Mánudagur, 25. nóvember 2024
Nei, Rósa Björk
Í þættinum Pallborði 12. nóvember segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi VG til Alþingis:
Við gætum ekki verið að reka íslenskt menntakerfi, rannsóknir, vísindi og nýsköpun nema af ví að við værum með annan fótinn þarna inni (í Evrópusambandinu) og erum að fá inn marga milljarða sem eru að styðja við okkar háskólasamfélag.
Nei, þetta er ekki alveg svona, Rósa Björk.
Í fyrsta lagi eru styrkir fra Evrópusambandinu aðeins brotabrot af kostnaði við menntakerfið.
Í öðru lagi borga aðildarríkin sjálf fyrir styrkina. Evrópusambandið framleiðir ekki peninga. Það innheimtir, tekur bita handa sér og endurúthlutar.
Þannig er raunveruleikinn.
Sunnudagur, 24. nóvember 2024
Kosturinn við aðild afhjúpaður
Í Vísisgrein í dag afhjúpar Haraldur Ólafsson helsta kostinn við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu ókostir eru taldir upp í leiðinni. Sá listi var þó ekki tæmdur.
Menn ættu að gauka þessum listum að þeim sem vilja að Ísland sæki aftur um aðild með til heyrandi innanlandsófriði og stjórnlausum útgjöldum við svokallaðar samningaviðræður, sem munu auðvitað engu skila.
https://www.visir.is/g/20242654282d/jaeja-raedum-tha-thetta-dasamlega-evropusamband
Laugardagur, 23. nóvember 2024
Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
Húsnæðiskostnaður hér á landi er ekki mikill í evrópskum samanburði þegar hann er skoðaður sem hluti af neyslu heimila. Árið 2023 var húsnæðiskostnaður sem hlutfall af neyslu íslenskra heimila 22,7% eftir því sem fram kemur í grein eftir Jón Helga Egilsson, verkfræðing og doktor í hagfræði, í Morgunblaðinu í dag, en þar vitnar hann til gagna frá evrópsku hagstofunni Eurostat.
Þetta hlutfall er lægra á Íslandi en í velflestum Evrópulöndum, segir Jón Helgi. Hlutfallið í Finnlandi er 29,7%, Danmörku 29,1%, Írlandi 26,3% og í Frakklandi 26,2%. Samanburðurinn sýnir að Ísland kemur vel út í evrópskum samanburði, þrátt fyrir hærri vaxtakostnað. Hærri vaxtakostnaður sé hins vegar birtingarmynd meiri hagvaxtar, öflugs atvinnulífs og hárra launa.
Jón Helgi segir mikinn hagvöxt á Íslandi vera jákvætt vandamál þar sem hærri vextir séu oft fylgifiskur þróttmikils efnahagslífs og vaxtar. Á sama hátt fari lægri vextir, hnignun og samdráttur efnahagslífsins oft saman. Landsframleiðsla á Íslandi á hvern íbúa sé meðal þess sem best gerist í heiminum. Öflugt atvinnulíf og hagvöxtur sé grundvöllur hærri launa og bættra lífskjara. Í aðdraganda kosninga sé nú rætt um upptöku evru, en upptaka evru geti haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni, atvinnustig, þjóðarframleiðslu og lánshæfismat. Í greininni segir Jón að kostur við eigin mynt sé aðlögunarhæfni að raunverulegri stöðu efnahagslífsins á hverjum tíma sem auki líkur á að viðhalda samkeppnishæfni Íslands, sem er grunnur að öflugu atvinnulífi. Þá vitnar höfundur til nýlegrar skýrslu Mario Draghi, fyrrverandi bankastjóra Evrópska seðlabankans, um versnandi stöðu Evrópu í samanburði við Bandaríkin, þar sem fram kom að hlutfallsleg samkeppnisstaða Evrópu hafi versnað stórlega síðustu 25 árin. Evran var einmitt kynnt fyrir 25 árum. Þá segir Jón: Án eigin gjaldmiðils sem endurspeglar efnahagslegan veruleika hverju sinni fer aðlögun efnahagslífsins fram í gegnum vinnumarkaðinn með tilheyrandi atvinnuleysi og fólksflótta eins og víða er raunin á evrusvæðinu.
Í lok greinarinnar segir Jón:
Á Íslandi hefur sögulega verið lítið atvinnuleysi. Í mörgum evrulöndum hefur ungt fólk hins vegar átt erfitt með að finna vinnu og gjarnan leitað tækifæra annars staðar, innan og utan Evrópu. Þegar vel menntað hreyfanlegt vinnuafl flytur í burtu hefur það neikvæð áhrif á efnahaginn til lengri tíma. Atvinnuleysi ungs fólks á Íslandi árið 2023 var 3,8% í samanburði við 12,7% á Ítalíu, 11,6% í Grikklandi, 10,5% í Frakklandi, 9,9% Spáni og 7,7% í Portúgal og Finnlandi svo dæmi séu tekin. Langvarandi og mikið atvinnuleysi er böl og getur haft neikvæð áhrif á efnahagslegan framgang þjóða svo ekki sé talað um lífsgæði og framtíðarhorfur fyrir ungt fólk og þar með efnahag til langrar framtíðar.
Málefnaleg og vel ígrunduð stjórnmálaumræða dregur fram kosti og galla stefnumála flokka svo sem upptöku evru svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun um stuðning við stefnumál og flokka. Markmið okkar hlýtur að vera öflugt og sanngjarnt þjóðfélag sem byggist á öflugum efnahagslegum grunni, segir Jón Helgi undir lok greinar sinnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 23. nóvember 2024
Skondin mótsögn
Hjörtur bendir á skoplega mótsögn hjá talsmanni Viðreisnar í nýrri Vísisgrein, nefnilega að það sé í senn nauðsynlegt og ekki hægt að stunda góða hagstjórn með krónunni.
Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar!
Mergurinn málsins er auðvitað að efnahagsvandi, ef einhver er, verður ekki leystur með því að skipta um lit á peningaseðlunum.
https://www.visir.is/g/20242652857d/haegt-med-kronunni-
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 22. nóvember 2024
Heimssýn á Samstöðinni
Evrópumál voru rædd á Rauða borðinu á Samstöðinni 21. nóvember. Tengill er hér að neðan.
Auk Björns Þorlákssonar voru Helga Vala Helgadóttir og Haraldur Ólafsson við borðið.
Goðsögnin um að peningamál mundu sjálfkrafa fara í betri farveg ef Ísland segði sig til sveitar í Evrópusambandinu var rædd, ásamt þeirri einföldu staðreynd að Evrópusambandið framleiðir ekki fé fyrir aðildarríkin, heldur innheimtir fé frá ríkjunum, tekur af því bita til eigin þarfa og útdeilir svo aftur til hinna verðugu.
https://www.youtube.com/watch?v=mYw-m2nf4vg
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. nóvember 2024
Til almennrar dreifingar!
Fjöldi fólks virðist trúa því að það sé um eitthvað efnislegt að semja þegar ríki hefja aðildarferli að Evrópusambandinu.
Hér að neðan er tengill á stutt myndskeið þar sem fv. æðstiprestur Evrópusambandsins skólar fv. formann Samfylkingar í malinu
REGLUR EVRÓPUSAMBANDSINS ERU
ÓUMSEMJANLEGAR
Niðurstaða svona "viðræðna" er alltaf sú sama: Evrópusambandið fær völdin. Það ræður.
Lesendur eru hvattir til að dreifa þessu skýra myndbandi.
https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8
Miðvikudagur, 20. nóvember 2024
Krónan er ekki vandi
Agnar Tómas Möller fjárfestir ritar athyglisverða grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann meðal annars:
Hátt vaxtastig á Íslandi varð hins vegar ekki til í tómarúmi þótt það megi oft ráða af umræðunni. Í því samhengi þarf að horfa til mismunandi hagþróunar ríkja sem hefur verið sérstaklega ólík á Íslandi og á evrusvæðinu síðastliðinn áratug samtals 41% hagvöxtur á Íslandi en 16% á evrusvæðinu, til samanburðar við 27% í Bandaríkjunum. Fleira mætti tína til; 51% kaupmáttaraukningu á Íslandi samanborið við 4% á evrusvæðinu ... Í það minnsta er augljóst að samanburður á vaxtastigi á Íslandi við evrusvæðið er með öllu marklaus í ljósi ólíkrar þróunar hagkerfanna.
Enn fremur segir Agnar:
Þótt munur á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands og Bandaríkjanna sé mikill en fari minnkandi, 4,25% fyrir vaxtaákvörðun Seðlabankans í nóvember, stafar það af miklum verðbólgumun, um 2,5%, auk þess sem langtímaverðbólguvæntingar hafa undanfarin misseri verið í kringum tvöfalt hærri hér. Engu að síður hefur munur á langtímanafnvöxtum Íslands og Bandaríkjanna minnkað jafnt og þétt undanfarin tólf ár og stendur í dag í um 1,4% sem samsvarar verðbólgumun ríkjanna síðastliðinn áratug. Enn markverðara er að munur á langtímaraunvöxtum hefur verið á stöðugri niðurleið og í nær tvö ár verið næstum hverfandi (um 0,2% í dag), einkum þegar litið er til ójafnrar stærðar og seljanleika myntanna.
Miðvikudagur, 20. nóvember 2024
Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
Það var athyglisvert sem fram kom á kynningarfundi Seðlabankans vegna vaxtaákvörðunar í morgun þegar aðalhagfræðingur bankans nefndi að Ísland hefði náð sér mun fyrr efnahagslega eftir COVID en bæði Evrópusambandið og flest önnur lönd. Um leið sýndi hagfræðingurinn mynd máli sínu til stuðnings sem finna má í riti bankans, Peningamálum, en þar segir (bls. 60):
Á heildina litið hefur innlendur þjóðarbúskapur náð að vinna upp það framleiðslutap sem var í kjölfar farsóttarinnar árið 2020 og þeirra efnahagslegu áskorana sem heimsbúskapurinn hefur staðið frammi fyrir undanfarin ár. Eins og sést á mynd 7 hefur innlendur þjóðarbúskapur staðið þessi áföll betur af sér en búskapur annarra landa (sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, 2023).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 2
- Sl. sólarhring: 264
- Sl. viku: 1872
- Frá upphafi: 1184609
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1601
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar