Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Kjarni máls I

Í orðaflaumi umræðunnar er alltaf gott að rifja upp kjarna máls.

Sumir biðja um að rannsakað sé hvað hitt og þetta í Evrópulöggjöf mundi þýða fyrir Ísland.  Hvað mætti og hvað ekki, hvað þyrfti að borga og hvernig styrk mætti fá „í staðinn“. 

Í flestum tilvikum skipta svörin litlu eða engu máli.   Evrópusambandið er nefnilega í þróun.  Sífellt koma ný lög og nýjar reglur og smáríki innan jafnt sem utan sambandsins hafa lítið um þau að segja.  Evrópusambandið stefnir að auknum samruna og ástæða er til að ætla að það muni ganga hraðar en fyrr, vegna þess að Bretar fóru.  Smáríki, sem þó hýsa 50 sinnum fleiri sálir en Ísland, ráða þar litlu. 

 


Grikkir

Fyrir stuttu bárust fréttir af dýru kexi á Spáni og á Ítalíu. Nú berast fregnir af því að súkkulaði sem heitir Toblerone sé miklu dýrara í stórmarkaði suður í Grikklandi en í Nettó í Reykjavík.  Nettó selur súkkulaðið á 248 krónur, en í kaupfélaginu í Grikklandi kostar eins stykki um 320 krónur.  Sagt er að í annarri búð í Reykjavík sé þetta sama súkkulaði enn ódýrara. 

Ætli það fjölgi ekki í félaginu í Evrópusambandinu sem vill taka upp íslenskar krónur þegar þetta spyrst út?

 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn  


Svíar

Ólík þróun í Noregi og Svíþjóð undanfarna áratugi hefur orðið ýmsum umhugsunarefni.  Óhætt er að fullyrða að heimsendaspár aðildarsinna í baráttunni fyrir kosningarnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 hafi ekki gengið eftir.   Hvað Svía varðar er auðvitað ekki hægt að útiloka að samdráttur hefði orðið enn meiri ef þeir hefðu kosið að standa utan sambandsins, eins og Norðmenn.  Það verður þó að teljast ólíkegt. 

Spyrji menn hvað valdi samdrættinum í Svíþjóð frá því landið gekk í Evrópusambandið verður fátt um svör.  Það er þó ljóst að miklir fjármunir streyma stöðugt frá Svíþjóð til Evrópusambandsins.  Sá nettóstraumur nam um 2,5 milljörðum evra í fyrra, sbr. hjálagða skýrslu.  Það má sinna mörgum arðbærum verkefnum fyrir slíka upphæð.  Þá er ótalin vinnan sem fylgir því að reka samfélag sem þarf að fylgja öllum reglum Evrópusambandsins, til viðbótar við heimagerðar reglur.  Fyrir rúmum áratug síðan rúmuðust Evrópureglurnar á 100.000 síðum, en eitthvað hefur sú tala hækkað síðan þá.  Það er ekki erfitt að trúa því að kostnaðurinn við að sinna kerfinu sé mun meiri en beinar greiðslur Svía til Evrópusambandsins.  Safnast þegar saman kemur.

 

https://www.iwkoeln.de/fileadmin/user_upload/Studien/Report/PDF/2022/IW-Report_2022-Wer-finanziert-die-EU.pdf


Svíar og Norðmenn

Fyrir tæpum 3 áratugum stóð til að koma Noregi og Svíþjóð inn í Evrópusambandið. Svíar kusu sig inn, en Norðmenn ekki. Kosningabaráttan var á köflum skrautleg. Ekki skorti dómsdagsspár aðildarsinna, ef innlimun í bandalagið yrði ekki samþykkt, í báðum löndum. Í Svíþjóð bar á þeirri skoðun að mikilvægt væri að Evrópusambandið nyti leiðsagnar Svía í framtíðinni og því væri samfélagsleg skylda Svía að ganga í bandalagið. Í Noregi var sú skoðun hins vegar algeng að Evrópusambandið mundi lítið hlusta á smáþjóðir úti á hjara veraldar, sama hvað þær hefðu að segja.


Myndin sem birtist á Fasbókarsíðu Heimssýnar sýnir landsframleiðslu á íbúa í báðum þessum löndum, þegar Svíar gengu bandalaginu á hönd, en Norðmenn urðu eftir „úti í kuldanum“. Til samanburðar eru tölur frá því í fyrra. Ekki fer á milli mála að straumur gulls í vasa Norðmanna hefur aukist mjög mikið, eða um 303%. Mun minna hefur breyst í Svíþjóð, þar er aukningin bara 84%, sem er engin raunaukning. Það er auðvitað fráleitt að halda því fram að aðild að Evrópusambandinu sé eina breytistærðin sem skýrir þennan mun, en það verður þó ekki framhjá því horft að á þeim tæpum þremur áratugum sem liðnir eru frá því sambandið gleypti Svía hafa miklir fjármunir runnið úr sameiginlegum sjóðum Svía í fjárhirslur höfðingjanna í Brussel – mikið umfram það sem ratað hefur til baka til Svíþjóðar.


Ólíkt því sem sumir á Íslandi virðast halda, þá er það ekki markmið Evrópusambandsins að styrkja ríkar smáþjóðir. Hlutverk hinna ríku smáþjóða er að borga.

https://www.facebook.com/groups/heimssyn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afhendir þessi gögn. Upphæðir eru ekki núvirtar.


Norðmenn

Óhætt er að segja að Norðmönnum hafi farnast þokkalega í gegnum tíðina. Þjóðin hefur hafnað innlimun í Evrópusambandið tvisvar.  Í bæði skiptin var hótað eldi og brennisteini ef ekki yrði gengið inn, enn það gekk auðvitað ekki eftir. 

 

Systursamtök Heimssýnar í Noregi reka ágætan vef sem rétt er að vekja athygli á. Þar er margt ágætt til að lesa um helgar. 

 

https://neitileu.no/

 

Svo minnum við á það er hægt að gerast áskrifandi að Heimssýn á Fasbók, en það kostar vitaskuld ekki neitt.

 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn


Hver á að gefa út heimildir til Íslandsferða?

Fyrir örfáum áratugum hefði flestum á Íslandi þótt fjarstæða að stórveldi á meginlandi Evrópu fengi að ráða hverjir fengju að heimsækja Ísland, en ekki íslensk stjórnvöld.  Engu að síður stefnir í að svo verði og það án nokkurrar umræðu í landinu.    

Nú er það svo að Íslendingar eru háðari utanríkisviðskiptum en flestar aðrar þjóðir og því augljóslega afar undarleg ráðstöfun að fela erlendu stórveldi að ákveða hverjir mega heimsækja Ísland.  Það kann að vera meinalaust þegar allt leikur í lyndi, en skjótt skipast veður í lofti í alþjóðastjórnmálum og hver veit hver verður næsti óvinur eða keppinautur Þýskalands, Frakklands og þeirra fylgiríkja? 

Það er ólíklegt að það verði Íslandi til farsældar að blandast inn í togstreitu eða átök erlendra stórvelda með þeim hætti sem líklegt er að verði ef eitthvert stórveldi telur sig hafa rétt til að ákveða hverjir fái koma til Íslands.

 


Leiðin út úr auraþokunni

Stundum getur verið erfitt að sjá til lands í þokukenndri umræðu.  Lausnin er þá að hreinsa burtu froðuna.  Það er stundum hægt að gera með því að huga að breytistærðum.  Raunvextir eru breytistærð sem lýsir leiguverði á peningum.  Nafnvextir eru líka breytistærð sem gott getur verið að nota, en hafa verður í huga verðrýrnun gjaldmiðils í því samhengi. 

Breytistærðir sem lýst er með orðum á borð við „borga þrisvar fyrir íbúð“ eru erfiðar viðfangs.  Maður kaupir íbúð á 10 milljónir og 20 árum síðar selur hann íbúðina á 50 milljónir.  Hann borgar 50 milljónir í vexti og afborganir.  Hversu oft borgar hann íbúðina sína?  Hann borgar 5 sinnum kaupverðið, en einu sinni verðmæti íbúðarinnar sem hann seldi.   Reikna mætti meðalverð íbúðarinnar á tímabilinu sem hann átti hana eða taka meðaltal af kaupverði og söluverði.  Niðurstaðan af æfingum af þessu tagi er að breytistærðin „borga X sinnum fyrir íbúð“ er illskiljanleg og vond.  Hún gegnir helst því hlutverki að dæla þoku inn í umræðuna og kannski er það hið raunverulega markmið. 

Best er að hætta að nota vondar breytistærðir og halda sig við hið einfalda, vexti og raunvexti.

Raunvextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru nálægt núlli á Íslandi. Það verður seint talið hátt verð, jafnvel þótt þeir séu neikvæðir í sumum öðrum löndum.  Ekki er augljóst að mikil sanngirni felist í neikvæðum raunvöxtum.  Greiðslubyrði er á hinn bóginn há á flestum óverðtryggðum lánum.  Það er tæknilegt vandamál sem einfalt ætti að vera að laga, ef vilji stæði til þess.

 

 

 

 


Nýir tímar með nýjum gjalddögum

Eins og fæstir líklega vita og fjölmiðlar fjalla ekki um er nýr skattur sem Evrópusambandið hyggst leggja á atvinnulíf á Íslandi handan við næstu áramót.  Það er vegabréfsáritunargjald fyrir ferðafólk frá löndum utan Schengen.  Í fljótu bragði virðist heildarupphæðin vera um milljarður, en mjór er mikils vísir.  Það borgar sig ekki alltaf fyrir valdhafa að taka of stór skref í álögum.  Skatturinn leggst vitaskuld jafnt á þá utansveitarmenn sem heimsækja Ísland og þá sem heimsækja Hannover eða Essen.  Munurinn er sá að atvinnulíf í þeim borgum snýst að óverulegu leyti um ferðamenn frá fjarlægum löndum, ólíkt því sem á við á Íslandi.  Skatturinn leggst með öðrum orðum margfalt þyngra á íslenskt atvinnulíf en atvinnulíf annars staðar í Evrópu.

Hitt er svo enn umhugsunarverðara, það er spurningin um það hvort embættismenn í gömlu evrópsku nýlenduveldunum eigi að fá að ráða því hvort breskir skólakrakkar fái að skoða hraun á Íslandi?

 


17. júní 2023

 

Í dag eru liðin 212 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar og rétt er að  minnast þriggja atriða í málflutningi Jóns og baráttu.

 

Í fyrsta lagi hvatti Jón íslenska þjóð eindregið til að taka ráð sín í eigin hendur.  Ekki var það vegna andúðar á Dönum, heldur vegna þess að hann taldi einfaldlega skynsamlegast að sérhver þjóð réði sér sjálf.

 

Í öðru lagi var Jón hlynntur því að Íslendingar ættu vinsamleg samskipti við sem flestar þjóðir og að best væri að verslun væri sem frjálsust

 

Í þriðja lagi beitti Jón aldrei sverði, heldur penna.   Af því er mikill sómi sem margar þjóðir mættu líta til. 

 

Íslendingar og aðrir íbúar heimsins geta enn mikið lært af Jóni Sigurðssyni.

 

Heimssýn óskar landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar


Þetta er stærra mál

Yfirstandandi styrjöld í austurvegi er slæm.  Mjög slæm.  Hana þarf að stöðva strax, en það er ekki augljóst að brottrekstur rússneska sendiherrans færi okkur neitt í átt að því takmarki. Þá eru mörg önnur mál sem þjóðir þutfa að eiga samskipti um, sem ekki tengjast styrjöldinni með beinum hætti.   

Jón Bjarnason, fyrrverandi formaður Heimssýnar, fyrrverandi ráðherra m.m. fer yfir málin í pistli sínum sem birtur er hér:

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2291284/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 25
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 2597
  • Frá upphafi: 1259175

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 2385
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband