Mánudagur, 21. október 2024
Sósíalistar og Evrópusambandið
Dulítil umræða hefur orðið um Evrópusambandið og tengsl Íslands við það á Fasbókarsvæði sósíalista.
Það sem upp úr stendur þar og sósíalistar ættu að íhuga er
í fyrsta lagi að það er mjög undarleg leið til þess að færa Ísland í átt að sósíalisma að afhenda landið evrópsku stórkapítali.
Í öðru lagi bendir Þórður Birgisson réttilega á að maður á aldrei að ganga í klúbb sem ekki er hægt að ganga úr aftur, vandræðalaust.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. október 2024
Obb, obb, obb, Áslaug Arna
Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra Sjálfstæðisflokks, að hún sé til viðræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
Ef óvinsæl ríkisstjórn sem segist ekki vilja inn í Evrópusamband heldur þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja inngönguferli er viðbúið að allir hrekkjóttir menn, og andstæðingar stjórnarinnar, kjósi með, til að fá að sjá svipinn á Evrópusambandinu þegar sendiboðinn færir því fréttirnar um að ríkisstjórn Íslands vilji sækja um aðild, en vilji ekki ganga inn. Í annað sinn.
Ríkisstjórn getur rætt við hvern sem er án þess að fá til þess sérstakt umboð frá þjóðinni. Hinar svokölluðu aðildarviðræður eru á hinn bóginn ekki bara hefðbundnar viðræður heldur inngönguferli sem miðar að fullri aðild og felur í sér að löggjöf og stjórnsýslu er kollvarpað með miklum tilkostnaði og fyrirhöfn. Enginn sækir um aðild að Evrópusambandinu nema ljóst sé að þar liggi að baki einlægur vilji stjórnvalda og ekki síst stór og varanlegur meirihluti þjóðarinnar. Annað er út í bláinn.
Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé einbeittur ásetningur sumra valdamanna í Sjálfstæðisflokknum að bíta það sem eftir er af fylgi af sér.
Evrópumál | Breytt 21.10.2024 kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. október 2024
Feitur reikningur
Í torfkofagrein Hjartar sem fjallað var um á blogginu í gær er farið nokkrum orðum um kostnaðinn við EES og hugsanlegan hagnað af því fyrirkomulagi á samskiptum við Evrópusambandið.
Kostnaður Íslendinga af EES er margþættur.
Í fyrsta lagi er hinn beini kostnaður í formi greiðslna. Hann er um 3 milljarðar á ári. Þær greiðslur eru kyndugar og segja má að í þeim felist mótsögn. Tollfrelsi er ekki góð lýsing á viðskiptafyrirkomulagi þar sem annar aðilinn þarf að borga hinum 3 milljarða á ári í áskriftargjald, jafnvel þótt tollurinn sé fastagjald en ekki tengdur magni.
Í öðru lagi er beinn kostnaður í formi gjalda á borð við losunarheimildir sem leggjast tiltölulega þungt á samgöngur við Ísland. Undir þeim hatti er fyrirhuguð innheimta á vegabréfsáritun fyrir þá sem búa utan Schengenlands. Mikið af því fé rennur í sjóði Evrópusambandsins.
Í þriðja lagi er kostnaður stofnana og fyrirtækja við að gera það sem reglur sambandsins segja að þurfi að gera. Reglurnar koma á færibandi. Þeim fjölgar stjórnlaust og berast óháð því hvort þeirra sé þörf eða ekki.
Í fjórða lagi eru hindranir á viðskiptum og viðskiptasamningum við lönd utan Evrópu vegna tæknilegra kvaða sem Evrópusambandið setur. Þær kvaðir eru iðulega til að vernda iðnað á meginlandi Evrópu fyrir samkeppni.
Það er erfitt að setja tölur á síðustu þrjá liðina, en nokkuð ljóst er að um er að ræða tugi milljarða á ári.
Á móti kemur hugsanlegur hagnaður af EES. Eins og kemur fram í torfkofagrein Hjartar er hann frekar óljós. Það er vel hugsanlegt að hann sé lítill sem enginn. Já, lítill sem enginn. Ekki varð tap af því að Bretar hættu í EES og ekki leiða viðskipti við Breta til kostnaðar af því tagi sem hér er upp talinn.
Færi ekki vel á því að ný ríkisstjórn sem væntanlega verður mynduð í vetur tæki að sér að endurskoða fyrirkomulagið á samskiptum Íslands við það sem eftir er af Evrópusambandinu, t.d. með víðtæka fríverslun í huga?
Föstudagur, 18. október 2024
Hinn guðlegi lækningamáttur Evrópusamstarfsins
Lítill hópur fólks virðist trúa því að allt gott í samfélaginu sé Evrópusambandinu að þakka og ef hróflað yrði við EES lægi leiðin rakleitt til baka í torfkofana. Þar mundu Íslendingar reyna að draga fram lífið á mygluðu mjöli, kúrandi uppi í rúmi með berkla og tæringu.
Hjörtur J. Guðmundsson hefur af sérstakri þolinmæði reynt að útskýra að svona er það ekki. Hagnaðurinn af EES er vægast sagt óljós, en kostnaðurinn himinhár. Margt af því er afgreitt skilmerkilega í nýrri grein á Vísi sem hér er tengill á:
https://www.visir.is/g/20242636401d/hvar-er-torfkofinn-
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. október 2024
Evrópusambandið og vopnaframleiðsla í Ísrael
Ekki hefur farið framhjá neinum að hart er gengið gegn almennum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs. Er það á skjön við lög og reglur, en umfram allt mannúð.
Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa haft mikinn skilning á ýmsu er varðar Ísraelsríki, ekki síst Úrsúla von der Leyen, sem nefna má aðal. Ekki fer milli mála að meðferð á gyðingum á dögum þriðja ríkisins skiptir þar máli. Segja má að í framkvæmd trompi samviskubit vegna hennar seinni tíma lög og ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu.
Nýlega kom upp umræða á Stórþinginu í Osló um stuðning Evrópusambandsins við vopnaframleiðendur í Ísrael, en sagt er frá honum lauslega í fyrirspurn Björnars Moxnes. Er þar m.a. byggt á viðameiri skýrslu sem gefin var út sl. sumar og fjallar um stuðning Evrópusambandsins við vígvæðingu Ísraels eftir innrásina á Gaza.
Stundum þarf ekki nema einn millilið til að uppruni fjár hverfi sjónum flestra. Í hversu mörgum málum skyldi Evrópusambandið vera slíkur milliliður?
https://www.tni.org/en/publication/partners-in-crime-EU-complicity-Israel-genocide-Gaza
https://neitileu.no/aktuelt/norske-eu-milliarder-til-israel
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. október 2024
Stolt þjóð
Samfylkingin hefur að undanförnu notað orðin "stolt þjóð". Það virðist fara fyrir brjóstið á sumum stuðningsmönnum flokksins, jafnvel þeim sem ákafast hafa talað fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið.
Það er rétt að minna á að þjóðernishyggja lekur í taumum af Evrópusambandinu. Í sumum textum frá sambandinu verður vart þverfótað orðum á borð við "evrópsk gildi" og fleiru í þeim dúr sem sumum þætti vond ef orðinu "evrópsk" væri skipt út fyrir "þýsk", þótt ekki sé talað um "íslensk".
Evrópusambandið hefur varið miklu fé til að kynna samrunaþróunina með jákvæðum hætti og borgað fyrir ótal rannsóknaverkefni um sig sjálft og hina sögulegu nauðsyn á að Evrópumenn sameinist undir einni stjórn.
Í Lissabonsáttmálanum er sérstaklega fjallað um að sambandið hafi að markmiði að styðja samrunaþróun aðildarríkja og að þegnar ríkja sambandsins séu þegnar Evrópusambands.
Mánudagur, 14. október 2024
Fleiri snúningar á B35
Snúningarnir sem teknir eru á bókun 35 fara að minna á listdans á skautum.
Hjörtur fer yfir nokkrar nýjustu vendingarnar í nýrri grein. Ráðherrann sem fer með málið telur það helst til raka í málinu að vont væri að ESA færi með málið fyrir dóm, en Hjörtur bendir á að ef dómur verður Íslandi í óhag þá yrði niðurstaðan sú hin sama og frumvarp ráðherrans felur í sér! Þá ríkir þögnin ein um að fyrrverandi forseti hæstaréttar telji að bókun 35 gangi gegn stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Um fyrirvarann sem hnýtt er í frumvarpið segir Hjörtur þetta:
Hvað varðar fyrirvarann í frumvarpinu, þess efnis að Alþingi gæti ákveðið að forgangur innleidds regluverk frá Evrópusambandinu ætti ekki við um tiltekna innlenda lagasetningu, er hann í raun gagnslaus. Tilgangurinn með fyrirvaranum er einungis sá að reyna að tryggja stuðning við frumvarpið. Alþingi getur vitanlega alltaf sett slík lög. Kæmi hins vegar til þess myndi það kalla á sömu viðbrögð frá ESA og nú stendur að gefast upp fyrir. Hvaða líkur geta fyrir vikið talizt á því að það yrði gert og að þá yrði staðið í lappirnar?
Hann er semsagt bara til "heimabrúks" til að smyrja afgreiðslu Alþingis. Það var og.
https://www.visir.is/g/20242634440d/vardi-ekki-vidsnuninginn
Sunnudagur, 13. október 2024
Fleiri fundir um ósvöruðu spurninguna
Fréttir berast af innanbúðarfundum félgsmanna Sjálfstæðisflokks. Óháð fundarefni er bókun 35 rædd. Þar er þungt í mörgum og kemur ekki á óvart miðað við afgerandi andstöðu stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem kom fram í nýlegri skoðanakönnun.
Menn spyrja: "Hvers vegna í ósköpunum?". Svör með tilvísun í réttindi í fæðingarorlofi duga ekki. Það vita nefnilega allir að það er hægt að tryggja hverjum sem er botnlausan rétt í hverju sem án þess að lögfesta bókun 35. Eins duga svör um að Evrópusambandið langi til þess skammt. Fáir kæra sig um að skemma eigin garð til að þóknast löngun Evrópusambandsins.
Þetta eru óboðleg svör, en engin skárri hafa komið.
Nýjustu færslur
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 79
- Sl. sólarhring: 268
- Sl. viku: 1949
- Frá upphafi: 1184686
Annað
- Innlit í dag: 69
- Innlit sl. viku: 1668
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar