Leita í fréttum mbl.is

Atvinnulífið hafnar evru og ESB-aðild

Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis talaði fyrir munn margra atvinnurekenda þegar hún hafnaði upptöku evru í fyrirsjáanlegri framtíð. Katrín sagði mörg önnur brýnni verkefni í efnhagsmálum landsins en að taka upp evru.

Skýrsla Seðalbanka Íslands geymir mörg sterk rök fyrir afstöðu Katrínar. Hér eru nokkur dæmi

„ ... evrusvæðið glímir nú við flókið samspil margvíslegra erfiðleika sem gætu í
versta tilviki ógnað sjálfri tilvist þess, ef fjarar undan pólitískum stuðningi
við myntbandalagið. Þeir efnahagslegu og fjármálalegu erfiðleikar sem við er að
glíma á evrusvæðinu eiga að hluta til rætur að rekja til þess að ásamt
Bandaríkjunum, Bretlandi og Sviss var evrusvæðið ein af upptökum
fjármálakreppunnar sem hófst um mitt ár 2007 og náði hámarki haustið 2008."
(bls. 59)

Ennfremur:
„Íslensk hagsveifla hefur verið í takmörkuðum tengslum við hagsveiflur
evrusvæðisins og reyndar flestra annarra svæða og ríkja. Gerð íslenskrar
útflutningsstarfsemi er einnig nokkuð frábrugðin því sem þekkist meðal annarra
þróaðra ríkja." (bls. 60)

Og þetta:
„Aðild að evrusvæðinu fylgir hins vegar einnig áhætta fyrir Ísland. Ekki yrði
lengur hægt að beita sjálfstæðri peningastefnu og sveigjanlegu gengi til að
draga úr áhrifum áfalla og hraða aðlögun þjóðarbúsins að breyttum þjóðartekjum.
Þessi möguleiki hefur við vissar aðstæður nýst Íslendingum." (bls. 62)


Jafnframt kemur fram í glærukynningu forsvarsmanna bankans um skýrsluna þetta:
„En Ísland er enn í þeim hópi Evrópuríkja sem minnstan ábata hefðu af
EMU-aðild..." 


mbl.is Upptaka evru ekki tímabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf-dauð evra og líkfylgd Samfylkingar

Evran skilur eftir sig sviðna jörð á Írlandi, Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu. Kostirnir sem evru-þjóðirnar 17 standa frammi fyrir verða æ skýrari. Annað tveggja að stofna til ríkisvalds utanum evruna, nokkurs konar Stór-Evrópu, eða að vinda ofan af gjaldmiðlasamstarfinu.

Rómanska myntsamstarfið frá 1865, sem var sögulegur forveri evru-samstarfsins, var áratugi að liðast í sundur. Ef evran springur ekki með hvelli gæti hún hökt og skrölt um langa hríð.

Engin þjóð með viti lætur sér til hugar koma að ganga inn í evru-samstarfið um þessar mundir. Nema, auðvitað, þjóð sem býr svo illa að hafa yfir sér stjórnvald eins og Samfylkinguna sem ólm vill að Ísland fylgi evrunni síðasta spölinn inn í fyrirséðar hörmungar.


mbl.is Verkefnið að bæta umgjörð krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evru-kreppan gerbreytir ESB

Valdhafar í Evrópusambandinu og stærstu aðildarríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, eru sannfærðir um að evran fái ekki staðist nema stóraukin miðstýring verði tekin upp á efnahags- og atvinnumálum evru-ríkjanna.

Í Evrópusambandinu eru 27 ríki en aðeins 17 þeirra eru með evruna sem gjaldmiðil. Þau tíu sem fyrir utan standa munu ekki beygja sig undir auka miðstýringu frá Brussel, - einfaldlega vegna þess að þau eru ekki hluti af evru-samstarfinu.

Hér er kominn vísir að tveggja hraða Evrópusambandi, þar sem evru-kjarninn færist nær því að verða sambandsríki en hin tíu ríkin mynda ytri hring samstarfsins.

Það mun taka fjölda ára að ræða og þróa þær hugmyndir um framtíð Evrópusambandsins og enn fleiri ár að hrinda þeim í framkvæmd.

Enginn veit hvernig evru-samstarfinu og sjálfu Evrópusambandinu mun reiða af næstu árin. Ef til væri einföld lausn á vandanum væri löngu búið að finna hana.

Á meðan Evrópusambandið vinnur sig í gegnum tilvistarvanda sinn eiga Íslendingar vitanlega að halda sér í öruggri fjarlægð - og afturkalla umsóknina um aðild.


mbl.is Kjörinn forseti skipi „evrópska ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran útilokar ESB-aðild Íslands

Evru-kreppan sem 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins glíma við mun ekki leysast á fáum árum, eins og Össur Skarphéðinsson virðist halda. Í erlendri umræðu er gert ráð fyrir að togstreitan milli ríku þjóðanna í norðri og þeirra fátæku í suðri muni halda evrunni í spennitreyju um mörg ókomin ár.

Allir læsir á erlenda umræðu sjá að í meginatriðum getur evru-kreppan farið á tvo vegu. Í fyrsta lagi að evru-ríkjunum takist að smíða ríkisvald í kringum gjaldmiðilinn sem fæli í sér miðstýrða fjárlagagerð og greiðslujöfnun milli norðurs og suðurs. Í öðru lagi að evru-samstarfið liðist í sundur, ýmist alfarið og evran falli út sem gjaldmiðill, eða að þeim fækki sem nota evruna.

Á meðan evru-ríkin 17 glíma við gjaldmiðilinn munu þau tíu sem eru í Evrópusambandinu, en deila ekki sameiginlegum gjaldmiðli, endurskoða samstarfið við evru-ríkin. Engar líkur eru á því að Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland taki upp evru í fyrirsjánlegri framtíð, - eða næstu fimm til tíu árin.

Aðildarsinnar og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu virðast samstíga í að draga þá niðurstöðu að valið á milli gjaldmiðla á Íslandi er króna eða evra. Á bakvið þessa niðurstöðu liggur sannfæring í báðum herbúðum að nýr gjaldmiðill sé meginröksemd fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þegar það liggur fyrir að evran verður í uppnámi næstu árin og Evrópusambandið sömuleiðis er einboðið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands.

(Tekið héðan)


mbl.is Illugi vill gera hlé á ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran, krónan og stjórnmálin

Íslensk stjórnmál hafa leikið krónuna hart. Í áratugi hefur krónan tapað verðgildi sínu hraðar en flestir gjaldmiðlar á byggðu bóli. Evrópsk stjórnmál hafa varið verðmæti evrunnar þokkalega í þann áratug sem hún hefur starfað. En það hefur kostað óheyrilegar fórnir í Írlandi, Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu þar sem atvinnuleysi upp á tugi prósenta og efnahagslegur samdráttur halda uppi verðgildi evrunnar.

Stjórnmál og gjaldmiðill eru tvær hliðar á sömu mynt. Það sést á smáum hagkerfum eins og því íslenska og jafnframt á stórum hagkerfum, samanber evru-ríkjunum.

Á meðan við höldum krónunni eru það íslensk stjórnmál sem ráða úrslitum um vegferð hennar. Ef við tökum upp evru þá stjórna evrópsk stjórnmál ferðinni. Fyrir þá sem telja fullveldi og forræði eigin mála forsendu fyrir hagsæld þjóðarinnar er valið einfalt: krónan blífur.


mbl.is Lítill ábati af evruaðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einangrun Samfylkingar staðfest

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill halda til streitu ESB-umsókninni. Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru allir með stefnu um að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins.

Þegar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að fyrsta verk sitt skuli vera að slíta viðræðunum við Evrópusambandið er hann að boða stefnu flokksins í samræmi við samþykkt landsfundar. Þar segir í stjórnmálaályktun

Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samfylkingarmenn geta barið hausnum við steininn eins lengi og þeir vilja en niðurstaðan er óhjákvæmileg: eina leiðin til að hægt sé að halda lífi í ESB-umsókninni er að Samfylkingin fá hreinan meirihluta á alþingi eftir næstu kosningar.

Og hversu líklegt er það?


mbl.is Fyrsta verk að stöðva viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meginlands-Evrópa í eina átt, Jaðar-Evrópa í aðra

Evru-ríkin 17 freista þess að setja saman miðstýrt regluverk til að sameiginlegur gjaldmiðill fái staðist. Miðstýrða regluverkið verður í formi yfirþjóðlegs valds yfir bankastarfsemi evru-ríkjanna annars vegar og hins vegar yfir ríkisfjármálum sömu ríkja.

Þau lönd sem standa utan evru-samstarfis en eru í ESB, s.s. Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland, munu ekki um fyrirsjáanlega framtíð ganga til liðs við evru-ríkin.

Fréttir af vinnufundi ESB-ráðherra um bankaeftirlit sýnir að þau ríki sem ekki eru í evru-samstarfi ætla sér að standa utan við regluverkið.

Líklega kemur ekki í ljós fyrr en eftir fimm til tíu ár hvort evru-ríkjunum heppnast ætlunarverk sitt. Jaðar-Evrópa mun standa álengdar og halda yfirráðum yfir sínum fjármálastofnunum og fjárlögum. Ísland sem er á ysta jaðri Evrópu ætti vitanlega ekki heldur að gefa færi á sér.


mbl.is Bretar endursemji um veruna í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Letingjar í utanríkisráðuneytinu

Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur haft meira en þrjú ár að móta samningsafstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum. Stefán Haukur verður seint sakaður um að vera iðjusamur embættismaður.

Í frétt RÚV um framvindu verksins segir

Stefán Haukur sagði vinnu við samningsmarkmið í sjávarútvegsmálum í fullum gangi.

Í ,,fullum gangi" eftir rúm þrjú ár. Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Til hvers að halda uppi embættismannaliði sem ekki getur sett saman samningsmarkmið á skemmri tíma en þrem árum?

Hvaða leiksýning er hér í gangi? Hvers vegna á þjóðin að borga fyrir þennan sirkus?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2012
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 1232934

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 598
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband