Leita í fréttum mbl.is

Meirihlutinn er á móti orkulöggjöf ESB

Stór meirihluti Íslendinga er á móti því að Ísland gangist undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Þetta er niðurstaða könnunar sem Maskína gerði fyrir Heimssýn dagana 12.-18. júní.

Þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru með eða á móti því að Ísland ætti að vera undanþegið orkulöggjöf Evrópusambandsins og hvort þeir væru fygljandi eða andvígir þjóðaratkvæðagreiðslu um innleiðingu 3. orkupakkann. [Smelltu á myndina til að fá hana stærri]

maskina

61% af þeim sem tóku afstöðu vilja að Ísland verði undanþegið Evrópulöggjöf um orkumál en 39% telja að Íslendingar ættu að gangast undir löggjöfina.

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins vilja að Ísland verði undanþegið orkulöggjöfinni en rúmur þriðjungur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill undanþágu.

53% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um innleiðingu 3. orkupakkans en 47% eru á móti.

Hægt að skoða könnunina undir þessari krækju.


Bloggfærslur 20. júní 2019

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 347
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 2919
  • Frá upphafi: 1259497

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 2697
  • Gestir í dag: 317
  • IP-tölur í dag: 315

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband