Leita í fréttum mbl.is

Skrýtin barátta

Félag á Íslandi auglýsir ákaft og biður um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um eitthvað sem nefnt er "aðildarviðræður" við ríkjasamband í útlöndum. 

Almennt er það svo að stjórnvöldum er heimilt, og reyndar skylt, að eiga "viðræður" við erlend ríki hvenær sem þess er þörf. Ekki þarf þjóðaratkvæðagreiðslu til þess.

Menn geta skemmt sér við að sjá fyrir sér hvernig færi ef Íslendingar mundu ákveða í atkvæðagreiðslu að fara í "viðræður". Fulltrúi ríkisstjórnarinnar mundi mæta á fundarstað og tilkynna útlendingunum að ríkisstjórn Íslands væri skipuð flokkum sem hefðu lofað kjósendum sínum að gæta fullveldis landsins. 

Menn gætu þá í framhaldinu átt viðræður um tíðarfarið.  Það gæti gefið marga góða fundi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki komin svolítil gjá milli þings og þjóðar ef þjóðin ákveður að gara í viðræður en meirihlutaflokkar á alþingi lofa þjóðinni að gera það ekki? Hvar er lýðræðið í þessu? Er það hjá þjóðinni eða hjá flokksræðinu?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.8.2024 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 177
  • Sl. viku: 1692
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband