Leita í fréttum mbl.is

Þjóðverjar með grillur í höfðinu vegna Ítala

propagandaÁstandið á Ítalíu vekur athygli um alla Evrópu, en það eru ekki síður viðbrögðin hjá öðrum þjóðum ESB sem vekja athygli.

Það virðist ætla að verða erfitt að mynda starfhæfa stjórn í Róm eftir nýlegar þingkosningar. Tæknikratarnir sem studdir hafa verið af ESB-veldinu náðu ekki langt. Hins vegar sótti gamli Berlusconi í sig veðrið við litla hrifningu stjórnmálaelítunnar í Brussel og ýmsum höfuðborgum ESB-landanna, auk þess sem trúðurinn Grillo kom, sá og sigraði.

Þetta þykir kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna ekki gott og hann móðgar forseta Ítalíu, sem er gamall kommúnisti - og alla ítölsku þjóðina með - þegar hann sagði á dálítið hrokafullan hátt að tveir trúðar hefðu orðið fyrir valinu hjá Ítölum í kosningunum.

Þetta er kannski það sem koma skal, þ.e. að Þjóðverjar reyni að segja öðrum þjóðum hvað þær eigi að kjósa og hvað ekki?

Þetta er kannski ekki svo fjarri lagi. Að minnsta kosti er hér á landi starfandi áróðursskrifstofa erlends valds sem hefur það hlutverk meðal annars að telja kjósendum trú um að stefna eins tiltekins flokks sé álitlegust.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 937
  • Frá upphafi: 1117709

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 836
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband