Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandstrúbođ

Í Morgunblađinu í dag [13. mars sl.] (á bls. 29) er grein eftir Andrés Pétursson formann Evrópusamtakanna. (Ţau samtök eru vel ađ merkja ekki samtök Evrópubúa heldur félag sem beitir sér fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ.) Í greininni segir Andrés međal annars: „Á međan andstćđingar ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu geta ekki bent á raunhćfa langtímalausn á efnahagsvandrćđum Íslendinga er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ ţeir séu á harđahlaupum frá veruleikanum.“

Hann skrifar eins og ţađ sé sjálfsagt og augljóst ađ efnahagsvandi Íslendinga leysist viđ inngöngu í Evrópusambandiđ. En hversu trúlegt er ađ vandamál, sem eru ađ hluta afleiđing af alţjóđlegri niđursveiflu í efnahagslífi og ađ hluta afleiđing af ţví hve margir Íslendingar eyđa um efni fram, leysist viđ inngöngu í Sambandiđ?

Hann skrifar líka eins og efnahagsvandi Íslendinga sé verri eđa alvarlegri en hliđstćđ vandamál í ríkjum Evrópusambandsins. En ţetta er ekki afskaplega sennilegt ţegar litiđ er til ţess ađ Íslendingar búa ađ međaltali viđ talsvert betri kjör, tryggari afkomu og minna atvinnuleysi en flestar ţjóđir í Sambandinu. Ţegar horft er til langs tíma (til dćmis síđustu 20 ára) er hagvöxtur hér á landi líka meiri en í flestum Sambandsríkjunum.

Ćtli sannleikurinn sé ekki sá ađ ríki Evrópusambandsins glíma viđ hagstjórnarvanda rétt eins og ríkin utan ţess og upptöku evru fylgja ekki bara kostir heldur líka gallar. Ef eitthvađ er ţá virđast lönd utan Sambandsins, eins og Noregur, Sviss og Ísland, búa viđ betri hag en ţau lönd innan Sambandsins sem líkjast ţeim helst. Ţjóđir innan sambandsins sem ekki nota evru (t.d. Danmörk, Svíţjóđ og England) virđast líka hafa ţađ alveg eins gott og nágrannalönd (t.d. Ţýskaland, Finnland og Írland) sem nota evruna fyrir gjaldmiđil.

Ţeir sem halda ađ öll okkar vandamál leysist viđ ţađ ađ ganga í Sambandiđ og taka upp evru virđast mjög uppteknir af tímabundnum vandamálum í hagstjórn hér á landi en horfa fram hjá vandamálum á evrusvćđinu. Ţeir ćttu kannski ađ reyna ađ átta sig á ţví hvers vegna ţau lönd innan sambandsins sem standa okkur nćst, eins og Danmörk, Svíţjóđ og England, hafa kosiđ ađ taka ekki upp evru.

Getur veriđ ađ evrutal Andrésar og fleiri manna sé eins og hvert annađ trúbođ? Ţeir vitna hver í annan og tala eins og menn sem hafa fundiđ Sannleikann međ stórum staf og ákveđnum greini. En ţegar viđ hin biđjum um rök fyrir ţessum sannleika fáum viđ sjaldan ađ heyra neitt annađ en sömu predikun endurtekna.

Atli Harđarson,
heimspekingur

(Birtist áđur á bloggsíđu höfundar http://atlih.blogg.is)

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gerumst sjálfstćđ ţjóđ í Evrópusambandinu og losnum undan veldi Sjálfstćđisflokksins. Viđ erum ekki frjáls ţjóđ á međan Sjálfstćđisflokkurinn rćđur hér öllu og ţá er betra ađ vera Sjálfstćđ ţjóđ eins og t.d. Svíţjóđ, Danmörk nú eđa Finnland. Allt eru ţetta sjálfstćđar ţjóđir hvort sem ţćr eru ađilar ađ Evrópusambandinu eđa ekki. Ţú og ţiđ getiđ fariđ til allra ţessara landa og ţađ vćri sama hvern ţiđ mynduđ spyrja, ţađ myndu allir segja ađ ţeir vćru búsettir í sjálfstćđu ţjóđfélagi.

Valsól (IP-tala skráđ) 29.3.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Valsól:
Ţó einhverjir telji sig búa í sjálfstćđu ríki er ekki ţar međ sagt ađ svo sé í raunveruleikanum, sérstaklega ekki ţegar ţađ stangast á viđ beinharđar stađreyndir. Ţá er fólk annađ hvort ekki nógu upplýst um stöđu mála eđa einfaldlega í afneitun. Gríđarlegt vald stofnana Evrópusambandsins, sem eru meira eđa minna sjálfstćđar gagnvart ađildarríkjunum, kemur t.d. einhvers stađar frá. Ţađ varđ ekki til úr engu. Ţađ kemur frá ađildarríkjunum, var hluti af fullveldi ţeirra en er ţađ ekki lengur.

Og ef fólki vill losna undan "valdi" Sjálfstćđisflokksins hafa íslenzkir kjósendur valdiđ til ţess, ţ.e. međ ţví einfaldlega ađ kjósa flokkinn ekki. En af einhverjum ástćđum hefur Sjálfstćđisflokkurinn haft um og yfir 40% fylgi í kosningum sl. 60 ár. Ţér kann ađ mislíka ţađ en svona virkar lýđrćđiđ.

Hjörtur J. Guđmundsson, 29.3.2008 kl. 09:37

3 identicon

Hvernig fer atkvćđagreiđsla fram á islandi? er hún heiđarleg? rafrćn gegnum tölvur?

Ef kerfiđ er eithvađ svipađ ţví og í USA ţá er mjög líklegt ađ um svindl hafi veriđ ađ rćđa síđustu ár.

Andri (IP-tala skráđ) 29.3.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Andri:
Ţađ er handtaliđ mér vitanlega. Ef ţú telur ţig hafa einhverjar sannanir fyrir svindli eđa áreiđanlegar vísbendingar hvet ég ţig til ţess ađ hafa samband viđ lögregluna eđa fjölmiđla eđa vekja athygli á ţví međ öđrum hćtti. Ef ekki er sennilega betur heima setiđ en af stađ fariđ.

Ţađ er vitanlega okkur öllum í hag ađ ekki sé grafiđ undan lýđrćđinu m.a. međ svindli, en ađ setja fram slíkar ađdróttanir án ţess ađ hafa neitt fyrir sér í ţeim efnum, vćntanlega ađeins vegna ţess ađ niđurstöđur kosninga hafa ekki veriđ viđkomandi ađ skapi, er hins vegar ađeins ţeim hinum sama til vansa.

Hjörtur J. Guđmundsson, 29.3.2008 kl. 11:11

5 identicon

Ţađ er stađreynd ađ kosningarsvindl eiga sér stađ víđa um heiminn, ţví er eđlilegt ađ spyrja hvernig stađiđ er ađ kosningum á Íslandi. Engar ásakanir af minni hálfu ađeins spurningar.

Andri (IP-tala skráđ) 30.3.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: Hjörtur J. Guđmundsson

Andri:
Vissulega, en hvers vegna varstu ađ nefna ţađ í tilfelli Sjálfstćđisflokksins og kosninga hér á landi? Hefurđu einhverja ástćđu til ađ ćtla ađ svindlađ hafi veriđ hér á landi? Eina ástćđan, sem ég get ímyndađ mér ađ sé fyrir ţessum vangaveltum ţínum, er sú ađ ţér einfaldlega hafi einfaldlega ekki líkađ niđurstöđur kosninganna hér á landi undanfarin ár.

Hjörtur J. Guđmundsson, 30.3.2008 kl. 01:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 107
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 970588

Annađ

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband