Leita í fréttum mbl.is

Umsögn um orkumál frá Heimssýn

Athugasemdir við

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 með síðari breytingum

og

Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku

 

Ofangreint frumvarp og þingsályktunartillaga tengjast lögleiðingu á orkulagabálki Evrópusambandsins sem nefndur hefur verið 3. orkupakki og ber að skoða í því ljósi.

Ekki verður hjá því komist að gera athugasemdir við þann skamma tíma sem gefinn er til að gera athugasemdir.  Málið er harla flókið og ekki er eðlilegt að gera ráð fyrir að umsagnaraðilar geti komið með vel ígrundaðar athugasemdir á aðeins þremur dögum.  Um hríð hefur verið altalað að stjórnvöld hyggist afgreiða mál þetta með hraði í því skyni að forðast umræðu.  Svo virðist sem það sé staðfest með þeim stutta fresti sem hér gefinn, því ekkert kallar á ofsahraða við afreiðslu málsins.  Vinnubrögð af því tagi eru ámælisverð og ósæmandi í lýðræðisríki. 

Í fyrrgreindu frumvarpi og þingsályktunartillögu er vald íslenskra stjórnvalda í orkumálum áréttað.  Óvíst að að áréttingar af slíku tagi hafi nokkurt gildi þegar úrskurðir verða upp kveðnir hjá erlendum dómstóli eða stjórnvaldi, eins og raunin mun verða ef mál þetta nær í heild sinni fram að ganga.

Í orkulagabálki Evrópusambandsins sem fyrr er nefndur er meðal annars gert ráð fyrir valdaframsali í orkumálum Íslands til erlends ríkjasambands.  Valdmörk hinna erlendu aðila (landsreglara og orkustofu Evrópusambandsins, (e. ACER)) eru umdeild og ekki verður annað séð en að hinn erlendi aðili, þ.e. Evrópusambandið eigi sjálft að dæma um þau.  Það er afar óvíst með hvaða hætti þessir erlendu aðilar munu fara með vald sitt og nánast víst að hagsmunir Íslendinga munu ekki sitja í fyrirrúmi, stangist þeir á við hagsmuni annarra aðila sem meira vægi hafa innan sambandsins.

Vart verður annað séð en að fyrrgreint valdaframsal brjóti í bága við stjórnarskrá Íslands.

Síðast en ekki síst hefur ekki komið fram hvers vegna Íslendingar ættu að framselja vald í orkumálum til erlends aðila.  Rætt hefur verið um mikilvægi markaðsvæðingar í því sambandi.  Er því til að svara að íslenskum stjórnvöldum er í lófa lagið að gera hvers kyns breytingar á orkumálum og orkumarkaði án þess að framselja vald til útlanda.  Slíkar breytingar yrðu afturkræfar sem gæti komið sér vel ef þær reyndust illa.  Vald sem fært hefur verið til erlendra aðila, ekki síst verðandi stórvelda á borð við Evrópusambandið, gæti á hinn bóginn reynst afar torvelt, ef ekki ómögulegt, að endurheimta.  Hér er með öðrum orðum gengið á rétt óborinna kynslóða til að skipa málum í eigin landi.


Bloggfærslur 27. mars 2019

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 982
  • Frá upphafi: 1117905

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 874
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband