Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar með grillur í höfðinu vegna Ítala

propagandaÁstandið á Ítalíu vekur athygli um alla Evrópu, en það eru ekki síður viðbrögðin hjá öðrum þjóðum ESB sem vekja athygli.

Það virðist ætla að verða erfitt að mynda starfhæfa stjórn í Róm eftir nýlegar þingkosningar. Tæknikratarnir sem studdir hafa verið af ESB-veldinu náðu ekki langt. Hins vegar sótti gamli Berlusconi í sig veðrið við litla hrifningu stjórnmálaelítunnar í Brussel og ýmsum höfuðborgum ESB-landanna, auk þess sem trúðurinn Grillo kom, sá og sigraði.

Þetta þykir kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna ekki gott og hann móðgar forseta Ítalíu, sem er gamall kommúnisti - og alla ítölsku þjóðina með - þegar hann sagði á dálítið hrokafullan hátt að tveir trúðar hefðu orðið fyrir valinu hjá Ítölum í kosningunum.

Þetta er kannski það sem koma skal, þ.e. að Þjóðverjar reyni að segja öðrum þjóðum hvað þær eigi að kjósa og hvað ekki?

Þetta er kannski ekki svo fjarri lagi. Að minnsta kosti er hér á landi starfandi áróðursskrifstofa erlends valds sem hefur það hlutverk meðal annars að telja kjósendum trú um að stefna eins tiltekins flokks sé álitlegust.

 


Þið skuluð ekki voga ykkur að reyna þetta!

hotelcaliforniaÞið komist sko ekkert úr ESB, Tjallarnir ykkar!

Hafið ykkur bara hæga! Það verður ykkur dýrt ef þið hafið þetta ekki nákvæmlega eins og við viljum!

Þetta eru skilaboð Hermans van Rompuy táknræns foringja ESB til Breta ef þeir hafa sig ekki hæga í þessum Evrópumálum, samanber meðfylgjandi frétt.

Þetta er eins á Hótel Kaliforníu.

Reyndar segir Rompuy að þetta gæti orðið eins og hjónaskilnaður - dýr hjónaskilnaður!

En Bretar virðast vera orðnir hundleiðir á þessu hjónabandi!

Mogginn segir svo frá:

Fyrirætlanir forsætisráðherra Bretlands um að endursemja um veru landsins í Evrópusambandinu nýtur ekki stuðnings annarra leiðtoga innan sambandsins og úrsögn úr sambandinu yrði Bretum dýrkeypt. Þetta sagði forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, í ræðu sem hann flutti í London í dag.

Van Rompuy sagði ennfremur samkvæmt frétt AFP að Bretar hefði meiri áhrif á heimsmálin innan Evrópusambandsins en utan þess og líkti mögulegri úrsögn þeirra úr sambandinu við hjónaskilnað. Þeim væri frjálst að slíta sambandinu og það væri fullkomlega löglegt en það væri hins vegar ekki ókeypis.

Forsetinn sagði að fyrirætlanir Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, að endurheimta vald yfir ýmsum sviðum sem framselt hefur verið til stofnana Evrópusambandsins njóti ekki stuðnings leiðtoga sambandsins. Þá hefði það engin áhrif á þá þó Cameron hefði boðað þjóðaratkvæði um veruna í Evrópusambandinu 2017.

Þá væri ekki einfalt að ganga úr Evrópusambandinu. „Þetta er ekki bara spurning um að ganga út. Þetta væri lagalega og stjórnmálalega gríðarlega flókið og óhagkvæmt mál. Ímyndið ykkur bara skilnað eftir 40 ára hjónaband.“ Hann sagði hagsmunum Breta best borgið innan Evrópusambandsins þar sem þeir gætu beitt sér fyrir umbótum.


mbl.is Ekki einfalt að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar standast ekki kröfur ESB

Þrátt fyrir að Hollendingar hafi gengið harðast fram í því að ríki uppfylli kröfur ESB um ríkissjóðshalla virðist nú vera ljóst að Hollendingar sjálfir nái ekki þeim markmiðum ESB að hafa ríkissjóðshallann undir þremur prósentum af landsframleiðslu í ár.

Þetta kemur fram hjá Financial Times.

Eins og víðast annars staðar í Evrópu ríkir nú kreppa í Hollandi, en landsframleiðsla dróst saman um eitt prósent þar í landi á síðasta ári.

Það er því ljóst að Olli Rehn, efnahagsmálaframkvæmdastjóri ESB, getur nú farið að undirbúa sektarmiða handa Hollendingum. Þó er hugsanleg að þeir sleppi, svona svipað og Frakkarog Þjóðverjar sluppu á sínum tíma við að greiða sektir sem öðrum hafði verið gert að greiða.


Evran er dvergur í samanburði við Rómarpeninga

romanempireEfnahags- og gjaldmiðilsbandalag Evrópu er ekki fyrsta myntbandalagið sem stofnað hefur verið til í Evrópu og hvorki það stærsta né öflugasta.

Stærsta og öflugasta myntbandalagið í Evrópu varð til þegar Rómarveldi þandist út. Rómversk mynt varð þá einn helsti greiðslumiðillinn á svæðinu. Útbreiðsla rómverskra peninga byggðist að verulegu leyti á hervaldi og hersetu Rómverja, en einnig á aukinni alþjóðlegri verslun í þessu forna heimsveldi. Rómarveldi gaf þó ekki út tilskipun um að aðeins ein mynt skyldi vera á svæðinu. Fólk gat því notað fleiri gjaldmiðla ef þeim var að skipta. 

Þetta sameiginlega gjaldmiðilssvæði liðaðist í sundur við lok fimmtu aldar eftir Krists burð. Helsta ástæðan fyrir falli myntsvæðisins er talin hafa verið sú að Rómverjar misstu pólitísk og fjármálaleg ítök á svæðinu og heimsveldið gliðnaði í sundur. Aukinn óstöðugleiki í stjórnmálum gerði verslun og viðskipti áhættusamari og erfiðari – svo að viðskiptasambönd rofnuðu.

Evran siglir nú í gegnum ólgusjó. Mikill stormur er að baki, en óveðursský hrannast upp á suðurhimni. -Við siglum ei skýin-, var sagt. En útlitið var ekki bjart þá og það er ekkert sérlega bjart núna.


mbl.is Fundu 2000 ára rómverska mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2013

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 1232704

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 657
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband