Leita í fréttum mbl.is

Ábending til vinstrimanna – og hinna líka

Áriđ 2009 óskađi Alţingi eftir inngöngu í Evrópusambandiđ og réđi stór hluti ţingflokks VG ţar úrslitum.  Lítill vafi er á ađ margir héldu á ţeim tíma ađ Evrópusambandiđ vćri eitthvađ allt annađ en ţađ er.  Tímabćrt er ađ rifja upp tvennt sem gerst hefur síđastliđin misseri sem ýmsir stuđningsmenn umsóknarinnar hefđu aldrei trúađ ađ gćti gerst.

Í fyrsta lagi heldur Evrópusambandiđ kjötkvörn í Úkraínu gangandi af fordćmalausu kappi, en hún vinnur ađ líkindum á tćplega ţúsund ungmennum á dag.  Sambandiđ kaupir stríđstól og byssukúlur fyrir himinháar upphćđir og sendir austureftir.

Í öđru lagi bannar Evrópusambandi fréttaveitur sem ţeim leiđist – og almenningur tekur ţví ţegjandi.

 

https://www.aljazeera.com/news/2023/7/20/eu-draws-up-plans-for-22bn-ukraine-weapons-fund

https://www.politico.eu/article/russia-rt-sputnik-illegal-europe/


Undarleg heimssýn og dögg fyrir sólu

Sú skođun er furđu algeng ađ EES-samningurinn sé nánast forsenda fyrir byggđ á Íslandi.  Á ţeim ţremur áratugum sem liđnir eru frá ţví hann var gerđur virđist hafa gleymst ađ fyrir var fríverslunarsamningur, kenndur viđ EFTA, og ađ flest samfélagsmál voru í svipuđum farvegi og í nágrannalöndunum. 

Engum hefur tekist ađ benda á neitt sem augljóslega vćri í ólestri á Íslandi ef ekki vćri EES-samningur.  Fylgismönnum EES-samningsins hefur engu ađ síđur tekist ađ koma ţví viđhorfi rćkilega á framfćri ađ ef ekki vćri EES vćri íslenskt samfélag í vanda og viđskipti viđ flest lönd á meginlandi Evrópu í uppnámi.  

Ţađ er undarleg heimssýn, en hún á sér hliđstćđu í Noregi.  Morten Harper rćđir ţađ í hjálagđri grein og rifjar upp ađ meirihluti Norđmanna hefur ekki hugmynd um ađ í gildi er fríverslunarsamningur međ iđnvarning viđ Evrópusambandiđ og ađ sá samningur er óháđur EES, enda eldri.  Ţessi ranghugmynd er líklega forsenda ţess stuđnings sem eftir er viđ EES í Noregi.  Sá stuđningur gćti ţví fariđ sömu leiđ og dögg í sólskini.

https://neitileu.no/aktuelt/myten-om-markedet


Dýrar reglur

Vera má ađ mest af ţeim kostnađi sem felst í svokölluđu Evrópusamstarfi eigi rćtur ađ rekja til reglna sem dýrt er ađ fylgja.  Eflaust eiga sumar ţeirra rétt á sér, en sterkur grunur leikur á ađ margt mćtti betur fara í ţessum málum.

Hjörtur J. Guđmundsson rćđir um íţyngjandi reglur og segir m.a.:

Vert er ađ lokum ađ hafa ţađ í huga ađ óheimilt er samkvćmt EES-samningnum ađ innleiđa regluverk frá Evrópusambandinu minna íţyngjandi en ţađ kemur í gegnum hann á međan ríflegt svigrúm er til ţess ađ innleiđa ţađ meira íţyngjandi. Vćri samningnum skipt út fyrir víđtćkan fríverzlunarsamning, líkt og flest ríki kjósa ađ semja um í dag, vćri hins vegar hćgt ađ setja minna íţyngjandi reglur í stađ ţess eđa alls engar. 

https://www.fullveldi.is/?p=30687


Annar kjarni í útblástursskattsumrćđunni

Umhverfisskattar eru iđulega lagđir á til ađ breyta neyslu fólks og fyrirtćkja.  Á meginlandi Evrópu keppast stjórnvöld viđ ađ koma ferđafólki og vörum í lestir.  Áhersla er á ađ hćtta ađ brenna kolum og nota t.d. frekar gas.  Síđast en ekki síst er oftast hagstćđara fyrir umhverfiđ ađ kaupa heimagert tćki frekar en sambćrilegt tćki sem framleitt er í fjarlćgu landi.

Nánast ekkert af ţessu á viđ um Ísland.  

Ef til vill má bćta orkunýtingu eitthvađ í sjóflutningum, en ţađ er erfitt ađ finna kol til ađ hćtta ađ brenna á Íslandi og langmest af neysluvarningi verđur ađ sćkja yfir hafiđ.

Skattkerfinu sem í útlöndum er fyrst og fremst ćtlađ ađ breyta neyslumynstri verđur fyrst og fremst kerfi til afla tekna ţegar ţađ er tekiđ upp á Íslandi. Drjúgur hluti ţeirra tekna rennur í ađra en íslenska vasa


Hjörtur í Noregi

Ţeir sem fylgjast međ norsku samfélagi eru líklega flestir ef ekki allir sammála um ađ litlar sem engar líkur séu á ađ Noregur álpist inn í Evrópusambandiđ á nćstunni.  Ţeir sem síđur fylgjast međ eiga ţađ til ađ túlka stöku fréttir af landsfundum frjálslega og fá ađra niđurstöđu. 

Hjörtur J. Guđmundsson er einn ţeirra sem fylgist međ.  Hann fer yfir málin í ţessari ágćtu grein: 

 

https://www.fullveldi.is/?p=31723 

 

Og viđ minnum á Fasbók Heimssýnar.  Ţađ vantar alltaf fleiri áskrifendur:

https://www.facebook.com/groups/heimssyn


Fleiri og alvarlegar hliđar á útblástursskattinum

Útblástursskatturinn sem rćtt er um ţessa dagana og ćtlunin er ađ leggja á samgöngur viđ Ísland í lofti og á sjó á sér ýmsar hliđar.

Í fyrsta lagi eru greiđar samgöngur um langan veg lífsnauđsynlegar fyrir samfélag á Íslandi. Stađa Íslands er ađ ţví leyfi ólík hreppum Evrópusambandsins.  Er eđlilegt ađ bjóđa erlendu ríkjasambandi ađ fá slíkt kverkatak á Íslendingum sem skattlagning samgangna er?   

Í öđru lagi breytist gjaldiđ án ađkomu kjörinna fulltrúa.  Losunarheimildir eru seldar á markađi og ţar hefur verđiđ rokiđ upp úr öllu valdi.  Ţarna er semsagt um ađ rćđa skatt á samgöngur viđ Ísland sem hefur alla burđi til ađ hćkka stjórnlaust og ýmislegt sem bendir til ţess ađ svo verđi.

Hvaernig hefđu Íslendingar á miđöldum tekiđ ţví ef Noregskonungur hefđi lagt til stjórnlausan skatt á siglingar til Íslands?

 


Haldiđ til haga

Skattur á útblástur kolefnis er til umrćđu ţessa dagana.  Rétt er ađ halda ţví til haga ađ hluti af skattinum ratar í verkefni í heimahérađi.   Sé lesiđ í línuritiđ sem fylgir í hjálögđu skjali eru ţađ rúm 60% sem rata „heim“, áriđ 2021, og stór hluti af ţví fer einhvers konar umhverfis- og orkuverkefni. Eftir standa tćp 40%.  Hvađ skyldu ţađ vera margir milljarđar íslenskra króna?

Hvađ flugiđ varđar má segja ađ ţeim milljörđum mun líklega fćkka fremur hratt. Ţađ verđur svo dýrt ađ millilenda á Íslandi á leiđ milli Evrópu og N-Ameríku, svo líklega fćkkar ţeim farţegum töluvert.  Ţeir munu velja beint flug eđa ađ fljúga frá Bretlandi.  Vera má ađ draga megi úr útblćstri frá farskipum, en eftir sem áđur er um ađ rćđa skatt sem leggst mun ţyngra á Íslendinga en ađra Evrópubúa og ađ drjúgur hluti skattsins hverfur úr landi.

https://www.eea.europa.eu/ims/use-of-auctioning-revenues-generated?fbclid=IwAR3LMb2mNJMneHk3bXs-IvEm0j-Ik7BRQfNF4ypjj5J03gVitO-PwIYccwY

 


Mađkur í mysu

EES-samningurinn margfrćgi hefur jafnan veriđ kenndur viđ fjórfrelsi og er ţar vísađ til viđskipta međ vörur, ţjónustu, flutning á fjármagni og fólki.  Smám saman hefur fimmti liđurinn bćst viđ, ţađ er frelsi Evrópusambandsins til ađ innheimta skatta af atvnnulífi í löndum EES.

Ţessir nýju skattar sem tengjast samgöngum leggjast miklu, miklu ţyngra á Ísland en önnur ríki í EES.

Látum liggja milli hluta hvort ţađ sé til góđs fyrir umhverfiđ ađ leggja á tiltekna umhverfisskatta, en leitum svara viđ ţessari spurningu:

Hvernig má ţađ vera umhverfinu og samfélaginu til góđs ađ flytja skattféđ frá Íslandi til Brussel?

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-08-07-horfa-fram-a-milljarda-kostnad-vegna-losunarheimilda-i-skipaflutningum-389342


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 34
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 1233
  • Frá upphafi: 1233744

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1048
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband