Leita í fréttum mbl.is

Evran klýfur ESB í tvo hluta

Aðeins 17 ríki af 27 ESB-ríkjum nota evru fyrir gjaldmiðil. Evru-ríkin róa lífróður til að bjarga gjaldmiðlinum. Ástæðan fyrir því að evran er í hættu er ójafnvægi innan myntsvæðisins.

Í grófum dráttum er staðan þannig að suðuhlutinn, Portúgal, Spánn, Ítalía og Grikkland, glímir við fjárlagahalla, mikið atvinnuleysi og lítinn hagvöxt. Norðurhlutinn, Þýskaland, Holland, Austurríki og Finnland, býr við mun betri efnahagsaðstæður.

Til að leysa vanda evrunnar er aðeins ein leið, þótt útfærslan geti verið með ýmsu móti. Hún er sú að Norður-Evrópa fjármagni Suður-Evrópu á líkan hátt og ríkari hluti Bandaríkjanna fjármagnar fátæka bræður og systur í efnaminni fylkjum.

Ef það tekst að finna leið til að flytja fjármagn frá Þjóðverjum og öðrum efnameiri ríkjum evrunnar í norðri til fátækari ríkja í suðri án þess að evru-samstarfið springi þá er kominn vísir að Stór-Evrópu.

Jafnframt er deginum ljósara að ríki eins og Bretland, Svíþjóð, Danmörk og Pólland munu ekki taka þátt í tilrauninni að búa til Stór-Evrópu til að bjarga evrunni.

Hvernig sem allt veltur mun evran splundra Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Af því leiðir, vitanlega, að Ísland á að draga tilbaka vanhugsuðu umsóknina frá 16. júlí 2009.


mbl.is Illugi Gunnarsson: Breyttar forsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2012

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 225
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 1105
  • Frá upphafi: 1233424

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 943
  • Gestir í dag: 188
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband