Leita í fréttum mbl.is

Um mikilvægi dreifingar skónúmera

Á dögum umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu heyrðist stundum að Ísland væri svo líkt löndunum á meginlandi Evrópu að það væri í góðu lagi að þau fengju að stjórna Íslandi. Ekki fylgdi af hverju gömlu nýlenduveldin væru betur til þess fallin en lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi, enda mjög erfitt að útskýra það.

En er Ísland eins og hver annar hreppur í Þýskalandi? 

Líklegt að á báðum stöðum sé dreifing skónúmera svipuð, margir á báðum stöðum hlusti á Beethoven og finnist Einstein og Rembrandt hafa verið býsna lunknir náungar.  Í báðum löndum sjúga menn í sig hveitilengjur með sósu, sparka bolta eða syngja hástöfum og finnst það ágætt.   Þau líkindi skipta bara engu máli í því samhengi sem hér um ræðir.   Það eru ólíkindin sem leiða til þess að heppilegt er að Íslendingar stjórni sér sjálfir, en að þeim sé ekki stjórnað af umboðsmönnum gömlu evrópsku nýlenduveldanna.

Atvinnulíf á Íslandi er mjög ólíkt iðnvæddum héruðum Evrópu og gjaldeyrisöflun er með öðrum hætti en annars staðar í álfunni.  Stærð og lega Íslands, sem og veðurfar, þéttbýli og síðast en ekki síst mannfjöldi, gera að verkum að samgöngur, samskipti og fleira í gangverki samfélagsins er með öðrum hætti en annars staðar í Evrópu.  Þá er menningarlegur munur töluverður.  Á Íslandi er nefnilega töluð örtunga sem á í vök að verjast.  Og hvað sem mönnum kann að finnast um yfirstandandi stríð í A-Evrópu er það staðreynd að stórfelld iðnvædd manndráp í pólitísku skyni eru óþekkt á Íslandi en inngróinn þáttur í menningu flestra annarra ríkja í Evrópu.

Lög og reglur Evrópusambandsins taka mið af aðstæðum og hagsmunum á meginlandi Evrópu, ekki á Íslandi og skiptir þá auðvitað engu máli hvort Ísland er innanborðs eða ekki.


Bloggfærslur 20. ágúst 2023

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1879
  • Frá upphafi: 1184616

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1608
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband