Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Fyrsti ósigur Katrínar í stóli formanns VG - varð undir í ESB-málum
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna beið sinn fyrsta ósigur í stóli formanns flokksins í dag. Landsfundarmenn samþykktu rétt í þessu að aðildarviðræðurnar yrðu kláraðar, en Katrín var búin að lýsa sig fylgjandi því að þjóðin fengi að kjósa um framhaldið.
Hins vegar er þessi samþykkt sem einn fundarmanna var skráður fyrir með þeim hætti að hún vekur upp spurningar um hvort hægt sé að taka mark á henni - eða flokknum yfirleitt. Ekki var betur greint en svo að viðræðunum yrði að ljúka á einu ári frá kosningum. Verði þeim ekki lokið á þeim tíma munu Vinstri græn væntanlega vilja stöðva ferlið á þeim tímapunkti.
Miðað við þann tíma sem viðræðurnar hafa tekið til þessa vaknar sú spurning hvort samþykkt hennar feli það í raun ekki í sér að Vinstri græn telji þessu ferli sjálfhætt - þetta sé aðeins enn ein undarlega kurteisiskveðjan til Samfylkingar og ESB.
Eða ber að skilja þessa ályktun svo að að með því að setja orðin til dæmis fyrir framan tímamörkin eitt ár, þá séu Vinstri græn opin fyrir hverju sem er í þessu.
Vinsri græn eru alltént á því að aðlögunarferlið skulu halda áfram óhindrað.
Þessi niðurstaða hjá Vinstri grænum hlýtur að vekja upp spurningar um trúverðugleika þeirra í Evrópumálunum.
![]() |
VG vill ljúka ESB-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Er lífsnauðsynlegt að ræða áfram um ESB?
ESB-aðildarsinnar setja gjarnan fram fullyrðingar í þessa veru: Umræðan um ESB er vanþroskuð. Fólk veit ekki nóg um ESB. Við vitum ekki hvernig samningur kemur til með að líta út. Við verðum að fá að vita þetta og við verðum að fá að vita hitt. Við verðum að geta skilið betur reglur ESB. Við verðum að fá að sjá undanþágur. Við verðum að fá að sjá sérlausnir. Við verðum að ræða þessi mál af alvöru.
Fullyrðingar og óskir eins og greinir frá að ofan eru algengar af hálfu þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Samt hafa þessi mál verið rædd í áratugi og með vaxandi þunga síðustu ár. Þjóðin hefur haft tækifæri til að kynna sér málin og mynda sér skoðun á grunni þeirra upplýsinga sem liggja fyrir. Það eru engar smávegis upplýsingar. En þjóðin er staðfastlega þeirrar skoðunar að hún vilji ekki að Ísland gangi í ESB.
ESB-aðildarsinnar eru ekki sáttir við að þjóðin taki afstöðu gegn ESB á grundvelli þeirra miklu upplýsinga sem fyrir liggja. Þeir trúa því að ef það tekst að halda þjóðinni upptekinni við að ræða um ESB-málin þá muni hún að lokum "sjá ljósið". Þessi afstaða ESB-aðildarsinnanna er einn angi af svokallaðri Monnet-koníaks-tannhjólshaks-aðferð og felst í grófum dráttum í því að koma málum áfram í hænuskrefum þannig að með vissu millibili verði þau komin á þann stall að ekki verði aftur snúið heldur að halda verði áfram.
Það má segja að Vinstri græn hafi fallið fyrir þessari aðferð. Þau samþykktu að Ísland skyldi sækja um aðild og til þessa hafa þau viljað klára ferlið. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvað Vinstri græn gera í dag.
Það getur út af fyrir sig verið ágætt að ræða talsvert um ESB, en það er ekki lífsnauðsynlegt að það sé helsta umræðuefni þjóðarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn telur nóg að gert í bili. Sama má segja um Framsóknarflokkinn.
Nú verður fróðlegt að sjá hvað Vinstri græn gera.
Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Katrín Jakobsdóttir vill spyrja þjóðina - hvað gerir VG?
Ef reynt er að rýna í það sem Katrín Jakobsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Sigurjón Egilsson á Sprengisandi Bylgjunnar rétt í þessu, þá telur hún að ákveðin skil séu í viðræðum við ESB og að rétt sé að spyrja þjóðina hvort haldið verði áfram.
Hún nefndi ekki aðra möguleika sem ræddir eru á landsfundi Vinstri grænna í dag, en rökstuddi ofangreinda leið meðal annars með tilvísun til makríldeilunnar.
Nú verður fróðlegt að sjá hvort Vinstri græn fylgi formanni sínum í þessu efni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 24. febrúar 2013
Nýjustu færslur
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
- Landráð?
- Öskrandi stríðsvagn fyrir Íslendinga
- Hann þrengir að öndunarveginum
Eldri færslur
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 8
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 1232704
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 657
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar