Laugardagur, 12. október 2024
Dularfulli flokkurinn
Fréttamenn velta nú vöngum yfir þingflokksfundi Sjálfstæðismanna og glötuðum stórtíðindum.
Það er vissulega ástæða til að velta vöngum. Utanríkisráðherra hefur eitt þingmál, bókun 35.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru þrír Sjálfstæðismenn á móti málinu, fyrir hvern einn sem er því hlynntur. Í augum utanaðkomandi lítur út fyrir að ætlunin sé að reka burt það litla sem eftir er af fylgi.
Orðið á götunni segir að reyna eigi að fá þá stjórnarflokka sem minni eru til að ríða á vaðið og afgreiða málið. Þeir eru enn að hugsa sig um. Þeirra kjósendur hafa engan áhuga á að auka vald Evrópusambandsins á kostnað lýðræðislegs valds á Íslandi. Flokkunum reynist erfitt að finna góð rök fyrir því að samþykkja að leggja málið fram, eina ferðina enn. Það kemur ekki á óvart. Það er yfirleitt erfitt að rökstyðja sjálfsmorðsleiðangra. Það er sérstaklega erfitt í ljósi þess að bókun 35 hefur fengið að safna ryki í 30 ár, öllum að meinalausu.
Hvers vegna leggur valdamesta fólk Sjálfstæðisflokksins ofuráherslu á bókun 35?
Föstudagur, 11. október 2024
Blekking aldarinnar
Það er án efa ein helsta blekking aldarinnar að Íslendingar hafi átt í einhvers konar viðræðum við Evrópusambandið um hvaða reglur ættu að gilda á Íslandi, ef landið álpaðist þar inn.
Embættismenn Evrópusambandsins hafa sagt oftar en tölu verður á komið að reglur sambandsins væru ekki umsemjanlegar. Það er ekkert flóknara. Umræðan á Íslandi virðist þó þurfa áminningu um það öðru hverju. Hér er myndband með ágætri áminningu. Það mætti að ósekju spila það fyrir frambjóðendur og þingmenn árlega.
https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8
Fimmtudagur, 10. október 2024
Ráðgátur og samsæri
Það er ekki ofmælt að fylgi stjórnarflokkanna hefur verið í frjálsu falli að undanförnu. Þar er sjálfsagt sitthvað til skýringa, en viðbúið er að undanlátssemi við Evrópusambandið sé ofarlega á þeim lista.
Undanlátssemin er ráðgáta. Hvers vegna vilja stjórnmálamenn fórna æru og fylgi fyrir óljósa velþóknun embættismanna gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu? Hvernig stendur á því að efnisinnihald raka í stjórnmálaumræðu hefur í sífellt ríkari mæli verið "vegna þess að Evrópusambandið vill það", en ekki "vegna þess að það er Íslendingum hagfellt"?
Það er ekki undarlegt að samsæriskenningar um dulda hagsmuni spretti upp við svona aðstæður. Þær gætu allar verið rangar, en undanlátssemi stjórnmálamanna er eftir sem áður óútskýrð.
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72312
Miðvikudagur, 9. október 2024
Náttúruvernd og bókun 35
Niðustaða landsfundar VG hefur veirð birt. Þar eru fjölmörg atriði upp talin, sem flest eiga það sameiginlegt að lítið er hægt í þeim að gera, nema stjórnvald verði kyrrt í landinu. Það hefði farið vel á að hnykkja á því.
Þetta á ekki síst við um náttúruvernd og umhverfismál. Á það hefur verið bent að fyrirvarar Alþingis í tengslum við orkulög Evrópusambandsins munu að líkindum gufa upp með bókun 35. Þrýstingur orkuþystrar Evrópu og fjárfesta mun líklega vaxa. Í þeim átökum er hætt við að Evrópulög og bókun 35 verði ekki í liði með ósnortinni náttúru.
Líklega átta þingmenn VG sig á því. Það kemur væntanlega í ljós á næstunni.
https://vg.is/greinar/alyktanir-samthykktar-a-landsfundi/
Þriðjudagur, 8. október 2024
Markús í sarpi Hjartar
Markús Sigurbjörnsson heitir maður sem fékkst við lög um margra ára skeið, og gerir líklega enn. Hann hafði innivinnu í hæstarétti og var sagður röskur á penna. Markús hafði skoðun á innihaldi bókunar 35 og Hjörtur J. Guðmundsson rifjar í Vísi upp þessi merku orð Markúsar:
Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf,
Annar maður, sem líka sinnti hæstarétti um hríð, heitir Jón Steinar Gunnlaugsson. Þeir Jón og Markús voru stundum ósammála svo að eftir var tekið.
En þeir voru sammála um að bókun 35 gengi ekki.
https://www.visir.is/g/20242630966d/stenzt-ekki-stjornarskrana
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. október 2024
Skoðanakönnunin mætt
Fleiri andvígir bókun 35 en hlynntir
Fleiri eru andvígir frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) vegna bókunar 35 við samninginn en hlynntir eða 39% á móti 35% samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Prósent vann fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Frumvarp utanríkisráðherra gengur sem kunnugt er út á það að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gangi framar löggjöf sem á sér innlendan uppruna. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í mars 2023 en var ekki afgreitt á því þingi. Til stendur af hálfu ráðherrans að leggja það fram á ný á yfirstandandi þingi.
Mest andstaðan við frumvarpið er á meðal stuðningsmanna Miðflokksins samkvæmt könnuninni eða 61% á móti 16% sem eru því hlynnt. Næst koma stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Flokks fólksins með 45% andvíg frumvarpinu en 23% og 20% hlynnt því. Þá eru 42% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins andvíg frumvarpinu en 16% hlynnt. Loks er tæpur þriðjungur stuðningsmanna Sósíalistaflokksins andvígur eða 32% en 22% hlynnt.
Mestur stuðningur við frumvarp Þórdísar Kolbrúnar er á meðal stuðningsmanna Viðreisnar eða 58% á meðan 12% eru því andvíg. Næst koma stuðningsmenn Samfylkingarinnar með 45% hlynnt og 16% andvíg. Þá eru 40% stuðningsmanna VG hlynnt því en 24% andvíg. Loks styður tæpur þriðjungur stuðningsmanna Pírata frumvarpið eða 32% en 12% andvíg því.
Könnunin sýnir það svart á hvítu að fleiri eru andvígir en hlynntir frumvarpi utanríkisráðherra um að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra innlendri lagasetningu. Þá er til að mynda ljóst miðað við niðurstöðurnar að miklu meiri andstaða er við málið í röðum stuðningsmanna flokks ráðherrans sjálfs en stuðningur, segir Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar.
Könnunin var gerð dagana 18. september til 3. október 2024. Úrtakið var 2.150 einstaklingar, 18 ára og eldri, og var svarhlutfallið 51%.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. október 2024
Margboðaður sjálfsmorðsleiðangur
Bókun 35 felur í sér tilfærslu á valdi til útlanda. Erfitt er að sjá fyrir hvaða afleiðingar það getur haft og enn erfiðara getur reynst að ná þessu valdi til baka. Bókunin gengur gegn stjórnarskrá og EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði bókunin fylgt með eins og ætlunin er að hún geri núna.
Þetta, sjálfsmorðsleiðangur stjórnarflokka og fleira var rætt í Bítinu á Bylgjunni í morgun
https://www.visir.is/k/76ab28bc-7139-4e1b-82c2-e57852801276-1728287926642
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. október 2024
Viðreisn tekin til skoðunar
Segja má að einn stjórnmálaflokkur hafi beinlínis að meginmarkmiði að færa stjórnvald á Íslandi til útlanda.
Þegar valdið er farið til manna í útlöndum sem þurfa ekki að standa skil á sínu gagnvart fólki á Íslandi felast áhrif landsmanna á landstjórnina í að senda bænaskjöl til Brussel. Bænaskjölin fara vitaskuld í ruslið, enda hagsmunir annarra en Íslendinga sem þar ráða ferð.
Hjörtur J. Guðmundsson ræðir þá sérkennilegu stöðu sem Viðreisn er í og lýsir sér meðal annars í að vilja minnka umsvif hins opinbera, en á sama tíma ganga í Evrópusamband sem gerir beinlínis krófu um stórfellda aukningu á umsvifum og stærð stjórnsýslunnar - samkvæmt heimdildum Evrópusambandsins sjálfs.
Það er nefnilega óleysanleg mótsögn að vilja ganga í Evrópusambandið og að vilja hafa hemil á útþenslu stjórnsýslu.
https://www.visir.is/g/20242629419d/treystandi-fyrir-stjorn-landsins-
Nýjustu færslur
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 127
- Sl. sólarhring: 284
- Sl. viku: 1997
- Frá upphafi: 1184734
Annað
- Innlit í dag: 113
- Innlit sl. viku: 1712
- Gestir í dag: 109
- IP-tölur í dag: 109
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar