Leita í fréttum mbl.is

Heimsendir í nánd!

Eitt helsta einkenni Evróputrúbođsins eru heimsendaspárnar.  Aldrei ganga ţćr eftir, en samt koma ţćr aftur og aftur.  Jafnvel útgefendur kolvitlausra heimsendaspáa fara á kreik aftur, strax ađ lokinni rangri spá, og byrja ađ spá á ný.

Ţannig var ţetta í Icesave-málunum.  Íslandi var spáđ öllu illu í tvígang.  Ekkert gekk eftir, en spámennirnir ganga um bísperrtir og halda áfram ađ mala eins og ekkert hafi í skorist.  Í Bretlandi var spáđ efnhagshörmungum ef BREXIT gengi eftir.  Ekki urđu ţćr og nú eru horfur Breta bjartari en stórríkjanna sem enn eru í Evrópusambandinu.  Í Noregi er búiđ ađ hóta myrkum miđöldum í tvígang, áriđ 1972 og 1994.  Í bćđi skiptin afţökkuđu Norđmenn ađild ađ bandalaginu og heimsendaspárnar fór rakleitt í vaskinn.

Nú eru nokkrar hjáróma raddir, m.a. Evrópuspekúlantsins Róberts Spanó, ađ reyna ađ gefa til kynna ađ illa fari ef Íslendingar samţykki ekki bókun 35, eftir 30 ára umhugsun.  Ţví trúir auđvitađ ekki nokkur mađur, og líklega ekki einu sinni heimsendaspámennirnir sjálfir.


Fćstir nenna ađ hlusta

Sagt er ađ Róbert Spanó sem skrifađi um bókun 35 í Morgunblađiđ 22. febrúar sl. hafi um hríđ gist sali embćttismanna á meginlandi Evrópu og fengist viđ ađ segja Evrópuríkjum til.  Alkunna er ađ í ţeim menningarheimi er taliđ mikiđ framfaramál ađ fćra sem mest vald í Evrópusalina og skilja sem minnst af ţví eftir hjá óupplýstum skríl í afkimum Evrópu.   Viđ reynum ađ taka ţví fólki af umburđarlyndi, ţótt fćstir nenni ađ hlusta á ţađ lengi í einu.

Ţađ hefđi ţó veriđ vert ađ hlusta ef Róbert hefđi útskýrt hvers vegna bókun 35 varđ eftir ţegar EES var samţykktur fyrir 30 árum síđan. Hann gerđi ţađ ekki, svo ţađ er best ađ viđ gerum ţađ hér.

  1. EES hefđi ađ öllum líkindum ekki komist í gegnum Alţingi međ bókun 35.
  2. Meiri samstađa hefđi veriđ međ ţeirri túlkun ađ EES gengi gegn stjórnarskrá lýđveldisins.

Hvort um sig hefđi dugađ til ađ slátra EES-samningnum á sínum tíma.  

Viđ svona ađstćđur bregđa Evrópusinnar á gamalkunnugt ráđ.  Ef bitinn er of stór, ţá er bara ađ skera í smćrri bita og koma ţeim ţannig niđur.   Fyrst má koma EES strípuđum í gegn, svo getur bókun 35 fylgt ţegar meltingarfćrin eru tilbúin.


Trúmađur vitnar gegn lýđrćđi

Bókunarmáliđ tekur á sig sérkennilegar myndir.  Róbert nokkur Spanó er mikill trúmađur á gćsku Evrópusambandsins og leynir ţví ekki.  Hann reynir ađ koma ţví inn hjá lesendum Morgunblađsins 22. febrúar ađ bókun 35 sé mikilvćg fyrir neytendur. 

Undirtónninn í greininni er ađ Alţingi gćti aldrei stađiđ Evrópusambandinu á sporđi viđ ađ setja sanngjarnar reglur um neytendarétt.  Róbert er međ öđrum orđum búinn ađ gefast upp á lýđrćđinu, a.m.k. á ţessu sviđi – og reyndar á flestum öđrum sviđum ef litiđ er til fyrri skrifa Róberts. 

Sú skođun á sér ýmis nöfn sem ţykja misviđeigandi en eiga sameiginlegt ađ vera andheiti viđ lýđrćđi.

    


Stimpilangist

 

Fleira forvitnilegt en hugmyndina um ađ EES útvegi erlent vinnuafl má heyra í rćđu háttvirts ţingmanns Gísla Rafns Ólafssonar ţann 13. febrúar sl. ţar sem rćtt var um bókun 35 og EES.   Hann var nefnilega viđ störf í Evrópusambandinu bćđi FYRIR og EFTIR gildistöku EES-samningsins. 

Ţađ hlýtur ađ koma ţeim á óvart sem halda ađ Evrópa hafi veriđ lokuđ Íslendingum fyrir EES.  

Ţađ var ţó ekki ţannig ađ EES hefđi engin áhrif á Gísla Rafn.  Stimplun yfirvalda í vegabréf Gísla Rafns breyttist nefnilega.  Nú skal ekki gert lítiđ úr áhuga ungs fólks á stimplum, en er kannski fulllangt gengiđ ađ fórna fullveldi landsins fyrir stimpil sem engu breytir öđru en hugarástandi stimpilhafa? 

 

https://www.althingi.is/altext/154/02/l13163820.sgml


Hvađ segir furstinn í Katar um ţađ?

Ţađ voru fleiri en Bjarni Jónsson sem stóđu vaktina fyrir fullveldi Íslands á Alţingi 13. febrúar sl.  Ingu Sćland, Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni og Berţóri Ólafssyni mćltist vel, eins og menn geta heyrt eđa lesiđ ef smellt er á tengilinn hér ađ neđan.

Afstađa nokkurra svokallađra bókunarţingmanna er ţeim örugglega erfiđ vegna ţess ađ ţorri kjósenda ţeirra hefur ekki áhuga á ađ afhenda Evrópusambandinu meiri völd á Íslandi en ţađ hefur nú ţegar fengiđ.  Ţeir ćttu ađ íhuga ţađ og jafnframt skođa betur hvort nokkuđ vit sé í ţví ađ halda ţessu máli til streitu.

Margt skrýtiđ kemur fram í málflutningi bókunarţingmanna.  Eitt af ţví er hugmynd Gísla Rafns Ólafssonar, ţingmanns Pírata, sem virđist telja ađ EES sé nauđsynleg forsenda ţess ađ fá útlendinga í vinnu á Íslandi. 

Hvernig skyldi ganga ađ útskýra slíkt fyrir furstanum í Katar ţar sem erlendir verkamenn eru fleiri en ađrir íbúar landsins og Katar samt ekki í EES?

    

https://www.althingi.is/altext/154/02/l13163820.sgml


Bjarni stendur vaktina

Ţađ er ánćgjulegt ađ ţingmenn standi vaktina.  Bjarni Jónsson sneri niđur frumvarp um bókun 35 međ snyrtilegum hćtti.  Hann sagđi m.a.:

Hversvegna voru slíkar ţjóđréttarlegar skuldbindingar ekki upp á borđum ţegar fjallađ var EES samninginn á sínum tíma og hann samţykktur á Alţingi? Ađ setja yrđi ákvćđi inn í íslensk lög til ţess ađ geta tekiđ evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur. Nú tala jafnvel fyrrverandi ţingmenn sem ţá sátu á ţingi og hafa síđan gerst sjálfskipađir sérfrćđingar um EES samninginn og skuldbindingar honum tengdum, um vonum seinni efndir á meintri skuldbindingu sem íslenska ríkiđ tók á sig viđ gerđ EES-samningsins.  Skuldbindingu sem hvorki ţeir, eđa ađrir sem til ţekktu, fćrđu orđ ađ ţegar máliđ var til umfjöllunar.

 

 

 


Leiđindaskýrsla fyrir Alţingi 13. febrúar  

Utanríkisráđherra hefur látiđ semja skýrslu um EES, Ísland og margrćdda bókun 35.  Nú vill hann ađ Alţingi tali um skýrsluna.   Ţví er skemmst frá ađ segja ađ skýrslan er löng og leiđinleg.   

Sagt er frá ýmsu í sögu EES og minnir sú upptalning helst á frásögn Pútíns af sögu Úkraínu síđasta árţúsund, í nýlegu sjónvarpsviđtali viđ bandarískan blađamann.   

Í skýrslunni er samsafn trúarjátninga á EES og fullyrđinga um ađ framsal löggjafarvalds sé eiginlega ekki framsal löggjafarvalds og ađ ţađ sé auk ţess í góđu lagi vegna ţess ađ fundinn hafi veriđ gullinn međalvegur međ bókun 35.  

En fyrst Alţingi fćr máliđ til međferđar er rétt ađ minna á eftirfarandi:

  1. Engar alvöru vísbendingar eru um ađ lífiđ á Íslandi vćri ađ neinu leyti verra en ţađ er í dag, ef ekki hefđi veriđ EES-samningur.  
  2. EES-samningurinn kostar Íslendinga mikiđ, bćđi beint og óbeint. Ţađ er tímabćrt ađ endurskođa hann međ fríverslun í huga.
  3. Vandséđ er annađ en ađ í EES-samningnum felist í framkvćmd framsal löggjafarvalds. Ţađ leyfir stjórnarskráin ekki.  Svokölluđ bókun 35 hnykkir rćkilega á lögleysunni.  Nćr vćri ađ vinda ofan af ţessari furđuflćkju löggjafar en ađ auka á flćkjuna sem umlykur íslenskt samfélag.

https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0948.pdf


Ekki ónýtt loforđ

Arnar Ţór Jónsson, fv. dómari og frambjóđandi til embćttis forseta Íslands gefur afdráttarlaust loforđ um ađ standa vörđ um fullveldi Íslands og hafna löggjöf sem vegur ađ ţví. 

Ţađ er ekki ónýtt. Geri ađrir betur. 

https://www.facebook.com/photo/?fbid=10161452569412905&set=gm.605808271711801&idorvanity=439592811666682


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1121155

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband