Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandstrúbođ

Í Morgunblađinu í dag [13. mars sl.] (á bls. 29) er grein eftir Andrés Pétursson formann Evrópusamtakanna. (Ţau samtök eru vel ađ merkja ekki samtök Evrópubúa heldur félag sem beitir sér fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ.) Í greininni segir Andrés međal annars: „Á međan andstćđingar ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu geta ekki bent á raunhćfa langtímalausn á efnahagsvandrćđum Íslendinga er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ ţeir séu á harđahlaupum frá veruleikanum.“

Hann skrifar eins og ţađ sé sjálfsagt og augljóst ađ efnahagsvandi Íslendinga leysist viđ inngöngu í Evrópusambandiđ. En hversu trúlegt er ađ vandamál, sem eru ađ hluta afleiđing af alţjóđlegri niđursveiflu í efnahagslífi og ađ hluta afleiđing af ţví hve margir Íslendingar eyđa um efni fram, leysist viđ inngöngu í Sambandiđ?

Hann skrifar líka eins og efnahagsvandi Íslendinga sé verri eđa alvarlegri en hliđstćđ vandamál í ríkjum Evrópusambandsins. En ţetta er ekki afskaplega sennilegt ţegar litiđ er til ţess ađ Íslendingar búa ađ međaltali viđ talsvert betri kjör, tryggari afkomu og minna atvinnuleysi en flestar ţjóđir í Sambandinu. Ţegar horft er til langs tíma (til dćmis síđustu 20 ára) er hagvöxtur hér á landi líka meiri en í flestum Sambandsríkjunum.

Ćtli sannleikurinn sé ekki sá ađ ríki Evrópusambandsins glíma viđ hagstjórnarvanda rétt eins og ríkin utan ţess og upptöku evru fylgja ekki bara kostir heldur líka gallar. Ef eitthvađ er ţá virđast lönd utan Sambandsins, eins og Noregur, Sviss og Ísland, búa viđ betri hag en ţau lönd innan Sambandsins sem líkjast ţeim helst. Ţjóđir innan sambandsins sem ekki nota evru (t.d. Danmörk, Svíţjóđ og England) virđast líka hafa ţađ alveg eins gott og nágrannalönd (t.d. Ţýskaland, Finnland og Írland) sem nota evruna fyrir gjaldmiđil.

Ţeir sem halda ađ öll okkar vandamál leysist viđ ţađ ađ ganga í Sambandiđ og taka upp evru virđast mjög uppteknir af tímabundnum vandamálum í hagstjórn hér á landi en horfa fram hjá vandamálum á evrusvćđinu. Ţeir ćttu kannski ađ reyna ađ átta sig á ţví hvers vegna ţau lönd innan sambandsins sem standa okkur nćst, eins og Danmörk, Svíţjóđ og England, hafa kosiđ ađ taka ekki upp evru.

Getur veriđ ađ evrutal Andrésar og fleiri manna sé eins og hvert annađ trúbođ? Ţeir vitna hver í annan og tala eins og menn sem hafa fundiđ Sannleikann međ stórum staf og ákveđnum greini. En ţegar viđ hin biđjum um rök fyrir ţessum sannleika fáum viđ sjaldan ađ heyra neitt annađ en sömu predikun endurtekna.

Atli Harđarson,
heimspekingur

(Birtist áđur á bloggsíđu höfundar http://atlih.blogg.is)

Bloggfćrslur 28. mars 2008

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 353
  • Sl. sólarhring: 447
  • Sl. viku: 2699
  • Frá upphafi: 1238530

Annađ

  • Innlit í dag: 312
  • Innlit sl. viku: 2401
  • Gestir í dag: 278
  • IP-tölur í dag: 273

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband