Leita í fréttum mbl.is

Búlgaría deilir við Evrópusambandið um það hvernig megi skrifa "euro"

Þetta hljómar í fyrstu eins og yndislega rúrítanísk deila. Búlgarar eru reiðir vegna þess að ráðamenn Evrópusambandsins í Brussel eru að segja þeim hvernig eigi að skrifa "euro" með kírílísku letri. Evrópusambandið leggur sem fyrr áherslu á einsleitni og krefst þess að þeir noti orðið "eypo", sem hljómar í framburði eins og "euro", í stað "евро" eins og Búlgarar myndu allajafna þýða orðið.

Embættismenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segja að Búlgarar eigi engan rétt á einhverri sérmeðferð í þessum málum. Írar hafi ekki fengið að nota orðið "eora" (sem þýðir Evrópa á gelísku) og því hafi að sama skapi verið hafnað að Ítalir fengju að nota fleirtöluorðið "euri". "Hvað með það?" segja hinir huguðu Búlgarar. "Þessi ríki nota ekki annað stafróf. Við erum ekki að biðja um annað orð heldur aðeins heimild til að þýða orðið eins og við viljum hafa það. Grikkir fengu nú einu sinni að nota eigið stafróf og ekki aðeins í sáttmálunum heldur einnig á sjálfa peningaseðlana," bæta þeir við. "Aaaa," segja þá embættismenn Evrópusambandsins. "En jafnvel Grikkir urðu að fylgja okkar framburði og nota orðið "eupo" í stað "eupw". "Jæja þá," svara Búlgararnir. "En ef maður segir "euro" eins og þið viljið á búlgörsku þá þýðir það, sko, hland!"

Búlgarar eru grimm og hermannleg þjóð og þeir ætla ekki að láta vaða yfir sig. Ef þeir fá ekki niðurstöðu í málið sem þeir sætta sig við hyggjast þeir beita neitunarvaldi gegn samningi Evrópusambandsins við Svartfjallaland. Og þeir hafa á réttu að standa. Ég meina, hvaða rétt hefur Evrópusambandið til að segja sjálfstæðri þjóð fyrir verkum hvernig hún má skrifa á sínu eigin tungumáli? Er þetta ekki fullkomið dæmi um það sem margir setja sig upp á móti hjá sambandinu, samblöndu af hroka og smámunasemi?

Daniel Hannan,
þingmaður breska Íhaldsflokksins á þingi Evrópusambandsins

(Birtist áður á bloggsíðu höfundar. Birt hér í styttri útgáfu með góðfúslegu leyfi hans)

Athugasemd ritstjóra: Að sama skapi yrði ekki lengur heimilt að kalla evruna evru hér á landi ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki hana upp sem gjaldmiðil sinn. Einungis væri þá í boði að nota "júró" og þá í besta falli heimilt að stafsetja orðið á sama hátt þó sennilega væri þá skárra að skrifa einfaldlega "euro". Hér eru vissulega ekki á ferðinni veigamestu rökin fyrir því að standa utan Evrópusambandsins, en engu að síður er þetta, eins og Daniel Hannan nefnir, gott dæmi um ótrúlega miðstýringaráráttu og smámunasemi þess.


Bloggfærslur 29. október 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 2133
  • Frá upphafi: 1238885

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1875
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband