Leita í fréttum mbl.is

Ísland lykill ESB að norðurslóðum

Þá liggur það fyrir hjá málsmetandi fulltrúa evrópskra hagsmuna: Evrópusambandinu er akkur í Íslandi vegna aðkomunnar að norðurslóðum.

Philippe De Buck, framkvæmdastjóri Business Europe, sem eru samtök atvinnulífsins á evrusvæðinu, segir að með aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins sé að myndast svigrúm fyrir ESB til að auka áhrif sín á norðurslóðum.

Þeirri spurningu er ósvarað hve miklu Evrópusambandið er tilbúið að kosta til að Ísland gangi í sambandið.


mbl.is Tækifæri fyrir ESB í norðri með aðild Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grískt gjaldþrot undirbúið

Seðlabankar austan hafs og vestan undirbúa grískt gjaldþrot með því að opna hirslur sínar stíffrosnu evrópsku bankakerfi. Þegar gjaldþrota Grikkja verður tilkynnt er óttast að bankakerfið lamist og að önnur óreiðuríki lendi í grískri stöðu innan fárra vikna.

Ójafnvægið innan evru-samstarfsins verður hvorki leyst með grísku gjaldþroti né peningaprentun. Evrópusambandið og Þjóðverjar eiga enn eftir að taka ákvörðunina sem skiptir sköpum. Annað hvort að mynda Stór-Evrópu úr 17 ríkjum evru-samstarfsins eða skipta upp evru-svæðinu á milli Norður-Evrópuþjóða með fjármálin í lagi (Þýskaland, Holland, Austurrík og Finnland) og Suður-Evrópu sem þarf á um það bil 30 prósent gengislækkun að halda.

Gríska gjaldþrotið verður aðeins millileikur til að kaupa tíma.


mbl.is Seðlabankar munu veita neyðarlán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll fattar ónýta evru

Viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, fékk bandarískan hagfræðing í heimsókn til sín og bloggar eftirfarandi


Fékk Robert Aliber í heimsókn áðan hingað í ráðuneytið. Það var gaman að ræða við hann um stöðu mála á gjaldeyrismörkuðum á þessum óvissutímum. Maður getur ekki annað en hugsað um það hvort við séum komin að endimörkum þess kerfis fullkomlega frjálsra gjaldeyrismarkaða, sem við höfum vanist í okkar heimshluta í tvo áratugi. Munum við áfram búa við kerfi fljótandi gjaldmiðla þar sem engin höft eru á fjármagnsflutningum og ríki beita vöxtum einvörðungu í baráttu við verðbólgu, eða erum við að fara inn í tímabil þar sem fjölbreyttari umgjörð verður um fjármálaviðskipti í hinu alþjóðlega kerfi? 

Aliber, sem er nokkrum ljósárum greindari en viðskiptaráðherra, segir að evru-samstarfið munu liðast í sundur innan tveggja mánaða. Líklega fattar Árni Páll um jólin hvað Aliber sagði í september. 


Neyðarkall frá Evrópusambandinu

Evrópusambandið er glatað, spurningin er aðeins hversu glatað. Neyðarkall forseta framkvæmdastjórnarinnar til umheimsins um að bjarga evru-samstarfi 17 af 27 ríkjum ESB sýnir í hnotskurn þá tvo kosti sem sambandið stendur frammi fyrir.

Í fyrsta lagi að Þjóðverjar bjargi evru-samstarfinu með því að samþykkja sameiginlega ábyrgð hinna 17 evruríkja á skuldum hvers annars. Gangi þessi kostur eftir felur það í sér stóraukna miðstýringu á ríkisfjármálum þeirra 17 ríkja sem mynda evrusvæðið. Þau tíu ríki Evrópusambandsins, s.s. Pólland, Bretland og Svíþjóð, sem standa utan evrunnar munu ekki eiga hlut að samrunaþróuninni. Evrópusambandið myndi einfaldlega klofna.

Í öðru lagi er að evru-samstarfinu verði skipt upp. Það getur gerst með tvennum hætti; að óreiðuríki eins og Grikkland verði þvinguð út úr samstarfinu eða að Þjóðverjar og önnur fjárhagslega öguð ríki eins og Austurríki, Finnland og Holland gangi út stofni til nýs myntsamstarfs og skilji Suður-Evrópu eftir með evruna.

Hvort heldur sem er þá er Evrópusambandið klofið bandalag.


mbl.is Orrustan um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðar og styrkjaveiðar

Ísland mun greiða um 15 milljarða króna til Brussel ef við álpuðumst inn í Evrópusambandið. Áætlað er að um 12 milljarðar króna komi til baka í formi styrkja. Smábátasjómenn við Ísafjarðardjúp gera sér vonir um að fiska vel í sjóðum Evrópusambandsins. Eftirfarandi er haft eftir formanni trillukarlanna

Sigurður segir að stjórn Eldingar vonist til að með inngöngu í ESB, geti smábátaeigendur fengið styrki frá sambandinu þannig að jafnvel verði hægt að lifa af fiskveiðum.

Sigurður þarf að útskýra hvernig hann fær út að fiskveiðar og styrjaveiðar séu einn og sami hluturinn.

 


Samningsmarkmið Íslands er aðeins eitt: innganga

Samningamaður Finna við Evrópusambandið á síðsta áratug sagði í erindi sem hann hélt hér á landi að aðalatriði fyrir umsóknarríki væri að hafa fá og skýr samningsmarkmið. Samningamaðurinn  sagði að frá bæjardyrum Evrópusambandsins sé snerust viðræður um aðlögun umsóknarríkis að reglum sambandsins.

Samfylkingarhluti ríkisvaldsins hefur hvorki kynnt Íslendingum né Evrópusambandsins samningsmarkmið Íslands.  Í nýlegri rýniskýrslu Evrópusambandsinsum landbúnaðarmál er með diplómatísku orðalagi vakin athygli á að Ísland hefur ekki enn lagt fram samningsmarkmið, ,,Iceland will include proposals in this regard in its negotiation position," segir á einum stað.

Það er óðum að renna upp fyrir fólki hvað þessi leynd með samningsmarkmiðin segir. Eina samningsmarkmið Samfylkingarinnar er að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, - hvað sem það kostar.


Aðlögunin fellir umsóknina - og Össur

Umræðan um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu líður fyrir blekkingar aðildarsinna. Össur Skarphéðinsson er eins og jafnan iðinn við kolann. Nýverið tilkynnti Evrópusambandið að viðræðum við Ísland um landbúnaðarmál yrði frestað þar sem Ísland hefur ekki aðlagað regluverk sitt Evrópusambandinu.

Össur hefur ætíð neitað því að umsóknarríkið Íslandi þurfi að gangast undir reglur Evrópusambandsins um aðlögun. Sölumennska Össurar er að Íslendingar ,,kíki í pakkann" með óskuldbindandi viðræðum. En það er ekki í boði.

Í bréfi frá Evrópusambandinu segir um aðlögunarkröfuna í landbúnaðarmálum 

Iceland presents a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively in order to ensure full compliance with the acquis under chapter 11 Agriculture and rural development by the date of accession as regards agricultural policy, legislation and administrative capacity, taking into accoount the specific circumstances for agriculture in Iceland.

Hér er talað um heildaráætlun (strategy) og að framkvæmdaáætlun (schedule of measures) verði hrint í framkvæmd jafnt og þétt (to be taken progressively) til að íslenska landbúnaðarkerfið uppfylli lög og reglur ESB frá fyrsta degi aðildar. 

Bréfið er krafa um aðlögun að Evrópusambandinu og í fullu samræmi við þá yfirlýstu stefnu sambandsins að eina leiðin inn er leið aðlögunar.

Össur Skarphéðinsson kallar það góðan gang í viðræðum þegar umsóknin er stand.

Leggjum aðildarumsóknina til hliðar, skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögn Fréttablaðsins

Ólafur Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið um undirskriftasöfnunina til stuðnings því að umsóknin um aðild að ESB verði lögð til hliðar. Er hann með undarlegri innleggjum í Evrópusambandsumræðuna.

Kjarninn í máli Ólafs er að óvissuástand í Evrópu sé ekki tilefni til að leggja aðildarumsóknina til hliðar þar sem Evrópusambandið er hvort eð er í stöðugri þróun og það mun ávallt vera óvissa um hvernig framtíð þess lítur út. Spurningin um aðild snýst um það hvort þjóðin ætli sér að taka þátt í samrunaverkefni Evrópu.

Þetta eru ágæt rök sem vel má ræða.

Í síðustu efnisgrein leiðarans er hinsvegar eins og Ólafur snúist 180 gráður og hafnar því að almenn andstaða við aðild sé nokkur rök fyrir því að draga aðildarumsóknina til baka því ekki sé búið að ganga frá samningum um innleiðingu Evrópulöggjafarinnar eins og hún stendur nákvæmlega núna! Án þeirra er nefnilega engin leið að vita hvað aðild þýðir í raun.

-----------------------

Annars hvet ég alla til að skrifa undir á skynsemi.is

(Tekið héðan.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2011
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 178
  • Sl. sólarhring: 280
  • Sl. viku: 1728
  • Frá upphafi: 1234497

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 1453
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband