Leita í fréttum mbl.is

Undarleg rök þingmanna

Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi.

Fylgismenn tilflutnings valds frá kjörnum fulltrúum Íslendinga til Evrópusambandsins hafa sitthvað um máið að segja.  Flest er það skrýtið. 

 

Sagt er að bókun 35 sé til að auka réttindi fólks. 

 

Í fyrsta lagi:

Augljóst má vera að gjörningur á við bókun 35 getur virkað í báðar áttir hvað réttindi varðar.  Ef Alþingi ákveður að bæta réttindi með einhverjum hætti og það gengur gegn lögum með uppruna í Evrópusambandinu, víkja réttindin. 

 

Í öðru lagi:

Sé vilji til að bæta réttindi með einhverjum hætti er Alþingi í fullum færum til að gera það.  Það verður ekki gert með því að gefa erlendum rétti forgang á Íslandi, óháð málefni.

 

 

Sagt er að nýfallinn dómur hæstaréttar kalli á bókun 35

Í fyrsta lagi: 

Það er ekki hlutverk hæstaréttar að panta lög frá Alþingi.  Svoleiðis gera menn ekki, enda byggir umræða á þeim nótum á frjálslegri túlkun á dómi hæstaréttar

 

Í öðru lagi:

Alþingi getur hæglega bruðist við því réttindamáli sem hæstaréttardómurinn fjallar um með breytingu á lögum.  Ekkert kallar á breytingu á almennum forgangi Evrópulaga í því sambandi. 

 

Sagt er að ef Íslendingar hlýði ekki fari málið fyrir dómstól EFTA. 

Það er alerlegsa að meinalausu.

 

Almennt einkennir umræðuna að þingmenn sem vilja ganga í Evrópusambandið tala um sambandið eins og um guðlega veru, sem verður að hlýða, sé að ræða. 

Það minnir okkur á að það er tímabært að endurskoða samband Íslands við gömlu nýlenduveldin á meginlandi Evrópu með það fyrir augum að styrkja íslenskt stjórnvald.  Eðilegt væri að skoða víðtækan fríverslunarsamning í þeim dúr sem gerður hefur verið við Bretland.

 

 

 

 


7 aðalatriði

Alþingi virðist ætla að taka bókunarslaginn. Heimssýn hvetur þingmenn til að sýna skynsemi og virða stjórnarskrána. Hér eru stóru punktarnir:

 

1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands.

2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér.

3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn.

4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi.

5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það geri óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki.

6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel.

7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess.

 

https://www.visir.is/g/20252703654d/nokkur-atridi-i-orstuttu-mali-vardandi-bokun-35


Stjórnarskrá í ruslið?

Hjörtur rifjar upp orð Stefáns Más lagaprófessors og Markúsar Sigurbjörnssonar fv. forseta hæstaréttar um bókun 35 og stjórnarskrána, en þetta tvennt fer illa saman að mati þessara manna. Því mati hefur ekki verið mótmælt, svo vitað sé. 

Í réttarríkjum gengur löggjafinn ekki meðvitað gegn stjórnarskrá.  Ábyrgð Alþingis er mikil og brýnt að þingmenn standi undir henni.   Vilji þeir endilega bókun 35 verða þeir að breyta stjórnarskránni fyrst. 

 

https://www.visir.is/g/20252736020d/hvers-vegna-ekki-bokun-35-


Vill embættismaður komast í feitt?

Árni Þór Sigurðsson heitir embættismaður utanríkisþjónustu Íslands. Hann virðist hafa komist að því að Íslendingar eigi að gerast þegnar í Evrópusambandinu og segir frá því í grein í Vísi.

Rök Árna Þórs eru að það þurfi að verja "pólitísk, menningarleg og siðferðileg gildi".  Margt skrýtið hefur komið fram í fullveldisumræðunni, en það tekur flestu fram hvað furður varðar, að það þurfi að afhenda gömlu evrópsku nýlenduveldunum völdin á íslandi til að verja þessi gildi.

Þegar rök af þessu tagi eru kynnt er ljóst að annað býr undir.

Það er mál margra að starfsmenn utanríkisþjónustunnar séu ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið og ráði þar von um pláss fyrir þá sjálfa í kró þar sem vel er gefið.  Hér skal ekkert um það sagt, en skrif Árna Þórs vekja óneitanlega upp slíkar hugrenningar. Honum verður að hrósa fyrir heiðarleika um eigin hugmyndir gagnvart vinnuveitendum sínum.

Samband Árna Þórs við Evrópusambandið er reyndar sérstakt.  Árið 2009 var hann í framboði fyrir stjórnmálaflokk sem tók einarða afstöðu gegn innlimun Íslands í Evrópusambandið fyrir kosningar. Örskömmu eftir kosningarnar greiddi hann atkvæði með umsókn þar að lútandi á Alþingi.  Skoðanir Árna Þórs eru því ekki alveg nýjar af nálinni. 

 https://www.visir.is/g/20252734441d/brimrot-og-vedragnyr-i-althjodamalum


Það sem breyttist - 8 atriði

Hvað hefur breyst frá síðustu umsókn um aðild að Evrópusambandinu?

  1. Bretar eru farnir út. Það kostaði átök sem smáríki geta varla staðið í.  Bretar kaupa mikið af Íslendingum
  2. Evrópusambandið á í miklum og viðvarandi efnahagsvanda sem er meiri en önnur helstu stórveldi glíma við
  3. Ísland er nú á blússandi ferð, ekki hálflamað eftir hrun
  4. Hlutur Evrópusambandsins í efnahag heimsins er minni en hann var, og fer minnkandi
  5. Evrópusambandið er í tollastríði við BNA. Það væri mjög dýrt fyrir Ísland að lenda í slíku
  6. Evrópusambandið er farið af stað í gríðarlega hervæðingu sem mun kosta þegnana afskaplega háar upphæðir
  7. Evrópusambandið á í blóðugri stórstyrjöld í A-Evrópu sem ekki sér fyrir endann á. Enginn veit hverju eða hverjum verður fórnað í þeirri styrjöld, eða næstu styrjöldum sem Evrópusambandið fer í.
  8. Evrópusambandið heldur áfram að þróast í þá átt að minnka áhrif smáríkja

 

Eftir áralangt þref á árunum eftir 2009 fór Ísland ekki nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Hverjar eru líkurnar á að það gerist núna, þegar aðstæður eru miklu mótdrægari þeim, sem það vilja, en þær voru fyrir hálfum öðrum áratug síðan?  

Líklega engar.  Það mun þó kosta himinháar upphæðir að láta á málið reyna.  Það vill ríkisstjórnin að við borgum með bros á vör.

 


Safnast þegar saman kemur

Evrópusambandinu þykir stjórnsýsla Íslands lítil.  Óljóst er hversu mikið sambandið telur að hún þurfi að stækka til að Ísland geti orðið fullgildur aðili, en líklega er um þriggja stafa tölu að ræða, ef starfsmenn eru taldir. Svoleiðis þykir ekki mikið í löndum sem hafa hundrað sinnum fleiri íbúa en Ísland (en þykja samt ekki stór). 

Gróft reiknað má áætla að 100 sérfræðingar í stjórnsýslu kosti um 3 milljarða á ári, með aðstöðu og gjöldum.  Kannski töluvert meira.  Það ætti engum að koma á óvart þótt aðeins þessi kostnaðarliður færi fljótt upp í tugi milljarða á ári.  

Það munar um minna.

https://www.stjornmalin.is/?p=17689

 

Að svo mæltu sendir Heimssýn öllum sjómönnum, og fjölskyldum þeirra, bestu kveðjur með von um að þeir þurfi aldrei að taka auka túr til að borga fyrir óskir óskir Evrópusambandsins um stærri stjórnsýslu. 


Ekki spurðir

Þessa dagana er rætt um meintan vilja ríkisstjórnarinnar til borga til hermála.  Sýnist þar sitt hverjum, en óhætt er að fullyrða að margir eru því algerlega andvígir.  

Ef Ísland væri í Evrópusambandinu væru Íslendingar ekki spurðir um slíkt, nema ef til vill til að sýna kurteisi, vitandi að svarið skipti ekki máli. 

Þeir sem ráða í Evrópusambandinu hafa ákveðið að hervæðast og að fyrir það verði greitt úr sameiginlegum sjóðum sem unnið er að því að fita.  Skoðun smáfiska í sambandinu skiptir þar ekki máli. 

https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2025/05/28/ihuga_ad_verja_1_5_prosent_landsframleidslu_i_varna/


Regluvæðing

Af einhverjum ástæðum er sú skoðun vinsælli í Evrópusambandinu, en víða annars staðar, að hægt sé að regluvæða samfélög til velsældar. 

https://www.facebook.com/photo/?fbid=24465015679753073&set=gm.887628500196442&idorvanity=439592811666682


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 154
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 1797
  • Frá upphafi: 1241823

Annað

  • Innlit í dag: 126
  • Innlit sl. viku: 1629
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband