Leita í fréttum mbl.is

Heimssýn biður um skýringar

Heimssýn hefur sent dómsmálaráðherra bréf. Þar segir svo:

 

Ágæti ráðherra

Athygli hefur vakið að lögreglubílar á Íslandi eru merktir fána erlends ríkjasambands sem Ísland á enga aðild að.  Af því tilefni óskar Heimssýn góðfúslega að fá svör dómsmálaráðherra við eftirfarandi spurningum:

  1. Er íslenska lögreglan, eða búnaður hennar, að einhverju leyti fjármögnuð af öðrum en íslenska ríkinu og þá jafnvel erlendum aðila? Tengjast slíkar greiðslur fána Evrópusambandsins á lögreglubílum?  Telur ráðherra viðeigandi að lögreglan sé fjármögnuð með öðrum hætti en með fé frá opinberum aðilum á Íslandi?

 

  1. Hefur öðrum erlendum ríkjum eða ríkjasamböndum, íslenskum eða erlendum einstaklingum eða lögaðilum verið boðið að auglýsa á íslenskum lögreglubílum? Ef svo er, hverjir hafa fengið slík boð og á hvaða kjörum?

 

  1. Lítur dómsmálaráðherra svo á, að vald það sem lögreglunni er fengið sé að einhverju leyti upprunnið annars staðar en hjá íslenskum löggjafa sem kjörinn er af íslensku þjóðinni?

 

  1. Má líta svo á að fánar Evrópusambandsins á lögreglubílum séu birtingarmynd þess að yfirvöld lögreglumála telji sig að einhverju leyti þjóna Evrópusambandsins, en ekki þjóna Íslendinga og íslenska ríkisins?

 


Bloggfærslur 1. júní 2020

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 1767
  • Frá upphafi: 1120550

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1509
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband