Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Friðsamir krókódílar

Að semja við stórveldi um að gangast því á hönd gegn loforðum um eitthvað er eins og að semja við krókódíla um að fá að synda í friði í pollinum þeirra. 

Þetta er rækilega staðfest í nýlegri afhjúpun FT sem er útlent blað um fjármál og fleira.  Valdamenn Evrópusambandins leggja á ráðin um viðamikla árás á efnahag Ungverja vegna þess að þeir vilja nýta rétt sinn að kjósa samkvæmt bestu samvisku. 

Fólkið sem vill "kíkja í pakkann" og "semja" um eitthvað misvel skilgreint ætti að hafa þetta í huga. 

https://www.ft.com/content/9dabcd4b-9c64-4124-9f9c-b0c898c84c8f

 


Eldað í flórnum

Það hefur svosem lengi verið vitað að sú hugmynd að ganga í Evrópusambandið til að takast á við spillingu væri á pari við að bæta hreinlæti við matargerð með því að elda úti í fjósi. 

Stundum gerist það að það sem talið er dálítið maðkað reynist sannkölluð ormagryfja.  Þegar nýjasta grein Hjartar J. Guðmundssonar er lesin er erfitt að verjast þeirri hugsun. 

https://www.visir.is/g/20242606634d/haettu-ad-spyrja-um-spillinguna 


Laus sæti sunnudagskvöld 11. ágúst

Frést hefur að enn séu laus sæti á málþinginu.

Sitthvað bendir til þess að þetta geti orðið viðburður ársins.

 

 https://www.facebook.com/events/694758852828260

 

 

 


Skrýtin barátta

Félag á Íslandi auglýsir ákaft og biður um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um eitthvað sem nefnt er "aðildarviðræður" við ríkjasamband í útlöndum. 

Almennt er það svo að stjórnvöldum er heimilt, og reyndar skylt, að eiga "viðræður" við erlend ríki hvenær sem þess er þörf. Ekki þarf þjóðaratkvæðagreiðslu til þess.

Menn geta skemmt sér við að sjá fyrir sér hvernig færi ef Íslendingar mundu ákveða í atkvæðagreiðslu að fara í "viðræður". Fulltrúi ríkisstjórnarinnar mundi mæta á fundarstað og tilkynna útlendingunum að ríkisstjórn Íslands væri skipuð flokkum sem hefðu lofað kjósendum sínum að gæta fullveldis landsins. 

Menn gætu þá í framhaldinu átt viðræður um tíðarfarið.  Það gæti gefið marga góða fundi. 

 


Sjálfseyðingarhvöt

Það blæs ekki byrlega í efnahagsmálum í Þýskalandi og reyndar víðast hvar í Evrópusambandinu.  Orkuskortur og blóðug styrjöld eiga þar ugglaust hlut að máli, og svo verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að Bretar yfirgáfu skútuna fyrir nokkrum árum.  Sú brottför var ekki sem olía, heldur fremur lúka af sandi í gangverk sambandsins.  Bretar borguðu nefnilega mikið með sér, eins og gert er ráð fyrir að efnameiri þjóðir geri. 

Vonandi tekst Evrópusambandinu að halda skútunni ofan sjávar enn um sinn, en horfurnar eru frekar dökkar, eins og Hjörtur J. Guðmundsson ræðir skilmerkilega í nýjustu grein sinni á Vísi. 

Óvænt aukaafurð af erfiðleikum Evrópusambandins er opinberun á miklum trúarhita frelsaðra Evrópusambandsmanna úti á Íslandi.  Þeir vilja um borð í skútuna, og það af efnahagsástæðum! 

Hvað er það annað en sjálfseyðingarhvöt að mega ekki sjá sökkvandi skip án þess að vilja stökkva um borð?

 

 https://www.visir.is/g/20242604045d/milli-vonar-og-otta

 


Safaríkt málþing í aðsigi

Samtökin Frelsi og fullveldi gleyma ekki að taka lýsið sitt. 

Þau boða til málþings í Reykjavík 11. ágúst næstkomandi. Til umræðu verða m.a. umframdauðsföll, fjármálakerfi, reiðufé, lyfjaiðnaður og landbúnaður í heimi á hverfanda hveli. 

 

https://www.facebook.com/frelsiogfullveldi


Hróp í eyðimörk

Lítill hópur áhugamanna um flutning á stjórnvaldi frá Íslandi til útlanda situr nú við skriftir og talar fjálglega um hávært kall almennings til vegferðar inn í kæfandi faðm Evrópusambandsins. 

Hið sanna er vitaskuld að langflestir Íslendinga eru í þeim hópi fólks sem veltir svokölluðum Evrópumálum lítið fyrir sér þessa dagana, eða eru heitir fullveldissinnar og hafa litla þolinmæði til að hlusta á sölumenn snákaolíu. 

Hjörtur J. Guðmundsson ræðir þetta skilmerkilega í nýrri grein á Vísi:

 

https://www.visir.is/g/20242602815d/volada-thjod-


Tryggingin og iðgjaldið

Gauti heitir maður, Kristmannsson.  Hann skrifar nýverið um að það geti verið gott að vera í Evrópusambandinu, því það sé gott tryggingafélag ef hamfarir skyldu verða á Íslandi.  

Ef menn vilja tryggingu er best að kaupa tryggingu þar sem skilmálar eru ljósir, bæði hvað varðar iðgjald og bætur.  Það er ákaflega langsótt að sækja tryggingu þar sem iðgjaldið óljóst og eins bæturnar.  Það eina sem er ljóst, ef farin er leið Gauta, er að það þyrfti borga mikið og að sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar þynntist rækilega út.

Svo má líka velta fyrir sér hvort sanngjarnt sé að alþýða Evrópusambandsins, sem er upp til hópa á sultarlaunum, miðað við það sem tíðkast á Íslandi, borgi kostnað af hamförum á Íslandi. 

 

 

 


Brexit metið

Eins og við mátti búast reyna margir að meta áhrif Brexit á Breta og það sem eftir er af Evrópusambandinu.   Og, eins og við mátti búast eru niðurstöðurnar út og suður.  Kannski ráðast þær af því hver kaupir verkið.  Kannski ekki. 

Hvað sem skýrslum líður er ekki að sjá á helstu hagtölum að verr hafi gengið undanfarin ár hjá Bretum en öðrum stærstu þjóðum í Evrópu.

Hér er ein af lofgjörðum um Brexit.  Þeir sem hafa tekið trú á Evrópusambandið dreifa ugglaust skýrslum sem hljóma betur í þeirra kirkju.

 

https://assets.publishing.service.gov.uk/media/65ba6d52f51b1000136a7e3d/brexit-4th-anniversary-accessible-version.pdf

  


Meiri kreppu í von um minni kreppu

Á sínum tíma héldu sumir að leið Íslands út úr kreppu í kjölfar bankahrunsins hlyti að vera að færa stjórnvaldið til útlanda, þ.e. Evrópusambandsins.  Flestum var þó ljóst að eina leiðin til að svo gæti orðið væri að kreppan yrði sem hörðust og sem flestir yrðu svangir. 

Það fór ekki svo að alþýðan félli úr hungri á Íslandi og umsóknin um aðild að Evrópusambandinu gufaði upp. 

Eftir stendur hin sérkennilega staða að eina leiðin til að koma Íslandi í Evrópusambandið er að koma af stað hyldjúpri kreppu með aflabresti, hungri og volæði.  Í ljósi þess hlýtur að hvarfla að mönnum að best sé að þeir sem tekið hafa heita trú á Evrópusambandið fáist ekki við að stjórna neinu sem máli skiptir á Íslandi. 

Hjörtur J. Guðmundsson ræðir sitthvað sem að þessu lytur á fullveldi.is

 

 https://www.fullveldi.is/?p=36413

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 31
  • Sl. sólarhring: 613
  • Sl. viku: 1762
  • Frá upphafi: 1257725

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1589
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband