Leita í fréttum mbl.is

Að munstra sig á sökkvandi skip

Nú er að koma í ljós að stjórnmálaflokkur sem nefndur er Viðreisn hyggst gera að forgangsmáli að taka skref í átt að því að koma Íslendingum öllum um borð í hið sökkvandi skip Evrópusambandsins.  

Þarna höfum við líklega vinningshafa í keppninni um undarlegasta forgang í stefnumálum fyrir kosningar.  

https://www.visir.is/g/20242651658d/fordast-ad-tala-um-meginstefnuna

 

https://www.facebook.com/photo?fbid=10160688762968481&set=a.88759853480


Alltaf sama platið - hin skelegga Birna

Birna Bragadóttir er skelegg í hjálagðri grein.  

Það stefnir í að þessar kosningar verði um hvort hrinda eigi af stað inngönguferli Íslands í Evrópusambandið á ný. Ljóst er að það kostar himinháar upphæðir og mundi setja samfélagið og stjórnmálin í stórkostlegt uppnám. 

Planið er að efna til atkvæðagreiðslu um "viðræður". Hver er svosem á móti viðræðum?  Í skjóli hennar á svo að óska formlega eftir innlimun Íslands í bandalagið með tilheyrandi braki og brestum.  Síðan verður lagt af stað með aðlögun undir yfirskini "viðræðna".  

Áhugamenn um innlimun Íslands í Evrópusamband eiga að reyna að vinna þeirri skoðun fylgi, en ekki að troða Íslandi þar inn með brögðum. 

https://www.facebook.com/photo/?fbid=10161767769642438&set=a.10151431265457438


Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans

Evrópusambandið og seðlabanki evrunnar þora ekki að greina frá því hvernig atkvæði falla þegar seðlabankastjórar evrulandanna taka ákvörðun um stýrivexti á evrusvæðinu. Það er reyndar óljóst hvort þeir fái yfir höfuð að greiða atvkæði. Það er vegna þess að aðstæður í evrulöndunum eru mjög mismunandi og það hentar ekki sama vaxtastefna alls staðar. Þess vegna hafa löndin, einkum á jaðarsvæðunum, orðið að sætta sig við kolvitlausa vaxtastefnu sem helst hentar Þýskalandi og stærri hagkerfunum. Fulltrúar landanna sem taka ákvörðun um vexti mega helst ekki viðra skoðanir sínar opinberlega eða standa fyrir máli sínu heima fyrir. Allir vita að þeir geta neyðst til að taka ákvörðun sem ekki hentar heimalandi þeirra - en þeir mega ekki einu sinni ræða um það opinberlega.

Sjá hér fundargerðir seðlabanka evrunnar.


Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið

Íþyngjandi regluverk og skortur á frumvkæði á sinn þátt í því að efnahagslífið á evrusvæðinu er nánast botnfrosið. Áætlað er að í ár verði hagvöxtur á evrusvæðinu 0,8% en aðeins meiri ef Evrsópusambandið er skoðað í heild, eða 0,9%. Þar er evran því ekki að hjálpa.

Nánar um þetta á vef Evrópusambandsins.


Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Íslandi

Nú er það sláandi hve mikið hefur hægt á hagvexti í Evrópu. Í því landi sem hefur drifið Evrópu áfram síðustu áratugi, Þýskalandi, ríkir nú algjör stöðnun. Þetta eru ekki góðar fréttir og ekki bætandi á það ástand sem ríkt hefur á vinnumörkuðum með talsverðu atvinnuleysi víða. Þar er langtímaatvinnuleysið langverst, þar sem stórir hópar, jafnvel heilu aldurshóparnir, hafa verið langtímum saman utan vinnumarkaðar. Samkvæmt upplýsingum Eurostat var langtímaatvinnuleysi árið 2023 yfirleitt á bilinu 4-6% í Suður-Evrópu en að jafnaði 1-2% í Norður-Evrópu. Á Íslandi mældist það vart, eða var 0,3% samkvæmt Eurostat, og verður ekki annað séð en að það sé hið lægsta í Evrópu.


Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna

Í árdaga evrunnar var samleitni í hagþróun lykilhugtak, þ.e. samleitni í verðbólgu, vöxtum, opinberum fjármálum og skuldum, auk gengis. Atvinna og hagvöxtur hefur hins vegar alltaf verið aukaatriði meðal evrutalsmanna. Nú fer lítið fyrir þessari samleitniumræðu, enda hefur komið á daginn að evran hentar aðildarríkjunum misvel. Jaðarríkin hafa liðið fyrir evruna. Finnland er dæmi um jaðarríki evrunnar þar sem stöðnun eða hægagangur hefur ríkt vegna spennitreyju evrunnar og atvinnuleysi verið með mesta móti. Spurning hvort Viðreisn telji aukið atvinnuleysi hér á landi ásættanlegt til að fá evrudraum sinn uppfylltan?


Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu

Bæði Danir og Svíar hafa hafnað því í þjóðaratkvæðagreislu að taka upp evru þótt löndin séu í ESB. Siðustu 20 árin hefur umræða í löndunum um upptöku evru verið sáralítil. Í Danmörku var sá málflutningur hagfræðinga áberandi að evran gæti grafið undan lífeyriskerfinu í landinu. Alþjóðlegar samantektir benda ítrekað til að Danmörk sé ásamt Íslandi með besta lífeyriskerfi í heimi. Því má spyrja hvort afleiðingin af stefnu Viðreisnar gæti orðið sú að grafa undan þeirri sjóðsöfnun sem átt hefur sér stað í lífeyrissjóðunum hér á landi síðustu hálfu öld?


Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB

Stjórnendur fjármálaeftirlita á Norðurlöndum hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með aukið og íþyngjandi regluverk ESB, nú síðast í sameiginlegu bréfi eins og Innherji á Vísir.is greinir nýlega frá. Á Íslandi er fjármálaeftirlitið hluti af Seðlabankanum og þar á bæ sem annars staðar á Norðurlöndum eru menn óánægðir tímasóun starfsfólks í kringum hið flókna og stóra regluverk ESB í stað þess að starfsfólkið geti varið tíma sínum í að verjast raunverulegri áhættu og ógn sem steðjað gæti að fjármálastarfseminni.

Eitt virðist sem sagt alveg víst. Með sama áframhaldi, hvað þá með fullri aðild að ESB, mun þurfa að fjölga sérfræðingum og öðru starfsfólki til að sinna því sem engu eða litlu máli skiptir í íslensku samhengi. Meira að segja stjórnendum fjármálaeftirlits Seðlabankans og annarra fjármálaeftirlita á Norðurlöndum þykir orðið nóg um.

 

Frétt á visir.is:

https://www.visir.is/g/20242645086d/nor-raenir-eftir-lits-stjorar-segja-brynt-ad-fjar-mala-reglu-verk-esb-verdi-ein-faldad

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1876
  • Frá upphafi: 1184613

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1605
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband