Færsluflokkur: Evrópumál
Sunnudagur, 23. febrúar 2025
Mulningsvélin
Það er góð regla að reyna eftir fremsta megni að sjá hluti í sem víðustu samhengi, þótt einnig sé gott að gæta að smáatriðum og tæknilegum útfærslum.
Arnar Þór Jónsson, fv. dómari m.m. horfir á bókun 35 og samstarfið við lönd Evrópusambandsins í víðu samhengi í pistli sem hér fer orðréttur. Pistilinn birtir hann á Fasbókarsíðu sinni:
Frumvarpið um bókun 35 er nýjasti kaflinn í lengri sögu þar sem evrópuréttur flæðir sífellt lengra inn í íslenskan rétt. Sú þróun sem hér um ræðir ætti að vekja okkur til vitundar um nauðsyn þess að staldra við og aðgæta hvort Ísland sé komið út á allt aðra braut en lagt var af stað í á árunum 1993 og 1994. EES samningurinn hefur flutt mikið magn erlendra reglna inn í íslenskan rétt. Þetta hefur verið gert án viðunandi umræðu og áhrifin hafa rist dýpra og víðar en sjá mátti fyrir í upphafi. Hér er um að ræða reglur sem orðið hafa til hjá fjarlægu embættisveldi; reglur sem samdar hafa verið á bak við luktar dyr, oft að undangengnum alls kyns lobbýisma, kynntar innan skrifstofuveldisins án umræðu og samþykktar andmælalaust af ábyrgðarlausum embættismönnum. Í tilviki Íslands fer þetta samþykki fram í sameiginlegu EES nefndinni (þar sem Ísland hefur aldrei beitt samningsbundnu neitunarvaldi). Í framhaldi hefur Alþingi, með einfaldri þingsályktun, heimilað ríkisstjórninni að staðfesta viðkomandi ákvarðanir fyrir Íslands hönd og skuldbinda þar með íslenska ríkið samkvæmt EES samningnum með því að fella tilgreindar reglur inn í samninginn og innleiða í settan rétt hérlendis með umyrðalausu samþykki kjörinna fulltrúa.[1]
Þeir sem frammi fyrir þessu halda því fram að EES samningurinn hafi ekki skert fullveldisrétt Íslands eða að frumvarpið um bókun 35 breyti engu um frjálst löggjafarvald Alþingis, hafa annað hvort ekki fylgst með EES samningnum í framkvæmd eða eru beinlínis að villa um fyrir almenningi.
Ferlinu má líkja við mulningsvél sem ekki er hægt að losna úr hafi ríki á annað borð fest fingur í vélinni. Þar er staða örríkis eins og Íslands sérlega viðkvæm því reglusetningarferlið hefur í framkvæmd verið bremsulaust og samningsbundnu neitunarvaldi Íslands aldrei verið beitt. Í rúmlega þrjátíu ára sögu EES samningsins hefur það m.ö.o. aldrei gerst að Ísland hafi hafnað upptöku löggjafar í EES samninginn. Ástæðan hefur verið sögð sú að afleiðing slíks væri bæði lagaleg og pólitísk óvissa.[2] Í framkvæmd liggur rótin hjá sameiginlegu EES nefndinni þar sem ábyrgðarlausir embættismenn taka ákvarðanir um hvað beri að fella inn í EES samninginn. Jafnvel í brýnustu hagsmunamálum, svo sem orkumálum, hefur því svo verið haldið fram af fræðimönnum í Evrópurétti að ákvarðanir EES nefndarinnar bindi hendur Alþingis og að útilokað sé að fá undanþágu frá innleiðingu reglna ef samið hefur verið, á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafar í EES samninginn, því að þegar sé búið að semja um löggjöfina.[3] Þessi framsetning er afhjúpandi fyrir þá sem styðja þessa framkvæmd, en um leið óþolandi í stjórnskipulegu samhengi, því stjórnarskrá Íslands ætlar Alþingi meira hlutverk en að taka við lagareglum án andmæla, án umræðu, án aðhalds og án möguleika til úrbóta almenningi til hagsbóta. Í frjálsu og fullvalda ríki verður löggjafarþingið að geta endurskoðað misheppnaðar lagareglur og breytt þeim, leiðrétt mistök og fært efni reglna til betri vegar í þágu þeirra sem byggja landið.
Nú sem ætíð fyrr ber að halda þeim kyndli á lofti að frelsi almennings, hagsmunir minnihlutahópa og pólitískur stöðugleiki, er best varið með því að lög séu ekki sett nema að undangenginni gaumgæfilegri íhugun og vandaðri umræðu þar sem verjast má bráðræði og pólitískum skammtímaþrýstingi. Myndbirting frumvarpsins um bókun 35 gengur þvert gegn þessum undirstöðum lýðræðislegrar stjórnskipunar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. febrúar 2025
Umsögn til Alþingis um bókun 35
Til utanríkismálanefndar Alþingis
22. febrúar 2025
Umsögn um frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35), 85. mál
Heimssýn mælir GEGN samþykki frumvarps til laga um Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35), 85. mál. (hér eftir "frumvarpið"). Frumvarpið bætir eftirfarandi forgangsreglu inn í lög nr. 2 frá 1993 um Evrópska efnahagssvæðið:
"Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum ef þau eru ósamrýmanleg öðrum stjórnvaldsfyrirmælum."
Í þessu felst veigamikil breyting sem getur skapað fleiri vandamál en ætlunin var að leysa.
Verði frumvarpið lögfest mun sú réttarfarsvenja, að nýrri lög hafi forgang umfram eldri lög, ekki gilda í því tilfelli er eldri lögin byggja á EES-reglum. Ekki liggur fyrir nein tæmandi greining á afleiðingum slíkrar breytingar á núverandi lagasafn. EES-reglugerðir og önnur stjórnvaldsfyrirmæli fá einnig forgang á önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Fjöldi reglugerða er gríðarlegur og áhrif frumvarpsins á þann þátt hafa ekki verið greind.
Af ákvæðinu leiðir að lög sem lýðræðislega skipað Alþingi hefur samið, verða sett skör lægra en lög sem samin eru af embættismönnum ESB og Alþingi hefur staðfest vegna EES samningsins. Þannig veikir ákvæðið löggjafarvald Alþingis sem er varið í stjórnarskrá Íslands. Stjórnarskráin heimilar ekki að löggjöf sem er samin erlendis hafi slíkan forgang umfram löggjöf sem samin er af lýðræðislega kjörnum alþingismönnum.
Verði frumvarpið samþykkt mun það leiða til tafa og óvissu um raunverulegt gildi laga sem samin eru á Alþingi. Rannsaka þarf ítarlega hvort ný lög stangist á við eldri EES löggjöf. Lagasetning og gerð stjórnvaldsfyrirmæla verður þannig flóknari og tímafrekari.
Í réttarríki er gagnsæi og fyrirsjáanleiki mikilvægur. Innleiðing ákvæðisins mun í vissum tilfellum gera almenningi og lögaðilum erfiðara fyrir að þekkja rétt sinn og skyldur.
EES samningurinn er orðinn 30 ára og þótt forgangsreglan hafi ekki verið innleidd hefur samstarfið gengið án mikilla vandræða. Almennt er viðurkennt að Ísland hafi uppfyllt skyldur samningsins af stakri prýði. Þau fáu ágreiningsmál sem upp hafa komið, hafa verið leyst af dómstólum og Alþingi getur alltaf gert lagfæringar á löggjöf sé talin þörf á því. Frumvarpið er því óþarft og leysir engan raunverulegan vanda.
Carl Baudenbacher, fyrrverandi dómari og forseti EFTA dómstólsins, tekur undir þetta sjónarmið. Hann tjáði sig þannig um bókun 35 í viðtali við Morgunblaðið þann 16. september 2024
Meðan ég var í dómnum var ég þeirrar skoðunar að Ísland hefði ekki innleitt bókunina með réttum hætti og að því bæri að gera það. En það mætti líka segja að þetta ástand hafi varað svo lengi og án teljandi vandkvæða, að það væri ástæðulaust með öllu að hrófla við því.
Frumvarpið er mjög umdeilt, það leysir engin aðkallandi vandamál, það gengur gegn stjórnarskránni að gefa löggjöf sem samin er erlendis forgang umfram löggjöf sem samin er hérlendis. Frumvarpið eykur flækjustig og kostnað og getur aukið á réttaróvissu. Þess vegna mælir Heimssýn GEGN samþykki frumvarpsins. Heimssýn er tilbúin til að senda fulltrúa á fund nefndarinnar til að svara spurningum sem kunna að vakna við lestur þessa erindis.
F.h. Heimssýnar
Haraldur Ólafsson, formaður
Föstudagur, 21. febrúar 2025
Er þetta nokkuð svo flókið?
Nú keppast margir við að skrifa umsagnir til Alþingis um bókun 35. Alþingi vill fá þær fyrir næstu mánaðamót á umsagnir@althingi.is
Feitlagin umsögn mun koma frá Heimssýn, en þar til að því kemur sakar ekki að rifja upp síðustu umsögn Heimssýnar um bókun 35. Hún eldist vel og er hér:
14.05.2023
Til Alþingis
Umsögn um frumvarp til laga um EES, nr. 890 (bókun 35)
Heiðraða Alþingi
Löggjafarvald á Íslandi er samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins í höndum Alþingis og forseta
sem eru kjörnir af fólkinu í landinu. Engu að síður hefur sá háttur verið á um nokkurt skeið
að lög sem samin hafa verið af erlendu ríkjasambandi hafa verið gerð að lögum á Íslandi, að
heita má umræðulaust. Er þá iðulega horft framhjá því hvort umrædd lög henti á Íslandi eða
hvaða kostnað þau hafi í för með sér. Þrátt fyrir að íslenska ríkið hafi samkvæmt samningi
fulla heimild til að hafna því að setja lög með þessum hætti virðist svo vera að aðilar innan stjórnkerfis landsins og sumir stjórnmálamenn telji að slík höfnun kalli á svo harðar aðgerðir af hálfu hins erlenda ríkjasambands að heimildin til að hafna löggjöf sé ekki til staðar í raun. Þetta er einkennileg staða og vandséð er að þetta fyrirkomulag standist stjórnarskrá. Vinnubrögðin sem hér er lýst eru hættuleg hagsmunum Íslendinga og ganga gegn
hugmyndum þorra fólks um lýðræði.
Frá því fyrrgreint fyrirkomulag tók gildi hefur hið erlenda ríkjasamband teygt arma sína inn á sífellt fleiri svið samfélagsins með ýmsum hætti. Má þar nefna löggjöf um orkumál, dóm um
innflutning á ófrosnu kjöti og hægfara eyðing á hinu tveggja stoða kerfi EFTA og
Evrópusambandsins. Svo mætti áfram telja. Allt það veldur því að núverandi fyrirkomulag
fjarlægist enn meira ramma stjórnarskrárinnar.
Nú liggur fyrir frumvarp sem hnykkir á forgangi laga sem eiga uppruna sinn í lögum frá
Evrópusambandinu og fjallar einnig um stjórnvaldstilskipanir af sama tagi. Hið síðarnefnda
er undarlegt og til þess fallið að auka flækjustig stjórnkerfisins. Hér er á ferðinni skref í átt að tilfærslu valds frá lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum á Íslandi til Evrópusamandsins sem erfitt er við að una.
Heimssýn telur að best sé að leggja fyrrgreinda bókun 35 til hliðar og hefjast þegar í stað
handa við að koma samskiptum Íslands við þær þjóðir sem eftir eru í Evrópusambandinu í
þann farveg að hagsmunir Íslendinga séu sem best tryggðir, án þess að fullveldi landsins sé
skert eða fargað.
Fyrir hönd Heimssýnar
Haraldur Ólafsson, formaður
Fimmtudagur, 20. febrúar 2025
Feitur reikningur og vafasamur heiður
Utanríkisráðherra segir að Evrópa sé að þétta raðirnar og að Íslendingar eigi að taka þátt. Það fer ekki á milli mála hvað átt er við. Íslendingar eigi að lyfta undir hergagnaiðnaðinn í löndum Evrópusambandsins.
Evrópusambandið sjálft virðist vera búið að taka ákvörðun um að senda vopn austur til Úkraínu sem aldrei fyrr, þótt Bandaríkjamenn séu hættir. Væru Íslendingar í Evrópusambandinu fengju þeir reikninginn, og heiðurinn, sem mörgum þykir afar vafasamur.
Þarna er mikil gjá á milli Íslendinga og annarra Evrópubúa. Lítill minnihluti Íslendinga vill kaupa vopn handa þeim sem eiga í stríðinu, en síðast þegar fréttist vildi drjúgur meirihluti þegna Evrópusambandsins gera það.
https://gegnstridi.blog.is/blog/gegnstridi/entry/2308125/
Miðvikudagur, 19. febrúar 2025
Hafa ekkert með gjaldmiðilinn að gera
"Húsnæðisvextir hafa ekkert með gjaldmiðilinn að gera" segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði í viðtali á Sögu.
Ragnar upplýsir að mikill munur sé að jafnaði á vöxtum til húsnæðiskaupa innan evrusvæðisins og bendir á að í Sviss séu vextir með allra lægsta móti.
Það er tímabært fyrir þá sem hafa tekið trú á Evrópusambandið að leita að öðrum rökum en von um ódýra peninga.
Viðtalið við Ragnar er ljómandi gott áheyrnar, það er tengill á það hér að neðan.
https://utvarpsaga.is/algengur-misskilningur-ad-evropusambandid-se-efnahagslega-oflugt/
Þriðjudagur, 18. febrúar 2025
Stríðsmenning Evrópumanna
Ursula v d Leyen, foringi í Evrópusambandinu segir að Evrópusambandið þurfi að kaupa meiri vopn, ekki seinna en strax. Og borga miklu meira til hermála. Þá meinar hún að þegnar Evrópusambandsins þurfi að tæma vasana sína til að smyrja stríðsvélarnar.
Ekki fylgir sögunni að Frakkar og Þjóðverjar einir eyða meiri peningum til hermála en Rússar, og eru þá engir aðrir í Evrópusambandinu taldir með og heldur ekki Bretar.
https://www.statista.com/statistics/262742/countries-with-the-highest-military-spending/
Tvennt er ágætt að rifja upp í þessu samhengi.
Í fyrsta lagi eru Íslendingar, ólíkt þjóðunum í Evrópusambandinu og Bretlandi almennt lítið fyrir það að kaupa sprengjur og fallstykki. Aðeins um 20% Íslendinga er í sama liði og 60% Evrópusambandsmanna.
https://gegnstridi.blog.is/blog/gegnstridi/entry/2308125/
https://gegnstridi.blog.is/blog/gegnstridi/entry/2309391/
Í öðru lagi er ekkert eins gott fyrir þjóðhöfðingja sem eru valtir í sessi og ærlegt stríð við einhverja útlendinga.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. febrúar 2025
Evrópa skömmuð
Frést hefur af því að valdamaður í Bandaríkjunum hafi hundskammað Evrópubúa fyrir mannréttindabrot á borð við víðtæk brot á tjáningarfrelsi. Brotin virðast ekki dregin í efa, en valdamenn í Evrópu bregðast við með því að biðja Ameríkumanninn um að snauta heim til sín og þegja.
Ekki virðist vera deilt um að mjög sé þrengt að tjáningarfrelsi í Evrópusambandinu, enda er það svo. Lokun á vefmiðlum sem evrópskum stjórnvöldum líkar ekki er áberandi dæmi um hvert komið er.
Þögn almennings í Evrópusambandinu er þó enn eftirtektarverðari.
Það verður sífellt skýrara hversu varhugavert það er að fela gömlu evrópsku nýlenduveldunum völd yfir Íslandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. febrúar 2025
Er Macron að segja að ESB hangi nú í köðlunum þegar kemur að öryggismálum?
Á undanförnum dögum hefur komið glöggt í ljós að Evrópusambandið (ESB) er háð Bandaríkjunum í öryggismálum. Nýjustu vendingar sýna aftur hversu ófært ESB er um að standa saman og axla ábyrgð á eigin öryggi. Á sama tíma og Frakklandsforseti Emmanuel Macron reynir að kalla saman Evrópuþjóðir til neyðarfundar vegna Úkraínustríðsins, hafa Bandaríkin undir stjórn Donalds Trumps tekið frumkvæðið og hafið samningaviðræður við Rússland – án Evrópu. Þessi staða er niðurlægjandi fyrir ESB og sýnir glögglega veikleika þess.
Ný skjöl, sem Reuters hefur birt, sýna að Bandaríkin hafa sent Evrópuríkjum spurningar um hvaða stuðning þau þurfi frá Washington til að tryggja öryggi Úkraínu. Með öðrum orðum: Bandaríkin spyrja Evrópu hvað þau þurfi til að taka ábyrgð á sínu eigin öryggi! Þetta er ekkert annað en viðurkenning á því að ESB er ekki tilbúið að leiða sjálft – heldur bíður eftir leiðsögn frá Bandaríkjunum.
Evrópa er klofin í þessum málum. Þó sum ríki, eins og Bretland og Pólland, vilji halda fast í stuðninginn við Úkraínu, þá eru önnur ríkis sem óttast aukna þátttöku í átökunum. Þessi tvískipting lampar getu Evrópusambandsins til að koma fram af krafti og taka afgerandi ákvarðanir. Macron reynir að mynda sameinaða stefnu með fundinum sínum í París, en í raun er það enn eitt dæmið um hvernig Evrópa er sífellt í viðbragðsstöðu, í stað þess að vera leiðandi afl.
Á fundinum í París munu meðal annars taka þátt: Þýskalandskanslari Olaf Scholz, forsætisráðherra Bretlands Keir Starmer, forsætisráðherra Póllands Donald Tusk, forsætisráðherra Ítalíu Giorgia Meloni, forsætisráðherra Spánar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Danmerkur Mette Frederiksen, forseti Evrópuráðsins Charles Michel, forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen og framkvæmdastjóri NATO Jens Stoltenberg. Þessi hópur endurspeglar enn og aftur að Evrópa reynir að finna sameiginlega rödd en stendur frammi fyrir klofinni afstöðu og skorti á sjálfstæðum aðgerðum. Þetta er gert aðeins tveim dögum eftir að sérstakri ráðstefnu um öryggismál í München, lauk.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði á öryggisráðstefnunni í München eitthvað á þá leið að vináttusambönd þurfi að laga sig að nýjum aðstæðum. Þessi orð eiga sérstaklega vel við í ljósi þess hvernig Evrópa hefur reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum. En er ESB tilbúið að laga sig að breyttum heimi, þar sem Bandaríkin eru síður áreiðanlegur bandamaður en áður? Það er lítið sem bendir til þess.
Staðan í dag sýnir að Evrópa er veikburða í öryggismálum. Þrátt fyrir hástemmd orð um "evrópskt varnarsamstarf" er það ljóst að á meðan ESB getur ekki tekið sameiginlegar ákvarðanir án stuðnings Bandaríkjanna. Það er kominn tími til að Evrópa standi á eigin fótum - eða viðurkenni ella hún er aðeins fylgihlutur í stefnu Bandaríkjanna.
Laugardagur, 15. febrúar 2025
Ilt er að gánga með steinbarn Þorgerður!
Viðskiptaþing fór fram með pompi og pragt í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 13. febrúar. Fyrsti fyrirlesarinn þar var Johan Norberg sem er sænskur rithöfundur og fræðimaður (e. senior fellow) hjá Cato Institute. Johan er þekktur fyrir skrif sín um framfarir og efnahagslegt frelsi og hefur verið áhrifamikill í umræðu um efnahagsmál á heimsvísu undanfarið.
Johan var tíðrætt um hvernig ESB hefur dregist aftur úr Bandaríkjunum og fleiri heimshlutum eins og Kína í efnahagslegu tilliti. Meðal annars dró hann fram að landsframleiðsla á mann jókst mun hægar í ESB en Bandaríkjunum á 15 ára tímabili, 2008 – 2023.
Árið 2008 var landsframleiðsla á mann í ESB um $37,044, en lækkaði í kjölfar fjármálakreppunnar og náði $34,357 árið 2020. Eftir það hefur verið hægfara bati, með GDP á mann í ESB um $40,824 árið 2023.
Í Bandaríkjunum var landsframleiðsla á mann árið 2008 um $48,471. Þrátt fyrir áhrif fjármálakreppunnar hélt hún áfram að vaxa og náði um $82,769 árið 2023
Frá árinu 2008 til 2023 hefur landsframleiðsla á mann (GDP per capita) í Bandaríkjunum hækkað um 70,76%, en í Evrópusambandinu (ESB) hefur hún aðeins hækkað um 10,20%. Þarf að segja eitthvað frekar um muninn á efnahagsþróun þessara tveggja svæða yfir þetta tímabil?
Hann fór einnig yfir hvernig regluverk ESB hefur hamlað nýsköpun og að nýjum fyrirtækjum með mikla veltu fjölgar mun hraðar í Bandaríkjunum en í ESB. Einmitt þetta er kjarninn í skýrslu Mario Drahgi sem kom út í fyrra.
Það liggur við að hugmyndum Þorgerðar Katrínar og félaga hennar um að Ísland verði aðili að ESB megi helst líkja við að unglingur sæki um á elliheimili fremur en sókn til framtíðar.
Já, það er ilt að gánga með steinbarn Þorgerður!
Föstudagur, 14. febrúar 2025
EES-samningurinn: Frjáls viðskipti eða pólitísk forræðishyggja?
Evrópska efnahagssvæðið (EES) var upphaflega hannað sem samningur um aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Markmiðið var að tryggja frjáls viðskipti og jafnrétti í viðskiptum milli ESB og aðildarríkja EES, þar á meðal Íslands. Hins vegar hafa mörg dæmi sýnt að EES-samningurinn hefur þróast úr efnahagslegu samstarfi yfir í að verða pólitískt stefnumótandi afl sem hefur áhrif á íslensk lög og reglugerðir án beinnar þátttöku þjóðarinnar í ákvarðanatökunni.
Um þetta er fjallað í grein sem norski hagfræðingurinn Christian Anton Smedshaug skrifar um þróun EES samningsins í Klassekampen 13. febrúar.
Árið 2020 samþykkti Evrópuþingið Græna sáttmálann (Green Deal) sem markmið um að gera Evrópu kolefnishlutlausa fyrir árið 2050. Þó Ísland sé ekki hluti af ESB, fellur stór hluti af þessum stefnum í gegnum EES-samninginn og hefur bein áhrif á íslenskt samfélag. Þannig eru íslensk stjórnvöld skuldbundin til að innleiða nýjar reglur, jafnvel þegar þær eiga ekki beint við um íslenskan raunveruleika.
Sérstaklega er fjallað um orkumál og loftslagsaðgerðir í þessu samhengi. Í greiningu norsku gagnrýnenda EES-samningsins kemur fram að reglugerðir sem upphaflega voru hugsaðar fyrir innri markað Evrópu hafi breyst í pólitísk tæki til að þvinga lönd eins og Noreg og Ísland til að fylgja stefnum sem þau hefðu að öðrum kosti ekki tekið upp.
Ógnin við fullveldi?
Eitt helsta gagnrýnisatriðið er að reglugerðir sem fjalla um loftslagsmál og orkuviðskipti hafa lítið sem ekkert með viðskipti að gera. Samt eru þær teknar upp í gegnum EES-samninginn. Af hverju ættu reglur um skipulag bygginga eða dreifingu raforku, sem eru hannaðar fyrir stærri lönd með annars konar orkuþörf, að hafa bein áhrif á íslenskt samfélag?
Samningurinn hefur einnig áhrif á það hvernig Ísland getur hagað sér í alþjóðlegum viðskiptum. Þar sem EES-samningurinn tryggir opinn markað við ESB, er Ísland að hluta bundið af reglum sem geta torveldað tvíhliða samninga við önnur stór ríki eins og Bandaríkin eða Kína.
Er kominn tími á endurskoðun?
Mörg lönd utan ESB, eins og Sviss, hafa valið að þróa sérsniðna samninga í stað þess að taka upp reglur frá Brussel í heild sinni. Þetta má segja að eigi einnig við um Bretland sem fetar nú sömu vegi eftir BREXIT. Gagnrýnendur EES vilja að Ísland taki svipaða stefnu – að viðurkenna að frjáls viðskipti séu mikilvæg en að það þurfi ekki að kosta fullveldi landsins.
Er Ísland tilbúið til að íhuga nýja leið, eða erum við föst í samningi sem hefur þróast langt út fyrir upphaflegt markmið sitt?
Nýjustu færslur
- Mulningsvélin
- Umsögn til Alþingis um bókun 35
- Er þetta nokkuð svo flókið?
- Feitur reikningur og vafasamur heiður
- Hafa ekkert með gjaldmiðilinn að gera
- Stríðsmenning Evrópumanna
- Evrópa skömmuð
- Er Macron að segja að ESB hangi nú í köðlunum þegar kemur að ...
- Ilt er að gánga með steinbarn Þorgerður!
- EES-samningurinn: Frjáls viðskipti eða pólitísk forræðishyggja?
- Satt segir Sigmundur
- Skrýtnasta málið og vonin um að Eyjólfur hressist
- Hefur evran áhrif á atvinnuleysi?
- Gervigreindin þarf ekki sæstreng
- Sigríður og Jón opinbera ruglið
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 133
- Sl. sólarhring: 217
- Sl. viku: 2126
- Frá upphafi: 1198900
Annað
- Innlit í dag: 125
- Innlit sl. viku: 1919
- Gestir í dag: 121
- IP-tölur í dag: 120
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar