Leita í fréttum mbl.is

Hver er vondi karlinn?

Það er ágætt að rifja upp öðru hverju að í Evrópusambandinu tíðkast víðtæk ritskoðun.  Fjölmiðlar sem yfirvöldum leiðist (rússneskir) eru beinlínis bannaðir og í skjóli nýlegra laga er barið til hægri og vinstri undir gunnfána gegn hatri. 

Það eru til efasemdaraddir innan Evrópusambandsins, en almenningur virðist vera tiltölulega sáttur. 

Það er sá sami almenningur sem sumir á Íslandi vilja að velji fólk til að stjórna Íslandi. 

https://adfinternational.org/news/eu-social-media-censorship


Kjúklingar og refur

Það er ólga í heiminum.  Þeir sem vilja færa stjórnvald á Íslandi til vandalausra reyna að notfæra sér ólguna til að ná sínu fram.  Þeir vilja "þétta raðirnar" með gömlu nýlenduveldunum í Evrópusambandinu.  Kjúklingarnir vilja biðja refinn að gæta sín. 

Þeir sem aðhyllast friðarstefnu halda sig vitaskuld við að í herleysi felist besta vörnin.

Þeir sem sem ekki aðhyllast slíka stefnu þurfa bara að spyrja sig einnar spurningar:  Er líklegt að BNA og Bretar muni láta yfir sig ganga að ríki sem þeim er óvinveitt nái fótfestu á Íslandi?  

Niðurstaðan verður alltaf á þá lund að það gagnist Íslendingum ekki neitt að borga í sjóði vopnaframleiðenda gömlu nýlenduveldanna i Evrópu. 

Svo er líka ekki augljóst hver óvinurinn kunni að vera. 

 

 

 

 

 

 

 


Að kremjast ekki

Það er ólga í heimsmálum.  Þá er skynsamlegast fyrir Íslendinga að viðhafa varkárni og rækta það sem á útlensku er kallað diplómatía. 

Það er hættulegt fyrir smáþjóðir að velja sér "vin" og hengja sig utan á hann. 

Þá er hætt við að þær kremjist fyrr eða síðar í átökum sem "vinurinn" á í.

 

 

 


Þær leita þangað sem þær eru fyrir

Bjarni Már heitir maður sem vill að Íslendingar stofni her og innleiði herskyldu.  Líklega telja flestir Íslendingar það vera furðuhugmyndir, í engum tengslum við raunveruleikann. Bjarna þessum er boðið í viðtöl, menn brosa góðlátlega að barninu og málið gleymist. 

Það kemur ekki á óvart að Bjarni þessi er líka ákafamaður um innlimun Íslands í Evrópusambandið.  Það er einmitt líka hugmynd sem byggir alfarið á tengslaleysi við hinn félagslega, stjórmálalega og efnahagaslega raunveruleika. 

Furðuhugmyndir eiga sér helst lífsvon þar sem þær eru fyrir og þar er þeirra helst að vænta. 


Perlur á bandi

Ástæða er til að mæala með afar góðu viðtali við Arnar Þór Jónsson, fv. dómara á Útvarpi sögu.

Arnar Þór ræðir fullveldismálin af yfirvegun og yfirsýn.  Hann fjallar m.a. um hvernig verið er að koma Íslandi bakdyramegin inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn, bókun 35 o.fl. 

Þá ræðir ræðir Arnar Þór hermál.  Allir sem telja sig friðarsinna ættu að íhuga að í því felst mótsögn að vera friðarsinni og að vilja ganga í Evrópusambandið. 

https://utvarpsaga.is/island-thegar-a-leid-inn-i-evropusambandid-an-adkomu-thjodarinnar/


Stóridómur Ragnars fallinn

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor, var greinilega orðinn leiður á að þurfa að hlusta á síbyljuna um ódýra peninga ef Ísland gengi í Evrópusambandið.  

Ragnar ræðir bábiljuna opinberlega og sagt er frá því í stuttri grein í Morgunblaðinu sem er hér:

https://www.facebook.com/photo/?fbid=10162601640289603&set=gm.826101563015803&idorvanity=439592811666682


Stefna sósíalista

Ása Lind Finnbogadóttir, frambjóðandi sósíalista í nýliðnum kosningum ræðir stefnu flokksins í grein í Vísi. Svo virðist að flokkurinn hafi enn ekki skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga Evrópusambandinu á hönd eða ekki.  Líklegt verður að telja að þetta undarlega skoðanaleysi eigi sinn þátt í þvi að flokkurinn fékk enga þingmenn í síðustu Alþingiskosningum. 

Í greininni kemur fram að Evrópusambandið sé "samvinnubandalag". Hvað skyldi það þýða?

 


Sýnikennsla

Tollastríð er skollið á milli BNA og Evrópusambandsins.  Væri Ísland innanborðs í öðru hverju stórveldinu mundi það að ósekju gjalda.  Kannski dýrt. 

Sjaldan sést eins skýrt og í stríði, hversu sjálfstæðið er mikilvægt. Vilji menn á annað borð sleppa við að verða fallbyssufóður. 

https://www.euronews.com/my-europe/2025/02/19/trump-says-eu-has-been-very-unfair-to-us-as-he-announces-25-tariffs


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 1401
  • Frá upphafi: 1214529

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1275
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband