkingar vćri meira réttnefni. Forysta ASÍ styđur í blindni stefnu Samfylkingar ađ Ísland skuli verđa ađili ađ Evrópusambandinu. ASÍ-forystan hefur ekki haft fyrir ţví ađ spyrja félagsmenn sína hvort ţeir vilja inngöngu í samband sem festir í sessi langtímaatvinnuleysi og skilur eftir sig sviđna jörđ í jađarríkjum.

Verkalýđsfélög vítt og breitt í Evrópusambandinu standa fyrir verkföllum til ađ mótmćla stefnu sambandsins sem veldur 20 til 30 prósent atvinnuleysi í löndum eins og Írlandi, Portúgal, Spáni og Grikklandi. Forysta ASÍ, sem iđulega gumar af sterkum tengslum viđ verkalýđshreyfinguna í Evrópu, steinţegir um ţjáningar launafólks í löndum Evrópusambandsins.

Blind ţjónkun forystu ASÍ viđ ţrönga flokkshagsmuni Samfylkingar er andstćđ grundvallarhagsmunum launafólks.


mbl.is ASÍ tjái sig ekki um ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna er hćtt ađ rćđa ESB-umsóknina

Toppkratinn frá Bretlandi, David Milliband, kom til Íslands og sagđi á opnum fundi ađ Evrópusambandiđ vćri í tilvistarvanda og myndi ekki komast í gegnum brimskaflinn í heilu lagi - ef ţađ kćmist yfir höfuđ úr öldurótinu en sykki ekki til botns međ evrunni.

Síđan skreppur Milliband á einkafund međ toppkratanum á Íslandi sem hingađ til hefur veriđ býsna skilningssljór á stöđu mála í Evrópusambandinu. Jóhanna Sig. forsćtis fćr lof frá ţeim breska fyrir hagvöxt međ krónu og lágt atvinnuleysi utan Evrópusambandsins.

Í fréttatilkynningu forsćtisráđuneytisins segir ađ toppkratarnir hafi rćtt ,,Evrópumál." Ekki er vikiđ einu orđi ađ umsókn Íslands um ađild ađ Evrópusambandinu. Ćtli Jóhanna Sig. sé loksins ađ fatta ađ umsóknin sé dauđ?


mbl.is Jóhanna fundađi međ Miliband
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Grikkir og ónýta evran

Evran er gjaldmiđill sem skilur eftir sig sviđna jörđ í jađarríkjum Evrópusambandsins. Ađild ađ Evrópusambandinu međ evru sem viđbót er ávísun á efnahagshrun, pólitískt öngţveit og síđast en ekki síst bjargleysi.

Ţrátt fyrir samfélagslega upplausn í Grikklandi ţorir ţjóđin ekki ađ varpa af sér oki evrunnar.

Ađild ađ Evrópusambandinu og evru-samstarfi er uppskrift ađ langvarandi eymd og volćđi.  


mbl.is Allsherjarverkfall í Grikklandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heimskreppan herđir tökin

Heimskreppan á upptök sín í Bandaríkjunum annars vegar og hins vegar í Evrópusambandinu, sérstaklega evru-ríkjunum 17. Til ađ komast úr kreppunni ţurfa ţessi svćđi hagvöxt. Til skamms tíma stóđu vonir til ađ eftirspurn í Kína og frá löndum eins og Brasilíu og Rússlandi myndi slá á kreppuna.

Ekki lengur. Kína stendur frammi fyrir snarminnkuđum hagvexti og útlitiđ er ekki bjart hjá nýmarkađslöndum.

Samhliđa er komin ţreyta í evru-ríkin sem horfa fram á enn eitt niđurskurđaráriđ. Ţađ er stórt gat í fjárlögum Grikkja og ţeir ţurfa nýjan björgunarpakka innan fárra mánađa. Ríkisstjórn Portúgals stendur höllum fćti eftir ađ ţjóđin hafnađi skattahćkkunarstefnu sem kom ofan á niđurskurđ síđustu ára.

Heimskreppan mun bíta á nćsta ári.


mbl.is IMF bođar lćkkun hagvaxtarspár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evra og tvískipt ESB

Af 27 ţjóđum Evrópusambandsins eru 17 međ evru sem gjaldmiđil. Međal ríkja sem standa utan evru-samstarfsins eru Bretland, Danmörk, Svíţjóđ og Pólland. Ekkert ţessara ríkja mun taka upp evru í fyrirsjáanlegri framtíđ.

Einn af höfundum evru-samstarfsins, Yves-Thibault de Silguy, var hér í heimsókn í síđustu viku. Í viđtali viđ Fréttablađiđ viđurkennir hann ađ tveggja hrađa Evrópusamband er orđiđ ađ veruleika.

ESB er náttúrulega tvískipt nú ţegar. Ţađ eru 27 ríki í ESB en bara 17 ţeirra nota evruna. Mörg ríkjanna sem eru utan ţess uppfylla enn ekki skilyrđin en önnur eru efins um upptöku evru. Ég held ađ ţađ sé nauđsynlegt ađ auka efnahagslega samţćttingu evruríkja og ég held ađ ţađ verđi gert. Ţau ríki sem eru efins um upptöku evru verđa án efa óánćgđ međ ţađ en ţau munu ađ lokum sćtta sig viđ ţađ ef lögđ verđur nćgileg áhersla á ađ ţetta er opiđ kerfi.

Evru-ríkin innan ESB munu á nćstu árum freista ţess ađ komast yfir kreppuna sem stefnir sjálfri tilvist evru-samstarfsins í vođa. Á međan ţeirri vegferđ stendur munu ţau ríki sem standa utan samstarfsins og eiga eitthvađ undir sér ekki láta sér til hugar koma ađ ganga til samstarfs um gjaldmiđil í tilvistarvanda.


mbl.is Mikil einföldun ađ ESB-ađild snúist um evru
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krónan, evran og pólitíski vandinn

Gjaldmiđlar sem slíkir valda ekki kreppu. Mistćk hagstjórn er nćrtćkasti sökudólgurinn á efnahagskreppu, ţegar óviđráđanlegum ađstćđum sleppir, s.s. náttúruhamförum.

Mistök í hagstjórn eru ástćđur kreppunnar á Íslandi og Evrópusambandinu. Íslendingar hafa leiđrétt sín mistök, afskrifađ ónýtar skuldir og sett banka í gjaldţrot. Evrópusambandiđ á eftir ađ leiđrétta mistökin.

Međ krónu og fullveldi tókst Íslendingum ađ leysa hagsstjórnarvandann fljótt og vel í ţágu almennings. Međ evru og skert fullveldi tekst ţeim 17 ríkjum sem mynda evruna ekki ađ klára sín mál svo vit sé í.

Reynslurökin eru einhlít: ţađ borgar sig ađ hafa eigin gjaldmiđil og fullveldi. Punktur.


mbl.is Evran notuđ sem blóraböggull
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Sept. 2012
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 718
  • Frá upphafi: 1232946

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 609
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband