Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni, ritaði snarpa grein í skoðanadálk visir.is þann 11. desember sl.

https://www.visir.is/g/20242662487d/islenskur-utgerdarmadur-evropsk-verkakona

Hann segir vexti fyrirtækisins af lánum í evrum vera ríflega 8% á sama tíma og óverðtryggðir vextir nákomins ættingja hans af húsnæðisláni í íslenskum krónum séu liðlega 8%.

Síðan lýsir hann sannleika dagsins í dag þegar kemur að vöxtum og lífskjörum í raunheimum og segir m.a.:

Viðreisnarmaðurinn, Þorsteinn Pálsson, hefur hvorki heimsótt fiskverkakonur né útvegsbændur í Eyjum í tæpan áratug, svo ég viti til, til að kynna sér stöðu þeirra. Þá hefði hann nefnilega áttað sig á að fiskverkakonurnar eru frá Evrópu, einkum Portúgal og Póllandi. (Í Póllandi er ekki evra. Grunnvextir í Póllandi hafa verið svipaðir og á evru, en þó ívið hærri.) Þær eru ekki heima hjá sér til að njóta lágra vaxta í þeim löndum eða eru í Eyjum vegna veðurblíðu, heldur vegna hárra launa og möguleika á atvinnu. Laun evrópsku kvennanna í Eyjum eru nú með þeim hæstu sem þær eiga kost á innan evrópska efnahagssvæðisins.

 

Já, raunheimar endurspeglast sjaldnast í sófaspjalli nokkurra skoðanasystkina eins og Binni lýsir svo vel.


Mýtan um vexti

Gervigreind er orðin mjög þróuð og gangleg. Það sem gefur henni einnig einstaka eiginleika er að hún spyr ekki um stjórnmálaskoðanir þeirra sem beita henni til að leita svara við spurningum.

ChatGPT var beðið að bera saman vexti á húsnæðislánum í Hollandi og Sviss (Can you compare housing interest rates in Switzerland and Netherlands) og svarið kom um hæl og hljóðar þannig samantekið og í lauslegri þýðingu:

Í nóvember 2024 var merkjanlegur munur á vöxtum húsnæðislána í Sviss og Hollandi sem orsakast af mismunandi peningastefnu og efnahagslegum aðstæðum hvors lands um sig.

Vaxtastig: Vaxtastig á húsnæðislánum í Sviss er almennt lægra en í Hollandi. Til dæmis getur 10 ára húsnæðislán með föstum vöxtum í Sviss verið með vexti allt niður í 1,40%, en í Hollandi eru fastir lánsvextir að meðaltali um 3,18%. Efnahagslegir þættir: Lægri vexti í Sviss má rekja til sjálfstæðrar peningastefnu og sögulega lágra vaxta. Aftur á móti er Holland, sem hluti af evrusvæðinu, undir áhrifum frá stefnu Seðlabanka Evrópu, sem hefur leitt til hærri vaxta síðustu ár.

Markaðsaðstæður: Hollenski húsnæðislánamarkaðurinn hefur séð hækkandi vexti vegna efnahagslegra þátta og stefnu seðlabanka sem miðar að því að halda verðbólgu í skefjum.

Niðurstaða: Fólk sem hyggst kaupa sér húsnæði í Sviss nýtur góðs af lægri vaxtastigi á húsnæðislánum samanborið við Holland. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa í huga að vextir geta breyst eftir efnahagsaðstæðum og peningastefnu. Það er mælt með að leita til fjármálaráðgjafa eða sérfræðinga í húsnæðislánum til að fá sem nákvæmustu og persónulegustu upplýsingar.

Er niðurstaðan af þessu mögulega sú að til þess að lækka vexti á Íslandi væri betra að óska eftir að verða 27 Kantónan í Sviss fremur en aðild að peningakerfi ESB?


Hörmungarsagan

Nú er brýnt að rifja upp hörmungarsögu umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. 

Áhugamenn um þetta mál blekktu þjóðina og Alþingi með þvi´að halda því fram að það væri um eitthvað að semja.  Jón Bjarnason, sem var allan tímann í innsta hring rifjar þetta upp á bloggsíðu sinni.  Hann segir orðrétt:

 

Í júlí kom fram að stækkunarstjóri ESB  lýsti því að ekki væri unnt að veita varanlegar undanþágur  frá reglum ESB

Kom þetta fram á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB það ár.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  hélt því þá strax fram að í ljósi álits stækkunarstjórans ætti að hætta við umsóknina og draga hana til baka"

Vísvitandi var haldið áfram að blekkja þjóðina

Þeim sem héldu því fram að hægt væri að fara í "könnunarviðræður" og semja um undanþágur áttu þá þegar að vera ljóst að slíkt var rökleysa og vísvitandi verið að blekkja þing og þjóð. Reyndar vitað frá upphafi

En áfram var samt þumbast og vísvitandi að blekkja fólk uns rekist var svo á vegg að hætta varð við allt saman. 

Hörmungarsaga ESB umsóknar frá 2009 hefur tekið sinn toll í íslenskri stjórnmálasögu

ESB umsókn er ekki brýnasta mál dagsins sagði Kristrún Frostadóttir í aðdraganda kosninga. Hárrétt

 

Þessi undarlega vegferð sem var vörðuð stórfelldri blekkingu kostaði þjóðina drjúgan skilding og skilaði vitaskuld engu nema kostnaði og botnlausum leiðindum. 

 

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2308917/

 


Vont, og versnar líklega

Hjörtur tekur margumrædda skýrslu Draghi um stöðu mála í Evrópusambandinu til umræðu og staldrar við það sem Draghi segir um hin "rausnarlegu velferðarsamfélög" Evrópu, að dagar þeirra verði senn taldir ef Evrópusambandið hysjar ekki upp um sig.  

Það sem telst rausnarleg velferð í dag, stefnir semsagt í að verði ekki í boði á morgun í Evrópusambandinu.  Það er auðvitað umhugsunarvert. 

Hitt er að það það gæti orðið erfitt að finna Íslending sem tæki undir orð Draghi að í Evrópusambandinu væri "rausnarleg velferð", eftir að hafa kynnst öreigum í Portúgal og heimsótt heilsugæsluna í Grikklandi.    

https://www.stjornmalin.is/?p=870


Gott fyrir svefninn

Júlíus Valsson birtir skemmtilega frétt af Wolf, sem er fjármálamaður í útlöndum. Wolf kom til Íslands þegar Icesave var til umræðu og talaði umbúðalaust um hagsmuni Ísendinga og Evrópusambandið.

https://www.facebook.com/julius.valsson/videos

Að svo mæltu má benda á nýjan vef Hjartar J. Guðmundssonar.  Þar verða ugglaust feitir bitar á næstunni!

https://www.stjornmalin.is/?p=639


Lokuð leið

Í aðferðum félagsmála er sumt rétt og annað rangt.  Ef rangindin verða daglegt brauð verður óreiða og óöld.  Þegar grannt er skoðað er það eitt af því helsta sem greinir íslenskt samfélag frá fjölmörgum erlendum samfélögum þar sem smjör drýpur af hverju strái, en menn eru samt svangir.  Það er ekki óöld á Íslandi.

Vilji menn kollvarpa stjórnkerfi Íslands og færa stjórnvaldið til útlanda er rétt leið til þess.  Hún er sú að sannfæra Íslendinga um ágæti þess máls með heiðarlegum og skýrum málflutningi.

Ranga leiðin til að koma Íslandi í Evrópusambandið er að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem allir geta tekið undir (Hver er á móti „viðræðum“?), leggja svo út í hægfara valdaframsal með skapandi og frjálslegri túlkun á umboði þjóðarinnar.  Boða svo til atkvæðagreiðslu um leið og annarlegar aðstæður koma upp í samfélaginu og lofa veislu daginn eftir kosningar, ef menn kjósa rétt.  

Afnám hefðbundins lýðræðis með stórfelldum blekkingum við annarlegar tímabundnar aðstæður er tryggasta ávísunin á óöld á Íslandi.  Fylgjendur Evrópusambandsaðildar ættu að íhuga það.

 

 

 

 

  

 

 


Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns

Líklega er furðulegasta hugmynd síðari ára sú að það sé Íslendingum til hagsbóta að fela stjórnvald á Íslandi í hendur aðila sem ekki eru kosnir af fólkinu í landinu og er skítsama um hvort Ísland flýtur eða sekkur.  

Þá sjaldan spurt er hvernig meintur gróði af aðild verður til eru svörin jafnan út í bláinn og oft svo margorð að augljóst er að markmiðið er að hlustendur og lesendur tapi þræði og hætti að hugsa um málið. 

Margir taka til máls um svokölluð Evrópumál þessa dagana.  Flestir gera það til að brýna nýkjörna Alþingismenn, svo landsmálin fari ekki öll í uppnám með nýrri umsókn um aðild að Evrópusambandinu.  Í dag er sérstök ástæða til að vekja athygli eftirtöldum skrifum:

 

Í fyrsta lagi grein Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Aríonbanka, þar sem fjallað er um leiðir til að lækka vexti.  Eins og við mátti búast er hvorki upptöku evru né breytingu á lit peningaseðla þar að finna. 

.https://www.visir.is/g/20242659657d/thad-eru-leidir-til-ad-laekka-vexti-ibudalana-viljum-vid-gera-eitthvad-i-thvi-

 

Þá fer Hjörtur J. Guðmundsson yfir nokkur lykilatriði í valdakerfi Evrópusambandsins og drepur m.a. á valdaleysi þjóða sem þó eru tífalt stærri en Íslendingar. 

https://www.visir.is/g/20242660231d/mytan-um-saetid-vid-bordid

 

Þriðju skrifin á lista dagsins eru í ranni Jóns Bjarnasonar, fv. ráðherra og fullveldissinna, en hann greinir stjórnmálin á Íslandi skýrt og skynsamlega.  Það er deginum ljósara að fylgi svokallaðra Evrópuflokka er vegna þess að þeir lögðu blauta drauma um Evrópusambandsaðild til hliðar og héldu þeim alls ekki á lofti.  Ætli menn að hefja vegferð í átt að Evrópusambandinu fer augljóslega allt í háaloft. 

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/


Furðufuglar mánaðarins

Evrópusambandsfréttamennirnir æsast þessa dagana.  Þeir halda að þeir fái fallegt í skóinn sinn. 

Vísir birtir furðufrétt eftir Heimi Má Pétursson um vexti og stórkostlegan gróða af því að færa Evrópusambandinu völd á Íslandi.  

Sagt er frá frystihúsi sem borgar aðeins þriðjung af vöxtum verkakonu.  Vextir á íbúðaláni verkakonunnar eru líklegaa um 10%, svo frystihúsið borgar þá rúm 3% í vexti af sínu láni.  Það verður forvitnilegt að fá upplýst hvar hægt er að fá svo lága vexti til rekstrar fyrirtækis!  Tíðndin eru svo mikil að hinn boðaði gestur, Þorsteinn Pálsson, hlýtur að sýna þjoðinni greiðsluseðilinn. 

Í sömu frétt segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá fátækum löndum í A-Evrópu, segir þau hafa grætt á Evrópusambandsaðild og spyr hvers vegna Íslendingar ættu ekki að græða líka.  Svarið við því er einfalt:  Fátækrahjálp Evrópusambandsins er ekki fyrir ríki sem eru miklu ríkari en meðalríki í sambandinu. Það eru ríkin sem borga reikninginn. 

Það boðar ekki gott að hefja Evrópuumræðu á því að leyfa þremur frelsuðum Evróputrúboðum að segja tröllasögur af himnaríki á jörð í sjónvarpi. 

 

https://www.visir.is/g/20242659996d/starfs-kona-i-frysti-husi-greidir-thre-falt-haerri-vexti-en-eig-andi-frysti-hussins


Farsi úr fortíð

Jón Bjarnason, fv. ráðherra VG fer á kostum í bloggfærslum undanfarna daga.  

Hann rifjar m.a. upp atburði ársins 2009.  Þá treysti núverandi formaður Viðreisnar sér ekki til að styðja umsókn um aðild að Evrópusambandinu, í atkvæðagreiðslu á Alþingi.  Nú er það hennar hjartans mál. Hvað hefur breyst?  Bretar eru farnir og í ljós hefur komið að vandi Evrópusambandsins er mikill og langvinnur.  Þar eru sífellt hærri reikningar til að borga, fyrir þá sem eiga einhvern pening.  Þeim fer reyndar fækkandi.  Íslendingar eru enn sem komið er í hópi þeirra sem eiga pening.

Þá segir Jón frá viðskiptum sínum við forsætisráðherra sem gekk milli borða til að tryggja að menn greiddu rétt atkvæði:

ESB sinnar í öllum flokkum höfðu þrælskipulagt sig saman undir forystu formanna ríkisstjórnarflokkanna.  Jóhanna hafði kallað mig á einkafund rétt fyrir atkvæðagreiðsluna og hótaði mér í bak og fyrir annars vegar ef ég greiddi atkvæða gegn og hinsvegar lofaði gulli og grænum skógum ef ég samþykkti.

Öll þessi Evrópumál svokölluðu voru langur og rándýr farsi.  Stendur til að byrja hann a ný?

 https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2308712/

 

 


Ógöngur

Frosti Sigurjónsson er kjarnyrtur á Fasbókinni:

 
Viðreisn fékk aðeins tæp 15.8% atkvæða og vill að Ísland gangi í ESB, skrifræði sem hefur glímir við orkuskort, efnahagsamdrátt, atvinnuleysi, flóttamannavanda, skuldakreppu svo eitthvað sé nefnt. Enda hefur ESB líklega aldrei frá stofnun bandalagsins verið minna aðlaðandi kostur fyrir Ísland.
 
Aðildarviðræður voru reyndar hér í óþökk meirihluta þings og þjóðar. Kostnaðurinn var gríðarlegur og árangurinn enginn. Í ljós kom að ESB veitir engar varanlegar undanþágur frá regluverkinu heldur snúast viðræður um að umsóknarríki uppfylli regluverkið innan umsamins tímaramma.
 
Kostnaðurinn við aðildarviðræður var gríðarlegur og setti aukið álag á allar stofnanir og ráðuneyti.
 
Ég vil ekki trúa því að Samfylking og Flokkur fólksins láti Viðreisn plata sig út í aðildarviðræður sem munu kljúfa þjóðina, sólunda kröftum og fé hins opinbera og þannig draga úr öllum möguleikum þessara flokka til að standa við gefin kosningaloforð.
 
 
Það er gott að rifja upp að svokallaðar aðildarviðræður eru ekki ókeypis. Þær kosta hvítuna úr augunum, og skila svo auðvitað engu. 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 319
  • Sl. sólarhring: 367
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1256989

Annað

  • Innlit í dag: 282
  • Innlit sl. viku: 1349
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband