Færsluflokkur: Evrópumál
Þriðjudagur, 15. apríl 2025
Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
Í frétt Morgunblaðsins í gær sem ber titilinn "Misskilningur um afstöðuna til ESB" greinir Sigríður Andersen frá því að í þingfundaviku Evrópuráðsins hafi formaður grænlensku nefndarinnar á danska þinginu fullyrt að Ísland hefði tekið ákvörðun um að ganga í Evrópusambandið. Enginn leiðrétti þá staðhæfingu, fyrr en Sigríður sjálf gerði það, eftir á. Þetta virðist smávægilegt atvik. En það er lýsandi fyrir stærra vandamál. Þegar íslensk stjórnvöld tala í þokukenndum orðum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna og forðast að segja skýrt hver staðan er, skapa þau alþjóðlegan misskilning sem hefur raunverulegar afleiðingar. Orðaforði sem smitast út fyrir landsteinana Við Íslendingar erum vön orðræðu þar sem fyrirvarar og óljós framsetning eru normið. En í alþjóðlegum stjórnmálum eru atkvæðagreiðslur ekki túlkaðar sem hugleiðingar. Þær eru pólitískar yfirlýsingar, og það sem sagt er í fjölmiðlum eins og El País eða í ræðum í Evrópuráðinu skapar áhrif sem erfitt er að vinda ofan af. Ef enginn leiðréttir misskilning verður hann að staðfestum sannleika. Og þegar íslenskir ráðherrar tala með mismunandi tón innanlands og utan skapar það tvíræðni sem brýtur niður traust bæði hjá almenningi og samstarfsríkjum. Staða sem kallar á skýr svör Íslendingar eiga skilið skýrar upplýsingar um það hvort stjórnvöld séu að undirbúa aðildarumsókn að ESB eða ekki. Það sama gildir um erlenda samstarfsaðila. Ef boða á þjóðaratkvæðagreiðslu, þá verður að vera ljóst hvað spurt er og hvaða pólitísk merking fylgir svari þjóðarinnar. Skýr utanríkisstefna krefst einnar raddar, ekki tvíræðni á gráu svæði. Þegar stjórnvöld þegja segja þau líka eitthvað. Og stundum breytir þögnin pólitískri merkingu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. apríl 2025
Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
Í umræðu um EES-samninginn er því oft haldið fram að hann tryggi Íslandi tollfrjálsan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins. En staðreyndin er sú að tollfríðindin sem Ísland nýtur þegar kemur að útflutningi iðnaðarvara og stórs hluta sjávarafurða til ESB eru að verulegu leyti byggð á eldri samningi sem gerður var milli EFTA og EB árið 1972, löngu áður en EES-samningurinn tók gildi.
Sá fríverslunarsamningur tryggði tollfrelsi fyrir iðnaðarvörur og afar hagstæð kjör á mörgum sviðum sjávarafurða. Hann byggði á gagnkvæmum hagsmunum og krafðist ekki upptöku regluverks Evrópubandalagsins.
EES færði skuldbindingar og í sumum tilvikum viðbótarkjör:
Þegar EES-samningurinn tók gildi árið 1994 voru tollar þegar felldir niður samkvæmt samningnum frá 1972. EES-samningurinn færði ekki ný fríðindi fyrir iðnaðarvörur, en bætti við ákveðnum viðbótartollfríðindum fyrir sjávarafurðir í sumum tollflokkum. Samhliða því var tryggt í bókun 9 við EES-samninginn að hagstæðari kjör samkvæmt fyrri samningi skyldu halda gildi sínu. Þess vegna fer stór hluti af íslenskum útflutningi á sjávarafurðum enn í dag fram á grundvelli samningsins frá 1972 ekki EES-samningsins.
Rétt að þekkja upprunann:
EES-samningurinn færði með sér aðild að innri markaði ESB og umfangsmiklar skuldbindingar um að samræma íslenskt regluverk við reglur sambandsins. En það er rangt að ætla að EES hafi skapað tollfrelsi sem áður var ekki til staðar. Þvert á móti byggði EES á grunni sem þegar hafði verið lagður sérstaklega með fríverslunarsamningnum frá 1972.
Þótt óvíst sé hvernig framtíðarsamskipti myndu þróast ef EES-samningnum yrði sagt upp, er mikilvægt að halda réttum upplýsingum á lofti: Þannig er oft látið í veðri vaka að tollfríðindin séu talin afrakstur EES samningsins en byggjast í raun á eldri samningum sem gerðir voru án þess að Ísland yrði hluti af sameiginlega regluverkinu. Sú staðreynd á fullt erindi inn í umræðu samtímans um valkosti Íslands í utanríkisviðskiptum.
Sunnudagur, 13. apríl 2025
Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
Undanfarið hefur verið reynt að blása lífi í umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í ljósi geópólitískrar spennu, orkuskipta og loftslagsmála telja sumir að ESB geti boðið skjól eða lausnir. En við verðum að spyrja: hvar liggja hagsmunir Íslands í raun og veru?
Auðlindir í okkar höndum
Ísland býr yfir einstökum auðlindum, fiskimiðum, hreinni orku og hæfu fólki. Innganga í ESB myndi þýða að reglur sambandsins tækju við af okkar eigin stefnu. Sameiginlegt kvótakerfi og miðlæg ákvarðanataka ógna því sjálfstæði sem hefur reynst okkur vel, bæði í sjávarútvegi og orkunýtingu.
Efnahagsleg sjálfstjórn og sveigjanleiki
Evran og Seðlabanki Evrópu hafa sniðið peningamálastefnu að stærstu hagkerfunum. Ísland, með sína sérstöðu, þarf að geta brugðist hratt við sveiflum í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og orkuverði. Við eigum ekki að lúta peningamálastefnu sem er í höndum erlendra stofnana.
Lýðræði, nálæg stjórnsýsla og ábyrgð
Eitt af hornsteinum sjálfstæðrar þjóðar er geta hennar til að móta sína eigin stefnu, í takt við vilja almennings. Ákvörðunartaka í ESB er oft fjarlæg og erfitt að hafa raunveruleg áhrif. Ísland getur tekið þátt í Evrópusamvinnu án þess að afhenda aðra lykla valdsins.
Reynslan sýnir að sjálfstæð ákvarðanataka hefur oft reynst Íslandi heilladrjúg.
Hvort sem horft er til viðbragða við efnahagskreppum, samninga um nýtingu auðlinda eða alþjóðaviðskipti, þá hefur það skipt sköpum að geta unnið á eigin forsendum. Skemmst er að minnast þess að þegar ríkisstjórn Trumps setti tolla á innflutning frá Evrópu, lá fyrir að Ísland, fyrir utan ESB, ætti von á hagstæðari kjörum en aðildarríki sambandsins. Annað dæmi er makríldeilan, þar sem Ísland stóð fast á á sínu, þvert á vilja ESB og annarra ríkja. Í báðum tilvikum naut Ísland þess að geta talað með eigin rödd og hagað stefnu sinni að eigin hagsmunum.
Laugardagur, 12. apríl 2025
Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave og þriðji orkupakkinn?
Í nýlegri færslu færslu vakti Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, athygli á frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um svokallaða bókun 35 við EES-samninginn. Hann heldur því fram að málið sé í raun umfangsmeira og afdrifaríkara en bæði Icesave-deilan og innleiðing þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Sú afstaða kallar á nánari skoðun og ekki síður á lýðræðislega umræðu um lagalegan grundvöll og forræði innlendrar löggjafar. Frumvarpið og lagalegur forgangur EES-regluverks Samkvæmt því sem Hjörtur bendir á felur frumvarpið í sér að allt regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið eða verður tekið upp í gegnum EES-samninginn, skuli hafa forgang fram yfir almenn íslensk lög. Hér er því lagt til að komið verði á lagalegri forgangsreglu sem byggir ekki á því hvort lög séu nýrri eða sértækari heldur einvörðungu á uppruna þeirra í EES-kerfinu. Ef þetta yrði að lögum væri verið að festa slíka stöðu í íslenskan rétt með ótvíræðum hætti og þar með að vissu leyti að setja evrópska lagasetningu ofar vilja Alþingis. Hjörtur bendir á að slík breyting brjóti í bága við þá grundvallarreglu að Alþingi ráði för í innlendri löggjöf og varpar jafnframt fram þeirri spurningu hvort hér sé í raun um að ræða fyrirframgefna uppgjöf í stað þess að láta á málið reyna fyrir dómstólum. Ákvarðanataka eða sjálfviljug undanhald? Eitt af því sem vekur sérstaka athygli í umfjöllun Hjartar er sú fullyrðing að ef frumvarpið næði ekki fram að ganga væri enn opinn möguleiki á að málið færi fyrir EFTA-dómstólinn og þar gæti niðurstaðan hugsanlega fallið Íslandi í vil. Með frumvarpinu væri hins vegar búið að afsala sér þeim möguleika og dómaforræði án þess að reyna á lagalega túlkun samningsins með formlegum hætti. Í því ljósi má efast um þá fullyrðingu að frumvarpið sé ætlað til að tryggja íslenskt forræði í EES-málum. Ef niðurstaðan felur í sér að Alþingi verði bundið af forgangi evrópsks réttar, án þess að möguleiki sé til lagalegrar endurskoðunar, hljómar það fremur sem veiking innlendrar ákvarðanatöku en styrking. Lýðræðisleg áhrif og skortur á umræðu Hjörtur dregur enn fremur fram að sú breyting sem frumvarpið boðar myndi ná til alls regluverks framtíðarinnar ekki aðeins innistæðutrygginga eða orkumála eins og í fyrri deilum. Því má með réttu spyrja hvort hér sé um að ræða stærsta stjórnarfarslega álitamálið í tengslum við EES frá upphafi. Ef svo er, þá er það athyglisvert og að sama skapi áhyggjuefni, hversu takmörkuð opinber umræða hefur enn sem komið er átt sér stað um frumvarpið.
Föstudagur, 11. apríl 2025
Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
Í pistli Hjartar J. Guðmundssonar á stjornmalin.is frá 10. apríl, undir yfirskriftinni: Hvers vegna ætti ESB að refsa okkur er fjallað um viðtalið við Lilju Alfreðsdóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem Heimsýnar bloggið sagði frá í gær. Lilja Dögg benti réttilega á að Ísland hafi enga aðkomu að yfirstandandi tollastríði og að það væri fráleitt að sambandsríki í Brussel beindu viðurlögum gegn Íslandi: Það er ekki eins og við séum að setja refsitolla á það, segir hún, og bætir við að Evrópa ætti ekki að svara í sömu mynt og Bandaríkin. Slíkt myndi aðeins leiða til stigmögnunar og skaða alþjóðahagkerfið. Hjörtur tekur þetta röklega mat Lilju upp á næsta stig og bendir á stærra samhengi: Að Evrópusambandið sé síður en svo saklaust þegar kemur að efnahagslegum þvingunum. Hann rifjar upp að ESB hafi ítrekað hótað eða beitt slíkum aðgerðum og nefnir sérstaklega makríldeiluna sem dæmi um slíka framgöngu. Orðrétt segir Hjörtur: Til að mynda í makríldeilunni vegna veiða á makríl í okkar eigin efnahagslögsögu. Þá beitti sambandið Færeyinga refsiaðgerðum um árið vegna síldveiða þeirra í sinni lögsögu. Langur vegur er þannig frá því að Evrópusambandið hafi efni á því að gagnrýna aðra fyrir það að hóta vinaþjóðum efnahagsþvingunum í trássi við gerða samninga. Evrópusambandið hefur einnig beitt sambærilegum þrýstingi gegn Sviss í tengslum við samningsviðræður um framtíðarsamskipti aðila. Þegar Sviss neitaði að samþykkja yfirráð ESB-dómstólsins yfir tvíhliða samningum, brást sambandið við með beinum aðgerðum: ESB neitaði að viðurkenna áfram hlutdeild svissneskra kauphalla í evrópskum fjármálamarkaði (svokallað equivalence) árið 2019. Jafnframt lét sambandið ákveðna samninga renna út án endurnýjunar m.a. á sviði heilbrigðismála sem hafði bein áhrif á svissneska framleiðendur og aðgang þeirra að innri markaðinum. Markmið þessara aðgerða var augljóslega að beita efnahagslegum þrýstingi til að knýja fram pólitíska undirgefni. Hótanir, þögn og þrýstingur Þótt Evrópusambandið hafi ekki formlega hótað Íslandi refsitollum í tengslum við tollastríð við Bandaríkin, þá vekur það spurningar að sambandið hafi ekki heldur útilokað slíkt. Sú afstaða að láta í veðri vaka að Ísland gæti lent í þvingunum skapar óvissu og getur haft sambærileg áhrif og bein hótun. Langur vegur er þannig frá því að Evrópusambandið hafi efni á því að gagnrýna aðra fyrir það að hóta vinaþjóðum efnahagsþvingunum, skrifar Hjörtur í lok pistilsins og það er sannarlega setning sem vert er að hafa í huga þegar rætt er um framtíðarstöðu Íslands gagnvart ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. apríl 2025
Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
Í nýlegri umræðu á vettvangi Spursmála vakti Lilja D. Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, athygli á því sem hún telur vera villandi og jafnvel hræðsluáróður í tengslum við mögulega Evrópusambandsaðild Íslands. Hún sagði það sérstakt að heyra íslenska ráðamenn tala eins og hætta væri á því að Evrópusambandið myndi beita Ísland refsitollum og spurði einfaldlega: Af hverju ætti Evrópusambandið að gera það?
Spurningin um refsitolla
Lilja telur þessar vangaveltur byggðar á veikri eða engri röksemdafærslu. Ísland sé ekki að beita ESB neinum refsiaðgerðum og engar vísbendingar séu um að ESB hyggist beita slíku móti. Hún óttast að slík umræða sé meðvituð leið til að skapa ótta hjá almenningi og fá þjóðina til að líta á ESB aðild sem "nauðsynlega vörn" gegn einhverju sem ekki hefur átt sér stað.
"Það sem ég vara við er að stjórnvöld fari að nýta þetta til þess að hræða þjóðina inn í það að við verðum að fara inn í Evrópusambandið af því að annars sé Evrópusambandið að fara að setja refsitolla á Ísland" sagði hún.
Viðbrögð við tollastríði
Í samtalinu kom einnig fram gagnrýni Lilju á viðbrögð við tollastefnu Donalds Trump. Hún telur að Evrópa ætti ekki að svara tollum Trumps með eigin aðgerðum, því slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir alþjóðaviðskiptakerfið. Stigmögnun viðskiptaþrýstingsins gæti valdið hnignun í hagkerfum, minnkandi viðskiptum og lakari lífskjörum á alþjóðavísu.
Ísland sem smáríki í flóknum heimi
Lilja bendir á að Ísland sé lítið ríki sem þurfi að gæta sín sérstaklega í flóknu alþjóðlegu umhverfi. Markaðsaðgengi skipti öllu máli fyrir íslenska vöruútflutninginn og þar með fyrir lífskjörin. "Við erum bara peð á þessu stóra taflborði alþjóðaviðskipta," sagði hún og lagði áherslu á að hagsmunagæsla yrði að byggja á yfirvegun og skýrri stefnu en ekki á ótta.
"Ef við höfum ekki gott markaðsaðgengi þá verða þessi lífskjör sem við erum vön í dag ekki hin sömu."
Miðvikudagur, 9. apríl 2025
Kristrún hér er nesti til Brussel!
Þau skoðanasystkin og forsætisráðherra frænd og vinaþjóðanna Íslands og Noregs, Kristrún Frostadóttir og Jonas Gahr Støre hafa bæði reimað á sig sína skó og haldið til Brussel til að biðja um að lenda ekki að ósekju á milli ESB og USA í yfirastandandi tollastríði. En við kjósendur biðjum ykkur að bera höfuðið hátt og fara ekki bónleiðina og slíta ekki "maríunum" ykkar að óþörfu, heldur einfaldlega minna á það sem okkur ber samkvæmt samningum sem ber að virða.
Erna Bjarnadóttir fyrrum formaður Heimssýnar og hagfræðingur ritar grein um þetta í skoðanadálkinn á visir.is í gær undir yfirskriftinni: Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum.
Þriðjudagur, 8. apríl 2025
Bara upp á punt
Undarlegar fréttir berast af samskiptum Noregs og Íslands við Evrópusambandið. Svo virðist sem einhver í sambandinu telji heppilegt að berja á Bandaríkjaforseta með því að tolla vörur frá Íslandi og Noregi.
Sá hefur líklega aldrei heyrt af EFTA og EES, eða lítur svo á að þeir séu bara merkingarlaust skraut.
Kannski ætlunin sé að nota tækifærið til að þröngva Íslendingum og Norðmönnum inn í bandalagið, nú sé lag að fá einhvern til að borga reikningana.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. apríl 2025
Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
Evrópusambandið bráðvantar peninga. Það vill auka nýsköpun og allt mögulegt fleira. Þetta fleira er að efla hergagnaframleiðslu. Evrópusambandið hefur ekki sama svigrúm og flest ríki til að hækka skatta. Tollar renna hins vegar að mestu leyti til sambandsins.
Þess vegna er ekki víst að Evrópusambandinu finnist mjög leiðinlegt að fara í tollastríð.
Ef Ísland væri í Evrópusambandinu mundu þeir tollar leggjast langtum þyngra á Íslendinga en meðaljóna í Evrópusambandinu. Íslendingar flytja nefnilega mikið inn frá Bandaríkjunum.
Ef Ísland væri í Evrópusambandinu væri með öðrum orðum verið að ræsa færiband sem flytti fjármuni frá Íslendingum í sjóði hergagnaframleiðenda í Evrópu. Nóg er nú samt.
Evrópumál | Breytt 8.4.2025 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. apríl 2025
Skynsemin ræður í Noregi
Norska stjórnmálastéttin hefur jafnan verið áhugasamari um að koma Noregi í Evrópusambandið, en hinn almenni kjósandi í Noregi. Líklega ráða þar atvinnutækifæri sem tengjast stéttinni nokkru, kannski miklu.
Félagsþroski í Noregi er þó á köflum svo mikill að valdamönnum dettur ekki í hug að sæja um aðild, eina ferðina enn, nema fyrir liggi viðvarandi og traust meirihlutafylgi hjá þjóðinni fyrir slíkum gjörningi.
Alveg væri nú ágætt ef valdamenn á Íslandi gætu sýnt sama þroska.
https://stjornmalin.blog.is/blog/stjornmalin/entry/2312851/
Nýjustu færslur
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
- Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða
- Nei, ekki aka út af!
- Stundir sannleikans renna upp
- Grafir
- Við bönnum hana bara
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 76
- Sl. sólarhring: 266
- Sl. viku: 1791
- Frá upphafi: 1213451
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 1640
- Gestir í dag: 71
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar