Leita í fréttum mbl.is

Borgađu bara og brostu

 

Ţađ er kunnara en frá ţurfi ađ segja ađ stórríki vantar sífellt meiri peninga.  Ţađ ţarf ađ reisa hallir, halda veislur og smíđa skriđdreka, svo fátt eitt sé nefnt.  Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa lengi kvartađ yfir ţví hversu lítiđ svigrúm ţeir hafa til ađ skattleggja ţegna sambandsins.  Svo virđist sem svigrúmiđ sé heldur ađ aukast, ţví uppi eru áform um ađ skattleggja ferđalög.  Ferđamenn sem koma frá Bretlandi og öđrum löndum utan Schengen skulu fá ađ borga og eins verđur lagđur hár skattur á eldsneyti flugvéla, sem allir sem fljúga til Íslands, munu ţurfa ađ borga. 

Skattar ţessir munu leggjast margfalt ţyngra á íslenskt samfélag, en samfélög Miđ-Evrópu.  „Íslandsskattur“ vćri ţví réttnefni og minnir hann á ţá tíma ţegar Danakóngur skattlagđi einokunarverslun viđ Ísland á 18. öld.   Ekkert er nýtt undir sólinni.

Arnar Ţór Jónsson rćđir máliđ og flýgur hćrra en venjan er í íslenskri stjórnmálaumrćđu.  Ţađ er ekki nýtt ţegar hann á í hlut og ástćđa til ađ leggja viđ hlustir.

 https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2287689/

 


Fylgiđ viđ ađild ađ Evrópusambandinu sígur jafnt og ţétt

Innrás Rússa í Úkraínu kom ýmsum í opna skjöldu.  Viđ slíkar annarlegar ađstćđur getur fylgi viđ innlimun Íslands í Evrópusambandiđ sveiflast hratt, en fullvíst má telja ađ ţađ sćki í hiđ sígilda far innan tíđar; ađ stór meirihluti Íslendinga kćri sig ekki um ađ vera ţegnar í stórveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna.   


Svona sveiflur minna okkur á ađ ţađ vćri mjög óeđlilegt ađ láta atkvćđagreiđslu viđ annarlegar ađstćđum ráđa örlögum lýđrćđis á Íslandi. 

 

Hjörtur rćđir fylgiđ á visir.is

 

https://www.visir.is/g/20232379681d/dvinandi-studningur-vid-inngongu-i-esb


Herveldiđ sem er alls ekki herveldi, en langar til ţess

Margir muna ţegar ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandiđ sóru og sárt viđ lögđu ađ bandalagiđ vćri alls ekki herveldi, ćtti enga fallbyssu og ađ hún vćri auk ţess ryđguđ. Nú hefur komiđ á daginn ađ bandalagiđ er á bólakafi í styrjöld og á fćrri fallbyssur en leiđtogar ţess mundu vilja. En ţađ vantar ekki viljann til ađ vera međ í ţeim leik sem Evrópumenn hafa stundađ lengur en heimildir eru um, á kostnađ almennings. 

Haraldur Ólafsson rćđir ţessi mál á Vísi (visir.is). Ţar segir m.a.:

Ađ ţessu sinni taka flest ríki Evrópu ţátt og Evrópusambandiđ ađ auki, enda er annar stríđsađilinn á hrađri leiđ ţar inn. Ţađ er sérlega eftirtektarvert, vegna ţess ađ ađeins örfá ár eru síđan ákafamenn um ađ Íslendingar yrđu ţegnar í Evrópusambandinu sóru viđ ćru sína og ömmu, ađ ţađ samband vćri allt annađ en hernađarbandalag.

https://www.visir.is/g/20232377461d/birtingar-mynd-sturlunar


Samviska ţjóđarinnar kveđur sér hljóđs

Fjölmiđlun á Íslandi á undir högg ađ sćkja.  Krónunum sem til skiptanna eru fćkkar, hvort heldur er í formi auglýsinga, sem margar fara til erlendra samfélagsmiđla, eđa í formi áskriftargjalda sem sífellt fćrri vilja greiđa.  

Ţađ er ţví gleđilefni ađ nýr fjölmiđill eđa pistlasmiđja hefur litiđ dagsins ljós.  Ţar skrifar hinn ţekkti fullveldissinni Arnar Ţór Jónsson fv. dómari.  Arnar Ţór segir m.a. í fyrsta pistlinum sem út kom 22. janúar sl.:

Ţjóđ sem sćttir sig viđ ađ fá lög send í pósti og ađ löggjafarsamkoman umbreytist í leikhús getur ekki kvartađ ţegar hún vaknar upp viđ ţađ ađ lögin eru orđin ađ barefli sem notađ er gegn henni sjálfri.

Ţví skal spáđ ađ eftir mörg ár munu menn segja ađ penni Arnars Ţórs hafi veriđ pískurinn sem vakti ţjóđina af ţyrnirósarsvefni.

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2286401/


Ţetta er dýrt

 

Hjörtur J. Guđmundsson fjallar skilmerkilega um íţyngjandi reglur frá Evrópusambandinu. Vera má ađ einhverjar ţeirra séu af skynsamlegu viti, en ljóst er ađ ţćr eru ekki ókeypis.  Ţćr kosta íslenskt samfélag mikla fjármuni.  Ţađ eru fjármunir sem í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum vćru betur komnir annars stđar en í kerfi sem er sniđiđ ađ samfélagi stórţjóđa sem um margt er ólíkt íslensku samfélagi.   

Hjörtur bendir á hugsanlega lausn: Ađ skipta EES út fyrir fríverslunarsamning.

https://www.visir.is/g/20232361216d/meginvandinn-er-sjalft-regluverkid?fbclid=IwAR2-s-h8fPNUN6Zl6OWQyP1oc3EFs4uacRhEIgiQ1201C2sgGxZicF5pdkY

 


Fullveldisfundur á miđvikudaginn kl. 17.30

 

Haldiđ verđur upp á fullveldi Íslands međ fundi á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, sal 103,  miđvikudaginn 7. desember 2022, kl. 17:30

 

Frummćlandi verđur Einar Frogner formađur Nei til EU í Noregi og mun hann

rćđa stöđu fullveldismála, EES-samninginn, orkumál og fleira.

 

Viđ umrćđuborđ sitja Arnar Ţór Jónsson, fv. dómari og varaţingmađur, Erna Bjarnadóttir, hagfrćđingur og varaţingmađur og  Erna Ýr Öldudóttir, blađamađur og viđskiptafrćđingur

 

Fundi stýrir Haraldur Ólafsson, formađur Heimssýnar. 

 

Heimssýn, Frjálst land, Herjan og Ísafold

 

Allir velkomnir!

 


104 ára og sprćkt

heimssyn-skjaldarmerki

 

Í dag fögnum viđ 104 ára afmćli fullveldis Íslands.  Á ţeirri rúmu öld sem liđin eru frá ţví Ísland varđ fullvalda ríki hefur ţjóđinni vegnađ betur en allar ţćr rúmu sex aldir sem liđnar voru frá ţví stjórnvaldiđ hóf ađ fćrast til útlanda.  Ţađ á auđvitađ viđ um flestar ţjóđir heims ađ velsćld er mest á síđari árum, á Íslandi voru framfarir meiri en annars stađar.  Núna vermir Ísland iđulega eitt af efstu sćtum kvarđa sem mćla velsćld ţjóđa, en víst er ađ ţannig var ţađ alls ekki á 19. öld.

Ţađ er nefnilega skynsamlegt ađ ţjóđir setji sjálfar sín lög, en feli ţađ ekki vandalausum.  Um ţađ er óţarfi ađ fjölyrđa.  Gleđilega hátíđ.

 

 

Fullveldisfundur Heimssýnar verđur kl. 17 ţann 7. desember og nánar auglýstur síđar.  

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 157
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 1792
  • Frá upphafi: 1234724

Annađ

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 1505
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband