Leita í fréttum mbl.is

Órofa hluti af Evrópusambandinu

Í blađinu í gćr föstudag birtist grein eftir Eirík Bergmann Einarsson, stjórnmálafrćđing og einn ötulasta talsmann Evrópusambandssinna á Íslandi, ţar sem hann gagnrýndi ţađ sjónarmiđ ađ hćgt sé ađ taka upp evru án ţess ađ ganga fyrst í Evrópusambandiđ. Tilefniđ var ráđstefna um gjaldmiđla og alţjóđavćđingu sem fram fór sl. fimmtudag á vegum Rannsóknamiđstöđvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE).

Ţađ vakti nokkra athygli ađ í grein sinni talar Eiríkur um ađ Ísland sé nú "órofa hluti af hinu evrópska hagkerfi" og á ţá vćntanlega viđ ađild Íslands ađ Evrópska efnahagssvćđinu (EES) ţó full langt sé gengiđ ađ tala um eitt hagkerfi í ţví sambandi. Ekki er annars hćgt ađ skilja orđ Eiríks öđruvísi en svo ađ hann telji ađ fyrst Íslendingar séu einu sinni orđnir ađilar ađ EES-samningnum sé ekki aftur snúiđ í ţeim efnum. Nokkuđ sem raunar er ekki rétt, enda gert ráđ fyrir ţví í samningnum ađ hćgt sé ađ segja honum upp.

Hitt er svo annađ mál ađ ef fariđ vćri ađ ráđum Eiríks og skođanabrćđra hans og Ísland gengi í Evrópusambandiđ er ljóst ađ ekki vćri aftur snúiđ enda er einfaldlega ekki gert ráđ fyrir ţví af hálfu sambandsins ađ ríki sem einu sinni eru komin ţar inn geti gengiđ úr ţví aftur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er löngu búiđ ađ stađfesta ađ eina leiđin til ţess ađ fá Evruna sé ađ ganga í Evrópusambandiđ. Evrópusambandiđ er ţriđja skrefiđ af fjórum í ađ gera Evrópu ađ heimsveldi, Evran er notuđ til ţess ađ gera ţetta bandalag freistandi.

Finnst leiđinlegt ađ fjölmiđlar mála ţetta upp eins og ţađ sé bara val á milli evrunar eđa krónunar. Ef ţađ verđa ţrír gjaldmiđlar ţá getum viđ alveg eins sótt um hina tvo. Ţađ er hćgt ađ taka upp dollarann án ţess ađ ganga í Bandaríkin og ţví miklu skárri kostur heldur en ađ selja okkur til Evrópu-veldisins eins og ódýrar hórur.

Geiri (IP-tala skráđ) 25.8.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Grćnland sem slíkt gekk aldrei í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, heldur fylgdi ţađ međ Danmörku. Ţegar landiđ fékk aukna sjálfstjórn var fallist á ţađ sjónarmiđ ađ Grćnlendingar hefđu aldrei veriđ spurđir ađ ţví hvort ţeir vildu ganga í bandalagiđ. Ţjóđaratkvćđagreiđsla var haldin og ađild afţökkuđ. Grćnlendingar fengu ţannig einungis leiđréttingu á sínum málum. Ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ gćtum viđ aldrei fariđ fram á úrsögn vegna ţess ađ viđ hefđum ekki ákveđiđ ţađ sjálfir eins og Grćnlendingar gerđu.

Stađreyndin er ađ ţađ eru engar reglur til um ţađ hvernig ríki gangi úr Evrópusambandinu enda, eins og segir í fćrslunni, ekki gert ráđ fyrir ađ ţađ gerist. Sjá í ţví sambandi t.d. ţetta.

Hjörtur J. Guđmundsson, 25.8.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Ertu ađ tala fyrir ţví ađ viđ ćttum ađ slíta okkur einhliđa út úr Evrópusambandinu, tćkjum viđ upp á ţví einhvern tímann ađ ganga í ţađ, í óţökk sambandsins og ađildarríkja ţess? Heldurđu virkilega ađ ţađ myndi ţjóna hagsmunum okkar og skapa okkur miklar vinsćldir hjá ţessum ađilum? Ađilum sem skiptir okkur gríđarlega miklu máli, einkum frá viđskiptalegu sjónarmiđi, ađ halda góđum samskiptum viđ?

Stađreyndin er einfaldlega sú, eins og áđur segir, ađ ţađ er ekki gert ráđ fyrir ţví ađ ríki, sem einu sinni er gengiđ í Evrópusambandiđ, gangi ţađan út aftur.

Hjörtur J. Guđmundsson, 26.8.2007 kl. 11:41

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég er ekki tilbúinn ađ fórna sjálfstćđi Íslands til ţess ađ uppfylla einhverja annarlega stórveldisdrauma um stór evrópskt ríki. Stór Evrópu hefur veriđ á dagskrá hjá flestum helstu stríđsherrum álfunar ss. hjá Napóleon og Hitler. Ekki amalegur félagsskapur međ ţeim.

Fannar frá Rifi, 26.8.2007 kl. 20:20

5 identicon

Ég vćri ekki hissa á ţví ef ţjóđ sem gerđi tilraun til ađ segja sig úr Evrópusambandinu, í ţeirra vanţökk, ţyrfti ađ glíma viđ efnahagsţvinganir og jafnvel hernađarlega valdbeitingu af hendi sambandsins.

Ţegar Evrópuherinn hefur tekiđ yfir alla heri Evrópusambandslandanna hafa ađildarríkin kannski enga getu til ađ segja sig úr ţví.

Pétur Guđmundur Ingimarsson (IP-tala skráđ) 30.8.2007 kl. 14:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 992429

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 405
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband