Leita í fréttum mbl.is

Búlgaría deilir viđ Evrópusambandiđ um ţađ hvernig megi skrifa "euro"

Ţetta hljómar í fyrstu eins og yndislega rúrítanísk deila. Búlgarar eru reiđir vegna ţess ađ ráđamenn Evrópusambandsins í Brussel eru ađ segja ţeim hvernig eigi ađ skrifa "euro" međ kírílísku letri. Evrópusambandiđ leggur sem fyrr áherslu á einsleitni og krefst ţess ađ ţeir noti orđiđ "eypo", sem hljómar í framburđi eins og "euro", í stađ "евро" eins og Búlgarar myndu allajafna ţýđa orđiđ.

Embćttismenn framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins segja ađ Búlgarar eigi engan rétt á einhverri sérmeđferđ í ţessum málum. Írar hafi ekki fengiđ ađ nota orđiđ "eora" (sem ţýđir Evrópa á gelísku) og ţví hafi ađ sama skapi veriđ hafnađ ađ Ítalir fengju ađ nota fleirtöluorđiđ "euri". "Hvađ međ ţađ?" segja hinir huguđu Búlgarar. "Ţessi ríki nota ekki annađ stafróf. Viđ erum ekki ađ biđja um annađ orđ heldur ađeins heimild til ađ ţýđa orđiđ eins og viđ viljum hafa ţađ. Grikkir fengu nú einu sinni ađ nota eigiđ stafróf og ekki ađeins í sáttmálunum heldur einnig á sjálfa peningaseđlana," bćta ţeir viđ. "Aaaa," segja ţá embćttismenn Evrópusambandsins. "En jafnvel Grikkir urđu ađ fylgja okkar framburđi og nota orđiđ "eupo" í stađ "eupw". "Jćja ţá," svara Búlgararnir. "En ef mađur segir "euro" eins og ţiđ viljiđ á búlgörsku ţá ţýđir ţađ, sko, hland!"

Búlgarar eru grimm og hermannleg ţjóđ og ţeir ćtla ekki ađ láta vađa yfir sig. Ef ţeir fá ekki niđurstöđu í máliđ sem ţeir sćtta sig viđ hyggjast ţeir beita neitunarvaldi gegn samningi Evrópusambandsins viđ Svartfjallaland. Og ţeir hafa á réttu ađ standa. Ég meina, hvađa rétt hefur Evrópusambandiđ til ađ segja sjálfstćđri ţjóđ fyrir verkum hvernig hún má skrifa á sínu eigin tungumáli? Er ţetta ekki fullkomiđ dćmi um ţađ sem margir setja sig upp á móti hjá sambandinu, samblöndu af hroka og smámunasemi?

Daniel Hannan,
ţingmađur breska Íhaldsflokksins á ţingi Evrópusambandsins

(Birtist áđur á bloggsíđu höfundar. Birt hér í styttri útgáfu međ góđfúslegu leyfi hans)

Athugasemd ritstjóra: Ađ sama skapi yrđi ekki lengur heimilt ađ kalla evruna evru hér á landi ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ og tćki hana upp sem gjaldmiđil sinn. Einungis vćri ţá í bođi ađ nota "júró" og ţá í besta falli heimilt ađ stafsetja orđiđ á sama hátt ţó sennilega vćri ţá skárra ađ skrifa einfaldlega "euro". Hér eru vissulega ekki á ferđinni veigamestu rökin fyrir ţví ađ standa utan Evrópusambandsins, en engu ađ síđur er ţetta, eins og Daniel Hannan nefnir, gott dćmi um ótrúlega miđstýringaráráttu og smámunasemi ţess.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru nú sjálfir Íslendingar farnir ađ tala um "miđstýringaráráttu og smámunasemi" annarra?! Ţjóđ sem er međ ríkisrekna nefnd, sem segir til um hvernig eigi ađ skrifa hér mannanöfn og hvađa nöfn séu leyfileg hér.

Mannanöfn, ekki síst manns eigiđ nafn, er nú miklu viđkvćmara mál en nafn á mynt. Viđ Íslendingar köllum evruna evru nú ţegar, enda ţótt hún heiti ţađ ekki á erlendum málum. Og viđ myndum ađ sjálfsögđu halda áfram ađ kalla hana evru, ef okkur sýnist svo, jafnvel ţótt ţađ stćđi euro á peningaseđlum okkar. Rétt eins og Sergey hinn rússneski, eiginkona hans og vinir til dćmis, gátu haldiđ áfram ađ nota nafniđ Sergey, enda ţótt hann yrđi ađ breyta nafni sínu í Sigurđur ţegar hann gerđist íslenskur ríkisborgari.

Og hvers vegna kalla flestir Íslendingar Eurovision alltaf Júróvisjón? Var einhver ađ biđja okkur um ţađ? Af hverju segjum viđ ekki frekar Evróvisjón, eđa jafnvel Evrusjón, samanber Evrópa? Ćtli ţađ séu nú ekki áhrif frá enskunni, sem viđ erum svo hrifnir af, en Englendingar, Frakkar og Grikkir til dćmis segja Eurovision međ mismunandi hćtti.  

Steini Briem (IP-tala skráđ) 29.10.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mannanafnanefnd er mikilvćg. Hún kemur t.d. í veg fyrir ţađ ađ foreldrar fái ađ beita börn sín ofbeldi međ ţví ađ skýra ţau td. Ljótur Bolli eđa Hrossaskítur. börn í USA eru td. skýrđ í höfuđiđ á vinsćlum sjónvarpsstöđvum. vćri gaman ađ sjá Rúv Jónsson eđa eitthvađ svipađ. 

Fannar frá Rifi, 30.10.2007 kl. 12:16

3 identicon

Ţađ er nú auđvelt ađ breyta lögunum ţannig ađ ţar komi einungis fram ađ eiginnafn megi "ekki vera ţannig ađ ţađ geti orđiđ nafnbera til ama", eins og fram kemur í 5. grein laganna um mannanöfn frá árinu 1996.

Dćmi um úrskurđi nefndarinnar frá febrúar síđastliđnum:

"Beiđni um eiginnafniđ Hvannar (kk.) er samţykkt og skal nafniđ fćrt á mannanafnaskrá."

"Beiđni um eiginnafniđ Hedí (kvk.) er samţykkt og skal nafniđ fćrt á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd ţess, Hedíar."

"Eiginnafniđ Anya (kvk.) brýtur í bág viđ íslenskt málkerfi og getur ekki talist ritađ í samrćmi viđ almennar ritreglur íslensks máls. Kvenmannsnafniđ Anja er algengt í slavneskum málum, t.d. rússnesku, og mun hafa borist ţađan í önnur mál. Viđ umritun rússneskra nafna í latínustafróf er stuđst viđ reglur sem taka miđ af framburđi í hverju máli fyrir sig.

Í enskri umritun rússneskra nafna er j-hljóđiđ umritađ međ 'y' en í öđrum málum, líkt og íslensku, er yfirleitt ritađ 'j'. Međ hliđsjón af uppruna nafnsins vćri ţví eđlilegt ađ rita 'Anja' á íslensku. Samkvćmt upplýsing-um frá Ţjóđskrá eru tvćr stúlkur skráđar međ eiginnafniđ Anya (fyrra nafn) og eru ţćr fćddar árin 2002 og 2006.

Báđar hafa öđlast íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eđa hafa átt lögheimili á Íslandi. Ţví er ekki hefđ fyrir ţessum rithćtti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafniđ Anya uppfyllir ţar af leiđandi ekki öll ákvćđi 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og ţví er ekki mögulegt ađ fallast á ţađ."

Steini Briem (IP-tala skráđ) 30.10.2007 kl. 14:36

4 identicon

Mér finnst samanburđurinn viđ mannanafnanefnd vera útúrsnúningur (og međ ţví ađ segja ţetta er ég ekki ađ réttlćta störf ţeirrar nefndar, sem ég held ađ sé álíka óţörf og flestar nefndir ađrar). Deila Búlgara viđ Evrópusambandiđ snýst um rétt málsamfélags til ađ stýra sér sjálft og slík sjálfstýring getur auđvitađ veriđ eftir atvikum skynsamleg eđa óskynsamleg, frjálslynd eđa afskiptasöm. En ég held ţó ađ svona oftast sé stjórn manna á réttritunarreglum og annarri málpólitík illskárri ef hún er í höndum heimamanna en fólks sem kann ekki einu sinni máliđ.

Áđur en evran varđ til var rćtt nokkuđ um hvađ ţessi gjaldmiđill ćtti ađ heita og fram kom tillaga um nafniđ ecu. Ţjóđverjum fannst ţetta nafn ekki koma til greina ţví "ein ecu" hljómar eins og "eine Kuh" og ţeir vildu ekki kalla peningana sína beljur. Ef frásögn Daniels Hannan er rétt mun Búlgörum ţvert um geđ ađ nota nafn á gjaldmiđil sem hljómar eins og veriđ sé ađ rćđs um ţvag. Lái ţeim hver sem vill.

Og hvađ sem líđur vitleysunni í mannanafnanefnd slćr möppudýrsháttur Evrópusambandsins öll met ţegar ţađ reynir ađ stjórna búlgarskri stafsetningu. Ţađ vćri kannski helst ađ Jón Gnarr í hlutverki nćturvarđarsins gćti veitt ţví einhverja samkeppni.

Atli Harđarson (IP-tala skráđ) 6.11.2007 kl. 20:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2020
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 974072

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband