Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandsaðild ekki á dagskrá hjá Framsókn í nánustu framtíð

Evrópusambandsaðild er ekki á dagskrá hjá Framsóknarflokknum í nánustu framtíð. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, á flokksþingi framsóknarmanna sem nú stendur yfir.

"Við teljum ekki tímabært að taka núverandi afstöðu Íslands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi jafnvægi og varanlegan stöðugleika í efnahags-, atvinnu- og gjaldeyrismálum. Slíkt tekur ekki minna en 4–5 ár. Á þeim sama tíma breytast bæði samfélag okkar og Evrópusambandið sjálft og því eru langtímaákvarðanir um breytta stefnu ekki tímabærar nú. Við höfnum því að Íslendingar láti hrekja sig til aðildar vegna einhverra vandræða eða uppgjafar. Við eigum sjálf að skapa okkur örlög sem metnaðarfull og frjáls þjóð," sagði Jón af þessu tilefni.

Að auki sagði Jón Sigurðsson að það væri ekki sanngjarnt að kenna íslensku krónunni um verðbólgu eða háa vexti. Fleira kemur til skoðunar í því samhengi.


mbl.is Jón Sigurðsson: eigum að taka ákvarðanir varðandi ESB aðild á eigin forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 122
  • Sl. sólarhring: 210
  • Sl. viku: 1971
  • Frá upphafi: 1240148

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 1767
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband