Leita í fréttum mbl.is

"Leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna"

bjarni_armannssonBjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði í samtali við Vísi.is í gær að bankinn hefði ekki í hyggju að gera upp í evrum líkt og fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás hafi ákveðið að gera og getgátur hafi verið uppi um að Kaupþing sé að íhuga. Bjarni sagði að það væri ekki mat forráðamanna Glitnis að það sé nauðsynlegt að gera upp í evrum og henda krónunni fyrir róða þó svo að starfsemi og umsvif Glitnis fari í síauknum mæli fram á erlendri grundu. Hann sagði að ekki mætti gleyma kostum íslensku krónunnar og vísaði frekar til ábyrgðar hins opinbera.

Bjarni sagðist frekar vilja sjá styrkari peninga- og fjármálastjórn hins opinbera hér á landi. "Þetta er ekki spurning um að hafa tröllatrú á íslensku krónunni, þetta er gjaldmiðilinn sem sé í gangi og hann endurspeglar styrk efnahagslífsins á hverjum tíma. Það er eðli gjaldmiðla." Aðspurður hvað honum þætti um orð margra að undanförnu um að íslenska krónan sé orðin það veik að það sé aðkallandi að íhuga aðra kosti, sagði Bjarni að íslenskt samfélag hefði gengið í gegnum mikið þenslutímabil að undanförnu og peningamálayfirvöld þyrftu að sjá til þess að lendingin yrði mjúk.

"Þeim mun verr sem lendingin verður, þeim mun meiri veikleika setjum við í krónuna. Ábyrgðin liggur í fjármálastjórninni og við leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna," sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, að lokum.

Frekari skoðanir Bjarna á þessum málum má lesa um á Rúv.is.


Evran og hagstjórn II

c_illugi_gunnarssonÍ kennslubók sem ber heitið „Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar. Saga fyrir unglingastig grunnskóla" og var gefin út af Námsgagnastofnun árið 2000, birtist eftirfarandi setning á blaðsíðu 45: „Meirihluti Íslendinga virðist á því að það yrði til mikilla hagsbóta að ganga í Evrópusambandið, en stjórnvöld eru ósammála því."

Blessuð börnin hljóta að spyrja sig að því til hvers að losa sig við danskan kóng ef í staðinn kom stjórnvald sem í einhverjum saman súrruðum andstyggilegheitum neitar að fara að vilja þjóðarinnar í jafn mikilvægu máli. Ég ætla höfundi bókarinnar reyndar ekki annað en það að hafa gripið einhverja skoðanakönnun sem þann daginn sýndi meirihlutafylgi við ESB aðild Íslands og ályktað nokkuð djarflega um málið. En þetta litla dæmi er lærdómsríkt.

Grein Illuga Gunnarssonar, hagfræðings, má lesa í heild á Vísi.is.


"Evran er engin töfralausn"

evranFréttablaðið birti þann 13. janúar sl. heilsíðuumfjöllun um evruna, krónuna og stöðu íslensks efnahagslífs undir fyrirsögninni "Evran er engin töfralausn" þar sem m.a. var rætt við Eddu Rós Karlsdóttur, forstöðumann greiningardeildar Landsbankans, Ernu Bjarnadóttur, hagfræðing Bændasamtaka Íslands, og Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.

Edda Rós Karlsdóttir sagði m.a. að ef evran yrði tekin upp á Íslandi yrði að stjórna málum hér öðruvísi en gert hefur verið til þessa. "Staðreyndin er sú að evran sem gjaldmiðill verður hálfgerð spennitreyja. Við missum gjaldmiðil sem hefur séð um stóran hluta af aðlögun þjóðarinnar í efnahagsmálum og lagað samkeppnisstöðu atvinnugreina. Það hefur hingað til verið ómetanlegt því að sveiflurnar hafa verið svo miklar," sagði hún og ennfremur að ef dragi úr sveiflum og endurskoðun á fjármálum hins opinbera fari fram þá líði Íslendingum hvort sem er vel með krónuna. "Ef við lendum í vandræðum með efnahagsmálin og höfum ekki þessa aðlögun sem krónan hefur gefið þá kemur það fram í atvinnuleysi og rýrnun kaupmáttar. Það er hættan. Við Íslendingar höfum aldrei getað sætt okkur við þetta og okkur hefur tekist að afstýra því með krónunni."

Halla Tómasdóttir sagðist telja krónuna gerða að sökudólgi í umræðunni undanfarið eins og ofþenslan í hagkerfinu sé henni að kenna en ekki húsnæðisbreytingunum, ósamræmi í hagstjórn og framkvæmdunum á Kárahnjúkum. Hún sagði að umræðan ætti að snúast meira um aðhald hjá ríki og sveitarfélögum. Hún varaði við hugmyndum um að taka evruna upp einhliða án aðildar að Evrópusambandinu. Áður hafi aðeins illa stödd og lítt þróuð ríki með lítinn trúverðugleika kastað gjaldmiðli sínum og tekið einhliða upp evruna. "Þannig erum við ekki. Okkur er nær að ná jafnvægi í hagkerfið, taka síðan upp umræður til lengri tíma litið og setja fram áætlun um hvernig við ætlum að skipa málum til framtíðar."

Erna Bjarnadóttir sagðist ekki telja lausnina á efnahagsvanda þjóðarinnar felast í gjaldmiðilsskiptum því efnahagsvandinn verði áfram til staðar þó annar gjaldmiðill yrði tekinn upp hér á landi og þá yrðu ríkisfjármálin eina stjórntækið sem eftir yrði. Hún veltir upp umræðunni um afnám verðtryggingar frekar en að "gefast upp, leggja Seðlabankann niður og fá evruna."


Bloggfærslur 15. janúar 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 37
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 2010
  • Frá upphafi: 1240887

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1835
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband