Þriðjudagur, 3. desember 2024
Ógöngur
Frosti Sigurjónsson er kjarnyrtur á Fasbókinni:
Mánudagur, 2. desember 2024
Kynþáttahyggja og einangrunarhyggja
Eitt af mörgu sérkennilegu við baráttuna við að færa valdið úr landi er að hún er háð í nafni markmiða sem eru á skjön við hið raunverulega markmið. Það er dálítið eins og að berjast fyrir auknum þrifnaði í híbýlum manna með því að gera þarfir sínar í stofunni.
Í grein á Vísi ræðir Haraldur Ólafsson hvernig kynþáttahyggja og einangrunarhyggja býr í híbýlum Evrópusambandssinna.
https://www.visir.is/g/20242656884d/kynthattahyggja-einangrunarhyggja-og-evropusambandsadild
Sunnudagur, 1. desember 2024
106 ára afmæli fullveldis
Samningurinn um samband Íslands og Danmerkur sem gekk í gildi 1. desember 1918 er hápunktur sjálfstæðisbaráttu sem segja má að hafi hafist með hugvekju Jóns Sigurðssonar árið 1848 og lokið, að því leyti sem sjálfstæðisbaráttu lýkur nokkurn tímann, á Þingvöllum 17. júní árið 1944.
Fullveldi var Íslandi tvímælalaust mikið gæfuspor og með sambandslagasamningnum var lagður skýr og óumdeilanlegur grunnur að fullum skilnaði Íslands og Danmerkur 25 árum síðar.
Á síðustu árum hefur sífellt orðið skýrara að sjálfstæðisbaráttunni lauk ekki árið 1944. Hún er sífelluverkefni, sem ekki dugir að dotta lengi yfir. Erlend öfl sækjast eftir yfirráðum á Íslandi af ýmsum ástæðum og ástæða er til að vera á varðbergi. Minnumst þess, um leið og við gleðjumst á afmælinu!
Sunnudagur, 1. desember 2024
Fullveldið 106 ára
Heimssýn óskar landsmönnum nær og fjær til hamingju með fullveldisafmælið.
Fullveldissinnar í Heimssýn og fleiri félögum hittast í húsnæði Hjálpræðishersins í Sogamýrinni, þar sem heitir
Kastalakaffi, Suðurlandsbraut 72, kl. 15 í dag, sunnudaginn 1. desember
Föstudagur, 29. nóvember 2024
Fullveldissamkomur föstudag og sunnudag
Ýmsir minnast fullveldis Íslands 1. desember 1918. Þeir mættu þó vera enn fleiri.
Fullveldissinnar í Heimssýn og fleiri félögum hittast í húsnæði Hjálpræðishersins í Sogamýrinni, þar sem heitir
Kastalakaffi, Suðurlandsbraut 72, kl. 15, sunnudaginn 1. desember
Af öðrum samkomum má nefna:
fullveldisfögnuð Dansk-íslenska félagins, kl. 17, föstudaginn 29. nóvember, í Veröld, Háskóla Íslands
https://www.facebook.com/p/Dansk-%C3%ADslenska-f%C3%A9lagi%C3%B0-100063568323335/?locale=ms_MY&_rdr
og
fullveldisfögnuð Samtaka hernaðarandstæðinga, Friðarhúsinu við Njálsgötu 87, kl. 19, föstudaginn 29. nóvember.
https://fridur.is/fullveldisfognudur-i-fridarhusi-daginn-fyrir-kjordag/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 28. nóvember 2024
Svör stjórnmálaflokkanna
Hér fara svör framboða til Alþingis 2024 við spurningum sem lúta að fullveldi Íslands. Að spurningunum stóðu félögin Heimssýn, Herjan og Ísafold.
Viðreisn, Samfylking, Píratar og VG svöruðu ekki. Þau vísuðu sum til formgalla á spurningum og samráðs stjórnmálaflokka um svör við spurningum í því sambandi.
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
Svör framboða við spurningum Heimssýnar, Herjans og Ísafoldar fyrir Alþingiskosningar 2024
Ábyrg framtíð
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja það að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið, til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sótt verði á ný um aðild að sambandinu?
Nei.
- Vilji flokkurinn sækja um inngöngu í Evrópusambandið á ný, hvaða rök fyrir slíku liggja þar að baki?
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja samþykkt lagafrumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá ESB í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna?
Nei. Við munum mæla gegn því. Bókun 35, jafngildir framasali fullveldis og að ráðamenn vissu ekki einu sinni hvaða lög væri í gildi í landinu. Lög verða að vera það skýra og sklijanleg að allir viti hvaða lögum á að fara eftir.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á samskiptum við Evrópusambandið sem felast m.a. í EES-samningnum?
Já það má byrja að skoða það. Mikið af þeim lögum sem sett yfirfærð eru frá evrópusambandinu er ekki að þjóna íslenskum hagsmunum, heldur evrópskum.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Schengen-samstarfinu?
Við þurfum alla vega að taka upp vegabréfaskoðun. Schengen leyfir það.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða þátttöku Íslands í verkefnum sem leiða til verulegra greiðslna frá einstaklingum eða fyrirtækjum á Íslandi í sjóði Evrópusambandsins?
Slík þáttaka þarf alltaf að vera undir endurskoðun. Evrópsk ríkjasambönd eiga ekki að vera í áskrift á íslensku skattfé.
- Telur flokkurinn tilefni til að færa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), eða öðrum hliðstæðum stofnunum aukið vald í sóttvarnamálum á Íslandi?
Nei alls ekki. Ísland ætti að huga að því að draga sig úr WHO, nema valdheimildir stofnunarinnar minnki sem og tengsl stofnunarinnar við hagsmunaaðila sem hafa bein áhrif á afskipti WHO. Who var áður fyrr mjög gagnleg í ýmsu alþjóðasamstarfi, en ráðgjöfin er nú farin að vera of pólitísk og hagsmunadrifin. Ábyrg framtíð hefur einmitt verið að vara yfirvöld við tilraunum stofnunarinnar í að auka valdheimildir sýnar og sælast í auknar tekjur frá þjóðríkjum.
++++++++++
Flokkur fólksins
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja það að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið, til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sótt verði á ný um aðild að sambandinu?
Nei
- Vilji flokkurinn sækja um inngöngu í Evrópusambandið á ný, hvaða rök fyrir slíku liggja þar að baki?
Nei
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja samþykkt lagafrumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá ESB í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna?
Nei
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á samskiptum við Evrópusambandið sem felast m.a. í EES-samningnum?
Nei, ekki nema til að endurskoða það mikla magn af reglum sem sendar eru til innleiðingar og hafa ekkert með fjórfrelsið að gera.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Schengen-samstarfinu?
Já það þurfa að vera ríkari heimildir fyrir upptöku vegabréfaeftirlits
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða þátttöku Íslands í verkefnum sem leiða til verulegra
greiðslna frá einstaklingum eða fyrirtækjum á Íslandi í sjóði Evrópusambandsins?
Já
- Telur flokkurinn tilefni til að færa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), eða öðrum hliðstæðum
stofnunum aukið vald í sóttvarnamálum á Íslandi?
Nei
++++++++++
Framsóknarflokkurinn
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja það að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið, til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sótt verði á ný um aðild að sambandinu?
Það er ekki stefna Framsóknar að taka skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið. Framsókn leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf við Evrópusambandið, en telur hins vegar hagsmunum Íslands best borgið utan þess. Stefnumótun í utanríkismálum skal ætíð taka mið af hagsmunum lands og þjóðar hverju sinni.
- Vilji flokkurinn sækja um inngöngu í Evrópusambandið á ný, hvaða rök fyrir slíku liggja þar að baki?
Framsókn telur hagsmuni Íslands vera best borgið utan ESB.
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja samþykkt lagafrumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá ESB í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna?
Framsókn hefur ekki tekið afstöðu til samþykktar laga um bókun 35. Íslensk löggjöf er rétthærri en evrópskt regluverk.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á samskiptum við Evrópusambandið sem felast m.a. í EES-samningnum?
Framsókn leggur áherslu á að í alþjóðasamstarfi, m.a. við Evrópusambandið, þá séu hagsmunum Íslands ávallt haldið til haga. Horfa þarf á sérstöðu landsins sem lítið eyríki í Norður-Atlantshafi sem og sérstöðu íslensks atvinnulífs í samskiptum við ESB t.d. hvað varðar innleiðingu á reglugerðum og tilskipunum. Stefnumótun í utanríkismálum skal ætíð taka mið af hagsmunum lands og þjóðar hverju sinni.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Schengen-samstarfinu?
Framsókn styður áframhaldandi aðild Íslands að Schengen-samstarfinu, en vill þó auka eftirlit á landamærum um land allt í ljósi fjölþáttaógna sem steðja að samfélaginu okkar í auknum mæli auk þess sem aukinn þungi hefur færst í alþjóðlega skipulagða brotastarfsemi.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða þátttöku Íslands í verkefnum sem leiða til verulegra greiðslna frá einstaklingum eða fyrirtækjum á Íslandi í sjóði Evrópusambandsins?
Spurningin er óskýr og því erfitt að svara henni.
- Telur flokkurinn tilefni til að færa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), eða öðrum hliðstæðum stofnunum aukið vald í sóttvarnamálum á Íslandi?
Framsókn hefur ekki í stefnu sinni að færa alþjóðlegum stofnunum aukið vald í sóttvarnamálum né öðrum.
++++++++++
Lýðræðisflokkurinn
Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja það að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið, til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sótt verði á ný um aðild að sambandinu?
Í ljósi fyrirliggjandi talna um minnkandi hagvöxt í ESB telur Lýðræðisflokkurinn engin rök standa til þess að Ísland sæki um inngöngu í ESB. Komist flokkar í ríkisstjórn sem hafa inngöngu að markmiði sínu, þá er þar um að ræða svo stórt og afdrifaríkt skref að slíkt yrði aðeins gert að undangenginni stjórnarkskrárbreytingu og vandaðri, langvinnri þjóðfélagsumræðu, þar sem kostir og gallar yrðu ræddir hispurslaust. Aðeins að undangenginni slíkri umræðu (og stjórnarskrárbreytingu) mætti ganga til þjóðaratkvæðis.
- Vilji flokkurinn sækja um inngöngu í Evrópusambandið á ný, hvaða rök fyrir slíku liggja þar að baki?
Nei, XL vill ekki sækja um inngöngu í ESB.
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja samþykkt lagafrumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá ESB í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna?
Nei, alls ekki.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á samskiptum við Evrópusambandið sem felast m.a. í EES-samningnum?
Í ljósi þeirrar stökkbreytingar sem orðið hefur á samningsaðila Íslands (frá EB til ESB) þar sem til er orðinn vísir að sambandsríki, og í ljósi sífellt ágengara regluverks og krafna um stöðugt víðtækara gildissvið EES reglna og krafna um einsleitni og forgangs evrópuréttar er tímabært að EES sé tekinn til heildarendurskoðunar og rætt heiðarlega hvort ekki sé unnt að eiga viðskipti við ESB án þess að slíkt útheimti sífellt meiri kvaðir og framsal á fullveldisrétti. Synjunarréttur Íslands hefur í reynd verið óvirkur í 30 ár og samningurinn þróast yfir í einhvers konar einstefnu þar sem ESB hefur tögl og hagldir en Ísland fylgir og hlýðir.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Schengen-samstarfinu?
Já, heimurinn hefur breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því Ísland gerðist aðili að Schengen. Hvorki Írland né Bretland gerðust aðilar að Schengen á þeim tíma. Í dag standa enn færri rök til þess að eyþjóðir eigi aðild að samningnum.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða þátttöku Íslands í verkefnum sem leiða til verulegra greiðslna frá einstaklingum eða fyrirtækjum á Íslandi í sjóði Evrópusambandsins?
Já.
- Telur flokkurinn tilefni til að færa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), eða öðrum hliðstæðum stofnunum aukið vald í sóttvarnamálum á Íslandi?
Nei. WHO er fjármögnuð af einkaaðilum (m.a. lyfjafyrirtækjum) að stærstum hluta. Vald yfir þjóðríkjum (og þar með almenningi) er ekki til sölu.
++++++++++
Miðflokkurinn
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja það að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið, til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sótt verði á ný um aðild að sambandinu?
Svar: Miðflokkurinn leggur mikla áherslu á samvinnu við lönd Evrópu en hafnar aðild að Evrópusambandinu. Miðflokkurinn lítur svo á að öllum viðræðum við sambandið hafi verið slitið og verði ekki hafnar aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þjóðin verði spurð hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið
- Vilji flokkurinn sækja um inngöngu í Evrópusambandið á ný, hvaða rök fyrir slíku liggja þar að baki?
Svar: Miðflokkurinn telur að engin rök séu fyrir því að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja samþykkt lagafrumvarps um bókun 35 við EES -samninginn um að innleidd lög og reglur frá ESB í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna?
Svar: Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að halda þjóðinni upplýstri um bókun 35 sem núverandi ríkisstjórn hugðist lauma í gegnum Alþingi. Miðflokkurinn mun ekki samþykkja lagafrumvörp sem ganga framar íslenskum lögum.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á samskiptum við Evrópusambandið sem felast m.a. í EES-samningnum?
Svar: Miðflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu þar sem Ísland kemur fram sem frjáls og fullvalda þjóð. Flokkurinn vill áframhaldandi góða samvinnu við þjóðir Evrópu þó að eftir atvikum geti verið nauðsynlegt að endurmeta og skoða einstaka liði þeirrar samvinnu enda lifum við í síbreytilegum heimi.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Schengen-samstarfinu?
Svar: Miðflokkurinn vill endurskoðun Schengen-samstarfsins og telur að það þarfnist endurskoðunar í ljósi þess að fjölmörg Evrópulönd hafa á undanförnum árum vikið frá grundvallarreglum Schengen-fyrirkomulagsins til að verja landamæri sín. Ísland þarf að vera fært um að nýta stöðu sína sem eyja til að hafa stjórn á eigin landamærum en þó í góðu áframhaldandi samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða þátttöku Íslands í verkefnum sem leiða til verulegra greiðslna frá einstaklingum eða fyrirtækjum á Íslandi í sjóði Evrópusambandsins?
Svar: Miðflokkurinn leggur áherslu á að hagsmuna Íslendinga sé gætt í hvívetna í öllum samningum. Það þarf að hafa í huga þegar þeir eru endurskoðaðir eða endurmetnir.
- Telur flokkurinn tilefni til að færa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), eða öðrum hliðstæðum stofnunum aukið vald í sóttvarnamálum á Íslandi?
Svar: Sóttvarnir eru hluti af heilbrigðiskerfinu og mikilvægt að það sé vel í stakk búið til að stunda fyrirbyggjandi aðgerðir og bregðast við ef hætta steðjar að heilsu landsmanna. Miðflokkurinn leggur áherslu á að læra af reynslu af viðbrögðum stjórnvalda þegar kom að COVID-19. Heimildir sóttvarnalæknis eru ríkulegar og því mikilvægt að ávallt sé stuðst við lög og Alþingi haft með í ráðum þegar verið er að leggja álögur og einangrun á borgara landsins. Þá er mikilvægt að skoða vel alla kosti þegar kemur að öflun bóluefna sem krefst yfirsýnar og skilnings í alþjóðlegum viðskiptum. Þar er nauðsynlegt að hafa samskipti við sem flestar þjóðir til að tryggja að hagsmunir Íslendinga séu alltaf í heiðri hafðir.
++++++++++
Sjálfstæðisflokkurinn
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja það að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið, til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sótt verði á ný um aðild að sambandinu?
Nei. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lýst því yfir að hann styðji ekki aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hag þjóðarinnar er best borgið utan ESB. Í allri alþjóðlegri samvinnu verður að tryggja fullveldi Íslands og yfirráð yfir auðlindum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á viðskipta-, stjórnmála- og menningartengsl við Evrópuríkin og Bandaríkin. Opinn og frjáls aðgangur að innri markaði ESB á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), er Íslandi nauðsynlegur. Um leið á að treysta og styrkja viðskiptasambönd við Bandaríkin og Bretland.
- Vilji flokkurinn sækja um inngöngu í Evrópusambandið á ný, hvaða rök fyrir slíku liggja þar að baki?
Nei sjá svar við sp. 1
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja samþykkt lagafrumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá ESB í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna?
Spurningin felur í sér fullyrðingu sem er röng. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar lagt áherslu á að tryggja réttindi íslenskra borgara innan EES. Markmiðið er að Íslendingar njóti sömu réttinda og aðrir íbúar EES-svæðisins.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á samskiptum við Evrópusambandið sem felast m.a. í EES-samningnum?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á að efla hagsmunagæslu Íslendinga innan ramma EES og tryggja að tækifæri til áhrifa á öllum stigum mála séu nýtt til fulls. Mikilvægt er að tryggja framkvæmd EES-samningsins á grundvelli tveggja stoða kerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn telur framsal valdheimilda til stofnana Evrópusambandsins óheimilt brjóti það gegn tveggja stoða kerfi EES. Tengsl Íslands við ESB eru almennt í farsælum farvegi með EES-samningnum.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Schengen-samstarfinu?
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að halda Schengen-samstarfinu áfram. Það þurfi að þróa og efla samvinnu aðildarríkjanna ekki síst í baráttu við skipulagða glæpastarfsemi og mansal.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða þátttöku Íslands í verkefnum sem leiða til verulegra greiðslna frá einstaklingum eða fyrirtækjum á Íslandi í sjóði Evrópusambandsins?
Einstaklingar, ekki síst frumkvöðlar og vísindamenn, og fyrirtæki á Íslandi hafa notið góðs af styrkjum úr ýmsum sjóðum á vegum Evrópusambandsins. Stöðugt þarf hins vegar að meta þátttöku Íslands í verkefnum, með íslenska hagsmuni í huga.
- Telur flokkurinn tilefni til að færa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), eða öðrum hliðstæðum stofnunum aukið vald í sóttvarnamálum á Íslandi?
Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki samþykkja að framselja vald í sóttvörnum til alþjóðlegrar stofnunar. Ísland á hins vegar að leggja áherslu að eiga gott samstarf við önnur lönd og alþjóðlegar stofnanir á sviði sóttvarna.
++++++++++
Sósíalistaflokkurinn
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja það að tekin verði skref í áttina að inngöngu í Evrópusambandið, til dæmis með þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sótt verði á ný um aðild að sambandinu?
Við myndum ekki standa í vegi fyrir því og styðja það að þjóðin sé spurð álits. Við teljum að þjóðinni sé skuldað samtal og þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
- Vilji flokkurinn sækja um inngöngu í Evrópusambandið á ný, hvaða rök fyrir slíku liggja þar að baki?
Nei. Við erum ekki með það í stefnu okkar og eru skiptar skoðanir innan flokksins um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið.
- Mun flokkurinn á næsta kjörtímabili styðja samþykkt lagafrumvarps um bókun 35 við EES-samninginn um að innleidd lög og reglur frá ESB í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eiga sér innlendan uppruna?
Við getum ekki sagt af eða á núna en það þarf að skoða hvert atriði gaumgæfilega fyrir sig. Við erum ekki hrifin af tilskipunum frá Evrópusambandi sem grafa gjarnan undan félagshyggju og sjálfstæði Íslands.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á samskiptum við Evrópusambandið sem felast m.a. í EES-samningnum?
Já. Við þurfum mun fleiri undanþágur. Sérstaklega undan reglum sem banna félagslegan rekstur á eign á grunn innviðum líkt og orku og fjarskiptum.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Schengen-samstarfinu?
Við þurfum að beita okkur fyrir fleiri undanþágum.
- Telur flokkurinn tilefni til að endurskoða þátttöku Íslands í verkefnum sem leiða til verulegra greiðslna frá einstaklingum eða fyrirtækjum á Íslandi í sjóði Evrópusambandsins?
Ekki endilega. Það þarf að skoða hvert mál fyrir sig. Við erum mjög hlynnt alþjóðlegu samstarfi yfir höfuð, ef það er á forsendum almennings í hverju landi fyrir sig en ekki forsendum sérhagsmuna.
- Telur flokkurinn tilefni til að færa Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), eða öðrum hliðstæðum stofnunum aukið vald í sóttvarnamálum á Íslandi?
Ekki endilega. En við eigum að vinna náið með þeim.
Evrópumál | Breytt 29.11.2024 kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. nóvember 2024
Stóri draumurinn og enn ein mótsögnin
Það er vitað mál að eina leiðin til að koma Íslendingum inn í Evrópusambandið er að efna til kosninga um málið fyrstu vikurnar eða mánuðina eftir meiriháttar efnahagshrun.
Ætli það sé góður kostur að hafa stjórnvöld sem bera í sér draum sem aðeins rætist ef allt sem þessi sömu stjornvöld gera fer i handaskolum?
Þriðjudagur, 26. nóvember 2024
Og þó þær væru, sem þær eru ekki
Þess er ekki langt að bíða að hin skrýtna undanþáguumræða fari af stað. Þar gilda þessi lykilatriði:
1. Það stendur ekki til boða að "semja um undanþágur" frá reglum Evrópusambandsins. Evrópusambandið hefur sagt það oftar en tölu verður á komið. Meðal annars í myndskeiðinu hér að neðan.
2. Fyrir þá sem ekki trúa 1. lið, má benda á að
a) Engin leið er að semja um undanþágu frá ósömdum, en vondum lögum sem enginn veit hver verða í framtíðinni. Tapað löggjafarvald er tapað löggjafarvald.
b) Stórveldi á borð við Evrópusambandið hefur slíkar valdheimildir að það yrði alltaf vandræðalaust að knýja fram hvers kyns breytingar á gerðum samningum gagnvart smaríki innan sambandsins.
https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8
Nýjustu færslur
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 208
- Sl. sólarhring: 258
- Sl. viku: 2143
- Frá upphafi: 1184550
Annað
- Innlit í dag: 184
- Innlit sl. viku: 1847
- Gestir í dag: 173
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar