Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Hátt í helmingur íbúa ESB neikvæður gagnvart sambandinu
Skammt er þangað til Evrópusambandið fagnar hálfrar aldar afmæli sínu og hefur viðskiptablaðið Financial Times gert könnun sem leitt hefur í ljós að 44% Evrópumanna telja að lífið hafi versnað frá því landið þeirra gekk í sambandið. Aðeins 22% þeirra Evrópumanna sem tóku þátt í könnuninni sögðu hinsvegar að landið þeirra ætti að draga sig út úr sambandinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Breskir svarendur voru neikvæðastir gagnvart uppkasti að stjórnarskrá ESB.
Þegar fólk var spurt hvað það væri sem það tengdi helst við ESB var einn markaður svar hjá 31% aðspurðra, 20% svöruðu skriffinnska, 9% sögðu lýðræði og 26% töldu upp aðra þætti. Í Bretlandi sögðust 52% aðspurðra að ástandið hafi versnað frá því landið gekk í sambandið. Meirihluti Spánverja, eða 53%, sögðu hinsvegar, að lífið hefði batnað.
Alls tóku 6.772 fullorðnir einstaklingar þátt í könnuninni, sem var gerð á netinu, frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Þá voru bandarískir ríkisborgarar einnig spurðir spurninga er vörðuðu ESB.
![]() |
44% Evrópumanna neikvæðir gagnvart ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. mars 2007
Evrópuumræður
"Þriðjudaginn 13. mars héldum við í Evrópunefnd blaðamannafund og sendum frá okkur 136 bls. langa skýrslu um tengsl Íslands og Evrópusambandsins, þar sem við ræðum ekki aðeins um framkvæmd EES-samningsins, sem tók gildi 1. janúar 1994, heldur einnig um Schengen-samstarfið, sem hefur verið að þróast með virkri þátttöku okkar undanfarin ár. Í umræðunum um Evrópumálin gleymist oft, að þar er um tvær meginsamskiptaleiðir okkar Íslendinga að ræða, EES og Schengen. Þá er þess ekki heldur alltaf látið getið, að við hliðina á EES höfum við samið um aðild að menningar-, menntunar- og vísindasamstarfi við ESB."
Grein Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, má lesa í heild á bloggsíðu hans.
Laugardagur, 17. mars 2007
Evrópusambandsaðild gæti kostað allt að 12 milljarða á ári
Fram kemur í skýrslu Evrópunefndar forsætisráðuneytisins að nettógreiðslur Íslands til Evrópusambandsins gætu orðið á bilinu 2,5 til 5 milljarðar króna á ári ef landið gengi í sambandið. Vegna hárra þjóðartekna gætu Íslendingar lent í hópi þeirra sem greiða hlutfallslega mest. Þá yrðu framlögin 56 milljarðar. Lega landsins, harðbýli og strjálbýli draga úr líkum á að Íslendingar myndu greiða mest allra aðildarþjóða miðað við fólksfjölda.
Brúttógreiðslur gætu orðið allt að 12,1 milljarður en stór hluti af framlögunum myndi skila sér til baka í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingar-, rannsóknar- og þróunarverkefna. Gert er ráð fyrir að beinn kostnaður Íslands vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, verði á þessu ári 1.354 milljónir króna.
![]() |
ESB-aðild gæti kostað 2,5–5 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. mars 2007
Sjávarútvegsreglur ESB eru óásættanlegar
"Því er mjög haldið á lofti af áköfustu áhugamönnum um ESB-aðild að óhætt sé fyrir okkur Íslendinga að framselja yfirráðin yfir fiskimiðum okkar til Evrópusambandsins vegna þess að því megi treysta að ráðherraráð ESB myndi afhenda okkur alla veiðikvóta við strendur landsins til baka í samræmi við reglur ESB. Þetta sé því ekkert til að hafa áhyggjur af. Þeir tala minna um það að ráðherraráðið getur breytt reglum sínum hvenær sem er og fullljóst er að engin trygging fengist fyrir því í hugsanlegum aðildarsamningi Íslands að Evrópusambandið myndi stjórna sjávarútvegsmálum Íslendinga með viðunandi hætti á komandi árum."
Grein Ragnars Arnalds, formanns Heimssýnar, er birt í heild á bloggsíðu hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
FUNDUR: Sjávarútvegurinn og ESB
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, boðar til umræðufundar í sal Norræna hússins fimmtudaginn 15. mars kl 12.10-13.30 þar sem rætt verður um stöðu íslensks sjávarútvegar ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi.
Framsögu munu hafa: Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur, og Kolbeinn Árnason lögmaður og fyrrverandi skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins og fulltrúi þess hjá fastanefnd Íslands við ESB.
Umræður og svör við fyrirspurnum munu fara fram eftir framsögur eftir því sem tíminn leyfir.
Hvaða afleiðingar hefði fiskveiðistefna ESB fyrir Íslendinga við ESB-aðild? Hvað ynnist og hvað tapaðist?
Yrði nýting auðæfa í 200 mílna lögsögunni áfram í höndum Íslendinga?
Er raunhæft að 200 mílurnar fengjust viðurkenndar sem sérstakt fiskveiðistjórnarkerfi Íslendinga?
Fengist nokkur önnur trygging til frambúðar?
Hvað um samningsstöðu Íslands þegar samið er um veiðar úr deilistofnum?
Hvað um kvótahoppið?
Hefur fiskveiðikerfi ESB sveigjanleika til snöggra ákvarðana í takt við veiðiráðgjöf sérfræðinga?
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Hugmyndir um yfirráð Íslendinga óraunhæfar
Ragnar Arnalds sagði á blaðamannafundi Evrópunefndar forsætisðráðherra í fyrradag að mikill meirihluti nefndarinnar væri andvígur hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu þar sem fimm nefndarmenn taki skýra afstöðu gegn aðild, tveir taki skýra afstöðu með aðild og tveir taki ekki skýra afstöðu. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að ekki hafi staðið til að nefndin freistaði þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi hugsanlega aðild Íslendinga.
Ragnar sagði á blaðmannafundinum að skýrt hefði komið fram við upplýsingaöflun nefndarinnar að sú hugmynd sem lengi hafi lifað á Íslandi, að mögulegt væri að tryggja yfirráð Íslendinga yfir fiskveiðum í íslensku landhelginni í aðildarviðræðum væri óraunhæf.
Þá sagði hann þá sem aðhyllist aðild m.a. hafa vísað til þess að við úthlutun veiðiheimilda innan sambandsins hafi verið tekið tillitt til sögulegrar veiðireynslu sem þeir telji að muni tryggja hagsmuni Íslendinga. Þessi regla hafi hins vegar ekkert tryggt varanlegt gildi þar sem hægt sé að fella hana úr gildi með meirihlutasamþykkt ráðherraráðs ESB. Það sé áhætta sem sumir séu greinilega tilbúnir til að taka en aðrir ekki.
![]() |
Ragnar Arnalds: Hugmyndir um yfirráð Íslendinga ótryggar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. mars 2007
Orðskýringar Önnu um ESB
"Þið eruð örugglega ekki öll sammála mér. En skoðið, hugsið, og sjáið til hvort þetta er ekki einmitt rétt."
Grein Önnu Ólafsdóttur Björnsson má lesa í heild á bloggsíðu hennar.
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Miðstýring innan Evrópusambandsins hefur aukist við stækkun þess
Catherine Day, framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi nýverið frá því að völd framkvæmdastjórnarinnar hefðu aukist mjög við stækkun sambandsins. Ástæðuna sagði hún þá að sætta þyrfti fleiri sjónarmið en áður á milli einstakra aðildarríkja. Þetta gengur þvert á spá margra um að stærra Evrópusamband myndi leiða til minni miðstýringar þar sem erfiðara yrði að miðstýra sambandi 27 ríkja en 15 eins og fjöldi aðildarríkja sambandsins fyrir stækkun þess árið 2004. Raunin hefur s.s. þvert á móti orðið allt önnur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Vaxandi andstaða í Noregi við Evrópusambandsaðild
Norska dagblaðið Dagen greindi í gær frá niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar á afstöðu Norðmanna til Evrópusambandsaðildar. 51% aðspurðra sögðust andvíg aðild en einungis 37,6% hlynnt slíkum ráðahag. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu eru 57,5% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 42,5% henni hlynnt.
Andstaða við Evrópusambandsaðild hefur ekki mælst meiri í Noregi síðan í apríl á síðasta ári að sögn Dagen. Andstæðingar aðildar hafa verið í samfelldum meirihluta í Noregi allt frá því fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi í byrjun sumars 2005.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 5. mars 2007
Ein sameiginleg Evrópusaga kennd í skólum innan ESB?
"Ófá dæmin eru um þessa áráttu og nú nýverið kom upp enn ein miðstýringarhugmyndin. Fjölmiðlar greindu frá því að þýzk stjórnvöld, sem fara munu með forsætið innan Evrópusambandsins fram í lok júní nk., hafi lagt til að kennd verði ein sameiginleg útgáfa af sögu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina í skólum í aðildarríkjum sambandsins. Hugmyndin er studd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en fyrirmyndin er sameiginleg bók um sögu Þýzkalands og Frakklands eftirstríðsáranna sem frönsk og þýzk stjórnvöld létu á sínum tíma semja."
Grein Hjartar J. Guðmundssonar má lesa í heild á bloggsíðu hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Gleðilega páska á flekamótum
- Einn pakki, enginn valkostur
- Regluvæðingin ryður samkeppni úr vegi
- Öryggismál og Brusselspuni
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 231
- Sl. sólarhring: 242
- Sl. viku: 1619
- Frá upphafi: 1214747
Annað
- Innlit í dag: 196
- Innlit sl. viku: 1461
- Gestir í dag: 184
- IP-tölur í dag: 182
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar