Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin jarđar ESB: Evran hefur algjörlega brugđist

Ofanrituđ fyrirsögn er á vefnum Viljinn.is, sem aftur vitnar í Silfriđ í Ríkissjónvarpinu. Ţar er haft eftir Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráđherra og fyrrverandi formanni Alţýđuflokksins:

Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráđherra, segir ađ hagsmunir fjármagnseigenda og ţýskra fjármálastofnana, hafi veriđ hafđir í algerum forgrunni hjá Evrópusambandinu og Seđlabanka Evrópu og fyrir vikiđ hafi mörg ríki komiđ mjög illa út fjárhagslega, miklu verra en Íslendingar sem hafi ţó lent í sögulegu bankahruni.

Evran hafi algjörlega bruđist og Evrópusambandiđ hafi sýnt einstökum ađildarríkjum í vanda algera skítaframkomu, eins og hann orđađi ţađ.

Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag ţar sem hann rćddi viđ Egil Helgason um ESB, Evruna, stöđuna í alţjóđastjórnmálum og hinn umtalađa ţriđja orkupakka sem ćtlunin er ađ leiđa inn í íslensk lög á vorţingi.

„Ţađ er ekki hćgt ađ svipta öll ađildarríki ESB öllum hagsstjórnartćkjum til ađ laga sig ađ breyttum ađstćđum,“ segir Jón Baldvin og bendir á framkomu ESB gagnvart Ítalíu nú og Grikklandi fyrir fáeinum árum, ţar sem stjórnvöld voru neydd til ađ selja eigur almennings fyrir slikk ađ kröfu ţýskra fjármálastofnana. 

Á sama tíma hafi ađrar ţjóđir getađ beitt víđkunnum hagfrćđikenninum til ađ auka peningamagn í umferđ og örva ţannig hagkerfiđ, til dćmis Bandaríkin. Evrópusambandiđ hafi fariđ ađra leiđ, hvatt til niđurskurđar og einkavćđingar af ţví ađ ekki mátt afskrifa ţađ sem ţýskir bankar höfđu lánađ út og suđur, enda ţótt öll rök stćđu til ţess.

Hann segist enn vera Evrópusinni, en hann gagnrýni mjög ađ fjármagnseigendur ráđi alveg för og forystuleysi Evrópusambandsins sé mjög áberandi. Ţađ valdi miklum óvinsćldum ESB innan einstakra landa.

Varđandi orkupakkann, sagđi Jón Baldvin ekkert vandamál fyrir okkur Íslendinga ađ segja nei viđ innleiđingu hans. Ţađ ţýđi ekki endalok EES-samstarfsins, ţađ séu mjög mörg fordćmi um slíkar undanţágur.

Ţađ er vel hćgt ađ segja nei, án ţess ađ ţađ hafi miklar afleiđingar, segir hann.

Sjá viđtal Egils Helgasonar viđ Jón Baldvin.


Jón Steindór spáir endalokum EES-samningsins

Ummćli Jóns Steindórs Valdimarssonar, ţingmanns Viđreisnar, í Sprengisandsţćtti Bylgjunnar í morgun um möguleg endalok EES-samningsins vekja athygli, en Vísir endurbirtir hluta ţeirra. Önnur ummćli hans í ţćttinum hljóta hins vegar ađ teljast verulega furđuleg. Hann kvartar yfir ţví ađ ákveđin umrćđa sé leyfđ í Sjálfstćđisflokknum. Ţađ ţurfi ađ ţagga niđur í öllum gagnrýnisröddum um ESB.

Hvađ er mađurinn eiginlega ađ fara međ ţessum ummćlum sem Vísir endurbirtir:

Jón nefnir ađ frjálslynt fólk innan Sjálfstćđisflokksins hafi leyft íhaldsröddum ađ taka sterkar á flokknum. Mynstriđ sé ţađ sama og ţegar Sjálfstćđisflokkurinn var jákvćđur fyrir Evrópusambandinu.

„Svo leyfđu ţeir ţessum röddum ađ vera í friđi, áđur en ţeir vissu af fór stuđningur viđ inngöngu úr ţví ađ vera meirihlutaálit í ţađ ađ vera algjört minnihlutaálit án ţess ađ flokkurinn hafi fjallađ um ţađ,“ segir Jón Steindór.


Bloggfćrslur 25. nóvember 2018

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 174
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 1518
  • Frá upphafi: 1234214

Annađ

  • Innlit í dag: 161
  • Innlit sl. viku: 1274
  • Gestir í dag: 151
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband