Leita í fréttum mbl.is

Skynsemi og rómantík hönd í hönd

heimssyn-jon-sigurdsson

Sautjánda júní minnumst við stofnun lýðveldis á Íslandi.  Í augum margra var það lokahnykkur á aldarlangri sjálfstæðisbaráttu sem var merk fyrir margra hluta sakir.  Í augum okkar nútímamanna er óvenjulegt að fátækustu hreppar ríkis vilji aðskilnað, því þannig er það ekki í dag.  Það eru Bretar, en ekki Portúgalir, sem vilja yfirgefa Evrópusambandið, Katalónar en ekki Andalúsíumenn sem vilja yfirgefa spænska ríkið og svo mætti áfram telja.  Ísland var vissulega fátækara en flestar, ef ekki allar sveitir Danmerkur, en engu að síður vildu Íslendingar sjálfstæði og fengu það um síðir.  Kannski hefði farið á annan veg ef meira af þeim auði sem fór í hallir Danakóngs, eða graut handa þeim sem höfðu fyrir starfa að höggva Svía eða Prússa, hefði farið í að smíða skip til að draga fisk við strendur Íslands.  Það er þó ekki víst, því þjóðernisrómantíkin var sterk á 19. öld.

Það var þó síst rómantík sem stjórnaði penna Jóns Sigurðssonar.  Jóni var tamara að skrifa um frjálsa verslun, lög og rétt en sunnangolu og foldarskart.  Jón taldi að það væri einfaldlega skynsamlegt að Íslendingar settu sér lög sjálfir, því þannig fengjust best lög.  Í því fólst engin anduð á Dönum.

Persónudýrkun er með minnsta móti á Íslandi.  Hún er líka ólík því sem tíðkast víða um heim þar sem minningu manna er því meira haldið á lofti sem þeir hafa drepið fleiri.  Engan drap Jón forseti.  Jón varði ævi sinni til að berjast fyrir hagsmunum og réttindum Íslendinga og því þótti viðeigandi að stofna lýðveldi á fæðingardegi Jóns.  Hefði Jón fæðst í desember hefðu lýðveldismenn þó varla valið þann dag.  Það hentar illa að halda þjóðhátíð í myrkri og hríð, en það gæti hentað vel til að koma þjóðhátíðardegi fyrir kattarnef.

Þótt það fyrirkomulag að reka sjálfstætt lýðveldi hafi margsannað sig eru enn menn sem efast.  Þeir vilja flytja löggjafarvaldið úr landi, og helst sem mest af framkvæmda- og dómsvaldinu í leiðinni.  Ef það gengur ekki að gera það í einu lagi, þá skal reyna það í bútum.  Engan skyldi undra að þessum mönnum leiðist 17. júní og finnist hvimleitt að hafa Jón Sigurðsson yfir sér í hvert sinn sem þeir eiga leið um Austurvöll.  Við hin reynum hvað við getum að sýna þessum furðufuglum umburðarlyndi, höldum upp á afmæli Jóns, lýðveldisins og stjórnarskrárinnar og göngum glöð út í sumarið.  

https://www.frettabladid.is/frettir/haettum-ad-hygla-joni-sem-hetju-og-holdum-thjodhatid-i-desember/


Bloggfærslur 17. júní 2021

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 204
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 1827
  • Frá upphafi: 1223367

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 1583
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 169

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband