Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur segir sjálfstæði og eigin gjaldmiðil hafa hjálpað okkur úr kreppunni

Það var lykilatriði fyrir Íslendinga í bankakreppunni að við réðum okkur sjálf, þurftum ekki að fá samþykki ESB eða annarra fyrir fyrstu aðgerðum og að við höfðum eigin gjaldmiðil. Það kemur fram í viðtali norsks fjölmiðils við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Vitað er að neyðarlögin voru í upphafi mikill þyrnir í augum ESB og AGS. Það var lán okkar að þau voru samþykkt áður en við fengum AGS í lið með okkur.

Mbl.is segir svo frá þessu:

Vefur norska blaðsins Aftenposten birtir í dag viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Þar ræðir Sigmundur samstarf Íslands og Noregs, vonbrigði hans með norsk stjórnvöld í kjölfar kreppunnar og framtíð Íslands.

Blaðamaður Aftenposten gerir ungan aldur Sigmundar að umræðuefni strax í upphafi. „Það er bara Kim Jong-un í Norður-Kóreu sem er yngri en ég af öllum kjörnum þjóðarleiðtogum í heiminum þótt hann sé að vísu kjörinn á annan hátt en ég. En að öllu gamni slepptu þá hefur mér verið tekið mjög vel alls staðar, bæði í forsætisráðuneytinu og af kollegum mínum á Norðurlöndunum,“ segir Sigmundur.

Hann er þá spurður út í samband Íslands og Noregs og hvaða áhrif kreppan hafði á það. „Íslendingar bjuggust við meiri aðstoð frá bræðrum okkar á Norðurlöndunum. Margir íslendingar sögðust vilja endurskoða álit sitt á Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum í kjölfar kreppunnar, en biturleikin er nú liðinn hjá. Í öllum fjölskyldum koma upp vandamál, en við verðum bara að vinna okkur út úr þeim.“

Getum haldið íslensku krónunni

Í viðtalinu er ítarlega farið yfir efnahagsmál. Aðspurður hvort Ísland geti haft eigin gjaldmiðil segir Sigmundur nokkra kosti vera í stöðunni. „Það sem er mikilvægt er að við byggjum hagkerfið okkar á sterkum grunni. Það eru fleiri möguleikar í stöðunni þegar kemur að gjaldmiðli. Við getum haldið íslensku krónunni, við getum tekið upp norska krónu, kanadadollar eða evru.“ Hann segir hins vegar að landið megi ekki gera þau mistök sem voru gerð í myntsamstarfi Evrópu í kringum árið 2002 þegar of mörgum þjóðum var hleypt inn í samstarfið.

Gjaldmiðill, fullveldi og auðlindir

Aðspurður hver sé ástæðan fyrir því að Íslendingum virðist takast að vinna sig út úr kreppunni bendir Sigmundur á þrjá þætti. „Við höfum haft eigin gjaldmiðil, við höfum algjört sjálfstæði og gátum þar með sett neyðarlög þar sem við létum bankana taka skellinn án þess að draga ríkið með sér niður í svaðið og við höfum ennþá fullt forræði yfir náttúruauðlindunum okkar.“ Hann bendir hins vegar á að Íslendingar glími enn við nokkur vandamál. „Margir Íslendingar glíma enn við skuldavanda og lágan kaupmátt. Atvinnuleysi er hins vegar lágt, ferðamenn streyma til landsins og útflutningur gengur sem aldrei fyrr.“

Viðtal Aftenposten við Sigmund


mbl.is Bjóst við meiru af Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningahóparnir verkefnalausir og umboðslausir og því eðlilegt að leysa þá upp

Samningahóparnir um aðild að ESB hafa flestir hverjir verið verkefnalausir í mjög langan tíma og eru nú klárlega algjörlega umboðslausir. Því er eðlilegt að þeir verði leystir upp. Snúum okkur að öðru og þarfara!

Eyjan.is fjallar um málið  - og og einnig visir.is.

Sjá umfjöllun á Eyjunni.is (lesendum er þó bent á að sneiða hjá dónalegustu athugasemdum sem fylgja með):

Utanríkisráðherra íhugar að að leysa samninganefndina sem skipuð var til að leiða aðildarviðræður við Evrópusambandið og einstaka samningahópa frá störfum. Það gerir hann á grundvelli lögfræðiálits þar sem því er haldið fram að þingsályktun Alþingis bindi ekki hendur ríkisstjórnarinnar.

Á fundi utanríkismálanefndar í morgun lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fram lögfræðilega álitsgerð vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að stöðva frekari vinnu samninganefndar og –hópa.

Álitsgerðin, sem unnin er af lögfræðingum utanríkisráðuneytisins, var unnin í kjölfar fyrirspurnar þriggja nefndarmanna í utanríkismálanefnd, sem óskuðu eftir að skýrð væru “þau stjórnskipulegu valdmörk sem framkvæmdarvaldinu eru sett gagnvart ferli umsóknar um aðild að Evrópusambandinu” samkvæmt ályktun Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Í álitsgerðinni er fjallað um lagalega þýðingu þingsályktana í þeim skilningi hvort þær geti haft bindandi áhrif. Niðurstaða hennar er sú að þingsályktanir sem ekki byggjast á sérstakri heimild í lögum eða stjórnarskrá bindi stjórnvöld ekki umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir.

Í bréfi til utanríkismálanefndar sem fylgir álitsgerðinni segir utanríkisráðherra að ályktun sú sem vísað sé til hafi verið samþykkt af öðrum þingmeirihluta er nú situr. Núverandi stjórnarflokkar hafi báðir haft á stefnuskrá sinni að gera hlé eða hætta þeim viðræðum sem ályktunin fjallar um og augljóst var fyrir kosningarnar að þeir stæðu henni ekki að baki. Að fengnu þessu áliti verði ríkisstjórnin því ekki talin bundin af að fylgja þessari ályktun eftir. Af sjálfu leiði að sama gildi um heimildir ráðherra til að víkja frá því skipulagi sem vísað var til í nefndaráliti með þingsályktunartillögunni.

Utanríkisráðherra hefur tilkynnt utanríkismálanefnd að hann íhugi nú að leysa upp samninganefndina, en í bréfi hans til nefndarinnar segir:

Að fengnu þessu áliti hef ég ákveðið að taka til skoðunar að leysa samninganefndina og -hópana frá störfum til að þeir semm þar hafa setið geti snúið sér að öðrum verkefnum.

Álitsgerðina og bréf utanríkisráðherra má nálgast á vef utanríkisráðuneytisins.


Ályktunin var einungis pólitískt bindandi fyrir ríkisstjórn Jóhönnu?

Svo virðist sem ályktun Alþingis um umsókn að ESB hafi aðeins verið pólitískt bindandi fyrir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þeirri ríkisstjórn mistókst að koma Íslandi í ESB. Á nýju kjörtímabili hefur ályktunin ekkert gildi og við getum farið að snúa okkur að öðru og þarfara.

Mbl.is segir svo frá:

Á fundi utanríkismálanefndar í morgun lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fram lögfræðilega álitsgerð vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að stöðva frekari vinnu samninganefndar og –hópa.

Álitsgerðin var unnin í kjölfar fyrirspurnar þriggja nefndarmanna í utanríkismálanefnd, sem óskuðu eftir að skýrð væru “þau stjórnskipulegu valdmörk sem framkvæmdarvaldinu eru sett gagnvart ferli umsóknar um aðild að Evrópusambandinu” samkvæmt ályktun Alþingis nr. 1/137 frá 16. júlí 2009, um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Í álitsgerðinni er fjallað um lagalega þýðingu þingsályktana í þeim skilningi hvort þær geti haft bindandi áhrif. Niðurstaða hennar er sú að þingsályktanir sem ekki byggjast á sérstakri heimild í lögum eða stjórnarskrá bindi stjórnvöld ekki umfram það sem af þingræðisvenjunni leiðir, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

„Í bréfi til utanríkismálanefndar sem fylgir álitsgerðinni segir utanríkisráðherra að ályktun sú sem vísað sé til hafi verið samþykkt af öðrum þingmeirihluta er nú situr. Núverandi stjórnarflokkar hafi báðir haft á stefnuskrá sinni að gera hlé eða hætta þeim viðræðum sem ályktunin fjallar um og augljóst var fyrir kosningarnar að þeir stæðu henni ekki að baki. Að fengnu þessu áliti verði ríkisstjórnin því ekki talin bundin af að fylgja þessari ályktun eftir. Af sjálfu leiði að sama gildi um heimildir ráðherra til að víkja frá því skipulagi sem vísað var til í nefndaráliti með þingsályktunartillögunni.

Að fengnu þessu áliti hefur utanríkisráðherra ákveðið að taka til skoðunar að leysa samninganefndina sem skipuð var til að leiða aðildarviðræður við Evrópusambandið og einstaka samningahópa frá störfum til að þeir sem þar hafa setið geti snúið sér að öðrum verkefnum,“ segir í tilkynningu.


mbl.is Þingsályktun um ESB ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin mótmælir yfirgangi ESB gegn Íslendingum og Færeyingum

Tilkynning um aðgerðir gegn Færeyingum er tilefni til þess að ríkisstjórnin kallar fulltrúa ESB hér á landi á teppið, enda er í tilkynningunni líka vikið að mögulegum aðgerðum gegn Íslendingum í deilunum um veiðar á makríl sem sótt hefur á Íslandsmið.


Mbl.is segir svo frá:

Fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi hefur verið kallaður á fund íslenskra stjórnvalda vegna hótana sambandsins um viðskiptaaðgerðir gegn Íslendingum vegna makrílveiða. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að ástæða fundarins hafi verið fréttatilkynning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins síðastliðinn þriðjudag um fyrirhugaðar aðgerðir sambandsins gegn Færeyingum vegna síldveiða þeirra en þar hafi verið staðfest að framkvæmdastjórnin sé einnig að undirbúa slíkar aðgerður gegn Íslandi vegna makrílveiða.

„Á fundinum gerðu fulltrúar utanríkisráðuneytisins fulltrúa ESB grein fyrir þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að slíkar aðgerðir myndu einungis spilla fyrir samningsmöguleikum í deilunni. Ísland hafi ítrekað sýnt samningsvilja, nú síðast með boði um strandríkjafund í Reykjavík í byrjun september, sem allir deiluaðilar hafi þekkst. Vaxandi hótanir um viðskiptaaðgerðir spilli verulega fyrir því andrúmslofti sem þær viðræður fari fram í. Jafnframt var vísað til yfirlýsingar ríkisstjórnar fyrir helgi og ítrekað að þó Ísland styddi ekki kröfur Færeyinga í síldarmálinu þá mótmæltu stjórnvöld harðlega aðgerðum ESB þar sem Ísland teldi að aðgerðir af þessu tagi væru ekki til þess fallnar að stuðla að lausn, heldur þvert á móti,“ segir í tilkynningunni.

Þá var mikilvægi þess að lokum áréttað að vanda til upplýsingamiðlunar í þessari viðkvæmu deilu. Það hjálpaði alls ekki að spyrða makrílmálið og síldarmálið saman eins og gert hafi verið í fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar.


mbl.is Fulltrúi ESB kallaður á teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2013

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 744
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband