Leita í fréttum mbl.is

Bretar andvígir ađild ađ Evrópusambandinu

Breska ţingiđ samţykkti Evrópulög í vikunni sem banna valdaframsal til Evrópusambandsins án undangenginnar ţjóđaratkvćđagreiđslu. Lögin munu leiđa til uppgörs Breta viđ Evrópusambandiđ sem ţarf nauđsynlega ađ gera breytingar á Lissabonsáttmálanum vegna fjármálakreppunnar á evrusvćđinu.

William Hague utanríkisráđherra Breta skrifar grein Sunday Telegraph í tilefni af nýju lögunum. Tvennt vekur sérstaka athygli. Í fyrsta lagi óskar Hague sér ađ Evrópusambandiđ verđi fyrst og fremst viđskiptabandalag. Í öđru lagi ađ lýđrćđishalli Evrópusambandsins verđi lagfćrđur.

Hvorttveggja hugsunin er eitur í beinum samrunasinna í Brussel. Viđskiptabandalag er sambćrilegt viđ EFTA ţar sem kveđiđ er á um frjálsa verslun og lítiđ meira og fullnćgir hvergi nćrri metnađi ţeirra sem sjá fyrir sér Stór-Evrópu. Aukin ađkoma almennings ađ ákvörđunum um málefni Evrópusambandsins ţýđir sjálfkrafa ađ samrunaţróun verđur erfiđ ef ekki ómöguleg.

Stuđningur viđ úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu vex. Nýleg könnun, sem sagt er frá í Telegraph, sýnir 49 prósent Breta fylgjandi úrsögn en ađeins 25 prósent vilja áframhaldandi ađild.

Bretland fjarlćgist Evrópusambandiđ á sama tíma og kjarnalöndunum 17 sem nota evruna er lífsnauđsyn ađ auka međ sér samstarfiđ til ađ ná tökum á fjármálakreppunni.

Fyrirsjáanlegt uppgjör Bretlands viđ Evrópusambandiđ stađfestir ţađ megineinkenni ESB ađ ţađ er bandalag Frakklands og Ţýskalands auk nćstu nágranna. Bretlandi er ekki nćsti nágranni og enn síđur Ísland. 

(Tekiđ héđan.)


Hver voru samningsmarkmiđ Jóhönnu á fundi međ Merkel?

Bćndasamtök Íslands hafa ritađ bréf til Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra, međ tilmćlum um ađ hann upplýsi hvađa samningsmarkmiđ í ESB-ađildarviđrćđunum Jóhanna Sigurđardóttir kynnti Angelu Merkel, kanslara Ţýskalands, á fundi ţeirra í Berlín 11. júlí sl.Í bréfi Bćndasamtaka Íslands til Jóns Bjarnasonar af ţessu tilefni segir međal annars:

Af fréttinni [um fundinn í Berlín] má ráđa ađ forsćtisráđherra hafi kynnt samningsmarkmiđ varđandi landbúnađ en engin slík markmiđ hafa veriđ kynnt opinberlega á Íslandi. Sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra hefur hins vegar tekiđ undir lágmarkskröfur Bćndasamtakanna sem ályktađ var um á sl. Búnađarţingi og kynnt ţćr fyrir ríkisstjórn. Bćndasamtökin óska eftir ţví viđ yđur af ţessu tilefni ađ ţér afliđ upplýsinga um hvađa stefnumarkmiđ forsćtisráđherra kynnti kanslaranum á áđurnefndum fundi ţeirra.

Sjá nánar á Evrópuvaktinni.

Bloggfćrslur 18. júlí 2011

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 243
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 1793
  • Frá upphafi: 1234562

Annađ

  • Innlit í dag: 209
  • Innlit sl. viku: 1503
  • Gestir í dag: 184
  • IP-tölur í dag: 181

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband