Leita í fréttum mbl.is

Fleiri áhugaverðar fréttir af Evrópumálunum

Bankarnir ekki í evrur á árinu
Útilokað er að íslensku viðskiptabankarnir færi uppgjör sitt og eigið fé í evrur á árinu. Samkvæmt lögum hefði umsókn um slíkt þurft að liggja fyrir 1. nóvember á síðasta ári ef bankarnir ætluðu að færa bókhaldið og gera upp í evrum á þessu ári. Sterkur orðrómur hefur verið uppi um að Kaupþing hygðist taka slíkt skref, en samkvæmt heimildum var aldrei lögð fram slík umsókn. Það er því útilokað að slíkt gerist á þessu ári. Forsvarsmenn Kaupþings hafa ekkert viljað tjá sig um þessa umræðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Glitnir og Landsbankinn ekki heldur lagt fram slíka umsókn.
Meira á Vísir.is

Engin ástæða til að örvænta yfir krónunni
Krónan getur lifað um langa framtíð og það er engin ástæða til að örvænta yfir henni. Þetta segir Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri.
Meira á Vísir.is

VG: Krónan ekki sökudólgurinn
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir allt tal um að taka upp evruna sem lausn á núverandi hagstjórnarvanda hér á landi út í loftið. Mikilvægt sé, að gera krónuna ekki að blóraböggli.
Meira á Rúv.is


Brotnir flokkar velja Evrópu

pallvBrotnir stjórnmálaflokkar velja stór mál í kosningum til að draga athyglina frá vanhöldum flokkanna sjálfra. Því stærri sem málin eru því meiri líkur eru á að hægt sé að fela sig á bakvið þau. Innganga í Evrópusambandið er heljarstórt mál og þangað leita þeir flokkar skjóls sem annars væru berrassaðir á almannafæri rétt fyrir kosningar.

Grein Páls Vilhjálmssonar, blaðamanns, má lesa í heild sinni á bloggsíðu hans.


Nýr forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um evruna og ESB

c_euro645_100770Dr. Gunnar Ólafur Haraldsson er nýr forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og tók hann við af Dr. Tryggva Þór Herbertssyni sem lét af þeim störfum um síðustu áramót. Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, innti í gær Gunnar um skoðun hans á þeirri umræðu sem verið hefur í gangi að undanförnu um evruna og krónuna. Gunnar sagði fyrir það fyrsta ekki vera búið að skoða nægilega vel allar hliðar málsins til þess að hægt sé að taka ákvörðun um að kasta krónunni. „Það hefur til að mynda ekki verið fullskoðað hvernig við myndum haga hagstjórninni, með lítil sem engin áhrif á gjaldmiðilinn. Að taka upp evruna getur líka haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn og þau áhrif hafa heldur ekki verið rannsökuð ofan í kjölinn. Þetta er ekki bara spurning um að telja kostina og ókostina. Það þarf að vega og meta hversu þungt þessir kostir og ókostir vega. Spurningin um fyrirkomulag þessara mála á ekki að vera dægurmál."

Gunnar telur ekki ráðlagt að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. „Ef við tækjum upp evruna þyrftum við strax að reyna að aðlaga íslenska hagkerfið sem best að sveiflum í evrópska hagkerfinu. Sögulega séð hefur Ísland oft verið í uppsveiflu á meðan Evrópa er í niðursveiflu og öfugt. Ef við tækjum upp evruna án þess að ganga í sambandið gætum við lent í því að vera með lága vexti í uppsveiflu og háa vexti í kreppu." Hann bendir líka á að þótt Íslendingar tækju upp evruna væru hagstjórnarvandamál hvergi nærri úr sögunni.

„Áhrifin af uppsveiflu eða niðursveiflu koma alltaf einhvers staðar fram. Ef það gerist ekki að hluta til í gegnum gengið, þá gerist það bara einhvers staðar annars staðar. Svo má heldur ekki gleyma því að við verðum ekki laus við áhrifin af gengissveiflum þótt við tökum upp evruna. Aðrir gjaldmiðlar sveiflast líka, þetta verða þá bara ekki gengissveiflur sem verða til af ástandinu hérna innanlands. En sveiflurnar myndu vissulega minnka."

(Athugasemd Heimssýnarbloggsins: Því er við þetta að bæta að hvorki er ein hagsveifla til staðar innan Evrópusambandsins né evrusvæðisins þó sveiflurnar þar á bæ séu allajafna miklum mun líkari en það sem gengur og gerist á milli Íslands og aðildarríkja sambandsins. Sums staðar er uppsveifla innan evrusvæðisins, s.s. á Spáni, á meðan erfiðlega hefur gengið að örva hjól atvinnulífsins t.a.m. í Þýskalandi og Frakklandi. Miðstýrðir stýrivextir Seðlabanka Evrópusambandsins, sem gilda á öllu evrusvæðinu, hafa fyrir vikið verið einhvers konar málamiðlun og í raun ekki hentað neinu af evruríkjunum. Hugmyndafræðingar evrusvæðisins gerðu ráð fyrir því í upphafi að hagsveiflur evruríkjanna myndu smám saman samlagast en það hefur þó enn ekki gerst heldur hafa sveiflurnar til þessa miklu fremur fjarlægst.)

Ýmsir hafa haldið því fram að evran muni, hvort sem okkur líkar betur eða verr, lauma sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf, samfara því að umsvif íslenskra stórfyrirtækja verði í sífellt meira mæli í erlendum gjaldmiðli. Fullyrt hefur verið að það myndi gera peningamálastjórn Seðlabankans áhrifalausa. „Ég sé ekki að þetta myndi breyta miklu frá því sem nú er, því að stórum hluta hafa stýrivextir Seðlabankans ekki virkað sem skyldi. Bankarnir hafa nú þegar greiðan aðgang að erlendu lánsfjármagni og eru því að miklu leyti undanskildir áhrifum af stýrivöxtum Seðlabankans. Ég held það sé alltaf, þrátt fyrir allt [s.s. hvort sem hér á landi væri í notkun evra eða króna], almenningur í landinu sem ber þyngstu byrðarnar af peningamálastjórninni."


Áhugaverðar fréttir af Evrópumálunum

blodESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu
Amelia Torres, talsmaður Evrópusambandsins (ESB) í efnahagsmálum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að evran væri órjúfanlegur hluti af ESB og ríki geti aðeins tekið upp evruna með því að ganga í sambandið fyrst. Að auki þurfi hagkerfi ríkjanna að uppfylla ströng skilyrði til að fá að ganga í Myntbandalag Evrópu, EMU.
Meira á Mbl.is

Seðlabankastjóri: Engin evra án ESB-inngöngu
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að ekki komi til greina að Íslendingar taki upp evru nema þeir gangi í ESB fyrst. Talsmaður ESB í efnahagsmálum tekur í sama streng og segir evruna órjúfanlegan hluta sambandsins.
Meira á Rúv.is

Peningamálastefnan bítur áfram, segir Seðlabankinn
Gengi krónunnar féll um tæp tvö prósent í dag vegna sterks orðróms um að Kaupþing hyggist færa uppgjör sitt yfir í evru. Kaupþingsmenn neita að tjá sig. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að peningamálastefnan muni hafa bit áfram, jafnvel þótt einhverjir viðskiptabankanna kjósi að gera reikninga sína upp í erlendum gjaldmiðlum.
Meira á Vísir.is

Frásagnir af andláti krónunnar eru ýktar
„Frásagnir af andláti krónunnar eru dálítið ýktar," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og telur að ef til vill hafi verið ofmetin í umræðunni áhrifin af því ef fjármálafyrirtæki færðu eigið fé sitt yfir í erlenda mynt.
Meira á Vísir.is

Fjármálaráðherra undrast orð formanns Sf um krónuna
Árni Mathiesen fjármálaráðherra álítur að tal Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um ónýta krónu sé áróður fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Að öðru leyti sé það óskiljanlegt af stjórnmálaleiðtoga sem vilji láta taka sig alvarlega. Hann hefur hvorki þungar áhyggjur af krónunni né uppgjöri fyrirtækja í erlendri mynt.
Meira á Rúv.is

Áhætta í evrulaunum
Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt.
Meira á Vísi.is


mbl.is ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 37
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 2010
  • Frá upphafi: 1240887

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1835
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband