Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Hvað ef álið er næst, Kristrún?

Fjórfrelsið, frjáls flutningur vöru, þjónustu, fjármagns og fólks hefur lengi verið kynnt sem órjúfanleg stoð viðskiptasamstarfs bæði innan Evrópusambandsins og í gegnum EES-samninginn.

En nú hafa stjórnendur í Brussel stigið á bremsuna. Framkvæmdastjórn ESB hefur tilkynnt verndartolla á innflutning á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Þetta eru ekki bara einhverjir tollar. Þetta eru aðgerðir sem beinast að ríkjum sem hafa í þrjá áratugi tekið þátt í sameiginlega evrópska markaðnum á grunndvelli EES samningsins.

Fjórfrelsið í framkvæmd
Tollar sem þessir vekja óþægilegar spurningar. Er fjórfrelsið raunverulega skilyrðislaust eða aðeins í gildi þegar það þjónar hagsmunum stærri ríkja innan sambandsins?

Í rökstuðningi framkvæmdastjórnarinnar segir að um sé að ræða "tímabundna vernd" gegn "alvarlegri röskun" á innri markaði. En þegar slík aðgerð beinist gegn EES-ríkjum sem eiga að njóta sama markaðsaðgangs og aðildarríki, án þess að þau hafi haft raunveruleg áhrif á ákvörðunina, þá er hætt við að "sameiginlegi markaðurinn" reynist vera markaður á forsendum sumra en ekki allra.

Og hvað tekur við?
Járnblendi er stór útflutningsvara, en ál og afleiddar vörur vega enn þyngra í íslenskum útflutningi. Báðar greinarnar byggja á nýtingu endurnýjanlegrar orku og eru nátengdar íslenskri atvinnuuppbyggingu.

Á sama tíma og ESB beitir verndartollum á hráefni frá EES-ríkjum, innleiðir það nýja reglugerð um svokallaða kolefnisjöfnun við ytri mörk sameiginlega markaðarins, svonefnt CBAM-kerfi (Carbon Border Adjustment Mechanism).

Markmiðið er að jafna samkeppnisstöðu með því að leggja kolefnisgjöld á innflutning frá ríkjum utan ESB sem ekki lúta sama kolefnisverðkerfi og aðildarríki sambandsins. Í reynd getur slík löggjöf orðið að tækni- eða tollamúrum sem bitna á ríkjum eins og Íslandi, ríkjum sem þegar hafa innleitt nær alla umhverfislöggjöf ESB, en teljast samt "utan við mörkin".

Samningar tryggja ekki jafnræði
Verndartollarnir á járnblendi minna okkur á að formlegar skuldbindingar og loforð um jafnan markaðsaðgang duga skammt þegar ESB ákveður að verja eigin hagsmuni. Þó Ísland hafi fylgt reglum sambandsins um vöruflæði og tekið þátt í sameiginlegum markaði af ábyrgð, þá reyndist það litlu skipta þegar verndarhagsmunir stórra ríkja komu til álita.
Þetta er ekki fyrsta dæmið um að reglur ESB nýtist fyrst og fremst þeim sem hafa völdin til að móta þær. Það er áminning um að fjórfrelsi Evrópusambandsins á ekki að vera frjálst aðeins þegar það þjónar hagsmunum sambandsins sjálfs.

Og þegar hagsmunir stórra ríkja ráða för í trássi við gerða samninga, hvernig eigum við þá að leggja trú á "trúboðið" um að sérlausnir bíði handan við aðildarborðið?


Ákall elítu veitir ekki sjálfvirkt umboð

Í grein Ernu Bjarnadóttur á Vísir.is í dag, 6. ágúst, er bent á að engin ákvörðun hafi verið tekin af hálfu Alþingis eða ríkisstjórnar um áframhald umsóknar Íslands frá 2009. Skráning hennar hjá framkvæmdastjórn ESB felur ekki í sér lýðræðislegt umboð.

Greinin svarar beint áskorun sem sett var fram í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar 4. ágúst, þar sem hann hvetur stjórnvöld til að "klára það sem hófst 2009".

Engin ákvörðun, ekkert umboð
Á meðan hvorki hefur verið samþykkt þingsályktun, boðuð þjóðaratkvæðagreiðsla né tekin afstaða í ríkisstjórn, er enginn grundvöllur fyrir því að tala um virkt aðildarferli.

Eins og Erna bendir á, þarf íslensk ákvörðun að liggja að baki, óljós skráning í skruddum ESB færir ekki slíkt umboð.

Að halda öðru fram er dæmi um það sem fræðimenn hafa kallað elítudrifna samþættingu: að stefnumótun sé mótuð af þrýstingi að ofan fremur en lýðræðislegri umræðu og ákvörðun kjósenda.

Erna bendir einnig á að boðaðar "sérlausnir" í aðildarviðræðum séu ekki traustur grundvöllur. Þær eru háðar vilja annarra ríkja og eru hvorki varanlegar né lagalega bindandi.

Lýðræði krefst skýrleika en ekki formsatriða.


Samstarf á forsendum ESB er sjálf afþakkað

Frá Icesave til kísiljárnstolla: Hvernig Evrópusambandið beitir smáríki þrýstingi

Þótt Evrópusambandið tali um samráð og samstöðu, upplifa smáríki oftar en ekki allt annað í samskiptum sínum við sambandið. Þrýstingur kemur í stað samtals, og hótanir leysa af hólmi það sem kallað er "samvinna". Ísland þekkir þetta, bæði innan og utan formlegra samskipta.

Fullveldi sem hindrun
Síðustu áratugi hefur ESB beitt Íslandi þrýstingi í stórum málum: Icesave var eitt, makríldeilan annað og nýjasta dæmið núna er tollahótun vegna meintrar markaðsstöðu íslensks kísiljárns. Þar telur ESB sig þurfa að verja evrópskan markað gegn áhrifum frá fyrirtæki sem starfar innan 400.000 manna hagkerfis. Þetta er afhjúpandi. Þótt Ísland framleiði aðeins brot af heimsframleiðslu kísiljárns, er beitt verndarráðstöfunum gegn landinu líkt og við séum ógnun við efnahagslegt stórveldi.

Í öllum tilvikum hefur það verið fullveldi Íslands sem staðið í vegi fyrir "lausninni".

Óþægt smáríki sem kann ekki að þegja
ESB telur sig hafa rétt til að stýra en smáríki sem kunna að standa á rétti sínum eru óþæg. Það sýndi sig vel þegar þjóðin hafnaði Icesave-samningunum og EFTA-dómstóllinn staðfesti að við bærum enga ábyrgð. Það hefur einnig sýnt sig í makríldeilunni: ESB viðurkennir ekki að við eigum rétt á þeim fiskistofni sem hefur árum saman gengið inn í lögsögu okkar.

Í báðum málum voru hótanir, útilokanir og skilyrði í forgrunni alls ekki lausnamiðuð samvinna.

"Hefur ítrekað hótað okkur áður"
Eins og Hjörtur J. Guðmundsson bendir á í grein sinni "Hefur ítrekað hótað okkur áður" frá 2. ágúst sl., þá er þessi nýjasta hótun hluti af mynstri. Evrópusambandið hefur hótað Íslandi líklega oftar og harðar en nokkur önnur alþjóðastofnun eða ríki. Við höfum svarað með lýðræði, sjálfstæði og vörn hagsmuna okkar.

Við höfum valið að standa á rétti okkar áður og eigum að halda því áfram, í krafti fullveldis okkar.


Þar sem hann er kvaldastur

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.  Fátt á betur við um Evróputrúboðið þessa dagana.

Ljóst er að ef Ísland væri enn hreppur í Danaveldi, og þar með Evrópusambandinu, hefði alþýða landsins fengið að borga Icesave upp í topp og varla fengið mikið meira en eina soðningu af makríl.  Raunar væri landhelgi Íslands hluti af landhelgi Evrópusambandsins og óvíst hversu marga sporða Íslendingar fengju af afla af Íslandsmiðum. 

Það eru nefnilega ríki í Evrópusambandinu sem hafa mörg hundruð ára veiðireynslu við Ísland og það eru ríkin sem ráða sambandinu.

Það gerist reglulega að í brýnu slær milli Íslands og Evrópusambandsins, eða einstakra ríkja innan sambandsins.  Þá hefur ævinlega reynst Íslendingum vel að vera ekki undir erlent stjórnvald settir.

 https://www.stjornmalin.is/?p=11566

 

 

 


Yfirreið um tolla, fríverslun og fullveldi á Sögu

Haraldur Ólafsson ræðir tollamálin, tollastríð, fríverslun og mikilvægi þess að Ísland verði áfram fullvalda ríki í ólgusjó heimsmála á Útvarpi sögu.  Svo er líka spjallað um veðrið. 

https://utvarpsaga.is/verslunarmannahelgarvedrid-rigning-og-skurir-vidast-hvar-bjartara-fyrir-nordan/

 

 


Áhyggjur utanríkisráðherra og annað

Nú leggja Bandaríkjamenn tolla á vörur frá Íslandi.  Þannig væri það ekki ef fríverslunarsamningur væri í gildi milli þjóðanna. 

Hvers vegna er ekki fríverslunarsamningur milli Íslands og BNA?

Getur verið að tæknilegar hindranir sem fljóta til Íslands í gegnum EES-samninginn komi í veg fyrir að BNA sjái sér fært að gera slíkan samning við Íslendinga?  

Hvað ætlar utanríkisráðherra að gera í málinu, annað en að hafa áhyggjur?

 


Til hvers?

Evrópusambandið ætlar að leggja tolla á tilteknar iðnaðarvörur frá Íslandi, með tilvísun í stöðu heima fyrir og samkeppni frá Kína og öðrum fjarlægum löndum. 

Fyrst þetta er virðingin fyrir fríverslunarsamningi EFTA og EES-samningnum verður varla hjá því komist að endurskoða samskipti Íslands við þau lönd Evrópu sem eru í Evrópusambandinu. 

Í því sambandi þarf að hafa í huga að Ísleningar þurfa að ráða eigin málum algerlega, geta haft viðskipti við þær þjóðir sem þeir kjósa, beri engar skuldbindingar sem hefta þetta frelsi hvað þá að standa í styrjöldum.  Þá þarf að setja því þrengri skorður að Íslendingar taki sjálfkrafa upp íþyngjandi lög og reglur sem kosta mikið, en ekki er þörf á.  Síðast en ekki síst þarf að endurskoða greiðslur til Evrópusambandsins.  Þeir sem þurfa aðstoð af því tagi í heiminum eru ekki í Evrópusambandinu. 

https://www.stjornmalin.is/?p=23810

  

 


Bara ef Úrsúla réði á Íslandi

Úrsúla von der Leyan og Donald Trump hafa samið. Engar fréttir eru um að Úrsúla hafi haft ríkisstjórn Möltu með í ráðum, enda vita allir að þannig var það ekki. 

Evrópusambandsliðið ætlar að fjárfesta í BNA og kaupa meira þaðan.  Talað er sérstaklega um orku og vopn.  Það rímar ágætlega við að sambandið ætlar að taka himinhátt lán til að kaupa hergögn. 

Í staðinn lækka tollar á vörur frá Evrópu, þó ekki niður í þá prósentu sem gildir fyrir Ísland.

Ef Íslendingar væru í þessu samkvæmi fengju þeir að borga himinháar upphæðir fyrir vörur sem þeir þurfa ekki og fá að launum mun verri viðskiptakjör en þeir hafa í dag. 

Alltaf verður skrýtnara og skrýtnara að nokkur maður á Íslandi skuli vilja Ísland inn í Evrópusambandið. 

 

 

 


Gulli neglir

Ástæða er til að vekja athygli lesenda á viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Guðlaug Þór Þórðarson á Útvarpi sögu.

Guðlaugur Þór fer yfir nokkur mikilvæg atriði sem hvert um sig ætti að duga til að allar hugmyndir um innlimun Íslands í Evrópusambandið hyrfu úr umræðunni.  Guðlaugur Þór segir, sem er, að Evrópusambandið sé í raun samband embættis- og stjórnmálamanna.  Það skýrir líklega að miklu leyti hversu vinsælt sambandið hjá þeim sömu stéttum, en óvinsælt meðal almennings.  Almenningur borgar nefnilega. 

Eftir sem áður er stærsta atriðið líklega að aðild að Evrópusambandinu er stórfelld tilfærsla á valdi frá kjörnum fulltrúum til embættismanna í útlöndum sem þurfa ekki að útskýra neitt fyrir kjósendum, því embættismennirnir verða ekki kosnir burt. 

https://utvarpsaga.is/gudlaugur-thor-loford-um-betri-efnahag-innan-esb-byggist-a-blekkingum/


Út fyrir ramma skynsemi og raunsæis

Evrópusambandið á í blóðugu stríði við Rússa.  Búið er að drepa eða limlesta á aðra milljón manna og ekki sér fyrir endann á hildarleiknum. 

Evrópusambandið hefur tekið við stríðsrekstri sem BNA hafa að mestu gefist upp á, og hafa þau að matri sumra skipt um lið. Evrópusambandið vill gefa í, með gamla liðinu. 

Evrópusambandið á í tollastríði við BNA, þau sömu Bandaríki sem eru langvoldugasta herveldi heims sem telur Ísland á sínu áhrifasvæði og er með sérstakan samning við Ísland sem mótast af þeirri staðreynd.  

Við þessar aðstæður dettur forsætis- og utanríkisráðherra í hug að "öryggi" og "vörnum" Íslands sé svo ábótavant að nauðsynlegt sé að semja um eitthvað við ESB i þeim málum.  Lengra út fyrir ramma skynsemi og raunsæis verður varla komist. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 263
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 2467
  • Frá upphafi: 1255723

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 2197
  • Gestir í dag: 207
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband