Leita í fréttum mbl.is

Þórhallur Heimisson fjallar um Icesave og ESB

thorhallurÞórhallur Heimisson sóknarprestur fjallar um sigurinn í Icesave-málinu og tengslin við ESB-málið í pistli á Pressunni í dag.

Hann segir til að byrja með:

Sigur Íslands í deilunni við Breta, Hollendinga og Efnahagsbandalagið um Icesave- reikningana, minnir okkur á hversu litlu getur oft munað að við glötum frelsi okkar og fullveldi. Í þessu tilviki var það einn maður sem stòð á mòti kröfunni um fullveldisafsal, forsetinn, og gaf þannig þjòðinni tækifæri til að rísa gegn misvitrum stjòrnmálamönnum og erlendu valdi. Því ef Icesave- samningarnir hefðu verið keyrðir í gegn, hefðum við glatað fjárhagslegu fullveldi.

Og í lokin segir Þórhallur: 
Margir virðast enn trúa því að eina leiðin úr ógöngum liðins áratugar sé að fela fjöreggið erlendu valdi í hendur eins og forðum daga. Það er án efa rétt að fjöreggið verður vel geymt í Brussel, London, París eða Berlín. Þaðan verður ekki auðvelt að ná því aftur, þó einhverjir láti sér detta það í hug í framtíðinni uppi á Íslandi. Með fjöregginu mun lífskrafturinn enn á ný hverfa frá landinu. Með því mun hverfa íslensk bændastétt sem þó var ákölluð sem eina von landsins þegar Evrópubúar beittu okkur hryðjuverkalögum vegna þess að við vildum ekki samþykkja Icesave-vöndinn. Með því munu fiskimiðin komast í hendur Breta og Spánverja á ný. Þeirra sem nú vilja beita okkur efnahagsþvingunum sumir. Örugglega gerist það ekki strax. En hægt og bítandi rétt eins og forðum daga.

Það tók 400 ár síðast. Evrópa hefur nægan tíma.
Og eitt eða tvö atkvæði okkar á Evrópuþinginu sem telur 732 þingmenn mun verða hjáróma og broslegt. Ef einhver þá lætur svo lítið að taka eftir því.
 
 
             



Við borgum milljarða króna aðlögunar- og áróðursstyrki úr eigin vasa!

vigdisSvona virkar ESB-aðlögunar- og áróðursmaskínan. Milljarðar króna eru settir í styrki til útvalinna verkefna sem henta fyrst og fremst ESB-bákninu, samkvæmt svarinu sem Vigdís Hauksdóttir fékk frá fjármálaráðherra.

Það er merkilegt að stór hluti af þessum styrkjum er sóttur í vasa íslenskra skattgreiðenda, þótt meirihlutinn sé kominn úr sjóðum ESB.

Skyldi einhver styrkur vera veittur til þess að skoða hvaða áhrif svona fjármunir hafa á afstöðu þeirra til ESB sem þessara styrkja njóta?

Skoski sjávarútvegsráðherrann sagði að 500 milljónir Evrópubúa ættu nú að fara létt með að aga 300 þúsund Íslendinga til hlýðni í makrílmálinu.

Skyldu ESB-skrifræðispostularnir hugsa eitthvað svipað varðandi styrkja- og útgjaldamálin?


mbl.is Rúmlega 2,4 milljarðar í mótframlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum meira en þúsundfalt fleiri en þessir Íslendingar - við hljótum að geta unnið þá!

Richard Lochhead sjávarútvegsráðherra Skotlands500 milljóna Evrópusamband hlýtur að geta komið böndum á 300 þúsund manna þjóð, segir sjávarútvegsráðherra Skota, sem krefst þess að Evrópusambandið beiti efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða. Þetta kemur fram á Eyjunni:

Skoski sjávarútvegsráðherrann, Richard Lochhead, segir makríldeiluna ekki geta staðið lengur, að hans mati sé fiskistofninn í hættu vegna ofveiði Íslendinga og Færeyinga. Hann mælir með því að Evrópusambandið, í krafti stærðar sinnar, beiti eyþjóðirnar tvær í norðurhöfum refsiaðgerðum.

Magnús Orri Schram er auðmjúkur í meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins. En sú spurning vaknar hvort hann og hans félagar hafi hræðst sjónarmið á borð við þau sem skoski ráðherrann viðhefur í áðurnefndri frétt. Batnandi mönnum er þó best að lifa.

Magnús Orri segir:

„Ég var í hópi þeirra sem vildu reyna að ná samningum um málið – taldi dómstólaleiðina áhættusama ... Ábyrgt stjórnvald þurfti að leita samninga – tel ég. En ég vil taka hatt minn ofan fyrir þeim sem voru á öndverðum meiði og óska þeim til hamingju. Grasrótarsamtökum, forsetanum, málsvarnarteyminu og öðrum. Þetta var frábær niðurstaða og margir geta verið stoltir af sínu framlagi.


mbl.is Vill aukna samvinnu við ákvarðanatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir sleppa sér algjörlega í gleði yfir Icesave-úrskurði

sigrifagnadÚrskurðurinn í Icesave-málinu er ein stærsta og jákvæðasta efnahagsfréttin sem heyrst hefur á Íslandi frá því fyrir bankahrunið haustið 2008.

Þessi úrskurður eykur líkur á bættu lánshæfismati íslenska ríkisins og lægri vaxtakostnaði, eykur líkur á styrkari hagvexti og hraðari losun gjaldeyrishafta.

Úrskurðurinn merkir að skuldaklafi okkar verður minni og framtíðin bjartari fyrir þau sem erfa landið.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að allir ættu að fagna þessari niðurstöðu.

Það er rétt að taka undir með henni og sjálfsagt að fyrirgefa henni þótt hún hafi misst sig aðeins og tekið talsvert gleðihopp að fjölmiðlum viðstöddum.

Við getum líka fyrirgefið Jóhannesi Þór Skúlasyni fyrir að hafa hoppað af gleði á fréttastofu Útvarps svo innanstokksmunir færðust úr stað.

En er ástæða til þess að fyrirgefa þeim sem framast og fimlegast gengu fram í því að hengja skuldasnöruna um háls Íslendinga, aðallega til að þjóna þeim löngunum sínum að keyra Ísland inn í Evrópusambandið?


mbl.is Moody's segir dóminn jákvæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru sökudólgarnir og hér eru hetjurnar

Nú eru menn óneitanlega dregnir í dilka þegar niðurstaða í Icesave-málinu liggur fyrir með fullnaðarsigri Íslendinga.

Mörg og stór orð hafa verið látin falla um málefni og menn á þessari vegferð.

Sjálfsagt gerðu flestir sitt besta í góðri trú.

Það er hins vegar ljóst að heiður þeirra er mestur sem alltaf höfðu óbilandi trú á rétti Íslendinga í málinu, þeir sem lögðu á sig ómælt erfiði til að halda fram málstað Íslendinga og þeir sem hrifu þjóðina með sér til stuðnings þessu sjónarmiði.

Skömm þeirra er hins vegar mest sem hrópuðu hæst um hrikalegar afleiðingar af því fyrir Íslendinga ef kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki samþykktar. Allra mest er þó skömm þeirra sem í raun gerðust handbendi ESB, hagsmuna Breta og Hollendinga og þeirra erlendu afla sem vildu þvinga Íslendinga til að taka á sig byrðar sem þeim ekki bar.

Mikil er niðurlæging þeirra úr þessum hópi sem skreyttu sig með fínum titlum sem áttu að gefa orðum þeirra um þjónkun við ESB aukið vægi og meiri tiltrú. 


Bloggfærslur 29. janúar 2013

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 765
  • Frá upphafi: 1232711

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 662
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband