Leita í fréttum mbl.is

Órofa hluti af Evrópusambandinu

Í blaðinu í gær föstudag birtist grein eftir Eirík Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðing og einn ötulasta talsmann Evrópusambandssinna á Íslandi, þar sem hann gagnrýndi það sjónarmið að hægt sé að taka upp evru án þess að ganga fyrst í Evrópusambandið. Tilefnið var ráðstefna um gjaldmiðla og alþjóðavæðingu sem fram fór sl. fimmtudag á vegum Rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE).

Það vakti nokkra athygli að í grein sinni talar Eiríkur um að Ísland sé nú "órofa hluti af hinu evrópska hagkerfi" og á þá væntanlega við aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) þó full langt sé gengið að tala um eitt hagkerfi í því sambandi. Ekki er annars hægt að skilja orð Eiríks öðruvísi en svo að hann telji að fyrst Íslendingar séu einu sinni orðnir aðilar að EES-samningnum sé ekki aftur snúið í þeim efnum. Nokkuð sem raunar er ekki rétt, enda gert ráð fyrir því í samningnum að hægt sé að segja honum upp.

Hitt er svo annað mál að ef farið væri að ráðum Eiríks og skoðanabræðra hans og Ísland gengi í Evrópusambandið er ljóst að ekki væri aftur snúið enda er einfaldlega ekki gert ráð fyrir því af hálfu sambandsins að ríki sem einu sinni eru komin þar inn geti gengið úr því aftur.


Bloggfærslur 25. ágúst 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 203
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 2328
  • Frá upphafi: 1239080

Annað

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 2056
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 171

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband